Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1301, 152. löggjafarþing 451. mál: stjórn fiskveiða o.fl. (bláuggatúnfiskur).
Lög nr. 66 27. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og fleiri lögum (bláuggatúnfiskur).


I. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 4. gr. og 1. málsl. 5. gr. er aðilum sem uppfylla skilyrði 2. málsl. 5. gr. heimilt að taka á leigu erlent skip, til allt að sex mánaða hvert almanaksár, til veiða og vinnslu samkvæmt veiðiheimildum Íslands á austur-atlantshafsbláuggatúnfiski innan og utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Heimild þessi gildir til og með 31. desember 2028.

II. KAFLI
Breyting á lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. gr. er aðilum sem uppfylla skilyrði 2. málsl. 5. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, heimilt að taka á leigu erlent skip, til allt að sex mánaða hvert almanaksár, til veiða og vinnslu samkvæmt veiðiheimildum Íslands á austur-atlantshafsbláuggatúnfiski innan og utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Heimild þessi gildir til og með 31. desember 2028.

III. KAFLI
Breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. og 4. gr. er aðilum sem uppfylla skilyrði 2. málsl. 5. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, heimilt að taka á leigu erlent skip, til allt að sex mánaða hvert almanaksár, til veiða og vinnslu samkvæmt veiðiheimildum Íslands á austur-atlantshafsbláuggatúnfiski innan og utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Heimild þessi gildir til og með 31. desember 2028.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.

4. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. er aðilum sem uppfylla skilyrði 2. málsl. 5. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, heimilt að taka á leigu erlent skip, til allt að sex mánaða hvert almanaksár, til veiða og vinnslu samkvæmt veiðiheimildum Íslands á austur-atlantshafsbláuggatúnfiski innan og utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Heimild þessi gildir til og með 31. desember 2028.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.