Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1374, 152. löggjafarþing 582. mál: niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun).
Lög nr. 69 27. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt (umhverfisvæn orkuöflun).


I. KAFLI
Breyting á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „vistvænni“ í 5. mgr. kemur: umhverfisvænni.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Með búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar er í lögum þessum átt við allan þann tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, þ.m.t. nauðsynlegan fylgibúnað fyrir virkni hans, að undanskildum breytingum á hitakerfum húsnæðis innan dyra.


2. gr.

     2. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     2. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     5. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: sem og til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun.
  2. 5. tölul. orðast svo: Til íbúðareigenda sem fjárfesta í og tengja tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun.


6. gr.

     Í stað 4. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Styrkir á grundvelli 5. tölul. 11. gr. skulu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1,3 millj. kr. án virðisaukaskatts. Þessi fjárhæð uppfærist 1. janúar ár hvert í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, miðað við grunnvísitöluna 1. júlí 2022. Styrkirnir skulu vera samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign.

II. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

7. gr.

     11. mgr. 42. gr. laganna orðast svo:
     Heimilt er að endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og öðrum búnaði sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun á íbúðarhúsnæði. Heimildin gildir ekki um tækjabúnað vegna breytinga á hitakerfum íbúðarhúsnæðis innan dyra. Hafi umsækjandi um endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu fengið styrkveitingu á grundvelli laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002, skal fylgja með umsókn um endurgreiðslu til Skattsins staðfesting þeirrar styrkveitingar frá Orkustofnun.

III. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

8. gr.

     Við 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Styrkir til íbúðareigenda að því marki sem nemur útlögðum kostnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Notendur sem fyrir gildistöku þessara laga hafa sett upp og tengt búnað til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun og ekki hlotið til þess styrk skulu eiga rétt á styrk í samræmi við ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 12. gr. laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002, eins og ákvæðið hljóðaði áður en lög þessi tóku gildi enda óski þeir sérstaklega eftir því og leggi fram raunhæf markmið um orkusparnað að mati Orkustofnunar.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.