Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1180, 154. löggjafarþing 29. mál: Orkustofnun og raforkulög (Raforkueftirlitið).
Lög nr. 22 14. mars 2024.

Lög um breytingu á lögum um Orkustofnun og raforkulögum (Raforkueftirlitið).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003.

1. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Innan Orkustofnunar skal starfa sérstök eining sem nefnist Raforkueftirlitið. Raforkueftirlitið er sjálfstætt í störfum sínum þegar það sinnir raforkueftirliti samkvæmt raforkulögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.

2. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Hlutverk Raforkueftirlitsins er:
 1. að sinna raforkueftirliti samkvæmt raforkulögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra,
 2. að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og umsagnar um raforkumál,
 3. að annast önnur verkefni sem Raforkueftirlitinu eru falin samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.

     Til að tryggja sjálfstæði sitt, gagnsæi og jafnræði við raforkueftirlit skal Raforkueftirlitið setja sér starfsreglur og birta þær almenningi.
     Raforkueftirlitið skal vera sjálfstæð eining innan Orkustofnunar sem er rekin fjárhagslega aðgreind frá annarri starfsemi stofnunarinnar.

3. gr.

     Við 5. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ráðherra skipar skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins til fimm ára í senn að fengnu mati hæfnisnefndar, sbr. 3. mgr. Ber hann faglega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri Raforkueftirlitsins. Sama einstakling er aðeins hægt að skipa skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins tvisvar sinnum.
     Við skipun í embætti skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins skal ráðherra skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Niðurstaða hæfnisnefndar er ráðgefandi við skipun í embætti.

II. KAFLI
Breyting á raforkulögum, nr. 65/2003.

4. gr.

     Á eftir I. kafla laganna kemur nýr kafli, I. kafli A, Stjórnsýsla og eftirlit, með tveimur nýjum greinum, 3. gr. a og 3. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (3. gr. a.)
Yfirstjórn.
     Ráðherra fer með yfirstjórn mála sem þessi lög taka til. Orkustofnun fer með framkvæmd og eftirlit samkvæmt ákvæðum II. kafla. Raforkueftirlitið fer með framkvæmd og eftirlit samkvæmt ákvæðum III., IV., V. og VI. kafla. Um eftirlit og úrræði Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla. Um leyfisveitingar Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins fer samkvæmt ákvæðum VIII. kafla.
     
     b. (3. gr. b.)
Starfshættir Raforkueftirlitsins.
     Raforkueftirlitið er sjálfstætt í störfum sínum þegar það sinnir eftirliti samkvæmt lögum þessum, sbr. lög um Orkustofnun, og getur ráðherra eða orkumálastjóri ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd þess.
     Raforkueftirlitið skal hafa samráð við Samkeppniseftirlitið um eftirlit með starfsemi og gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna eftir því sem við á.
     Til að tryggja sjálfstæði, gagnsæi og jafnræði í störfum sínum við raforkueftirlit skal Raforkueftirlitið setja sér starfsreglur. Ráðherra getur, að fenginni umsögn Raforkueftirlitsins, kveðið nánar á um hlutverk og verkefni Raforkueftirlitsins í reglugerð.
     Raforkueftirlitið skal hafa samráð við eftirlitsskylda aðila um framkvæmd og þróun eftirlitsins. Í því skyni skal starfa sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila. Raforkueftirlitið skal eiga reglulega fundi með samráðsnefndinni. Samráðsnefndin hefur ekki ákvörðunarvald í málefnum Raforkueftirlitsins. Nánar skal kveðið á um samráðsnefndina í reglugerð, m.a. um skipan hennar.

5. gr.

     7. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Í stað orðanna „Orkustofnun“ og „Orkustofnunar“ fimm sinnum í 2. mgr. 9. gr., 3. málsl. 2. tölul. 3. mgr. 9. gr., tvívegis í 5. mgr. 9. gr., í 1. málsl. 6. mgr. 9. gr., 1. mgr. 9. gr. a, tvívegis í 1. mgr. 9. gr. b, þrívegis í 2. mgr. 9. gr. b, í 3. mgr. 9. gr. b, 9. gr. d, 1. málsl. 2. mgr. 11. gr., 3. mgr. 11. gr., 1. málsl. 2. mgr. 12. gr., í a- og c-lið 1. tölul. 3. mgr. 12. gr., þrívegis í 4. mgr. 12. gr., í 5. mgr. 12. gr., tvívegis í 6. mgr. 12. gr., í 4. málsl. 7. mgr. 12. gr., tvívegis í 8. mgr. 12. gr., tvívegis í 9. mgr. 12. gr. a, í 1. málsl. 13. gr., tvívegis í 3. mgr. 14. gr., í 2. tölul. 1. mgr. 15. gr., 3. tölul. 3. mgr. 16. gr., tvívegis í 6. tölul. 3. mgr. 16. gr., í 4. mgr. 16. gr., tvívegis í 1. mgr. 16. gr. a, í 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. a, 1. málsl. 2. mgr. 17. gr., a-, b- og c-lið 1. tölul. 3. mgr. 17. gr., þrívegis í 4. mgr. 17. gr., í 5. mgr. 17. gr., tvívegis í 6. mgr. 17. gr., í lokamálslið 7. mgr. 17. gr., tvívegis í 8. mgr. 17. gr., í 1. málsl. 2. mgr. 17. gr. a, tvívegis í 3. mgr. 17. gr. a, í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr., 1. málsl. 18. gr. b, 2. og 4. tölul. 1. mgr. 19. gr., 2. málsl. 1. mgr. 20. gr., fjórum sinnum í 4. mgr. 21. gr. a og í 2. málsl. 5. mgr. 21. gr. a laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Raforkueftirlitið.

7. gr.

     Í stað orðanna „stofnunin“ og „stofnuninni“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. b, 2. málsl. 9. mgr. 12. gr. a, 2. málsl. 3. mgr. 17. gr. a og 4. mgr. 21. gr. a laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Raforkueftirlitið.

8. gr.

     Í stað orðsins „hún“ í 2. málsl. 9. mgr. 12. gr. a og 2. málsl. 3. mgr. 17. gr. a laganna kemur: það.

9. gr.

     24.–26. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (24. gr.)
Eftirlit Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins.
     Ákvæði þessa kafla gilda um eftirlit og eftirlitsheimildir Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins eftir því sem við á, sbr. 3. gr. a, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
     Hafa skal eftirlit með því að fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum þessum fullnægi þeim skilyrðum sem um starfsemina gilda samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim og öðrum heimildum.
     Orkustofnun og Raforkueftirlitinu er heimilt að gefa út almennar leiðbeiningar og reglur um starfsemi aðila sem heyra undir lög þessi, enda varði málefnið hóp eftirlitsskyldra aðila.
     Hafa skal yfirsýn og eftirlit með tiltæku varaafli raforku í landinu. Í reglugerð skal nánar kveðið á um eftirlitsheimildir og úrræði til að tryggja viðmið til grundvallar ákvörðunum um varaafl, skiptingu kostnaðar milli flutningsfyrirtækis og dreifiveitna og að fullnægjandi varaafl sé til staðar til að bregðast við áföllum í raforkukerfinu.
     
     b. (25. gr.)
Eftirlitsheimildir.
     Eftirlitsaðilum er heimilt að krefja eftirlitsskylda aðila um allar upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru við framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum. Skulu gögn og upplýsingar berast innan hæfilegs frests. Skylda má þessa aðila til að upplýsa reglulega um atriði sem máli skipta við eftirlitið. Þá má krefjast þess að eftirlitsskyldur aðili komi á innra eftirliti í samræmi við kröfur eftirlitsaðila.
     Eftirlitsaðilar geta í eftirlitsstörfum sínum krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum óháð þagnarskyldu þeirra.
     Eftirlitsaðilar geta við rannsókn mála gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð eftirlitsskylds aðila og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum leyfis eða öðrum heimildum. Við framkvæmd slíkra aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð sakamála um leit og hald á munum.
     
     c. (26. gr.)
Úrræði eftirlitsaðila.
     Telji eftirlitsaðili að eftirlitsskyld starfsemi samræmist ekki skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum leyfis, bindandi ákvörðunum Raforkueftirlitsins eða öðrum heimildum getur hann krafist þess að úr verði bætt að viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið 10–500 þús. kr. á dag. Við ákvörðun dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Ákvarðanir um að leggja á dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður. Innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Fari leyfishafi ekki að tilmælum eftirlitsaðila skal upplýsa ráðherra um málið.
     Telji eftirlitsaðili að gjaldskrá sem tilkynnt hefur verið uppfylli ekki kröfur laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim tekur gjaldskráin ekki gildi fyrr en úr hefur verið bætt að mati eftirlitsaðila. Þá getur eftirlitsaðili gert flutningsfyrirtækinu og dreifiveitum að breyta gjaldskrá sinni að viðlögðum dagsektum.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. a laganna:
 1. Í stað orðsins „Orkustofnun“ kemur: Eftirlitsaðili.
 2. Í stað orðsins „stofnunarinnar“ kemur: eftirlitsaðila.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. b laganna:
 1. Í stað orðsins „Orkustofnun“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Eftirlitsaðili.
 2. Í stað orðanna „Orkustofnun getur jafnframt lagt“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Jafnframt má leggja.
 3. Í stað orðanna „sem Orkustofnun ákvarðar“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
 4. Orðið „Orkustofnunar“ í 3. mgr. fellur brott.


12. gr.

     Í stað orðanna „Orkustofnun skal“ í 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: Eftirlitsaðilar skulu.

13. gr.

     Orðin „af Orkustofnun“ í 1. mgr. 30. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Fyrir 15. september ár hvert skal skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins gefa ráðherra skýrslu um framkvæmd raforkueftirlits á liðnu ári og áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna eftirlits á grundvelli laga þessara. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun eftirlitsins undangengin þrjú ár. Skýrslunni skal fylgja umsögn samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila, sbr. 3. gr. b, um áætlað rekstrarumfang næsta árs ásamt áliti skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins á umsögninni. Til að samráðsnefndin geti gefið umsögn skal Raforkueftirlitið eigi síðar en 15. ágúst ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum. Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta gjaldtöku skv. 1. mgr. skal ráðherra leggja fram frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.
 3. Í stað orðsins „Orkustofnun“ í 1. og 4. málsl. 3. mgr. kemur: Raforkueftirlitið.


15. gr.

     Í stað orðsins „Orkustofnun“ í 1. málsl. 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. 34. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: leyfisveitandi.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Á eftir orðinu „Orkustofnunar“ í 2. mgr. kemur: eða Raforkueftirlitsins.


17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Orkustofnun“ og „Orkustofnunar“ í 2. málsl. 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr., tvívegis í 4. mgr., tvívegis í 5. mgr. og þrívegis í 6. mgr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: eftirlitsaðili.
 2. Í stað orðsins „stofnunin“ í 2. málsl. 2. mgr., 2. málsl. 5. mgr. og 2. málsl. 3. tölul. 6. mgr. kemur: eftirlitsaðili.
 3. Í stað orðanna „hún“ og „hennar“ í 1. málsl. 4. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. kemur: hann; og: hans.


18. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 3. gr. gildi 1. janúar 2026.

19. gr.

     Við gildistöku 3. gr. laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996:
 1. Við 1. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins.
 2. Á eftir orðinu „skattrannsóknarstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins.


Samþykkt á Alþingi 7. mars 2024.