Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2016. Útgáfa 145a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
2011 nr. 75 21. júní
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 28. júní 2011. Breytt með l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.) og l. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem taka gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
iðnaðar- og viðskiptaráðherra eða
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
1. gr.
Markmið og hlutverk.

Með stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða skal stuðlað að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

Fjármagni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skal varið til:
1. Uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
2. Framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.

Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er heimilt að fjármagna undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda skv. 2. mgr. en sjóðnum er ekki heimilt að bera rekstrarkostnað mannvirkja, náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
2. gr.
Stjórn.

[Ráðherra]
1) skipar fjóra fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til tveggja ára í senn. Skulu tveir skipaðir eftir tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður.

Stjórn sjóðsins skal árlega gera tillögur til ráðherra um úthlutanir úr sjóðnum. Tillögur stjórnar skulu rúmast innan hlutverks sjóðsins eins og það er skilgreint í 1. gr. Við vinnslu tillagna skal stjórn sjóðsins jöfnum höndum auglýsa eftir umsóknum um framlög og hafa frumkvæði að öflun upplýsinga frá yfirvöldum umhverfismála og öðrum hagsmunaaðilum um þörf á framkvæmdum sem falla undir gildissvið laga þessara.
1)L. 126/2011, 547. gr.
3. gr.
Tekjur.

Árlegar tekjur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru:
1. Framlag ríkissjóðs sem nemur
3/
5 af gistináttaskatti.
2. Vextir af fé sjóðsins.
3. Aðrar tekjur.
4. gr.
Framkvæmd.

Ráðherra tekur ákvörðun um einstakar úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á grundvelli tillagna stjórnar.

Að jafnaði skal úthluta úr sjóðnum tvisvar á ári en þó er heimilt að víkja frá því ef brýna þörf ber til. Upplýsingar um úthlutanir úr sjóðnum skal birta opinberlega.
5. gr.
Varsla, reikningshald og endurskoðun.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða skal vera í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur sjóðsins, þ.m.t. framkvæmd úthlutana úr sjóðnum, uppgjör, bókhald og gerð ársreikninga.

Við úthlutanir úr sjóðnum skulu framlög greidd til verkefna eftir framgangi þeirra.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga hans.
6. gr.
Reglugerð.

Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í reglugerð.
1)
1)Rg. 520/2014.
7. gr.
Gildistaka.

Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
I. [Ráðherra]
1) skal standa fyrir mati á framkvæmd laganna sem ljúka ber fyrir árslok 2013. Hafa skal samráð við [þann ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]
1) og helstu hagsmunasamtök í ferðaþjónustu og umhverfismálum við þá vinnu.
1)L. 126/2011, 547. gr.
[II. Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. skal framlag ríkissjóðs nema 145,8 millj. kr. á árinu 2015.]
1)
1)L. 125/2014, 19. gr.
[III. Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. skal framlag ríkissjóðs nema 149 millj. kr. á árinu 2016.]
1)
1)L. 125/2015, 54. gr.