Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 20. janúar 2017.  Útgáfa 146a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um laun sóknarpresta

1907 nr. 46 16. nóvember


Tóku gildi 6. júní 1908. Breytt með l. 39/1909 (tóku gildi 6. júní 1908), l. 71/1919 (tóku gildi 1. jan. 1920), l. 36/1931 (tóku gildi 1. jan. 1932), l. 92/1936 (tóku gildi 23. júní 1936), l. 36/1948 (tóku gildi 7. apríl 1948) og l. 90/1984 (tóku gildi 1. júní 1984).


1.–2. gr.1)
    1)L. 71/1919, 34. gr., sbr. 22. gr.
3. gr. Auk launa þeirra, sem ákveðin eru í undanförnum greinum, ber hverjum presti borgun fyrir aukaverk eftir gildandi lögum, 1) þó svo, að borgun fyrir aukaverk í þarfir þurfamanna greiðist úr sveitarsjóði. Presturinn innheimtir sjálfur borgun fyrir aukaverk.
    1)L. 36/1931, 3. gr.
4. gr. Þar sem presturinn hefur hingað til haft ákveðið prestssetur, heldur hann ábúðarrétti á því framvegis.
5. gr. Afgjald eftir prestssetrið, lóðargjöld á landi þess, arð af ítökum, er prestur notar sjálfur, sem og prestsmötu, tekur hann, að svo miklu leyti sem gjöld þessi fara ekki fram úr launum hans, 1) … undir sjálfum sér, með því ákvæðisverði, sem sett er á gjöld þessi í matsgerð, er fari fram 10. hvert ár.
    1)L. 71/1919, 34. gr., sbr. 22. gr.
6.–7. gr.1)
    1)L. 71/1919, 34. gr.
8.–11. gr.1)
    1)L. 90/1984, 14. gr.
12.–17. gr.1)
    1)L. 36/1948.
18. gr. Sóknarnefndarmenn bera allir ábyrgð á því, að reikningurinn sé réttur, og að full skil séu gerð fyrir fé því, er sóknarnefndinni ber að innheimta.
19. gr. Prófastur yfirskoðar reikninga sóknarnefndanna og gerir við þá athugasemdir, sem honum þykir ástæða til. Athugasemdir þessar sendir hann sóknarnefndinni og ber henni að svara þeim tafarlaust. Prófastur úrskurðar síðan reikninginn, en vilji sóknarnefnd eigi hlíta þeim úrskurði, getur hún skotið honum til landsstjórnarinnar, er fellir fullnaðarúrskurð í málinu. Svo getur og landsstjórnin af eigin hvötum breytt úrskurði prófasts.
Sóknartekjureikningarnir í hverju prófastsdæmi skulu sendast til landsstjórnarinnar.
20. gr. Prófastur hefur umsjón með því, að prestar í prófastsdæmi hans fái laun sín greidd samkvæmt lögum þessum.
21. gr. Þar sem tekjur þær, sem prestur tekur undir sjálfum sér skv. 5. gr., hrökkva eigi fyrir launum hans, ávísar prófastur honum af sóknartekjunum í prestakalli hans eða af niðurjöfnunargjaldi svo miklu, sem með þarf. Hrökkvi sóknartekjurnar eða niðurjöfnunargjaldið eigi, greiðir prófastur presti það, sem á vantar, af fjárhæð þeirri, er hann fær úr prestlaunasjóði skv. 22. gr.
Nú nema tekjur þær, sem presturinn tekur undir sjálfum sér skv. 5. gr., meira en launum prestsins, og skilar hann þá fyrir fardaga því, sem umfram er, til prófasts.
22. gr. Prófastur sendir landsstjórninni árlega skýrslu um tekjur þær, er prestar í prófastsdæminu taka undir sjálfum sér, og um sóknartekjurnar eða niðurjöfnunargjaldið það árið, fyrir lok nóvembermánaðar, og greiðir landsstjórnin þá prófasti fyrir árslok úr prestlaunasjóði þá fjárhæð, sem samkvæmt skýrslunni vantar til þess að prestarnir fái laun sín að fullu greidd fyrir það fardagaár.
23. gr. Prófastur skal gera ársreikning fyrir hvert fardagaár yfir tekjur þær og útgjöld, sem hann hefur haft á hendi fyrir prestlaunasjóðinn, og sendir síðan reikninginn ásamt fylgiskjölum til stjórnarráðsins, er úrskurðar reikninginn.
24. gr. Tekjur prestlaunasjóðs eru þessar:
    1.1)
    2. Sóknartekjur.
    3. Vextir af innstæðufé eða peningum prestakallanna.
    4. Framlög úr landssjóði, enda leggi landssjóður fram fé það, sem vanta kann til þess, að prestar og prófastar fái greidd laun sín og prestar eftirlaun sín af hinum öðrum tekjum sjóðsins.
    5. Sektir samkvæmt lögum.
    1)L. 92/1936, 11. gr.
25. gr. Landsstjórnin stjórnar prestlaunasjóðnum, gerir árlega reikning um tekjur og gjöld sjóðsins og birtir síðan reikninginn í Stjórnartíðindunum.
26. gr. [Lög þessi öðlast gildi 6. júní 1908, þannig, að hver sem fær veitingu fyrir prestakalli frá þeim tíma eða síðar, fær laun eftir lögum þessum.] 1)

    1)L. 39/1909.