Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 20. september 2019. Útgáfa 149c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
2005 nr. 46 13. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 30. maí 2005. EES-samningurinn: XII. viðauki tilskipun 2002/47/EB. Breytt með: L. 68/2015 (tóku gildi 21. júlí 2015; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2009/44/EB).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.


1. Opinber stjórnvöld, þ.m.t. stjórnvöld sem eru ábyrg fyrir eða taka þátt í umsjón með opinberri skuldbindingu eða færa reikninga fyrir viðskiptamenn, að undanskildum fyrirtækjum með ríkisábyrgð sem ekki falla undir 2.–6. tölul.
2. Seðlabankar, Seðlabanki Evrópu, Alþjóðagreiðslubankinn, Alþjóðabankinn, Alþjóðalánastofnunin, Þróunarbanki Ameríkuríkja, Þróunarbanki Asíu, Þróunarbanki Afríku, … 1) Norræni fjárfestingarbankinn, … 1) Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu, Fjárfestingarsjóður Evrópu, … 1) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, [Fjárfestingarbanki Evrópu, Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin, Alþjóðlegi ónæmisaðgerðasjóðurinn, Íslamski þróunarbankinn og Þróunarbanki Evrópuráðsins]. 1)
3. Eftirfarandi starfsleyfisskyldar stofnanir sem háðar eru opinberu eftirliti:
a. fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,
[b. vátryggingafélög og líftryggingafélög, sbr. lög nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi,
c. verðbréfasjóðir, sbr. 1. tölul. 2. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði,
d. lánastofnun, fjármálafyrirtæki, fyrirtæki tengd fjármálasviði, vátryggingafélög, líftryggingafélög, sjóðir um sameiginlega fjárfestingu og rekstrarfélög verðbréfasjóða sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.] 1)
4. Milligönguaðili, uppgjörsaðili og greiðslujöfnunarstöð, sbr. 2. gr. laga nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, sambærilegar stofnanir sem starfa samkvæmt landslögum í tengslum við markaði með staðlaða framvirka samninga, valrétti og afleiður, og sambærilegar erlendar stofnanir sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
5. Lögaðili sem starfar við eignaumsýslu eða í umboði annars eða annarra, þ.m.t. kröfuhafa eða stofnana skv. 1.–5. tölul.
6. Lögaðili, sem ekki fellur undir 1.–5. tölul., ef gagnaðili samningsins er stofnun eða lögaðili sem fellur undir 1.–5. tölul.
1)L. 68/2015, 1. gr.


1. [ Fjármálagerningur: Hlutabréf í félögum og önnur verðbréf, sem jafngilda hlutabréfum í félögum, og skuldabréf og skuldagerningar í öðru formi, ef unnt er að versla með þau á fjármagnsmarkaði, og önnur verðbréf, sem venja er að höndla með og veita rétt til kaupa á slíkum hlutabréfum, skuldabréfum eða öðrum verðbréfum, með áskrift, kaupum eða skiptum, eða bréf sem eru gerð upp í reiðufé (að undanskildum greiðsluskjölum), þ.m.t. hlutdeildarskírteini í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, peningamarkaðsgerningar og kröfur í tengslum við eða réttindi í eða viðkomandi einhverju af framangreindu, að undanskildum eigin hlutabréfum tryggingarveitanda, hlutabréfum hans í móðurfélagi eða dótturfélagi og óskráðum hlutabréfum hans í félögum sem eingöngu er ætlað að eiga fasteignir.] 1)
2. Fjárskuldbindingar: Skuldbindingar sem tilgreint er í samningi um fjárhagslega tryggingarráðstöfun að beri að efna að viðlögðum vanefndaúrræðum sem felast í rétti til að ganga að fjárhagslegri tryggingu.
[3. Lítið fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og árlega veltu og/eða efnahagsreikning undir 1,5 milljörðum kr., sbr. leiðbeinandi reglur Eftirlitsstofnunar EFTA um aðstoð við örfyrirtæki, lítil og meðalstór fyrirtæki.
4. Neytandi: Einstaklingur sem á lánaviðskipti enda séu þau ekki gerð í atvinnuskyni af hans hálfu.] 1)
[5. ] 1) Reiðufé: Innstæða á reikningi hjá lánastofnun eða seðlabanka og sambærilegar kröfur um endurgreiðslu peninga í hvaða gjaldmiðli sem er, þ.m.t. peningamarkaðsinnstæða, sem heimilt er að setja sem fjárhagslega tryggingu.
[6. ] 1) Sambærileg trygging: Ef fjárhagslega tryggingin er reiðufé er með sambærilegri tryggingu átt við greiðslu sömu fjárhæðar í sama gjaldmiðli. Ef fjárhagslega tryggingin er fjármálagerningur er með sambærilegri tryggingu átt við fjármálagerninga af sömu útgáfu eða flokki að sama nafnverði, í sama gjaldmiðli og að öðru leyti sama eðlis og tryggingin, eða aðrar eignir ef samningurinn veitir rétt til að leggja þær fram vegna atburðar sem hefur áhrif á fjármálagerningana sem veðsettir voru.
[7. ] 1) Samningur um fjárhagslega tryggingarráðstöfun: Samningur tryggingarveitanda og tryggingarhafa sem tilgreindir eru í 1. gr. um framsal eignarréttinda yfir fjárhagslegri tryggingu eða samningur þessara aðila um veðsetningu á fjárhagslegri tryggingu.
[8. Samningur um framsal eignarréttinda yfir fjárhagslegri tryggingu: Samningur, þ.m.t. endurhverf verðbréfamarkaðsviðskipti, um að eigandi fjárhagslegrar tryggingar framselji öll eignarréttindi sín, eða rétt til að eignast trygginguna, til framsalshafa til tryggingar á efndum á fjárhagslegum skuldbindingum.
9. Samningur um veðsetningu á fjárhagslegri tryggingu: Samningur um veðsetningu á fjárhagslegri tryggingu þar sem veðþoli veitir veðhafa veðréttindi til tryggingar á efndum á fjárhagslegum skuldbindingum án þess að framselja hinn beina eða fullgilda eignarrétt eða rétt til að eignast fjárhagslegu trygginguna.] 1)
[10. ] 1) Skuldajöfnuður til uppgjörs: Lokauppgjör fjárskuldbindinga sem kveðið er á um í samningi um fjárhagslega tryggingarráðstöfun og felst í því að við nánar tilgreindan atburð, t.d. vanefnd, greiðslustöðvun, nauðasamning eða gjaldþrotaskipti, eru skuldbindingar aðilanna gjaldfelldar, metnar til peningalegs verðs með umsömdum hætti og breytt í peningakröfur, sem síðan eru jafnaðar þannig að eftir standi ein peningakrafa, sem skuldari kröfunnar gerir upp gagnvart kröfuhafanum.
[11. Skuldakrafa: Fjárhagsleg krafa sem hefur orðið til á grundvelli samnings þegar lánastofnun veitir fyrirgreiðslu í formi láns. Lán veitt neytanda, örfyrirtæki eða litlu fyrirtæki í skilningi laga þessara falla ekki undir skuldakröfur nema þegar tryggingarhafi eða tryggingarveitandi eru ein þeirra stofnana sem taldar eru upp í 2. tölul. 1. gr.] 1)
[12. ] 1) Staðgöngutrygging: Fjárhagsleg trygging sem kemur í stað upphaflegrar tryggingar samkvæmt ákvæðum samnings um fjárhagslega tryggingarráðstöfun og felur í sér aðra jafngilda tryggingu.
[13. ] 1) Tryggingarhafi: Sá sem öðlast full eignarréttindi yfir eða veðréttindi í fjárhagslegri tryggingu.
[14. ] 1) Tryggingarveitandi: Sá sem framselur eða veðsetur fjárhagslega tryggingu.
[15. ] 1) Viðbótartrygging: Fjárhagsleg trygging sem látin er í té samkvæmt ákvæðum samnings um fjárhagslega tryggingarráðstöfun til samræmis við breytingar á verðgildi upphaflegrar tryggingar eða á fjárhæð tryggðra skuldbindinga.
[16. Örfyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 10 starfsmenn og árlega veltu og/eða efnahagsreikning undir 300 millj. kr.] 1)
1)L. 68/2015, 2. gr.



1)L. 68/2015, 3. gr.









1)L. 68/2015, 4. gr.




1. þær hafi verið látnar í té sama dag en áður en kveðinn er upp úrskurður um heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamningsumleitana eða um gjaldþrotaskipti,
2. viðkomandi fjárskuldbindingar hafi stofnast áður en tryggingin, viðbótartryggingin eða staðgöngutryggingin var látin í té.




[1. verðgildi reiðufjár eða skuldakrafna sé jafnað á móti fjárskuldbindingum og gert upp,
2. fjármálagerningar eða skuldakröfur séu seldar,
3. tryggingarhafi taki fjármálagerninga eða skuldakröfur til eignar, enda sé samið um aðferð við verðmat á fjármálagerningunum eða skuldakröfunum í samningnum.] 1)

1)L. 68/2015, 5. gr.









1)L. 68/2015, 6. gr.

