Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 10. janúar 2020.  Útgáfa 150a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um róðrartíma fiskibáta

1973 nr. 47 25. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 24. maí 1973. Breytt með: L. 75/1982 (tóku gildi 10. júní 1982). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008).


1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða með reglugerð 1) brottfarartíma allra þeirra báta til fiskiróðra, sem sækja til fiskjar, svo og setja ákvæði um eftirlitsskip og um samband bátanna við þau, eftir því sem þurfa þykir.
    1)Rg. 39/1963 (Faxaflói).
2. gr.
Hreppsnefndir og bæjarstjórnir hlutaðeigandi sveitar- og bæjarfélaga skulu hver um sig kjósa 3–5 bátaformenn til þess, ásamt skipstjórum eftirlitsskipa, að hafa eftirlit með því, að fylgt sé fyrirmælum þeim, er sett kunna að verða samkvæmt ákvæðum 1. gr.
3. gr.
Brot gegn reglugerð, sem sett kann að verða samkvæmt lögum þessum, varða sektum. … 1) Ítrekað brot getur varðað missi réttinda til skipstjórnar í 6 mánuði. … 2)
    1)L. 75/1982, 28. gr. 2)L. 88/2008, 233. gr.