Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 15. október 2021.  Útgáfa 151c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana

1992 nr. 98 9. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 11. desember 1992. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra eða utanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Alþjóðastofnanir skulu njóta þeirrar friðhelgi og þeirra forréttinda hér á landi sem kveðið er á um í alþjóðasamningum sem öðlast hafa stjórnskipulegt gildi að því er Ísland varðar.
Eftirtaldir skulu einnig njóta friðhelgi og forréttinda samkvæmt samningum þessum hér á landi:
    1. starfslið alþjóðastofnana,
    2. þeir sem koma fram eða starfa á vegum alþjóðastofnana,
    3. fulltrúar, sendimenn og erindrekar aðila að alþjóðastofnunum,
    4. þeir sem taka þátt í rekstri mála fyrir alþjóðastofnunum og
    5. fjölskyldur þeirra sem getið er í 1.–4. tölul.
2. gr.
[Ráðherra] 1) setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.
    1)L. 126/2011, 171. gr.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.