Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

2020 nr. 45 25. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 4. júní 2020. EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2011/61/ESB, 2013/14/ESB. Breytt með: L. 20/2021 (tóku gildi 1. maí 2021; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2004/109/EB, 2010/78/ESB, 2013/50/ESB). L. 115/2021 (tóku gildi 1. sept. 2021 nema 39. gr. sem tók gildi 1. nóv. 2021 og 5. mgr. 48. gr. sem tekur gildi 28. febr. 2023; um lagaskil sjá 147. gr.; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2014/65/ESB, 2016/1034, reglugerð 600/2014, 2016/1033, 2017/565, 2017/567). L. 116/2021 (tóku gildi 1. sept. 2021; um lagaskil sjá 136. gr.; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2007/16/EB, 2009/65/EB, 2013/14/ESB, 2014/91/ESB, 2010/78/ESB). L. 38/2022 (tóku gildi 1. júlí 2022 nema 76. gr., a-liður 82. gr., d-liður 177. gr., d-liður 206. gr. og 65. gr. sem taka gildi skv. fyrirmælum í 215. gr. EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 575/2013, 2015/62, 2016/1014, 2017/2188, 2017/2395, 2019/630, 2019/876, 2020/873).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Gildissvið og orðskýringar.
1. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um rekstraraðila sem reka eða markaðssetja einn eða fleiri sérhæfða sjóði hér á landi eða í öðrum ríkjum innan EES, án tillits til rekstrarforms rekstraraðila, rekstrarforms sérhæfðra sjóða og þess hvort þeir eru opnir eða lokaðir.
2. gr. Takmarkanir á gildissviði.
Lög þessi gilda ekki um:
    1. Eignarhaldsfélög.
    2. Starfstengda eftirlaunasjóði.
    3. Alþjóðlegar stofnanir og samtök, svo sem Seðlabanka Evrópu, Fjárfestingarbanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar sambærilegar stofnanir sem reka sérhæfða sjóði og að því marki sem þessir sérhæfðu sjóðir starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi.
    4. Seðlabanka Íslands.
    5. Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra eða aðra aðila sem reka sjóði sem styðja almannatryggingar eða lífeyriskerfi.
    6. Sérstaka verðbréfunaraðila.
    7. Þátttökukerfi starfsmanna.
Lög þessi gilda ekki um rekstraraðila sem reka einn eða fleiri sérhæfða sjóði ef einu fjárfestarnir eru rekstraraðilinn sjálfur, dótturfélag hans, móðurfélag eða dótturfélag móðurfélags hans og ef enginn fjárfestanna er sérhæfður sjóður.
3. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
    1. Almennur fjárfestir: Almennur fjárfestir samkvæmt skilgreiningu laga um [markaði fyrir fjármálagerninga]. 1)
    2. Dótturfélag: Dótturfélag samkvæmt skilgreiningu laga um ársreikninga.
    3. EES: Evrópska efnahagssvæðið.
    4. Eiginfjárgrunnur: Eiginfjárgrunnur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
    5. Eignarhaldsfélag: Félag sem á hluti í einu eða fleiri félögum og hefur þann viðskiptalega tilgang að framfylgja viðskiptastefnu eða -stefnum í gegnum dótturfélög sín, hlutdeildarfélög eða með þátttöku til þess að stuðla að verðmætaaukningu þeirra til lengri tíma og er annaðhvort félag:
    a. sem starfar fyrir eigin reikning og hlutabréf þess hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum [markaði] 1) innan EES eða
    b. sem ekki er stofnað í þeim megintilgangi að skila fjárfestum hagnaði með fjárlosun dótturfélaga eða hlutdeildarfélaga þeirra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra eða öðrum opinberum gögnum.
    6. ESMA: Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin.
    7. Fagfjárfestir: Fagfjárfestir samkvæmt lögum um [markaði fyrir fjármálagerninga]. 1)
    8. [Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta]:2) Hlutdeildarsjóður sem lýtur þeim fjárfestingarheimildum sem kveðið er á um í X. kafla og hefur hlotið staðfestingu Fjármálaeftirlitsins.
    9. Fjármálagerningur: Fjármálagerningur samkvæmt lögum um [markaði fyrir fjármálagerninga]. 1)
    10. Fulltrúar starfsmanna: Fulltrúar starfsmanna samkvæmt lögum um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum.
    11. Fylgisjóður: Sérhæfður sjóður sem:
    a. fjárfestir a.m.k. 85% eigna sjóðsins í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annars sérhæfðs sjóðs (höfuðsjóðs),
    b. fjárfestir a.m.k. 85% eigna sjóðsins í fleiri en einum höfuðsjóði sem eru með sömu fjárfestingaraðferðir, eða
    c. með öðrum hætti ber áhættu gagnvart tilteknum höfuðsjóði sem nemur a.m.k. 85% eigna sjóðsins.
    12. Gistiríki rekstraraðila: Ríki innan EES, annað en heimaríki rekstraraðila, þar sem rekstraraðili með staðfestu innan EES rekur sérhæfðan EES-sjóð þar sem hann markaðssetur hlutdeildarskírteini eða hluti sérhæfðs EES-sjóðs eða sérhæfðs sjóðs með staðfestu utan EES eða veitir þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr.
    13. Heimaríki rekstraraðila: Ríki innan EES þar sem rekstraraðili er með skráða starfsstöð.
    14. Heimaríki sérhæfðs sjóðs: Ríki innan EES þar sem sérhæfður sjóður er með:
    a. starfsleyfi eða er skráður samkvæmt landslögum. Hafi sérhæfður sjóður fleiri starfsleyfi eða skráningar skal miða við það ríki innan EES þar sem sérhæfði sjóðurinn fékk fyrst starfsleyfi eða var skráður, eða
    b. skráða starfsstöð eða höfuðstöðvar ef hann er hvorki með starfsleyfi né skráður í ríki innan EES.
    15. Hlutdeild í hagnaði: Hlutdeild í hagnaði sérhæfðs sjóðs sem rennur til rekstraraðila sem þóknun fyrir rekstur sjóðsins, að undanskilinni hlutdeild í hagnaði sjóðsins sem er ávöxtun rekstraraðila af eigin fjárfestingu í sérhæfða sjóðnum.
    16. Hlutdeildarsjóður: [Sjóður um sameiginlega fjárfestingu] 2) sem stofnað er til af rekstraraðila með starfsleyfi og í reglum sjóðsins kemur fram að hann sé hlutdeildarsjóður.
    17. Hlutdeildarskírteini: Fjármálagerningur sem er staðfesting á tilkalli allra þeirra sem eiga hlutdeild í hlutdeildarsjóði eða einstakri deild hans til eigna sjóðsins.
    18. Höfuðsjóður: Sérhæfður sjóður sem annar sérhæfður sjóður fjárfestir í eða hefur áhættuskuldbindingu gagnvart skv. 11. tölul.
    [19. Kaupauki: Kaupauki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.] 3)
    [20.] 3) Markaðssetning: Tilboð eða hvatning til fjárfesta með auglýsingum eða annarri kynningu að frumkvæði rekstraraðila eða fyrir hans hönd um kaup á hlutdeildarskírteinum eða hlutum í sérhæfðum sjóði sem hann rekur.
    [21.] 3) Miðlari: Lánastofnun, verðbréfafyrirtæki eða annar eftirlitsskyldur aðili sem býður fagfjárfestum þjónustu, einkum að fjármagna eða framkvæma viðskipti með fjármálagerninga sem mótaðili og kann einnig að veita aðra þjónustu, svo sem stöðustofnun og uppgjör [viðskipta með fjármálagerning], 1) öryggisvörslu lausafjármuna og veitingu verðbréfalána.
    [22.] 3) Móðurfélag: Móðurfélag samkvæmt lögum um ársreikninga.
    [23.] 3) Náin tengsl: Náin tengsl samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
    [24.] 3) Óskráð félag: Félag með skráða starfsstöð í ríki innan EES og hlutir þess hafa ekki verið teknir til viðskipta á skipulegum [markaði, sbr. lög um markaði fyrir fjármálagerninga]. 1)
    [25.] 3) Rekstraraðili: Lögaðili sem rekur einn eða fleiri sérhæfða sjóði með reglubundnum hætti.
    [26.] 3) Rekstur sérhæfðs sjóðs: Rekstur sérhæfðs sjóðs felur að lágmarki í sér eignastýringu eða áhættustýringu sérhæfðs sjóðs en getur einnig falið í sér almenna starfsemi, svo sem hvers konar umsýslu vegna reksturs sjóðsins.
    [27.] 3) Sérhæfður EES-sjóður: Sérhæfður sjóður sem:
    a. hefur starfsleyfi eða er skráður í ríkjum innan EES, eða
    b. hefur ekki starfsleyfi eða er skráður í ríkjum innan EES en er þar með skráða starfsstöð eða höfuðstöðvar.
    [28.] 3) Sérhæfður sjóður: Sjóður, þ.m.t. sjóðsdeildir, sem veitir viðtöku fé frá fjárfestum til sameiginlegrar fjárfestingar samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu með ávinning fjárfesta að markmiði og hefur ekki starfsleyfi sem verðbréfasjóður samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.
    [29.] 3) Sérstakur verðbréfunaraðili: Aðili sem hefur þann eina tilgang að framkvæma verðbréfun og aðra starfsemi sem á við til að ná þeim tilgangi.
    [30.] 3) Staðfesta: Eftirfarandi gildir um staðfestu:
    a. Rekstraraðili hefur staðfestu þar sem hann er með skráða starfsstöð.
    b. Sérhæfður sjóður hefur staðfestu þar sem hann er með starfsleyfi eða er skráður, eða ef hann er ekki með starfsleyfi eða skráður, þar sem hann er með skráða starfsstöð.
    c. Vörsluaðili hefur staðfestu þar sem hann er með skráða starfsstöð eða útibú.
    [31.] 3) Staðfesting: Með staðfestingu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 2) er átt við heimild Fjármálaeftirlitsins til rekstraraðila með starfsleyfi til að starfrækja [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta]. 2)
    [32.] 3) Stofnframlag: Stofnframlag samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
    [33.] 3) [ Útgefandi: Útgefandi samkvæmt lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.] 4)
    [34.] 3) Útibú rekstraraðila: Starfsstöð sem er hluti rekstraraðila, er ekki sérstakur lögaðili og veitir þá þjónustu sem rekstraraðila er heimilt að inna af hendi. Litið skal á allar starfsstöðvar rekstraraðila í ríki innan EES sem eitt útibú hafi rekstraraðili skráða starfsstöð í öðru ríki innan EES.
    [35.] 3) Verðbréfun: Viðskipti eða kerfi þar sem eining, sem er aðskilin frá útgefanda, vátryggingafélagi eða endurtryggingafélagi og er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi viðskiptanna eða kerfisins, gefur út fjármögnunargerninga til fjárfesta og þar sem eitt eða fleira eftirfarandi á við:
    a. eign eða eignasafn, eða hluti þess, er flutt til einingar sem er aðskilin frá útgefanda og er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi viðskiptanna eða kerfisins, annaðhvort með flutningi löglegs eignarhalds eða raunverulegra hagsmuna þessara eigna frá útgefanda eða með undirþátttöku,
    b. lánsáhætta eignar eða eignasafns, eða hluta þess, er flutt með beitingu lánaafleiðna, ábyrgða eða sambærilegra aðferða til fjárfesta í fjármálagerningum sem eining, sem er aðskilin frá útgefanda og er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi viðskiptanna eða kerfisins, gefur út, eða
    c. tryggingaáhætta er flutt frá vátrygginga- eða endurtryggingafélagi til aðskilinnar einingar sem er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi viðskiptanna eða kerfisins, þar sem einingin fjármagnar áhættuskuldbindingu sína að fullu gagnvart slíkri áhættu með útgáfu fjármögnunargerninga, og endurgreiðsluréttur fjárfesta í þeim fjármögnunargerningum er víkjandi gagnvart endurtryggingaskuldbindingu einingarinnar. Þegar slíkir fjármögnunargerningar eru gefnir út teljast þeir ekki greiðsluskuldbinding útgefanda eða vátrygginga- eða endurtryggingafélags.
    [36.] 3) Virkur eignarhlutur: Virkur eignarhlutur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
    [37.] 3) Vogun: Sérhver aðferð rekstraraðila sem eykur áhættuskuldbindingu sérhæfðs sjóðs sem hann rekur, hvort sem það er með lántöku reiðufjár eða verðbréfa, skuldbindingu vegna afleiðna eða með öðrum hætti.
    [38.] 3) Yfirráð: Yfirráð samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Ráðherra setur reglugerð 5) með nánari reglum um útreikning á vogun og aðferðir við vogun, sbr. [37. tölul.] 3) 1. mgr.
    1)L. 115/2021, 148. gr. Þar eru einnig gerðar tvær breytingar á 32. tölul. 1. mgr. 3. gr. en eftir breytingar skv. l. 20/2021 eru forsendur þeirra breytinga ekki lengur fyrir hendi. 2)L. 116/2021, 137. gr. 3)L. 38/2022, 172. gr. 4)L. 20/2021, 59. gr. 5)Rg. 555/2020.

II. kafli. Rekstur sérhæfðra sjóða, starfsleyfi o.fl.
4. gr. Rekstur sérhæfðra sjóða.
Sérhver sérhæfður sjóður skal rekinn af einum rekstraraðila sem ber ábyrgð á að farið sé að lögum þessum. Rekstraraðili er annaðhvort:
    1. lögaðili, tilnefndur af eða fyrir hönd sérhæfðs sjóðs, sem ber í krafti þeirrar tilnefningar ábyrgð á rekstri sjóðsins, eða
    2. sérhæfður sjóður sjálfur, ef rekstrarform hans heimilar innri stjórn og stjórn hans kýs að tilnefna ekki annan sem rekstraraðila.
Geti rekstraraðili ekki tryggt að sérhæfður sjóður sem hann rekur eða annar aðili sem starfar fyrir hans hönd uppfylli skilyrði laga þessara skal rekstraraðilinn gera Fjármálaeftirlitinu viðvart þegar í stað og, ef við á, lögbærum yfirvöldum viðkomandi sérhæfðs sjóðs innan EES. Fjármálaeftirlitið skal fara fram á það við rekstraraðila að hann grípi til nauðsynlegra úrbóta.
Hafi rekstraraðili ekki farið að kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur skv. 2. mgr., og sé um að ræða rekstraraðila með staðfestu hér á landi eða sérhæfðan sjóð innan EES, skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að viðkomandi rekstraraðili hætti sem rekstraraðili viðkomandi sérhæfðs sjóðs. Í því tilviki er óheimilt að markaðssetja sérhæfða sjóðinn innan EES. Fjármálaeftirlitið skal í því tilviki þegar upplýsa lögbær yfirvöld í gistiríki rekstraraðila um framangreint.
5. gr. Um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Þeir sem reka sérhæfða sjóði skulu hafa starfsleyfi til þess skv. 6. gr. eða vera skráðir hjá Fjármálaeftirlitinu skv. 7. gr.
Rekstraraðilar með starfsleyfi og skráðir rekstraraðilar sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða eiga einir rétt á því að reka sérhæfða sjóði og til að hafa orðin „rekstraraðili sérhæfðra sjóða“ í nafni sínu. Sé hætta á að villst verði á nöfnum rekstraraðila sem starfa hér á landi getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að annar þeirra verði auðkenndur sérstaklega.
Rekstraraðilum með starfsleyfi er heimilt að markaðssetja hluti í sérhæfðum sjóðum til fagfjárfesta í samræmi við reglur VIII. kafla.
Skráðum rekstraraðilum með staðfestu hér á landi er heimilt að markaðssetja sérhæfða sjóði sem hafa staðfestu hér á landi og í öðrum ríkjum innan EES til fagfjárfesta hér á landi.
Óheimilt er að markaðssetja hluti í sérhæfðum sjóðum til almennra fjárfesta hér á landi, sbr. þó 65. og 78. gr.
6. gr. Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem afla skulu starfsleyfis.
Rekstraraðili sem rekur einn eða fleiri sérhæfða sjóði skal afla starfsleyfis frá Fjármálaeftirlitinu nemi heildareignir í rekstri hans meira en jafnvirði:
    1. 100 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, eða
    2. 500 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, ef rekstraraðilinn rekur einungis sérhæfða sjóði sem ekki eru vogaðir og þar sem ekki er unnt að innleysa hlutdeildarskírteini eða hluti fyrstu fimm árin frá dagsetningu upphaflegrar fjárfestingar í sérhverjum sérhæfðum sjóði.
Eignir sem til koma vegna vogunar skal telja til heildareigna skv. 1. tölul. 1. mgr.
Til heildareigna skv. 1. mgr. teljast eignir sérhæfðra sjóða sem eru í rekstri hans, á beinan eða óbeinan hátt, svo sem í rekstri lögaðila sem er með sömu stjórn og rekstraraðili, vegna yfirráða eða vegna verulegrar beinnar eða óbeinnar eignarhlutdeildar.
Skráðum rekstraraðila eða lögaðila er heimilt að sækja um starfsleyfi til þess að reka sérhæfða sjóði þrátt fyrir að heildareignir nemi ekki fjárhæðarviðmiðum 1. mgr.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um útreikninga á fjárhæðarviðmiðun vegna starfsleyfisskyldu rekstraraðila sérhæfðra sjóða, þ.m.t. vegna vogaðra sjóða og heildareigna sem fara yfir eða undir fjárhæðarviðmið innan sama almanaksárs.
    1)Rg. 555/2020.
7. gr. Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem skylt er að skrá hjá Fjármálaeftirlitinu.
Rekstraraðili með staðfestu hér á landi sem hvorki er skylt að sækja um starfsleyfi né hefur valið að sækja um starfsleyfi skv. 6. gr. skal áður en starfsemi hefst skrá starfsemina hjá Fjármálaeftirlitinu.
Um skráningarskylda rekstraraðila gilda einungis eftirfarandi ákvæði laga þessara:
    1. 5. og 7. gr. um skráningarskyldu,
    2. 1., 2. og 4. mgr. 25. gr. um lausafjárstýringu,
    3. 26. gr. um verðmat,
    4. 3.–7. mgr., 1.–4. tölul. 8. mgr. og 9. mgr. 45. gr. um ársreikninga sérhæfðra sjóða í rekstri skráningarskyldra rekstraraðila eftir því sem við á,
    5. 1.–6. og 10.–17. tölul. 1. mgr., 2. og 4. mgr. 46. gr. um upplýsingar við upphaf viðskipta,
    6. 64. gr. um aðra markaðssetningu sérhæfðra sjóða hér á landi, og
    7. XI. kafli um eftirlit og viðurlög.
Við skráningu skal rekstraraðili veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um:
    1. rekstraraðila, þ.m.t. nafn, heimilisfang og kennitölu,
    2. sérhæfða sjóði í rekstri rekstraraðila, þ.m.t. nafn, heimilisfang og kennitölu, og
    3. fjárfestingaraðferðir sérhæfðra sjóða sem hann rekur.
Skráður rekstraraðili skv. 1. mgr. skal reglulega veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um:
    1. helstu gerninga sem sérhæfðir sjóðir í rekstri hans stunda viðskipti með, og
    2. upplýsingar um helstu áhættuþætti í starfsemi sérhæfðra sjóða sem hann rekur, þar á meðal vegna helstu áhættuskuldbindinga og samþjöppunaráhættu.
[Skráður rekstraraðili skv. 1. mgr. skal upplýsa Fjármálaeftirlitið án tafar um nýjan sjóð í rekstri hans.] 1)
Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir frekari upplýsingum frá rekstraraðila en skv. 4. mgr. sé það talið nauðsynlegt með hliðsjón af eftirlitshlutverki Fjármálaeftirlitsins og fjármálastöðugleika.
Þegar heildareignir sérhæfðra sjóða í rekstri fara yfir fjárhæðarviðmið skv. 6. gr. skal skráður rekstraraðili tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það og sækja um starfsleyfi innan 30 daga frá því tímamarki.
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um skyldu rekstraraðila til skráningar, til upplýsingagjafar vegna vöktunar á kerfisáhættu og til tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins ef farið er yfir fjárhæðarviðmið.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)Rg. 555/2020.
8. gr. Skilyrði rekstraraðila fyrir því að hefja starfsleyfisskylda starfsemi.
Rekstraraðila sem er starfsleyfisskyldur skv. 6. gr. er óheimilt að reka sérhæfðan sjóð nema hann hafi fengið starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu skv. 13. gr. Rekstraraðili sem hefur starfsleyfi skal ávallt uppfylla skilyrði fyrir veitingu þess.
Rekstraraðili skal veita Fjármálaeftirlitinu þær upplýsingar sem eftirlitið óskar eftir vegna eftirlits á grundvelli laga þessara.
9. gr. Starfsheimildir rekstraraðila með starfsleyfi.
Með starfsleyfi er rekstraraðila skylt að inna af hendi eftirfarandi verkefni við rekstur sérhæfðs sjóðs:
    1. eignastýringu sjóðs, og
    2. áhættustýringu sjóðs.
Með starfsleyfi er rekstraraðila heimilt, auk verkefna skv. 1. mgr., að sinna eftirfarandi verkefnum við rekstur sérhæfðs sjóðs:
    1. Umsýsluverkefni:
    a. Bókhalds- og lögfræðiþjónusta.
    b. [Þjónusta vegna fyrirspurna viðskiptavina.] 1)
    c. Mat á verðmæti eigna.
    d. Regluvarsla og innri endurskoðun.
    e. Halda og uppfæra skrár yfir eigendur hluta eða hlutdeildarskírteinishafa.
    f. Úthlutun arðs.
    g. Útgáfa og innlausn hlutdeildarskírteina og hluta.
    h. Uppgjör viðskipta.
    i. Vistun gagna.
    2. Markaðssetning.
    3. Verkefni sem tengjast eignum sérhæfðs sjóðs, einkum þjónustu sem nauðsynleg er til að mæta skyldum rekstraraðila varðandi fjárhagsgæslu, eignaumsjón, þjónustu vegna fasteigna, ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu höfuðstóls, áætlanagerð og tengdum málefnum, ráðgjöf og þjónustu sem tengist samruna og kaupum fyrirtækja, sem og annarri þjónustu sem tengist rekstri sérhæfðs sjóðs og þeim félögum og öðrum eignum sem sjóðurinn hefur fjárfest í.
Rekstraraðila er einnig heimilt til viðbótar, að fenginni sérstakri heimild Fjármálaeftirlitsins, að sinna eftirfarandi verkefnum og skal við framkvæmd þeirra fara að lögum um [markaði fyrir fjármálagerninga]: 2)
    1. Eignastýring.
    2. Fjárfestingaráðgjöf.
    3. Varsla og umsýsla hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
    4. Móttaka og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga.
Rekstraraðila sem ekki hefur heimild til eignastýringar skv. 1. tölul. 3. mgr. er óheimilt að sinna verkefnum skv. 2.–4. tölul. sömu málsgreinar. Rekstraraðila er óheimilt að sinna eingöngu verkefnum skv. 3. mgr.
Sérhæfðum sjóði, sem rekur sig sjálfur, er óheimilt að reka aðra sjóði eða vera rekinn í mismunandi sjóðsdeildum. Slíkum sjóði er óheimilt að sinna verkefnum skv. 3. mgr.
Rekstraraðila er óheimilt, í tengslum við rekstur á sjóðum sem má markaðssetja til almennra fjárfesta, að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðum í rekstri hans til að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa.
Rekstraraðili með heimild til eignastýringar skv. 1. tölul. 3. mgr. skal ekki fjárfesta fyrir hönd viðskiptavinar í hlutdeildarskírteinum eða hlutum [sjóða um sameiginlega fjárfestingu] 1) sem hann rekur nema að fengnu fyrirframsamþykki viðskiptavinarins.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr.
10. gr. Umsókn um starfsleyfi.
Umsókn rekstraraðila til Fjármálaeftirlitsins um starfsleyfi skal vera skrifleg og skulu eftirfarandi upplýsingar um rekstraraðila fylgja:
    1. upplýsingar um stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur rekstraraðila,
    2. upplýsingar um einstaklinga eða lögaðila sem með beinum eða óbeinum hætti eiga virkan eignarhlut í rekstraraðila ásamt stærð eignarhlutar þeirra,
    3. rekstraráætlun þar sem m.a. komi fram upplýsingar um skipurit rekstraraðila og hvernig rekstraraðili hyggst uppfylla kröfur laga þessara,
    4. upplýsingar um starfskjarastefnu og framkvæmd hennar, sbr. 21. gr., [21. gr. a, 21. gr. b og 21. gr. c], 1)
    5. upplýsingar um fyrirkomulag útvistunar og keðjuútvistunar, sbr. 29.–31. gr.,
    6. aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar.
    [7. samþykktir félags,
    8. staðfesting endurskoðanda á innborgun hlutafjár,
    9. upplýsingar um náin tengsl milli rekstraraðila og annarra aðila, sbr. [23. tölul.] 1) 1. mgr. 3. gr.] 2)
Umsókn skv. 1. mgr. skulu einnig fylgja eftirfarandi upplýsingar um sérhæfða sjóði sem rekstraraðili hyggst reka:
    1. upplýsingar um fjárfestingaraðferðir, þ.m.t. tegundir undirliggjandi sjóða ef sérhæfði sjóðurinn er sjóðasjóður, og stefnu rekstraraðila að því er varðar vogun, áhættusnið og önnur einkenni þeirra sérhæfðu sjóða sem hann rekur eða hyggst reka, þ.m.t. um ríki innan EES eða lönd utan EES þar sem sjóðir hafa eða munu hafa staðfestu,
    2. upplýsingar um hvar höfuðsjóður hefur staðfestu ef sérhæfður sjóður er fylgisjóður sérhæfðs sjóðs,
    3. reglur hvers sérhæfðs sjóðs sem rekstraraðili hyggst reka,
    4. upplýsingar um fyrirkomulag tilnefningar vörsluaðila skv. IV. kafla fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem rekstraraðili hyggst reka, og
    5. upplýsingar skv. 1. mgr. 46. gr. fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem rekstraraðili rekur.
Sæki rekstrarfélag verðbréfasjóða … 2) um starfsleyfi sem rekstraraðili samkvæmt ákvæði þessu verður þess ekki krafist að rekstrarfélagið veiti Fjármálaeftirlitinu upplýsingar eða leggi fram gögn sem þegar hefur verið aflað að því tilskildu að framangreindar upplýsingar eða gögn séu ekki úrelt.
    1)L. 38/2022, 173. gr. 2)L. 116/2021, 137. gr.
11. gr. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið skal veita rekstraraðila starfsleyfi að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. Rekstraraðili uppfylli skilyrði laga þessara.
    2. Rekstraraðili hafi nægilegt stofnframlag og eiginfjárgrunn skv. 15. gr.
    3. Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur lykilstarfssviða rekstraraðila hafi nægjanlega gott orðspor sem og viðeigandi reynslu og þekkingu, með hliðsjón af starfsemi rekstraraðila, þ.m.t. hvað varðar fjárfestingaraðferðir sérhæfðra sjóða í rekstri rekstraraðila, og uppfylli kröfur 14. gr.
    4. Þeir sem fara með virkan eignarhlut í rekstraraðila séu hæfir.
    5. Höfuðstöðvar og skráð starfsstöð rekstraraðila eru hér á landi.
    6. Rekstraraðili, að undanskildum sérhæfðum sjóði sem rekur sig sjálfur, starfi sem hlutafélag.
    7. Náin tengsl milli rekstraraðila og annarra aðila hindri ekki skilvirkt eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
    8. Lög, reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli ríkis utan EES sem gilda um aðila með náin tengsl við rekstraraðila eða erfiðleikar við að framfylgja lögum, reglugerðum og stjórnvaldsfyrirmælum ríkis utan EES hindri ekki skilvirkt eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Fjármálaeftirlitið skal leita álits viðkomandi lögbærs yfirvalds í öðrum ríkjum innan EES áður en starfsleyfi er veitt skv. 1. mgr. sé rekstraraðili:
    1. dótturfélag annars rekstraraðila, fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru ríki innan EES,
    2. dótturfélag móðurfélags annars rekstraraðila, fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru ríki innan EES, eða
    3. undir yfirráðum aðila sem hefur einnig yfirráð yfir öðrum rekstraraðila, fjármálafyrirtæki eða vátryggingafélagi með starfsleyfi í öðru ríki innan EES.
12. gr. Takmörkun á gildissviði starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið getur sett takmarkanir á gildissvið starfsleyfis rekstraraðila, t.d. hvað varðar fjárfestingaraðferðir sérhæfðra sjóða, telji eftirlitið ástæðu til.
13. gr. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um veitingu starfsleyfis.
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um starfsleyfi rekstraraðila skal tilkynnt rekstraraðila skriflega svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullbúin umsókn barst Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að framlengja þetta tímabil um allt að þrjá mánuði sé það talið nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna og skal það þá tilkynnt rekstraraðila.
Umsókn rekstraraðila telst fullbúin í skilningi 1. mgr. ef rekstraraðili hefur a.m.k. lagt fram upplýsingar skv. 1.–4. tölul. [og 6.–9. tölul.] 1) 1. mgr. 10. gr. og 1. og 2. tölul. 2. mgr. 10. gr.
Rekstraraðila er heimilt að hefja rekstur sérhæfðra sjóða að fengnu starfsleyfi, þó ekki fyrr en einum mánuði eftir að hafa lagt fram upplýsingar skv. [5. og 6. tölul.] 1) 1. mgr. 10. gr. og 3.–5. tölul. 2. mgr. 10. gr., hafi þær ekki fylgt umsókn rekstraraðila.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
14. gr. Um hæfi stjórnenda rekstraraðila.
Um hæfi stjórnar og framkvæmdastjóra rekstraraðila gilda ákvæði 52. gr. og 52. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eftir því sem við á. Starfsmenn sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum skulu hafa gott orðspor og viðeigandi reynslu og þekkingu, með hliðsjón af starfsemi rekstraraðila.
Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og breytingar varðandi þá einstaklinga sem gegna störfum skv. 1. mgr. og skulu tilkynningunni fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrði 1. mgr. eru uppfyllt.
15. gr. Stofnframlag og eiginfjárgrunnur.
Stofnframlag [og eiginfjárgrunnur] 1) sérhæfðs sjóðs sem rekur sig sjálfur skal að lágmarki nema jafnvirði 300 þúsunda evra í íslenskum krónum.
Stofnframlag [og eiginfjárgrunnur] 1) annarra rekstraraðila en skv. 1. mgr. skal að lágmarki nema jafnvirði 125 þúsunda evra í íslenskum krónum.
Fari heildareignir sérhæfðra sjóða í rekstri rekstraraðila yfir jafnvirði 250 milljóna evra í íslenskum krónum skal rekstraraðili hafa til staðar viðbótarfjárhæð eiginfjárgrunns. Viðbótarfjárhæðina skal reikna sem 0,02% af þeirri upphæð sem fer yfir jafnvirði 250 milljóna evra í íslenskum krónum en samanlögð upphæð stofnframlags og viðbótarfjárhæðar eiginfjárgrunns skal að hámarki nema jafnvirði 10 milljóna evra í íslenskum krónum.
Sérhæfðir sjóðir teljast í rekstri rekstraraðila skv. 3. mgr. þótt rekstraraðili hafi útvistað verkefni vegna þeirra í samræmi við 29.–31. gr. en til þeirra teljast ekki sjóðir sem rekstraraðili sér um eignastýringu fyrir samkvæmt útvistunarsamningi.
Þrátt fyrir 3. mgr. skal eiginfjárgrunnur rekstraraðila aldrei vera lægri en sem nemur reiknaðri fjárhæð skv. [97. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög] 2) um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Rekstraraðili skal annaðhvort hafa til staðar eiginfjárgrunnsálag eða starfsábyrgðartryggingu sem nær yfir áhættuna af tjóni vegna mögulegrar ábyrgðar rekstraraðila.
Eiginfjárgrunn, þ.m.t. eiginfjárgrunnsálag, skal fjárfesta í auðseljanlegum eignum eða eignum sem má hæglega skipta í reiðufé á skömmum tíma. Til slíkra eigna teljast ekki stöður sem byggjast á spákaupmennsku.
Að undanskildum 6. og 7. mgr. á ákvæði þetta ekki við um rekstraraðila sem jafnframt eru rekstrarfélög verðbréfasjóða. Hafi rekstraraðili viðbótarstarfsheimildir skv. 3. mgr. 9. gr. gilda þó um starfsemi hans ákvæði um áhættugrunn skv. [2. mgr. 95. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög] 2) um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Ráðherra setur reglugerð 3) með nánari reglum um eiginfjárgrunnsálag og starfsábyrgðartryggingu rekstraraðila sérhæfðs sjóðs.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 174. gr. 3)Rg. 555/2020.
16. gr. Virkur eignarhlutur.
Aðili sem hyggst einn sér eða í samstarfi við aðra eignast virkan eignarhlut í rekstraraðila skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín. Hið sama á við hyggist aðili, einn sér eða í samstarfi við aðra, auka svo við eignarhlut sinn að virkur eignarhlutur fari yfir 20%, 33% eða 50% eða nemi svo stórum hluta að rekstraraðili verði talið dótturfyrirtæki hans.
Ákvæði 1. mgr. gildir einnig um eiganda virks eignarhlutar sem hyggst draga svo úr hlutafjáreign sinni eða atkvæðisrétti að hann eigi ekki virkan eignarhlut. Í tilkynningu skal koma fram hver eignarhlutur hans muni verða. Fari eignarhluturinn niður fyrir 20%, 33% eða 50% eða svo mikið að rekstraraðili hættir að vera dótturfyrirtæki hlutaðeigandi skal það einnig tilkynnt. Sama á við ef hlutfallslegur eignarhlutur eða atkvæðisréttur rýrnar vegna hlutafjáraukningar.
Ákvæði [A-hluta] 1) VI. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, gilda um eignarhluti og meðferð þeirra.
    1)L. 38/2022, 175. gr.
17. gr. Tilkynningarskylda rekstraraðila og breytingar á gildissviði starfsleyfis.
Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um allar fyrirhugaðar verulegar breytingar á aðstæðum eða starfsemi og þar með upplýsingum sem starfsleyfi rekstraraðila grundvallast á, sér í lagi um verulegar breytingar á þeim upplýsingum sem veittar hafa verið Fjármálaeftirlitinu skv. 10. gr. Ófyrirséðar breytingar skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að hafna fyrirhuguðum breytingum rekstraraðila skv. 1. mgr. eða samþykkja að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að breytingar verði afturkallaðar hafi þær þegar komið til framkvæmda.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna rekstraraðila um takmarkanir, höfnun eða afturköllun breytinga innan eins mánaðar frá móttöku upplýsinga skv. 1. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að framlengja tímabilið um allt að einn mánuð telji eftirlitið það nauðsynlegt og skal það þá tilkynnt rekstraraðila innan fyrrgreinds frests.
Rekstraraðili skal framkvæma fyrirhugaðar breytingar innan tólf mánaða, sbr. þó 3. mgr.
Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um stofnun eða slit sérhæfðra sjóða eða sjóðsdeilda sem falla undir gildissvið starfsleyfis sem rekstraraðila hefur verið veitt á grundvelli umsóknar skv. 10. gr. innan fimm virkra daga. Stofnun eða slit sérhæfðra sjóða eða sjóðsdeilda sem falla utan gildissviðs starfsleyfis rekstraraðila teljast til verulegrar breytingar skv. 1. mgr.
18. gr. Afturköllun starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi rekstraraðila, í heild eða að hluta, þ.m.t. ákveðið að markaðssetning sérhæfðra sjóða í rekstri hans sé óheimil, ef rekstraraðili:
    1. Afsalar sér starfsleyfinu með skýrum hætti.
    2. Nýtir ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt.
    3. Hefur í sex mánuði samfellt ekki stundað þá starfsemi sem starfsleyfið tekur til.
    4. Hefur öðlast starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
    5. Fullnægir ekki lengur skilyrðum sem voru til grundvallar veitingu starfsleyfis.
    6. Fullnægir ekki kröfu um áhættugrunn [samkvæmt lögum] 1) um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, ef rekstraraðili hefur starfsheimildir skv. 3. mgr. 9. gr.
    7. Brýtur alvarlega eða ítrekað gegn lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim.
    8. Brýtur gegn ákvæðum annarra laga sem varðað getur afturköllun starfsleyfis.
    1)L. 38/2022, 176. gr.

III. kafli. Skilyrði fyrir starfsemi rekstraraðila og skipulagskröfur.
19. gr. Almenn skilyrði.
Rekstraraðili skal ávallt:
    1. Viðhafa eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur, þ.m.t. starfa af heiðarleika, fagmennsku, kostgæfni og sanngirni og starfa með hagsmuni sérhæfðra sjóða sem hann rekur, fjárfesta þeirra og heilleika markaða að leiðarljósi.
    2. Hafa getu, þekkingu og verklag sem nauðsynlegt er til að sinna starfsemi rekstraraðila með tilhlýðilegum hætti.
    3. Grípa til allra sanngjarnra ráðstafana til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Verði ekki hjá hagsmunaárekstrum komist ber rekstraraðila að greina, stýra, vakta og upplýsa sérhæfða sjóði, fjárfesta og aðra eftir því sem við á um hagsmunaárekstra til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á hagsmuni sérhæfðra sjóða og fjárfesta þeirra og til að tryggja sanngjarna meðhöndlun sérhæfðra sjóða í rekstri rekstraraðila.
    4. Starfa í samræmi við lög og reglur sem eiga við hverju sinni svo honum sé unnt að gæta hagsmuna sérhæfðra sjóða, fjárfesta þeirra og heilleika markaðarins.
    5. Koma fram við fjárfesta sérhæfðra sjóða af sanngirni.
[Meiri hluti stjórnarmanna rekstraraðila sem reka sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta skv. X. kafla skal vera óháður móðurfélagi og vörsluaðila sjóðanna. Stjórnarmaður rekstraraðila sem rekur sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta skv. X. kafla má ekki vera stjórnarmaður eða lykilstarfsmaður móðurfélags rekstraraðilans eða í stjórn eða starfsmaður vörsluaðila sjóðanna. Stjórnarmaður vörsluaðila sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta skv. X. kafla má ekki vera stjórnarmaður eða starfsmaður rekstraraðila sjóðanna.] 1)
Óheimilt er að veita fjárfesti í sérhæfðum sjóði réttindi umfram aðra fjárfesta sjóðsins nema reglur sérhæfðs sjóðs kveði á um slíka ívilnun.
Rekstraraðili skal búa yfir viðeigandi mannauði og nauðsynlegri tækni til að geta rekið sérhæfða sjóði á fullnægjandi hátt með hliðsjón af eðli þeirra. Í þessu felst m.a.:
    1. Eftirlit með rekstri og bókhaldi.
    2. Eftirlit og öryggisráðstafanir með rafrænni gagnavinnslu.
    3. Innra eftirlit, þar á meðal regluvarsla og innri endurskoðun.
Rekstraraðili skal setja reglur um eigin [viðskipti með fjármálagerninga], 2) stjórnar sinnar og starfsmanna. Reglunum er ætlað að tryggja að unnt sé að rekja öll viðskipti sem tengjast sérhæfðum sjóði til uppruna þeirra, hver átti þau, auk upplýsinga um tilgang þeirra og tíma og stað framkvæmdar. Reglunum er jafnframt ætlað að tryggja að fjárfestingar sérhæfðs sjóðs séu í samræmi við lög og reglur hans.
Ráðherra setur reglugerð 3) með nánari reglum um almenn skilyrði fyrir starfsemi rekstraraðila, þar á meðal um rafræna gagnavinnslu, bókhaldsaðferðir, eftirlit stjórnar, framkvæmdastjóra og eftirlitsaðila, regluvörslu, innri endurskoðun, hagsmunaárekstra, skráningu viðskipta, skráningu áskrifta og innlausna, meðferð skráðra upplýsinga og um áreiðanleikakannanir vegna fjárfestinga og við val á mótaðilum og miðlurum.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr. 3)Rg. 555/2020.
20. gr. Þagnarskylda.
Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu rekstraraðila eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna rekstraraðila eða sjóða í rekstri hans nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er heimilt að miðla upplýsingum til móðurfélags rekstraraðila ef móðurfélagið er fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði. Slík upplýsingamiðlun má þó aðeins eiga sér stað að því marki sem nauðsynlegt er vegna áhættustýringar og má ekki ná til einkamálefna viðskiptamanna. Sama gildir um miðlun upplýsinga vegna eftirlits á samstæðugrunni.
21. gr. [Starfskjarastefna.
Rekstraraðili skal setja sér starfskjarastefnu og skal hún og framkvæmd hennar ná til heildarstarfskjara og tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstraraðila, að:
    1. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna:
    a. samræmist og stuðli að traustri og skilvirkri áhættustýringu og hvetji ekki til áhættusækni sem er ekki í samræmi við áhættusnið eða reglur þeirra sérhæfðu sjóða sem rekstraraðili rekur,
    b. samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og hagsmunum rekstraraðila og sérhæfðra sjóða sem hann rekur og fjárfesta í þeim sjóðum og leiði ekki til hagsmunaárekstra.
    2. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna sem hafa eftirlit með höndum taki mið af þeirra eigin verksviði en ekki árangri þeirra rekstrareininga sem þeir hafa eftirlit með.
Stjórn rekstraraðila skal reglubundið meta hvort starfskjarastefna samræmist þessari grein og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Að minnsta kosti árlega skal fara fram óháð miðlægt innra mat á því hvort starfskjör samræmist starfskjarastefnu og verklagsreglum og öðrum viðmiðum sem stjórn hefur samþykkt varðandi starfskjarastefnu.] 1)
    1)L. 38/2022, 177. gr.
[21. gr. a. Kaupauki.
Rekstraraðili skal tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstraraðila, að kaupaukar til starfsmanna:
    1. Taki mið af árangri viðkomandi, bæði fjárhagslegum og ófjárhagslegum, þeirrar rekstrareiningar sem hlutaðeigandi tilheyrir eða sjóðs og rekstraraðila í heild.
    2. Taki mið af árafjölda sem samræmist líftíma þeirra sérhæfðu sjóða sem rekstraraðili rekur til að matið endurspegli langtímaárangur og að greiðslu kaupauka sé dreift yfir tímabil sem tekur mið af innlausnarstefnu sjóðanna og fjárfestingaráhættu þeirra.
    3. Séu ekki tryggðir óháð árangri nema á fyrsta ári í starfi.
    4. Séu í viðeigandi hlutfalli við föst starfskjör þannig að unnt sé að starfrækja sveigjanlega stefnu um greiðslu kaupauka og greiða eftir atvikum ekki út neinn kaupauka og aldrei umfram 25% af föstum starfskjörum.
    5. Séu ekki greiddir í tengslum við uppsögn ráðningarsamnings nema það endurspegli frammistöðu í starfi.
    6. Taki mið af áhættu fyrirtækisins nú eða síðar.
    7. Samanstandi a.m.k. að hálfu leyti af hlutum eða hlutdeildarskírteinum viðkomandi sjóðs eða jafngildum gerningum, hlutabréfatengdum eða jafngildum gerningum sem ekki eru ígildi reiðufjár nema ef rekstur sérhæfðra sjóða er innan við helmingur af eignasöfnum í stýringu rekstraraðila. Viðeigandi varðveislustefna skal gilda um gerninga samkvæmt þessum tölulið til að samræma hvata starfsmanna og hagsmuni rekstraraðila, sérhæfðu sjóðanna sem hann rekur og fjárfesta í þeim sjóðum.
    8. Sæti því að vera haldið eftir að verulegu leyti, a.m.k. að fjórum tíundu eða sex tíundu hlutum ef kaupauki nemur mjög hárri fjárhæð, í tímabil sem tekur mið af líftíma og innlausnarstefnu viðkomandi sjóðs og er í samræmi við eðli þeirrar áhættu sem viðkomandi sjóður tekur og er eigi skemur en þrjú ár nema ef líftími viðkomandi sjóðs er styttri; kaupauki sem er haldið eftir skal ekki ávinnast hraðar en í hlutfalli við þann hluta frestsins sem er liðinn.
    9. Séu aðeins greiddir út eða ávinnist ef það er sjálfbært í ljósi fjárhagsstöðu rekstraraðila og réttlætanlegt með tilliti til árangurs fyrirtækisins og viðkomandi rekstrareiningar, viðkomandi sjóðs og starfsmanns.
    10. Ávinnist ekki nema að takmörkuðu leyti eða séu að verulegu leyti afturkallanlegir ef þeir hafa áunnist en ekki verið greiddir út ef afkoma rekstraraðila eða viðkomandi sjóðs versnar verulega.
    11. Séu ekki liður í stefnu rekstraraðila um öflun lífeyrisréttinda nema það samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og langtímahagsmunum rekstraraðila og sjóðanna sem hann rekur og séu þá aðeins veittir í formi gerninga skv. 7. tölul. sem rekstraraðili heldur eftir í a.m.k. fimm ár.
    12. Séu ekki greiddir út í gegnum einingar eða með aðferðum sem auðvelda að farið sé á svig við lög þessi.
Starfsmönnum er óheimilt að afla sér trygginga eða annarra áhættuvarna sem grafa undan því markmiði kaupaukakerfis að hagsmunir þeirra og rekstraraðila fari saman.
Óheimilt er að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um kaupaukakerfi. Í reglunum má m.a. kveða á um skilgreiningu fastra starfskjara og kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, jafnvægi á milli fastra starfskjara og kaupauka, ráðningarkaupauka, frestun, lækkun, afturköllun eða endurkröfu kaupauka, upplýsingagjöf og gagnsæi.] 1)
    1)L. 38/2022, 177. gr.
[21. gr. b. Starfslokasamningur.
Rekstraraðila er óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Með starfslokasamningi í grein þessari er átt við hvers konar samninga sem gerðir eru á milli framkvæmdastjóra annars vegar og rekstraraðila hins vegar og kunna að færa þeim sem lætur af störfum hlunnindi eða réttindi umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti.
Hafi hagnaður verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár er heimilt að gera starfslokasamninga við þá sem tilgreindir eru í 1. mgr. Slíkir samningar skulu vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok. Um starfslokasamning sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara en ekki komið til framkvæmda gilda ákvæði greinar þessarar.
Heimilt er í reglugerð að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd starfslokasamninga. Sérstaklega skal gera grein fyrir slíkum samningum í skýringum með ársreikningi.] 1)
    1)L. 38/2022, 177. gr.
[21. gr. c. Starfskjaranefnd.
Rekstraraðili sem er mikilvægur, að teknu tilliti til stærðar sinnar eða stærðar sjóða sem hann rekur, innra skipulags og þess hvers eðlis starfsemin er, umfangs hennar og hversu flókin hún er, skal starfrækja starfskjaranefnd. Starfskjaranefnd skal skipuð þannig að hún geti lagt faglegt og sjálfstætt mat á starfskjarastefnu og framkvæmd hennar og hvata til að stýra áhættu. Nefndin skal skipuð stjórnarmönnum í viðkomandi fyrirtæki, a.m.k. þremur aðilum.
Starfskjaranefnd ber ábyrgð á:
    1. Undirbúningi ákvarðana um starfskjör, þ.m.t. þeirra sem hafa áhrif á áhættu og áhættustýringu hlutaðeigandi rekstraraðila eða viðkomandi sjóðs og þeirra sem stjórn eða framkvæmdastjóri tekur.
    2. Umsjón með starfskjörum yfirmanna áhættustýringar og regluvörslu.] 1)
    1)L. 38/2022, 177. gr. Greinin tekur gildi 1. júlí 2023 gagnvart fjármálafyrirtækjum, rekstraraðilum og rekstrarfélögum sem höfðu þegar haldið aðalfund vegna yfirstandandi reikningsárs 1. júlí 2022, sbr. 215. gr. s.l.
22. gr. Hagsmunaárekstrar.
Rekstraraðili skal grípa til allra eðlilegra ráðstafana til þess að greina, koma í veg fyrir, stýra og vakta hagsmunaárekstra.
Skylda rekstraraðila skv. 1. mgr. á við um hagsmunaárekstra milli:
    1. rekstraraðila, þ.m.t. stjórnenda, starfsmanna og annarra sem tengjast rekstraraðila í gegnum yfirráð, og sérhæfðs sjóðs sem hann rekur eða fjárfesta sjóðsins,
    2. sérhæfðs sjóðs eða fjárfesta hans og annars sérhæfðs sjóðs eða verðbréfasjóðs sem hann rekur eða fjárfesta slíkra sjóða,
    3. sérhæfðs sjóðs eða fjárfesta hans og annars viðskiptavinar rekstraraðila, og
    4. tveggja viðskiptavina rekstraraðila.
Rekstraraðili skal aðskilja verkefni og ábyrgð í starfsemi sinni sem telja má ósamrýmanleg eða sem geta mögulega valdið kerfisbundnum hagsmunaárekstrum. Rekstraraðili skal meta hvort skipulag starfsemi hans geti valdið öðrum verulegum hagsmunaárekstrum og upplýsa fjárfesta sérhæfðra sjóða um þá.
Rekstraraðili skal upplýsa fjárfesti um eðli og ástæður hagsmunaárekstra áður en til viðskipta er stofnað ef ráðstafanir rekstraraðila skv. 1.–3. mgr. veita ekki eða munu ekki veita fullnægjandi vissu fyrir því að komið sé í veg fyrir hættu á að hagsmuna fjárfestis verði ekki nægjanlega gætt. Rekstraraðili skal setja sér viðeigandi stefnu og verkferla um upplýsingagjöf og meðferð slíkra hagsmunaárekstra.
Nýti rekstraraðili sér þjónustu miðlara fyrir hönd sérhæfðs sjóðs skulu skilmálar þjónustunnar koma fram í skriflegum samningi milli aðila. Ef framsal eða önnur ráðstöfun eigna sérhæfðs sjóðs er heimil skal um það getið í samningnum og skal slíkt jafnframt vera í samræmi við reglur sjóðs. Í samningi skal kveðið á um að vörsluaðili sjóðs verði upplýstur um tilvist samningsins. Rekstraraðili skal velja miðlara af kostgæfni.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum varðandi stefnu um hagsmunaárekstra, tegundir hagsmunaárekstra, aðgerðir rekstraraðila sérhæfðra sjóða og tiltækar ráðstafanir rekstraraðila sérhæfðra sjóða við að greina, koma í veg fyrir, stýra, vakta og birta upplýsingar um hagsmunaárekstra.
    1)Rg. 555/2020.
23. gr. Áhættustýring.
Rekstraraðili skal aðskilja starfsemi og ábyrgð áhættustýringar frá rekstrareiningum, þ.m.t. frá eignastýringu sjóða, á fullnægjandi hátt.
Rekstraraðili skal koma á fullnægjandi eftirlitskerfi með áhættu til að greina, mæla, stýra og vakta hvers konar áhættuþætti tengda fjárfestingaraðferðum hvers sérhæfðs sjóðs og þá áhættuþætti sem hver sjóður verður eða getur orðið fyrir. Rekstraraðili skal ekki reiða sig einungis eða kerfisbundið á lánshæfismöt lánshæfismatsfyrirtækja við mat á lánshæfi eigna hvers sérhæfðs sjóðs.
Rekstraraðili skal endurskoða og uppfæra eftirlitskerfi með áhættu eins oft og þörf krefur, að lágmarki árlega.
Rekstraraðili skal að lágmarki:
    1. koma á og fylgja fullnægjandi skriflegum verkferli um framkvæmd áreiðanleikakannana við fjárfestingar hvers sérhæfðs sjóðs; verkferill skal taka mið af fjárfestingaraðferðum, markmiðum og áhættusniði sjóðsins og skal uppfærður reglulega,
    2. tryggja að unnt sé með viðvarandi hætti að greina, mæla, stýra og vakta áhættu vegna hverrar fjárfestingar sérhæfðs sjóðs og áhrif hennar á eignasafn hans, þ.m.t. með notkun viðeigandi álagsprófa, og
    3. tryggja að áhættusnið sérhæfðs sjóðs sé í samræmi við stærð, samsetningu eignasafns, fjárfestingaraðferðir og markmið sjóðsins sem fram koma í reglum hans, lýsingu eða öðrum skjölum vegna markaðssetningar.
Rekstraraðili skal setja hámark á vogun hvers sérhæfðs sjóðs í rekstri hans og ákveða hvort og að hvaða marki heimilt sé að ráðstafa veði eða tryggingu sem kann að vera veitt í tengslum við vogun, að teknu tilliti til:
    1. tegundar sjóðs,
    2. fjárfestingaraðferða sjóðs,
    3. tegundar vogunar sjóðs,
    4. allra annarra tengsla við önnur fyrirtæki sem veita fjármálaþjónustu sem gætu valdið kerfisáhættu,
    5. nauðsynjar á takmörkun áhættuskuldbindingar á einstaka mótaðila,
    6. að hve miklu leyti vogun er tryggð með veði,
    7. hlutfalls eigna og skuldbindinga, og
    8. umfangs, eðlis og starfsemi rekstraraðila á viðkomandi mörkuðum.
Fjármálaeftirlitið skal meta aðskilnað starfsemi og ábyrgðar áhættustýringar skv. 1. mgr. með hliðsjón af meginreglunni um meðalhóf. Rekstraraðila ber að geta sýnt fram á að hann hafi gripið til verndarráðstafana gegn hagsmunaárekstrum þannig að áhættustýring geti starfað sjálfstætt, að framkvæmd áhættustýringar uppfylli ákvæði þessara laga og þjóni ávallt tilgangi sínum.
Með hliðsjón af eðli, umfangi og starfsemi sérhæfðra sjóða rekstraraðila skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með lánshæfismatsferlum rekstraraðila, meta út frá fjárfestingarstefnum sjóða hvernig rekstraraðili styðst við lánshæfismöt og, þegar við á, hvetja rekstraraðila til að draga úr notkun á þeim til samræmis við 2. mgr.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um áhættustýringu, svo sem um hvernig skuli aðskilja starfsemi og ábyrgð vegna áhættustýringar frá öðrum rekstrareiningum, þ.m.t. eignastýringu, og um varnir gegn hagsmunaárekstrum, sem og um lágmarkskröfur til áhættustýringar, um eftirlitskerfi með áhættustýringu sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða skulu nota í tengslum við þá áhættuþætti sem sjóðir sem þeir stýra verða eða gætu orðið fyrir og um viðeigandi tíðni endurskoðunar á eftirlitskerfi með áhættustýringu.
    1)Rg. 555/2020.
24. gr. Útlánaáhætta vegna verðbréfunar.
Sérhæfðum sjóðum er eingöngu heimilt að taka á sig útlánaáhættu vegna verðbréfunar samkvæmt lögum um [fjármálafyrirtæki] 1) ef útgefandinn, umsýsluaðilinn eða upphaflegur lánveitandi hefur greint rekstraraðila sjóðsins sérstaklega frá því að hann muni ávallt halda eftir umtalsverðri, hreinni, fjárhagslegri hlutdeild sem skal ekki vera minni en 5%. Gildir ákvæði þetta um nýja verðbréfun og um þegar útgefna verðbréfun þar sem nýrri undirliggjandi áhættu er bætt við eða skipt út.
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um kröfur sem útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi þurfa að uppfylla til að rekstraraðili hafi heimild til að fjárfesta í skuldabréfavafningum eða sambærilegum fjármálagerningum samkvæmt ákvæði þessu, einnig um þær eigindlegu kröfur sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem fjárfesta samkvæmt ákvæði þessu þurfa að uppfylla.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)Rg. 555/2020.
25. gr. Lausafjárstýring.
Rekstraraðili skal fyrir hvern sérhæfðan sjóð í rekstri hans hafa fullnægjandi eftirlitskerfi með lausafjárstýringu, nema sjóðurinn sé óvogaður og lokaður fyrir innlausnum.
Rekstraraðili skal setja verkferil sem gerir honum kleift að vakta lausafjáráhættu hvers sérhæfðs sjóðs og tryggja að lausafjársnið fjárfestinga sjóðsins uppfylli undirliggjandi skuldbindingar hans.
Rekstraraðili skal reglulega framkvæma álagspróf, við venjuleg og óvenjuleg lausafjárskilyrði, sem gerir honum kleift að meta og vakta lausafjáráhættu sjóða sem hann rekur.
Rekstraraðili skal tryggja að fyrir hvern sérhæfðan sjóð í rekstri hans sé samræmi á milli fjárfestingaraðferða, lausafjársniðs og reglna um innlausn.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um lausafjárstýringu, svo sem um eftirlitskerfi með lausafjárstýringu og ferla til að vakta lausafjáráhættu og um samræmi á milli fjárfestingaraðferða, lausafjársniða og reglna um innlausn sjóða.
    1)Rg. 555/2020.
26. gr. Skylda til verðmats.
Rekstraraðili skal fyrir hvern sérhæfðan sjóð í rekstri hans hafa viðeigandi ferla til að hægt sé að framkvæma fullnægjandi og óháð mat á eignum sjóðs í samræmi við ákvæði laga og reglur sjóðsins.
Mat á eignum sérhæfðs sjóðs með staðfestu hér á landi skal á hverjum tíma endurspegla raunverulegt virði þeirra að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Fjármálagerningar sem skráðir eru eða teknir til viðskipta á skipulegum [markaði] 1) skulu metnir samkvæmt dagslokagengi viðkomandi skipulegs [markaðar]. 1)
Virði annarra fjármálagerninga skal háð mati rekstraraðila, undir eftirliti vörsluaðila og endurskoðanda, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna hverju sinni. Rekstraraðili skal halda skrá yfir mat eigna á hverjum tíma þar sem fram koma forsendur við mat á eignum.
Rekstraraðili skal tryggja að eignir séu metnar og hrein eign hvers hlutdeildarskírteinis eða hlutar sé reiknuð út að lágmarki einu sinni á ári. Ef sérhæfður sjóður er opinn skal tíðni verðmats og útreiknings vera í eðlilegu samræmi við eignir sjóðs og útgáfu- og innlausnarreglur hans. Ef sérhæfði sjóðurinn er lokaður skal tíðni verðmats og útreiknings jafnframt miðast við hvort breytingar verði á fjárhæð útgefinna hlutdeildarskírteina eða hluta.
Verðmat skal framkvæmt af óhlutdrægni, þekkingu og áreiðanleika.
Rekstraraðili skal tryggja að fjárfestar sérhæfðs sjóðs séu upplýstir um verðmat og útreikning í samræmi við lög þessi, viðeigandi löggjöf og reglur sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um viðmið fyrir verðmatsferla og útreikning hreinnar eignar á hvert hlutdeildarskírteini eða hlut.
    1)L. 115/2021, 148. gr. 2)Rg. 555/2020.
27. gr. Aðilar sem heimilt er að framkvæma verðmat.
Verðmat skv. 26. gr. skal framkvæmt af ytri matsaðila eða rekstraraðila sjálfum. Ytri matsaðili skal vera lögaðili eða einstaklingur sem óháður er sérhæfðum sjóði, rekstraraðila hans og öðrum aðilum með náin tengsl við sjóðinn eða rekstraraðila. Framkvæmi rekstraraðili sjálfur verðmat sérhæfðra sjóða í rekstri hans skal framkvæmd matsins rekstrarlega óháð eignastýringu sjóðsins og starfskjarastefna og aðrar ráðstafanir takmarka hagsmunaárekstra og koma í veg fyrir ótilhlýðileg áhrif á starfsmenn.
Vörsluaðila er óheimilt að sinna hlutverki ytri matsaðila fyrir sjóð í sinni umsjón nema hann hafi aðskilið verkefni og ábyrgð vegna vörslustarfa sinna frá verkefnum sínum sem ytri matsaðili með fullnægjandi hætti og tryggt að hugsanlegir hagsmunaárekstrar séu greindir, þeim stýrt og þeir vaktaðir og fjárfestar upplýstir um þá.
Þar sem ytri matsaðili sér um verðmat skal rekstraraðili sýna fram á að hann:
    1. falli undir skyldubundna skráningu eða sé bundinn siðareglum viðeigandi starfsgreinar,
    2. hafi fullnægjandi faglega þekkingu og reynslu til að geta framkvæmt viðeigandi verðmat í samræmi við 1.–3. mgr. 26. gr. með skilvirkum hætti, og
    3. uppfylli skilyrði 1.–4. mgr. 29. gr. um útvistun.
Ytri matsaðila er óheimilt að útvista verkefni sín til þriðja aðila.
Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um tilnefningu ytri matsaðila fyrir fram. Fjármálaeftirlitið getur krafist annarrar tilnefningar telji eftirlitið ytri matsaðila ekki uppfylla skilyrði 3. mgr.
Við framkvæmd verðmats skv. 26. gr. skal gæta óhlutdrægni, tilhlýðilegri færni beitt og aðgát og kostgæfni sýnd.
Framkvæmi rekstraraðili verðmat skv. 26. gr. sjálfur er Fjármálaeftirlitinu heimilt að krefjast þess að rekstraraðili fái matsaðferðir eða mat sannprófað hjá ytri matsaðila eða endurskoðanda.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um þá faglegu þekkingu og reynslu sem matsaðili þarf að búa yfir til að geta framkvæmt verðmat.
    1)Rg. 555/2020.
28. gr. Ábyrgð rekstraraðila á framkvæmd verðmats.
Rekstraraðili ber ábyrgð á að mat eigna sérhæfðs sjóðs og útreikningur hreinnar eignar hvers hlutdeildarskírteinis eða hlutar sé fullnægjandi, óháð því hvort mat hafi verið framkvæmt af ytri matsaðila eða rekstraraðilanum sjálfum.
Rekstraraðili ber ábyrgð á birtingu hreinnar eignar hvers hlutdeildarskírteinis eða hlutar, óháð því hvort mat hafi verið framkvæmt af ytri matsaðila eða rekstraraðilanum sjálfum.
Ytri matsaðili ber ábyrgð gagnvart rekstraraðila á tjóni rekstraraðila sem rekja má til saknæmrar háttsemi ytri matsaðila við framkvæmd starfa sinna.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um tíðni verðmata á opnum sérhæfðum sjóðum sem er viðeigandi fyrir eignir sérhæfðs sjóðs og með hliðsjón af útgáfu- og innlausnarreglum hans.
    1)Rg. 555/2020.
29. gr. Útvistun.
Rekstraraðila er heimilt að útvista til þriðja aðila hluta starfsemi sinnar enda liggi fyrir því hlutlægar ástæður. Rekstraraðila er þó óheimilt að útvista bæði eignastýringu sjóða og áhættustýringu sama sjóðs.
Rekstraraðili skal tilkynna um útvistun til Fjármálaeftirlitsins áður en útvistun hefst.
Útvistun skal heimil að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. útvistunaraðili skal hafa nauðsynlega getu, þekkingu, hæfni, reynslu og gott orðspor til að framkvæma þau verkefni sem útvistað er til hans,
    2. ef útvistunin varðar eignastýringu sjóðs eða áhættustýringu má aðeins fela hana útvistunaraðilum sem hafa heimild til eignastýringar og eru undir eftirliti en sé hún falin aðila utan EES skal auk þess vera samstarfssamningur við lögbært yfirvald í því ríki þar sem útvistunaraðili hefur staðfestu,
    3. útvistun má hvorki hamla virku eftirliti með rekstraraðila né koma í veg fyrir að rekstraraðili starfi eða geti rekið sérhæfðan sjóð með hagsmuni fjárfesta að leiðarljósi, og
    4. rekstraraðili skal geta sýnt fram á hæfi og getu útvistunaraðila til að sinna útvistuðum verkefnum, að útvistunaraðili hafi verið valinn af kostgæfni, að rekstraraðili geti með skilvirkum hætti vaktað útvistaða starfsemi, gefið frekari leiðbeiningar til útvistunaraðila vegna útvistaðra verkefna og fellt niður útvistun án tafar sé það í þágu fjárfesta.
Óheimilt er að útvista eignastýringu sjóðs eða áhættustýringu til:
    1. vörsluaðila eða útvistunaraðila vörsluaðila, eða
    2. sérhvers annars aðila ef hagsmunir hans kunna að rekast á hagsmuni rekstraraðila eða fjárfesta sérhæfðs sjóð nema sá aðili hafi gert viðeigandi ráðstafanir til að takmarka hugsanlega hagsmunaárekstra.
Rekstraraðili skal yfirfara þjónustu útvistunaraðila með reglubundnum hætti.
Rekstraraðila er óheimilt að útvista verkefni í þeim mæli að hann teljist í raun ekki lengur reka sérhæfðan sjóð.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um skilyrði sem þarf að uppfylla varðandi útvistun, þar á meðal um hlutlægar ástæður fyrir útvistun, þekkingu, reynslu og getu útvistunaraðila, útvistun áhættu- eða eignastýringar sjóðs, skilvirkt eftirlit, hagsmunaárekstra og keðjuútvistun. [Ráðherra er einnig heimilt að setja reglugerð um hvenær útvistun telst vera það víðtæk að rekstraraðili teljist ekki lengur stýra sérhæfðum sjóði.] 2)
    1)Rg. 555/2020. 2)L. 116/2021, 137. gr.
30. gr. Keðjuútvistun.
Útvistunaraðili getur framselt til þriðja aðila verkefni sem útvistað hefur verið til hans hafi rekstraraðili veitt samþykki sitt fyrir fram og tilkynnt um keðjuútvistunina til Fjármálaeftirlitsins áður en keðjuútvistunin hefst. Skilyrði 1.–4. mgr. 29. gr. gilda einnig um keðjuútvistun.
Útvistunaraðili skal reglubundið yfirfara þá þjónustu sem sérhver keðjuútvistunaraðili veitir.
Útvisti keðjuútvistunaraðili verkefni sem hefur verið keðjuútvistað til hans ber að fara eftir skilyrðum 1. mgr., eftir því sem við á.
1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
31. gr. Áhrif útvistunar og keðjuútvistunar á ábyrgð rekstraraðila.
Útvistun rekstraraðila eða keðjuútvistun verkefna hefur ekki áhrif á skyldur eða ábyrgð rekstraraðila gagnvart sérhæfðum sjóði eða fjárfestum.

IV. kafli. Vörsluaðili sérhæfðs sjóðs.
32. gr. Skipan vörsluaðila.
Rekstraraðili skal tryggja að fyrir sérhvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur sé skipaður einn vörsluaðili í samræmi við ákvæði þessa kafla.
Um skipan vörsluaðila skal gera skriflegan samning. Samningurinn skal m.a. innihalda ákvæði um miðlun upplýsinga sem nauðsynlegar eru svo vörsluaðila sé unnt að rækja hlutverk sitt í samræmi við lög þessi.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um skriflegan samning á milli rekstraraðila og vörsluaðila.
    1)Rg. 555/2020.
33. gr. Vörsluaðilar með staðfestu innan EES.
Eftirtöldum aðilum er heimilt að vera vörsluaðili:
    1. Lánastofnunum með starfsleyfi innan EES.
    2. Verðbréfafyrirtækjum með starfsleyfi innan EES sem hafa heimild til vörslu og umsýslu í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. vörslu fjármálagerninga og tengdrar þjónustu, svo sem vegna fjármuna eða trygginga. [Verðbréfafyrirtæki skal lúta eiginfjárkröfum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, þar á meðal vegna rekstraráhættu. Skal eiginfjárgrunnur þess að lágmarki nema fjárhæð stofnframlags skv. 2. mgr. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.] 1)
    3. Öðrum aðilum sem háðir eru eftirliti og varfærnisregluverki og 21. júlí 2011 tilheyrðu þeim hópi félaga sem var heimilt að sinna hlutverki vörsluaðila verðbréfasjóða samkvæmt lögum um verðbréfasjóði eða sambærilegri löggjöf annars EES-ríkis.
    4. Fyrir sérhæfða sjóði með staðfestu utan EES getur vörsluaðili verið aðili skv. 1. eða 2. tölul. enda uppfylli hann skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 36. gr.
[Þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. skulu verðbréfafyrirtæki, sem óska þess að gerast vörsluaðilar sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta, sbr. X. kafla, uppfylla skilyrði sem vörsluaðili verðbréfasjóða samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.] 1)
Fjármálaeftirlitið getur heimilað rekstraraðila að lögmenn eða endurskoðendur séu vörsluaðilar tiltekins sérhæfðs sjóðs, enda hafi þeir fullnægjandi ábyrgðartryggingar og um er að ræða sérhæfðan sjóð sem:
    1. er án innlausnarréttar í fimm ár frá dagsetningu upphaflegrar fjárfestingar og
    2. fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu almennt ekki í eignum sem varðveita á skv. 1. mgr. 38. gr. eða fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu almennt ekki í útgefendum eða óskráðum félögum í þeim tilgangi að ná mögulegum yfirráðum yfir þeim, sbr. VII. kafla.
Þeir sem gegna hlutverki vörsluaðila skv. [3. mgr.] 2) skulu uppfylla hæfiskröfur 14. gr.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 178. gr.
34. gr. Takmörkun á hverjir geta verið vörsluaðilar.
Rekstraraðili skal ekki vera vörsluaðili sérhæfðra sjóða.
Miðlari sem starfar sem mótaðili sérhæfðs sjóðs skal ekki valinn vörsluaðili hans nema tryggt sé að verkefni og ábyrgð hans sem miðlara annars vegar og vörsluaðila hins vegar séu aðskilin með fullnægjandi hætti og mögulegir hagsmunaárekstrar greindir, stýrðir og vaktaðir á tilhlýðilegan hátt. Fjárfestar skulu upplýstir um mögulega hagsmunaárekstra.
35. gr. Tengsl staðfestu vörsluaðila við staðfestu sérhæfðs sjóðs.
Vörsluaðili sérhæfðs sjóðs með staðfestu innan EES skal hafa staðfestu í heimaríki sérhæfðs sjóðs.
Vörsluaðili sérhæfðs sjóðs með staðfestu utan EES skal hafa staðfestu í því ríki þar sem sjóðurinn hefur staðfestu eða heimaríki rekstraraðila sjóðsins innan EES.
36. gr. Viðbótarskilyrði vegna vörsluaðila með staðfestu utan EES.
Val sérhæfðs sjóðs á vörsluaðila með staðfestu utan EES er háð eftirfarandi skilyrðum til viðbótar þeim sem mælt er fyrir um í 33. gr.:
    1. Fyrir sérhæfðan sjóð sem er:
    a. rekinn af rekstraraðila með staðfestu hér á landi eða markaðssettur hér á landi skal samstarfs- og upplýsingaskiptasamningur vera í gildi á milli Seðlabanka Íslands og lögbærs yfirvalds vörsluaðila,
    b. markaðssettur í öðrum ríkjum innan EES skulu samstarfs- og upplýsingaskiptasamningar hafa verið gerðir á milli lögbærs yfirvalds þeirra ríkja og lögbærs yfirvalds vörsluaðila.
    2. Að vörsluaðili lúti skilvirkum varfærnisreglum, þar á meðal um eiginfjárgrunn og eftirlit, sem er sambærilegt og hafi sömu áhrif og slík löggjöf innan EES.
    3. Að heimaríki vörsluaðila sé ekki á lista alþjóðlegs framkvæmdahóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) yfir ríki og svæði sem hafa ekki sýnt samstarfsvilja hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
    4. Fyrir sérhæfðan sjóð sem er:
    a. rekinn af rekstraraðila með staðfestu hér á landi eða markaðssettur hér á landi skal samningur vera í gildi á milli Íslands og lögbærra yfirvalda vörsluaðila sem uppfyllir að fullu þá staðla sem fram koma í 26. gr. samningsfyrirmyndar OECD að því er varðar skatta á tekjur og eignir og tryggi árangursrík skipti á upplýsingum í skattamálum, þ.m.t. hvers konar marghliða skattasamninga, og
    b. markaðssettur í öðrum ríkjum innan EES skal samningur sama efnis og í a-lið þessa töluliðar vera í gildi á milli lögbærra yfirvalda þeirra ríkja og lögbærra yfirvalda vörsluaðila.
    5. Tryggt skal með samningi við vörsluaðila að hann beri sömu ábyrgð gagnvart sérhæfðum sjóði eða fjárfestum sjóðsins og getið er um í 42. og 43. gr. og að vörsluaðili samþykki að fara að kröfum 41. gr. með skýrum hætti.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um skilyrði vegna vörsluaðila með staðfestu utan EES.
    1)Rg. 555/2020.
37. gr. Hlutverk vörsluaðila með tilliti til sjóðstreymis sérhæfðs sjóðs.
Vörsluaðili skal vakta sjóðstreymi sérhæfðs sjóðs og tryggja sérstaklega að allir fjármunir sem fjárfestar inna af hendi á grundvelli áskriftar að hlutdeildarskírteinum eða hlutum séu mótteknir og að allir fjármunir sérhæfðs sjóðs séu lagðir inn á reikninga sjóðsins eða inn á reikninga rekstraraðila eða vörsluaðila fyrir hönd sjóðsins.
Reikningar skv. 1. mgr. skulu vera hjá:
    1. seðlabanka,
    2. lánastofnun með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða sambærilegri löggjöf annarra ríkja innan EES, eða
    3. lánastofnun með starfsleyfi í ríki utan EES eða sambærilegum aðila sem lýtur skilvirkum varfærnisreglum og eftirliti sem er sambærilegt og hafi sömu áhrif og slík löggjöf innan EES.
Um aðila skv. 2. mgr. skulu gilda sambærilegar reglur og í lögum um [markaði fyrir fjármálagerninga] 1) um verndun réttinda viðskiptavina í tengslum við fjármálagerninga og fjármuni í eigu þeirra.
Ef reikningur er í nafni vörsluaðila fyrir hönd sérhæfðs sjóðs, sbr. 1. mgr., skal ekkert reiðufé vörsluaðila eða þeirra aðila sem nefndir eru í 2. mgr. lagt inn á slíkan reikning.
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um hlutverk vörsluaðila og skilyrði fyrir framkvæmd verkefna vörsluaðila.
    1)L. 115/2021, 148. gr. 2)Rg. 555/2020.
38. gr. Hlutverk vörsluaðila með tilliti til eigna sérhæfðs sjóðs.
Vörsluaðili skal varðveita alla fjármálagerninga sérhæfðs sjóðs, bæði fjármálagerninga sem unnt er að skrá á vörslureikninga og áþreifanlega fjármálagerninga, og tryggja aðgreiningu á varðveislu fjármálagerninga sjóðsins frá öðrum og að vörslureikningar séu í nafni sjóðsins eða rekstraraðila sjóðsins fyrir hans hönd svo að ávallt sé unnt að auðkenna að fjármálagerningarnir tilheyri sjóðnum. Aðgreiningin skal vera í samræmi við lög um [markaði fyrir fjármálagerninga] 1) og stjórnvaldsfyrirmæli sett með stoð í þeim um verndun fjármálagerninga.
Vörsluaðili skal sannreyna eignarhald sérhæfðs sjóðs eða rekstraraðila fyrir hönd sjóðsins á öðrum eignum sjóðsins og halda skrá yfir þær eignir. Eignarhaldið skal sannreynt með gögnum frá sjóðnum eða rekstraraðila og utanaðkomandi gögnum ef þau eru tiltæk. Vörsluaðili skal uppfæra eignaskrána til samræmis við breytingar.
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um hlutverk vörsluaðila og skilyrði fyrir framkvæmd verkefna vörsluaðila, m.a. um tegundir fjármálagerninga undirorpinna vörslum.
    1)L. 115/2021, 148. gr. 2)Rg. 555/2020.
39. gr. Hlutverk vörsluaðila með tilliti til ráðstafana vegna eigna sérhæfðs sjóðs.
Vörsluaðili skal:
    1. Tryggja að sala, útgáfa, endurkaup, innlausn og ógilding hlutdeildarskírteina eða hluta sé samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og reglum sérhæfðs sjóðs.
    2. Tryggja að útreikningur á virði hlutdeildarskírteina eða hluta sé framkvæmdur samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og reglum sérhæfðs sjóðs.
    3. Framfylgja fyrirmælum rekstraraðila nema þau brjóti í bága við lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða reglur sérhæfðs sjóðs.
    4. Tryggja að í viðskiptum með eignir sjóðs sé endurgjald greitt sjóðnum innan eðlilegra tímamarka og tekjur sérhæfðs sjóðs séu notaðar í samræmi við lög og reglur sjóðsins.
Vörsluaðila er óheimilt að hagnýta sér, þ.m.t. selja, veðsetja eða ráðstafa með öðrum hætti, eignir sjóðsins eða eignir sem rekstraraðili rekur fyrir hönd sjóðsins án fyrirframsamþykkis sérhæfðs sjóðs eða rekstraraðila fyrir hans hönd.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um hlutverk vörsluaðila og skilyrði fyrir framkvæmd verkefna vörsluaðila.
    1)Rg. 555/2020.
40. gr. Trúnaðarskylda o.fl.
Vörsluaðili skal sinna hlutverki sínu af heiðarleika, sanngirni, fagmennsku og óhæði og standa vörð um hagsmuni sérhæfðs sjóðs og fjárfesta hans.
Vörsluaðila er óheimilt að sinna verkefnum sem kunna að valda hagsmunaárekstrum á milli hans, sérhæfðs sjóðs, fjárfesta eða rekstraraðila nema vörsluaðili hafi með tilhlýðilegum hætti aðskilið framkvæmd og ábyrgð vörsluverkefna sinna frá öðrum verkefnum sem kunna að valda hagsmunaárekstrum og að þeir mögulegu hagsmunaárekstrar séu greindir og vaktaðir og fjárfestar upplýstir um þá.
41. gr. Útvistun verkefna vörsluaðila.
Vörsluaðila er óheimilt að útvista verkefni skv. 37.–39. gr. til þriðja aðila. Vörsluaðila er þó heimilt að útvista verkefni skv. 38. gr. að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. Markmið útvistunar er ekki að komast undan ákvæðum laga þessara.
    2. Vörsluaðili getur sýnt fram á að útvistun sé byggð á hlutlægum ástæðum.
    3. Vörsluaðili velur slíkan útvistunaraðila af tilhlýðilegri kostgæfni og að vörsluaðili hafi tilhlýðilegt eftirlit með útvistunaraðila hvað varðar útvistuð verkefni.
    4. Útvistunaraðili uppfylli, á meðan á útvistun verkefna stendur, eftirfarandi skilyrði:
    a. útvistunaraðili sé til þess bær og hafi fullnægjandi þekkingu til að sinna útvistuðum verkefnum með hliðsjón af eðli og samsetningu eigna sérhæfðs sjóðs eða eigna rekstraraðila fyrir hönd sérhæfðs sjóðs,
    b. hann fari að skilvirkum varfærnisreglum, þ.m.t. lágmarkskröfum um eigið fé og eftirlit, og framkvæmd sé reglubundin ytri endurskoðun til að tryggja að fjármálagerningar séu í vörslum útvistunaraðila í þeim tilvikum sem útvistunaraðili sinnir verkefnum skv. 1. mgr. 38. gr.,
    c. útvistunaraðili aðgreini eignir viðskiptavina vörsluaðila frá eigin eignum og frá eignum vörsluaðila þannig að eignir viðskiptavina vörsluaðila séu auðkenndar niður á tiltekinn vörsluaðila,
    d. útvistunaraðili hvorki selji, veðsetji né ráðstafi á annan hátt varðveittum eignum án fyrirframsamþykkis sérhæfðs sjóðs eða rekstraraðila hans og vörsluaðila sé tilkynnt um slíkt áður, og
    e. útvistunaraðili starfi í samræmi við 38. og 40. gr.
Vörsluaðila er heimil útvistun skv. 1. mgr. á vörslum fjármálagerninga skv. 1. mgr. 38. gr. þrátt fyrir að skilyrði b-liðar 4. tölul. 1. mgr. séu ekki uppfyllt ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
    1. Af löggjöf ríkis utan EES leiðir að vörslur fjármálagerninga verði að vera í höndum svæðisbundins aðila.
    2. Útvistun vörsluaðila er ekki umfangsmeiri en nauðsyn krefur samkvæmt lögum ríkis skv. 1. tölul.
    3. Enginn svæðisbundinn aðili uppfyllir skilyrði b-liðar 4. tölul. 1. mgr.
    4. Fjárfestar í sérhæfðum sjóði eru upplýstir fyrir fram með fullnægjandi hætti um að slík útvistun sé nauðsynleg vegna áskilnaðar laga í viðkomandi ríki og um þær aðstæður sem réttlæta slíka útvistun.
    5. Sérhæfður sjóður eða rekstraraðili fyrir hans hönd beinir þeim fyrirmælum til vörsluaðila að hann útvisti varðveislu slíkra fjármálagerninga til svæðisbundins aðila.
Vörsluaðila er heimilt að útvista verkefni til miðlara að uppfylltum skilyrðum þessarar greinar og 2. mgr. 34. gr.
Útvistunaraðila er heimil keðjuútvistun að uppfylltum skilyrðum þessarar greinar.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um útvistun verkefna vörsluaðila, m.a. um aðgreiningu eigna.
    1)Rg. 555/2020.
42. gr. Ábyrgð vörsluaðila.
Vörsluaðili ber ábyrgð gagnvart sérhæfðum sjóði og fjárfestum hans á því þegar fjármálagerningur í vörslu hans eða útvistunaraðila hans glatast. Í því tilviki skal vörsluaðili láta af hendi án ástæðulausrar tafar sams konar fjármálagerning eða fjárhæð sem samsvarar virði hans til sérhæfðs sjóðs eða rekstraraðila fyrir hönd sjóðsins.
Vörsluaðili ber ekki ábyrgð skv. 1. mgr. ef hann getur sýnt fram á að fjármálagerningur hafi glatast vegna utanaðkomandi atviks sem ekki er með sanngirni hægt að ætlast til að vörsluaðili hafi getað haft stjórn á og afleiðingar atviksins voru óhjákvæmilegar þótt vörsluaðili hefði gripið til þeirra ráðstafana sem með sanngirni hefði mátt ætlast til af honum.
Vörsluaðili ber ábyrgð á öðru tjóni en skv. 1. mgr. sem hann af ásetningi eða af gáleysi veldur sérhæfðum sjóði eða fjárfestum hans við framfylgd verkefna sinna.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um ábyrgð vörsluaðila, svo sem skilyrði og aðstæður þar sem litið er á fjármálagerninga í vörslum sem glataða og þær aðstæður sem geta talist til utanaðkomandi aðstæðna sem ekki er hægt með sanngirni að ætlast til að vörsluaðili hafi haft stjórn á.
    1)Rg. 555/2020.
43. gr. Áhrif útvistunar á ábyrgð vörsluaðila.
Útvistun eða keðjuútvistun hefur ekki áhrif á ábyrgð vörsluaðila skv. 42. gr.
Glatist fjármálagerningur í vörslum útvistunaraðila er vörsluaðili einungis undanþeginn ábyrgð ef hann getur fært sönnur á eftirfarandi:
    1. að öll skilyrði 1. mgr. 41. gr. fyrir útvistun verkefna vörsluaðila séu uppfyllt,
    2. að skriflegur samningur sé í gildi milli vörsluaðila og útvistunaraðila þar sem tekið er fram með skýrum hætti að ábyrgð vörsluaðila færist yfir til útvistunaraðila þannig að rekstraraðila eða vörsluaðila sé unnt að beina kröfu að svæðisbundnum aðila vegna tjóns, og
    3. skriflegur samningur sé í gildi milli vörsluaðila og sérhæfðs sjóðs eða rekstraraðila fyrir hans hönd sem mælir með skýrum hætti fyrir um að flytja megi ábyrgð vörsluaðila yfir til þriðja aðila og tiltekur hlutlægar ástæður þess.
Leiði af löggjöf ríkis utan EES að vörslur fjármálagerninga verði að vera í höndum svæðisbundins aðila og uppfylli enginn aðili skilyrði 2. mgr. 41. gr. getur vörsluaðili verið undanþeginn ábyrgð skv. 42. gr. að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    1. reglur sérhæfðs sjóðs leyfi slíka ábyrgðartakmörkun,
    2. fjárfestar viðkomandi sérhæfðs sjóðs hafi verið upplýstir um ábyrgðartakmörkun og um aðstæður sem réttlæta hana áður en fjárfesting þeirra fór fram,
    3. rekstraraðili hefur beint þeim tilmælum til vörsluaðila að útvista vörslur slíkra fjármálagerninga til svæðisbundins aðila,
    4. skriflegur samningur sé í gildi á milli vörsluaðila og rekstraraðila sem heimilar slíka ábyrgðartakmörkun með skýrum hætti, og
    5. skriflegur samningur sé í gildi á milli vörsluaðila og svæðisbundins aðila þar sem tekið er fram með skýrum hætti að ábyrgð vörsluaðila færist til þess aðila þannig að rekstraraðila eða vörsluaðila sé unnt að beina kröfu að svæðisbundnum aðila vegna tjóns.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um áhrif útvistunar á ábyrgð vörsluaðila.
    1)Rg. 555/2020.
44. gr. Bótakröfur.
Beri vörsluaðili eða útvistunaraðili bótaábyrgð gagnvart fjárfesti í sérhæfðum sjóði getur bótakröfu fjárfestis verið beint að vörsluaðila af hálfu sjóðsins eða rekstraraðila fyrir hans hönd, allt eftir réttarsambandi fjárfestis, rekstraraðila og vörsluaðila sjóðsins.

V. kafli. Gagnsæiskröfur.
45. gr. Ársreikningar.
Rekstraraðili skal semja og birta ársreikning og árshlutareikninga sem gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu félagsins og sem skulu gerðir í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju og skulu a.m.k. innihalda:
    1. efnahagsreikning,
    2. rekstrarreikning, og
    3. skýringar og upplýsingar um liði utan efnahagsreiknings.
Í ársreikningi og árshlutauppgjörum rekstraraðila skulu sérgreindar upplýsingar um [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta] 1) og sérhverjar deildir hans.
Rekstraraðili skal semja ársreikning fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur eða markaðssetur innan EES í samræmi við kröfur heimaríkis sjóðs til ársreikninga og reglur sjóðsins.
Ársreikningar rekstraraðila og sérhæfðra sjóða í hans rekstri skulu vera aðgengilegir eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.
Rekstraraðila er skylt að afhenda fjárfesti ársreikning sérhæfðs sjóðs skv. 3. mgr. óski hann eftir því.
Ársreikningar og árshlutareikningar rekstraraðila og sérhæfðra sjóða sem hann rekur eða markaðssetur skulu jafnframt gerðir Fjármálaeftirlitinu aðgengilegir á því formi sem eftirlitið ákveður.
Ársreikningur rekstraraðila og sérhæfðs sjóðs skv. 1. og 3. mgr. skal endurskoðaður og birtingu hans skal fylgja áritun endurskoðanda ásamt athugasemdum.
Ársreikningur sérhæfðs sjóðs skv. 3. mgr. skal a.m.k. innihalda:
    1. efnahagsreikning,
    2. rekstrarreikning,
    3. skýrslu um rekstur og starfsemi sjóðsins,
    4. allar verulegar breytingar á þeim upplýsingum sem kveðið er á um í 46. gr.,
    5. heildargreiðslur og hlunnindi starfsmanna rekstraraðila, sundurgreinanlegar eftir föstum [starfskjörum og kaupauka] 2) og fjölda starfsmanna, og, þar sem við á, hlutdeild í hagnaði og
    6. heildargreiðslur og hlunnindi til stjórnenda og starfsmanna sem sinna verkefnum sem hafa efnisleg áhrif á áhættusnið sjóðsins.
Rekstraraðila sem skylt er samkvæmt lögum um [upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu] 3) að birta ársreikning opinberlega er einungis skylt að veita fjárfestum sjóðs, sem eftir því óska, upplýsingar skv. 8. mgr. sem hafa ekki þegar verið birtar.
Ráðherra setur reglugerð 4) með nánari reglum um inntak og uppsetningu ársreikninga sérhæfðra sjóða.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 179. gr. 3)L. 20/2021, 59. gr. 4)Rg. 555/2020.
[45. gr. a. Upplýsinga- og tilkynningarskylda endurskoðanda.
Endurskoðanda er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður endurskoðunar sé þess óskað.
Endurskoðanda er skylt að gera Fjármálaeftirlitinu tafarlaust viðvart fái hann vitneskju í starfi sínu fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða eða aðila sem er í nánum tengslum við hann um atriði eða ákvarðanir sem:
    a. fela í sér veruleg brot á löggjöf eða reglum sem gilda um starfsemi rekstraraðilans eða hvers konar brot sem koma til skoðunar á grundvelli 18. gr.,
    b. kunna að hafa áhrif á áframhaldandi starfsemi rekstraraðilans, þ.m.t. atriði sem hafa verulega þýðingu fyrir fjárhagsstöðu hans,
    c. leitt geta til þess að endurskoðandi mundi synja um áritun eða gera fyrirvara við ársreikning rekstraraðilans eða sérhæfðra sjóða í rekstri hans.
Endurskoðandi skal gera stjórn rekstraraðila viðvart um tilkynningu skv. 2. mgr. nema rík ástæða sé til þess að gera það ekki.
Upplýsingar sem endurskoðandi veitir Fjármálaeftirlitinu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar teljast ekki brot á lögbundinni eða samningsbundinni þagnarskyldu endurskoðanda.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
46. gr. Upplýsingagjöf við upphaf viðskipta.
Rekstraraðili skal hafa eftirfarandi upplýsingar tiltækar fyrir fjárfesta fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur eða markaðssetur innan EES, í samræmi við reglur sjóðsins, áður en til fjárfestingar kemur:
    1. reglur sjóðsins, lýsingu á fjárfestingaraðferð og markmiðum sjóðsins, hvar sjóðurinn hefur staðfestu, upplýsingar um hvar höfuðsjóður hefur staðfestu ef sjóðurinn er fylgisjóður, hvar undirliggjandi sjóðir hafa staðfestu ef sjóðurinn er sjóðasjóður,
    2. lýsingu á tegundum eigna sem sjóði er heimilt að fjárfesta í, hvaða aðferðum má beita og tengdum áhættuþáttum,
    3. takmarkanir á fjárfestingarheimildum sjóðsins,
    4. við hvaða aðstæður sjóði er heimilt að beita vogun, heimilar tegundir vogunar og tengda áhættuþætti, takmarkanir sem settar eru á beitingu vogunar, fyrirkomulag sem varðar framsal eða ráðstafanir á veðtryggingum og eignum sjóðsins sem tengjast vogun, ásamt hámarki vogunar sem sjóði er heimilt að beita,
    5. lýsingu á verkferli sjóðs vegna breytinga á fjárfestingaraðferð eða fjárfestingarstefnu,
    6. megineinkenni samningssambands fjárfestis við sjóð, þar á meðal upplýsingar um varnarþing sjóðsins, viðeigandi löggjöf og upplýsingar um hvort milliríkjasamningur um viðurkenningu og fullnustu dóma í því landi þar sem sjóður hefur staðfestu sé fyrir hendi,
    7. hver sé rekstraraðili, vörsluaðili, endurskoðandi auk annarra þjónustuaðila, ásamt lýsingu á skyldum þeirra og réttindum fjárfesta,
    8. upplýsingar um hvernig rekstraraðili uppfyllir 15. gr.,
    9. lýsingu á útvistuðum verkefnum rekstraraðila og vörsluaðila, upplýsingar um útvistunaraðila og lýsingu á mögulegum hagsmunaárekstrum vegna útvistunar,
    10. lýsingu á ferli verðmats og verðmatsaðferðum sjóðs, þar á meðal aðferðum við mat á eignum sem hafa ekki skilvirka verðmyndun, sbr. 26. gr.,
    11. lýsingu á lausafjárstýringu, þar á meðal hvernig innlausnarrétti er háttað jafnt við venjulegar sem óvenjulegar aðstæður,
    12. lýsingu á öllum þóknunum, gjöldum og kostnaði sem fjárfestar bera beint og óbeint og hámarksfjárhæð þeirra,
    13. lýsingu á því hvernig rekstraraðili tryggir sanngjarna meðferð fjárfesta, tegund fjárfesta sem eiga rétt á eða fá ívilnandi meðferð, lýsingu á ívilnandi meðferð fjárfesta og við hvaða aðstæður slíkur réttur fjárfesta stofnast og, ef við á, lagalegum eða efnahagslegum tengslum þessara fjárfesta við sjóðinn eða rekstraraðila,
    14. síðasta ársreikning sjóðsins,
    15. reglur og skilyrði sem gilda um útgáfu og sölu hlutdeildarskírteina eða hluta,
    16. nýjustu upplýsingar um hreina eign sjóðsins eða gengi hlutdeildarskírteina í sjóðnum skv. 26.–28. gr.,
    17. sögulega ávöxtun hins sérhæfða sjóðs þar sem slíkt er tiltækt,
    18. hver sé miðlari, lýsingu á samningum sjóðs við hvern miðlara sjóðs og hvernig mögulegum hagsmunaárekstrum er stýrt, ákvæði samninga við vörslufyrirtæki um möguleika á framsali eða ráðstöfunum á eignum sjóðs með öðrum hætti og upplýsingar um yfirfærslu á ábyrgð til miðlara sem kann að hafa verið gerð, og
    19. lýsingu á því hvar og hvernig upplýsingar sem krafist er skv. 47. gr. verða gerðar aðgengilegar.
Rekstraraðili skal upplýsa fjárfesta um verulegar breytingar á atriðum skv. 1. mgr.
Áður en til fjárfestingar kemur í sérhæfðum sjóði skal rekstraraðili upplýsa fjárfesta um alla þá samninga sem vörsluaðili hefur gert um yfirfærslu á ábyrgð vörsluaðila skv. 43. gr. Rekstraraðili skal jafnframt upplýsa fjárfesta tafarlaust um allar breytingar sem varða ábyrgð vörsluaðila.
Ef sérhæfðum sjóði ber að gefa út lýsingu samkvæmt lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði þarf rekstraraðili einvörðungu að birta þær upplýsingar skv. 1. og 2. mgr. sem upp á vantar og þá annaðhvort sérstaklega eða sem viðbótarupplýsingar í lýsingu.
47. gr. Reglubundin upplýsingagjöf til fjárfesta.
Rekstraraðili skal reglubundið veita fjárfestum eftirfarandi upplýsingar fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur eða markaðssetur innan EES:
    1. hlutfall eigna sem sérstakt fyrirkomulag gildir um vegna takmarkaðs seljanleika þeirra,
    2. breytingar á fyrirkomulagi lausafjárstýringar, og
    3. áhættusnið sjóðsins og áhættustýringarkerfi sem notað er af rekstraraðila til að stýra áhættuþáttum í rekstri sjóðsins.
Ef sérhæfðum sjóði er heimilt að beita vogun skal rekstraraðili reglulega veita eftirfarandi upplýsingar:
    1. breytingar á hámarki vogunar sjóðsins sem honum er heimilt að beita ásamt upplýsingum um rétt til ráðstöfunar veðtrygginga eða annarra trygginga sem eru veittar í tengslum við vogun, og
    2. heildarvogun sem beitt er af hálfu sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um reglubundna upplýsingagjöf til fjárfesta.
    1)Rg. 555/2020.
48. gr. Reglubundin gagnaskil til Fjármálaeftirlitsins.
Rekstraraðili skal skila upplýsingum reglubundið til Fjármálaeftirlitsins fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur eða markaðssetur innan EES þar sem tilgreindir eru helstu gerningar sem rekstraraðili á í viðskiptum með, þeir markaðir sem hann starfar eða stundar viðskipti á, svo og upplýsingar um helstu áhættuþætti í starfsemi hvers sjóðs, þar á meðal helstu áhættuskuldbindingar og samþjöppunaráhættu.
Rekstraraðili skal veita Fjármálaeftirlitinu eftirfarandi upplýsingar fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem hann rekur eða markaðssetur innan EES:
    1. hlutfall eigna sjóðs sem sérstakt fyrirkomulag gildir um vegna takmarkaðs seljanleika þeirra,
    2. breytingar á fyrirkomulagi lausafjárstýringar sjóðs,
    3. áhættusnið sjóðs og áhættustýringarkerfi sem notað er af rekstraraðila til að stýra áhættuþáttum í rekstri sjóðsins, þ.m.t. markaðsáhættu, lausafjáráhættu, mótaðilaáhættu og rekstraráhættu,
    4. upplýsingar um flokkun eigna sem sérhæfður sjóður fjárfestir í, og
    5. niðurstöður álagsprófa sem framkvæmd eru í samræmi við 23. gr. um áhættustýringu og 25. gr. um lausafjárstýringu.
Rekstraraðili skal skila Fjármálaeftirlitinu lista yfir alla sérhæfða sjóði sem rekstraraðili rekur fyrir enda hvers ársfjórðungs og ársreikningum fyrir hvert fjárhagsár skv. 45. gr.
Eigi sjaldnar en árlega skal innri endurskoðun rekstraraðila gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir niðurstöðum kannana sinna. Auk þess skal innri endurskoðun tilkynna Fjármálaeftirlitinu sérstaklega og án tafar um þær athugasemdir sem gerðar hafa verið og sendar stjórn.
Rekstraraðili sem stýrir voguðum sjóðum skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um heildarvogun hvers sjóðs sem hann rekur ef vogunin telst veruleg, sundurliðun á vogun sem rekja má til lántöku á reiðufé eða verðbréfum annars vegar og vogun sem felst í fjármálaafleiðum hins vegar og að hvaða marki eignir sjóðsins hafa verið framseldar eða ráðstafað með öðrum hætti í tengslum við vogun. Gögnin skulu innihalda upplýsingar um fimm stærstu lánveitendur ásamt upplýsingum um upphæðir lánveitinganna.
Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir öðrum upplýsingum frá rekstraraðila sem eftirlitið telur nauðsynlegar með hliðsjón af eftirlitshlutverki sínu og fjármálastöðugleika. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa ESMA um slíkar kröfur um viðbótarupplýsingar.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um framkvæmd reglubundinna gagnaskila, m.a. um hvað telst veruleg vogun.
    1)Rg. 555/2020.

VI. kafli. Rekstur vogaðra sérhæfðra sjóða.
49. gr. Notkun Fjármálaeftirlitsins á upplýsingum um vogun, upplýsingaskipti, takmörk á vogun.
Fjármálaeftirlitið skal greina hvort vogun sérhæfðra sjóða magni upp kerfisáhættu í fjármálakerfinu, hafi í för með sér röskun á fjármálamörkuðum eða ógni hagvexti til lengri tíma á grundvelli upplýsinga frá rekstraraðila skv. 48. gr.
Rekstraraðili skal geta sýnt fram á að hámark vogunar sem sett er fyrir sérhæfðan sjóð sem hann rekur sé hæfilegt og að vogun sjóðsins sé ávallt innan þeirra marka.
Fjármálaeftirlitið skal meta áhættu sem gæti falist í beitingu rekstraraðila á vogun vegna sjóða sem hann rekur. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja takmarkanir á vogun sem viðkomandi rekstraraðila er heimilt að beita vegna sjóða sem hann rekur eða aðrar takmarkanir á rekstur sjóða rekstraraðila meti Fjármálaeftirlitið það nauðsynlegt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og traust á fjármálakerfinu.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA, Evrópska kerfisáhætturáðinu og, eftir því sem við á, öðrum lögbærum yfirvöldum innan EES um fyrirhugaðar aðgerðir áður en það grípur til aðgerða skv. 3. mgr. Slíka tilkynningu skal senda minnst 10 virkum dögum áður en fyrirhugað er að grípa til aðgerða. Tilkynningin skal innihalda lýsingu á fyrirhugaðri aðgerð, ástæðum aðgerðarinnar og hvenær viðkomandi aðgerð á að taka gildi. Við sérstakar aðstæður getur Fjármálaeftirlitið ákveðið að fyrirhuguð aðgerð taki gildi innan þess 10 daga frests. Grípi Fjármálaeftirlitið til aðgerða skv. 3. mgr. sem eru andstæðar áliti ESMA hvað varðar viðkomandi fyrirhugaða aðgerð ber Fjármálaeftirlitinu að tilkynna það og rökstyðja sérstaklega.
Fjármálaeftirlitið skal gera upplýsingar frá rekstraraðila skv. 10. gr. og 48. gr. aðgengilegar lögbærum yfirvöldum í öðrum ríkjum innan EES í samræmi við 109. gr. sem og eftir atvikum ESMA og Evrópska kerfisáhætturáðinu.
Telji Fjármálaeftirlitið að veruleg mótaðilaáhætta stafi af rekstraraðila eða sérhæfðum sjóði í rekstri hans sem áhrif hafi á lánastofnun eða annan kerfislega mikilvægan aðila í öðru ríki innan EES skal það upplýsa lögbær yfirvöld í viðeigandi ríki um það og eftir atvikum ESMA og Evrópska kerfisáhætturáðið.
Hafi ESMA gefið út álit til Fjármálaeftirlitsins á grundvelli upplýsinga skv. 5. og 6. mgr. um aðgerðir sem beri að gera og grípi eftirlitið ekki til aðgerða samkvæmt því ber Fjármálaeftirlitinu að tilkynna það og rökstyðja sérstaklega.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins um vogun.
    1)Rg. 555/2020.

VII. kafli. Rekstur sérhæfðra sjóða sem öðlast yfirráð.
50. gr. Gildissvið kaflans.
Ákvæði þessa kafla taka til rekstraraðila sem:
    1. rekur einn eða fleiri sérhæfða sjóði sem ná yfirráðum skv. 51. gr. yfir óskráðu félagi, annaðhvort einir eða saman á grundvelli samnings,
    2. á í samstarfi á grundvelli samnings við einn eða fleiri rekstraraðila um að sérhæfðir sjóðir í rekstri þeirra nái sameiginlegum yfirráðum yfir óskráðu félagi skv. 51. gr.
Ákvæði þessa kafla eiga ekki við ef óskráða félagið hefur:
    1. færri en 250 starfsmenn og árlega veltu sem er undir jafnvirði 50 milljóna evra í íslenskum krónum eða árlegan efnahagsreikning sem er undir jafnvirði 43 milljóna evra í íslenskum krónum, eða
    2. þann eina tilgang að kaupa, eiga eða reka fasteignir.
Rekstraraðila sem rekur sérhæfðan sjóð sem á hlut í óskráðu félagi, fer með atkvæðisrétt í því eða tekur þátt í starfsemi þess á annan sambærilegan máta án þess að öðlast yfirráð í skilningi 51. gr. ber þó að sinna tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins í samræmi við 1. mgr. 52 gr.
53. og 55. gr. gilda um rekstraraðila sem rekur sérhæfðan sjóð sem öðlast yfirráð yfir útgefanda skv. 51. gr. og hið sama á við um 1. og 2. mgr.
Ákvæði kaflans víkja ekki til hliðar:
    1. ákvæðum laga um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum sem varða trúnaðarupplýsingar, þagnarskyldu og undanþágu frá upplýsingaskyldu,
    2. reglum sem kunna að gilda um öflun á eignarhlutdeild í útgefendum og óskráðum félögum.
51. gr. Yfirráð.
Yfirráð yfir óskráðu félagi merkir í þessum kafla að fara með meira en 50% atkvæðisréttar í óskráðu félagi. Hlutfall atkvæðisréttar skal reiknað á grundvelli allra hluta sem atkvæðisréttur fylgir, jafnvel þótt nýting atkvæðisréttar hluta eða hlutabréfa sé fallin niður.
Við útreikning á atkvæðisrétti sérhæfðs sjóðs skal, til viðbótar við þann atkvæðisrétt sem sjóðurinn fer með í eigin nafni, taka tillit til atkvæðisréttar eftirtalinna aðila:
    1. félags sem sérhæfður sjóður hefur yfirráð yfir í samræmi við 1. mgr., og
    2. einstaklings eða lögaðila sem kemur fram í eigin nafni en fyrir hönd sérhæfða sjóðsins eða fyrir hönd félags skv. 1. tölul.
Hvað varðar útgefanda skal hlutfall atkvæðisréttar sem veitir yfirráð og aðferðin við útreikning þess, vegna 53. og 55. gr., fara samkvæmt reglum þess ríkis innan EES þar sem útgefandi hefur skráða skrifstofu.
52. gr. Tilkynning um breytingu á hlut atkvæðisréttar og um yfirráð yfir óskráðum félögum.
Rekstraraðili skal, þegar sérhæfður sjóður eignast, afsalar eða á hlut í óskráðu félagi, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hlutfall atkvæðisréttar sjóðsins í óskráða félaginu í sérhvert sinn þegar hlutfallið nær, fer yfir eða undir 10%, 20%, 30%, 50% og 75%.
Rekstraraðili skal, þegar sérhæfður sjóður öðlast yfirráð yfir óskráðu félagi, sbr. 51. gr., annaðhvort einn eða með öðrum, sbr. 1. mgr. 50. gr., tilkynna um það til óskráða félagsins, hluthafa þess og Fjármálaeftirlitsins.
Tilkynning rekstraraðila skv. 2. mgr. skal innihalda upplýsingar um:
    1. magn atkvæðisréttar eftir að yfirráðum var náð,
    2. hvernig yfirráðum var náð, þ.m.t. upplýsingar um hvaða hluthafa um er að ræða, einstaklinga eða lögaðila eða aðra sem heimilt er að nýta atkvæðisrétt fyrir hönd þeirra, og, ef við á, keðju þeirra félaga sem raunverulega fara með atkvæðisrétt, og
    3. dagsetningu þess þegar yfirráðum var náð.
Í tilkynningu rekstraraðila til óskráðs félags skv. 2. mgr. skal stjórn beðin um að upplýsa fulltrúa starfsmanna eða starfsmennina sjálfa, ef fulltrúi er ekki til staðar, án ástæðulausrar tafar um yfirráð sérhæfðs sjóðs á félaginu og veita þeim þær upplýsingar sem um getur í 3. mgr. Rekstraraðili skal grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að tryggja að stjórn sinni þeirri beiðni.
Tilkynningar skv. 1. og 2. mgr. skulu sendar eins fljótt og auðið er, eigi síðar en 10 virkum dögum eftir að sérhæfður sjóður hefur náð, farið yfir eða undir viðmiðunarmörk 1. mgr. eða náð yfirráðum í óskráðu félagi.
53. gr. Upplýsingagjöf ef yfirráðum er náð.
Rekstraraðili skal þegar sérhæfður sjóður, einn eða með öðrum, sbr. 1. mgr. 50. gr., öðlast yfirráð yfir óskráðu félagi eða útgefanda skv. 51. gr., gera eftirfarandi upplýsingar aðgengilegar hlutaðeigandi félagi, hluthöfum þess og Fjármálaeftirlitinu:
    1. um þá rekstraraðila sem annaðhvort einir eða með öðrum rekstraraðilum reka sérhæfða sjóði sem öðlast hafa yfirráð,
    2. um stefnu til að koma í veg fyrir og stýra hagsmunaárekstrum, einkum á milli rekstraraðila, sérhæfðs sjóðs og viðkomandi félags, þ.m.t. upplýsingar um sértækar verndarráðstafanir sem komið er á til að tryggja að sérhvert samkomulag milli rekstraraðila sérhæfðra sjóða og/eða sérhæfða sjóðsins og félagsins sé leitt til lykta við eðlileg markaðsskilyrði, og
    3. um stefnu um ytri og innri upplýsingagjöf hvað varðar félagið, einkum varðandi starfsmenn.
Í tilkynningu rekstraraðila til hlutaðeigandi félags skv. 1. mgr. skal stjórn beðin um að upplýsa fulltrúa starfsmanna eða starfsmennina sjálfa, ef fulltrúi er ekki til staðar, án ástæðulausrar tafar um yfirráð sérhæfðs sjóðs yfir félaginu og veita þeim þær upplýsingar sem um getur í 1. mgr. Rekstraraðili skal grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að tryggja að stjórn sinni þeirri beiðni.
Rekstraraðili skal, þegar sérhæfður sjóður, annaðhvort einn eða með öðrum, sbr. 1. mgr. 50. gr., öðlast yfirráð yfir óskráðu félagi, sbr. 51. gr., auk þess upplýsa:
    1. Fjármálaeftirlitið og fjárfesta sérhæfðs sjóðs um fjármögnun viðskiptanna, og
    2. óskráða félagið og hluthafa þess um fyrirætlanir sérhæfðs sjóðs varðandi starfsemi félagsins og líklegar afleiðingar á störf, þar á meðal verulegar breytingar á starfsskilyrðum starfsmanna þess. Þá skal rekstraraðili grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að tryggja að stjórn óskráðs félags veiti fulltrúa starfsmanna upplýsingarnar eða starfsmönnunum sjálfum ef fulltrúi er ekki til staðar.
54. gr. Sérstakar kröfur vegna ársreikninga sérhæfðra sjóða sem fara með yfirráð yfir óskráðum félögum.
Rekstraraðili skal þegar sérhæfður sjóður, einn eða með öðrum, sbr. 1. mgr. 50. gr., öðlast yfirráð yfir óskráðu félagi skv. 51. gr., annaðhvort:
    1. grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að tryggja að stjórn óskráðs félags miðli ársreikningi félags til fulltrúa starfsmanna eða starfsmannanna sjálfra, ef fulltrúi er ekki til staðar, innan þeirra tímamarka sem ber að semja slíkan ársreikning samkvæmt landslögum viðkomandi ríkis, eða
    2. tryggja að ársreikningur sérhæfðs sjóðs eða sjóða innihaldi upplýsingar skv. 2. mgr. varðandi óskráð félag.
Ársreikningur óskráðs félags eða sérhæfðs sjóðs skv. 1. mgr. skal a.m.k. veita glögga yfirsýn yfir þróun rekstrar félagsins miðað við aðstæður við lok þess tímabils sem ársreikningurinn nær til. Auk þess skal í ársreikningi gerð grein fyrir:
    1. markverðum atburðum sem hafa átt sér stað frá lokum reikningsársins,
    2. líklegri framtíðarþróun félagsins, og
    3. upplýsingum um öflun félags á eigin hlutum í samræmi við lög um ársreikninga.
Rekstraraðili skal annaðhvort:
    1. grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að tryggja að stjórn óskráðs félags miðli upplýsingum skv. 2. tölul. 1. mgr. hvað varðar viðkomandi félag til fulltrúa starfsmanna eða starfsmannanna sjálfra, ef fulltrúi er ekki til staðar, innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 4. mgr. 45. gr., eða
    2. miðla upplýsingum skv. 1. tölul. 1. mgr. til fjárfesta sérhæfðs sjóðs, séu þær tiltækar, innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 4. mgr. 45. gr., en þó eigi síðar en á þeim degi sem ársreikningur óskráðs félags er gerður í samræmi við lög viðkomandi ríkis.
55. gr. Takmarkanir á úthlutun fjármuna félaga til sérhæfðs sjóðs o.fl.
Öðlist sérhæfður sjóður yfirráð í skilningi 51. gr., einn eða með öðrum skv. 1. mgr. 50. gr., yfir óskráðu félagi eða útgefanda, er rekstraraðila sem rekur slíkan sjóð óheimilt fyrr en að 24 mánuðum liðnum að stuðla að, kjósa með eða fyrirskipa úthlutun til hluthafa, hlutafjárlækkun eða innlausn hluta eða kaup félags á eigin hlutum. Rekstraraðili skal jafnframt grípa til allra tiltækra ráðstafana til þess að hindra að slíkar aðgerðir eigi sér stað.
Með kaupum félags á eigin hlutum skv. 1. mgr. skal einnig telja hluti sem þriðji aðili eignast í eigin nafni en fyrir reikning félagsins.
Ákvæði 1. mgr. takmarkar þó ekki heimild rekstraraðila innan þess tíma til þess að stuðla að, kjósa með eða fyrirskipa:
    1. úthlutun til hluthafa, að því tilskildu að:
    a. eigið fé félagsins á síðasta degi síðasta reikningsárs í ársreikningi sé, og yrði eftir slíka úthlutun, hærra en fjárhæð hlutafjár sem áskrift hefur fengist að auk þeirrar fjárhæðar sem óheimilt er að ráðstafa til úthlutunar til hluthafa í samræmi við lög eða samþykktir félagsins,
    b. fjárhæð úthlutunar takmarkist við hagnað félagsins samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða samþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa,
    2. að félagið kaupi eigin hluti, að því tilskildu að það leiði ekki til þess að eigið fé þess verði lægra en sú fjárhæð hlutafjár sem áskrift hefur fengist að auk þeirrar fjárhæðar sem óheimilt er að ráðstafa til úthlutunar í samræmi við lög eða samþykktir félagsins,
    3. hlutafjárlækkun félagsins, ef tilgangur hennar er að jafna tap eða leggja fjárhæðir í varasjóð, og að því tilskildu að fjárhæð varasjóðs verði eftir hlutafjárlækkun ekki hærri en 10% af lækkuðu hlutafé félagsins sem áskrift hefur fengist að.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við hvað varðar kaup félags á eigin hlutum í því tilviki ef félag eignast eigin hluti:
    1. sem aflað er vegna almennrar yfirfærslu eigna,
    2. sem eru að fullu greiddir og aflað er án þess að gjald komi fyrir, eða eigin hlutir eru keyptir af bönkum og öðrum fjármálastofnunum sem innkaupaþóknun,
    3. sem aflað er á grundvelli lagaskyldu eða dómsúrskurðar til þess að vernda minni hluta hluthafa sérstaklega ef um er að ræða samruna, breytingu á tilgangi félagsins eða formi, flutning skráðrar skrifstofu til annars ríkis eða upptöku takmarkana á framsali hlutabréfa,
    4. frá hluthafa sem stendur ekki í skilum við að greiða þá upp,
    5. sem aflað er til að tryggja hagsmuni minni hluta hluthafa í tengdum félögum,
    6. sem eru að fullu greiddir og aflað er á grundvelli sölu sem fyrirskipuð er með dómsúrskurði til þess að greiða skuldir eiganda hlutanna við félagið, eða
    7. sem eru að fullu greiddir og gefnir eru út af fjárfestingarfélagi með fastafjármuni og það félag eða tengt félag aflar samkvæmt ósk fjárfestingaraðila. Þessi öflun hlutabréfa má ekki verða til þess að lækka verðgildi hreinna eigna niður fyrir fjárhæð skráðs hlutafjár að viðbættum varasjóðum þar sem úthlutun er ólögleg.
Nauðsynlegt er þó að ráðstafa hlutum sem aflað er í þeim tilvikum sem getið er um í 1.–6. tölul. 4. mgr. innan þriggja ára frá öflun þeirra nema nafnverð eða, ef ekki er um nafnverð að ræða, bókfært verð hlutabréfanna fari ekki yfir 10% af skráðu hlutafé, að meðtöldum hlutabréfum sem félagið kann að hafa aflað fyrir milligöngu einstaklings sem kemur fram í eigin nafni en fyrir hönd félagsins.

VIII. kafli. Markaðssetning sérhæfðra sjóða innan EES.
56. gr. Markaðssetning á Íslandi á sérhæfðum sjóðum með staðfestu innan EES í rekstri rekstraraðila með heimaríki á Íslandi.
Rekstraraðili með starfsleyfi sem hyggst markaðssetja hlutdeildarskírteini eða hluti sérhæfðs EES-sjóðs í rekstri hans til fagfjárfesta hér á landi skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um sérhvern slíkan sjóð áður en hann hefur markaðssetningu.
Tilkynningin skal vera skrifleg og henni skulu fylgja eftirtaldar upplýsingar:
    1. starfsáætlun ásamt greinargóðum upplýsingum um þá sérhæfðu sjóði sem rekstraraðili hyggst markaðssetja og um staðfestu þeirra,
    2. reglur sérhæfðs sjóðs,
    3. upplýsingar um vörsluaðila sérhæfðs sjóðs,
    4. lýsing eða upplýsingar um sérhæfðan sjóð sem aðgengilegar eru fjárfestum,
    5. upplýsingar um staðfestu höfuðsjóðs ef sérhæfður sjóður er fylgisjóður,
    6. viðbótarupplýsingar sem vísað er til í 1. mgr. 46. gr. fyrir hvern sérhæfðan sjóð sem rekstraraðili hyggst markaðssetja, og
    7. þar sem við á, upplýsingar um hvernig rekstraraðili hyggst hindra markaðssetningu hlutdeildarskírteina eða hluta sérhæfðs sjóðs til almennra fjárfesta, þar á meðal í því tilviki að rekstraraðili reiðir sig á markaðssetningu annars sjálfstæðs aðila.
Ef sérhæfður EES-sjóður sem markaðssetja á er fylgisjóður skal höfuðsjóður vera sérhæfður EES-sjóður og rekinn af rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi innan EES.
Fjármálaeftirlitið skal innan 20 virkra daga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 2. mgr. upplýsa rekstraraðila um hvort honum sé heimilt að markaðssetja sjóðinn hér á landi. Einungis má banna markaðssetningu ef rekstur rekstraraðila á sérhæfðum sjóði eða rekstraraðili sjálfur að öðru leyti uppfyllir ekki eða mun ekki uppfylla skilyrði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim. Ef sérhæfður sjóður hefur staðfestu í öðru ríki innan EES en Íslandi skal Fjármálaeftirlitið jafnframt tilkynna lögbæru yfirvaldi í heimaríki hans um að rekstraraðila sé heimilt að markaðssetja sjóðinn hér á landi.
Rekstraraðila er heimilt að hefja markaðssetningu sérhæfðs sjóðs frá og með dagsetningu tilkynningar Fjármálaeftirlitsins um ákvörðun að heimila markaðssetningu.
57. gr. Markaðssetning í öðrum ríkjum innan EES á sérhæfðum sjóðum með staðfestu innan EES í rekstri rekstraraðila með heimaríki á Íslandi.
Rekstraraðili með starfsleyfi sem hyggst markaðssetja hlutdeildarskírteini eða hluti sérhæfðs EES-sjóðs í rekstri hans til fagfjárfesta í öðrum ríkjum innan EES skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um sérhvern slíkan sjóð áður en hann hefur markaðssetningu.
Tilkynningin skal vera skrifleg á ensku og innihalda þær upplýsingar sem kveðið er á um í 2. mgr. 56. gr. Í tilkynningunni skal auk þess tilgreina með hvaða hætti og í hvaða ríkjum innan EES sérhæfður sjóður verður markaðssettur.
Ef sérhæfður EES-sjóður sem markaðssetja á er fylgisjóður skal höfuðsjóður vera sérhæfður EES-sjóður og rekinn af rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi innan EES.
Fjármálaeftirlitið skal, innan 20 virkra daga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 2. mgr., framsenda tilkynningu rekstraraðila til lögbærs yfirvalds þeirra ríkja innan EES þar sem markaðssetning sérhæfðs sjóðs er fyrirhuguð. Fjármálaeftirlitið skal láta fylgja með skriflega staðfestingu á ensku þess efnis að rekstraraðili hafi heimild til reksturs sérhæfðra sjóða samkvæmt tilgreindum fjárfestingaraðferðum. Tilkynningin skal eingöngu framsend ef rekstraraðili og rekstur hins sérhæfða sjóðs uppfyllir skilyrði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim.
Fjármálaeftirlitið skal án tafar tilkynna rekstraraðila þegar framsending tilkynningar rekstraraðila hefur átt sér stað. Rekstraraðila er heimilt að hefja markaðssetningu sérhæfðs sjóðs í gistiríki rekstraraðila innan EES frá og með dagsetningu tilkynningar Fjármálaeftirlitsins. Ef sérhæfður sjóður hefur staðfestu í öðru ríki innan EES skal lögbæru yfirvaldi þess ríkis jafnframt tilkynnt um heimild rekstraraðila til markaðssetningar.
58. gr. Skilyrði rekstraraðila með heimaríki á Íslandi til að veita þjónustu í öðrum ríkjum innan EES.
Rekstraraðili með starfsleyfi sem hyggst reka sérhæfðan sjóð eða veita þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr. í öðru ríki innan EES, án stofnunar útibús, skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu. Í tilkynningunni skal koma fram:
    1. í hvaða ríki innan EES rekstraraðili hyggst reka sérhæfðan sjóð eða veita þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr., og
    2. starfsáætlun þar sem fram kemur sú þjónusta sem rekstraraðili hyggst veita og hvaða sérhæfðu sjóði hann hyggst reka.
Rekstraraðili með starfsleyfi skv. 13. gr., sem hyggst reka sérhæfðan sjóð eða veita þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr. í öðru ríki innan EES með stofnun útibús, skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu skv. 1. mgr. Auk þess skal koma fram í tilkynningunni:
    1. stjórnskipulag útibúsins,
    2. heimilisfang í heimaríki sérhæfða sjóðsins þar sem nálgast má gögn, og
    3. nöfn stjórnenda útibúsins ásamt upplýsingum um símanúmer, tölvupóstfang og póstfang á skrifstofu viðkomandi.
Fjármálaeftirlitið skal innan 30 almanaksdaga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 1. mgr. og 60 almanaksdaga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 2. mgr. framsenda tilkynninguna til lögbærs yfirvalds í gistiríki rekstraraðila. Fjármálaeftirlitið skal láta fylgja með staðfestingu þess efnis að viðkomandi rekstraraðili hafi starfsleyfi. Tilkynning rekstraraðila skal eingöngu framsend ef rekstraraðili og rekstur sérhæfðs sjóðs uppfyllir skilyrði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim.
Fjármálaeftirlitið skal án tafar tilkynna rekstraraðila þegar framsending tilkynningar rekstraraðila hefur átt sér stað. Rekstraraðila er heimilt að veita fyrirhugaða þjónustu frá og með þeirri dagsetningu sem honum berst tilkynningin frá Fjármálaeftirlitinu.
59. gr. Tilkynningarskylda rekstraraðila með heimaríki á Íslandi til Fjármálaeftirlitsins vegna breytinga.
Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu skriflega um verulegar breytingar á einhverjum þeirra atriða sem fram koma í tilkynningum skv. 56. og 57. gr. og breytingar á þeim upplýsingum sem getið er um í 58. gr. Upplýsingarnar skulu berast Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 30 almanaksdögum áður en breytingarnar eru gerðar en án tafar hafi breytingarnar verið ófyrirséðar. Við lokun útibúa skal rekstraraðili tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hana innan framangreinds frests.
Ef fyrirhugaðar breytingar hafa í för með sér að rekstur sérhæfðs sjóðs eða starfsemi rekstraraðila muni ekki samræmast lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim skal Fjármálaeftirlitið án ástæðulausrar tafar tilkynna rekstraraðila að óheimilt sé að ráðast í breytingarnar.
Ef fyrirhugaðar breytingar eru gerðar án tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins eða þrátt fyrir höfnun skv. 2. mgr. eða ef ófyrirséð breyting hefur átt sér stað svo að rekstur sérhæfðs sjóðs eða starfsemi rekstraraðila samræmist ekki lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim skal Fjármálaeftirlitið grípa til allra tiltækra ráðstafana sem það hefur heimild til í samræmi við 18. gr. og XI. kafla, þar á meðal að banna markaðssetningu sérhæfðs sjóðs, þegar við á.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbæru yfirvaldi í gistiríki rekstraraðila innan EES, þegar við á, um breytingar sem það telur heimilar.
60. gr. Markaðssetning hér á landi á sérhæfðum EES-sjóðum af hálfu rekstraraðila innan EES.
Rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan EES er heimilt að markaðssetja sérhæfðan EES-sjóð til fagfjárfesta hér á landi, frá og með þeim degi sem lögbært yfirvald heimaríkis áframsendir tilkynningu um fyrirhugaða markaðssetningu til Fjármálaeftirlitsins.
61. gr. Rekstur hér á landi á sérhæfðum EES-sjóðum af hálfu rekstraraðila innan EES.
Rekstraraðila með staðfestu í öðru ríki innan EES er heimilt frá þeim degi sem Fjármálaeftirlitinu berst framsend tilkynning rekstraraðila um fyrirhugaða starfsemi, hvort sem er í gegnum útibú eða með beinum hætti, auk meðfylgjandi staðfestingar um viðeigandi starfsleyfi frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki rekstraraðila að:
    1. reka sérhæfðan sjóð með staðfestu hér á landi ef rekstraraðili hefur heimild til að reka sambærilega sérhæfða sjóði í heimaríki sínu, og
    2. veita þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr. ef rekstraraðili hefur heimild til að veita sambærilega þjónustu í heimaríki sínu.
62. gr. Kröfur til rekstraraðila með heimaríki á Íslandi sem rekur sérhæfðan sjóð með staðfestu utan EES sem er ekki markaðssettur innan EES.
Rekstraraðila með starfsleyfi er heimilt að reka sérhæfðan sjóð sem er með staðfestu utan EES og er ekki markaðssettur innan EES að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim hvað varðar sérhæfða sjóði með staðfestu utan EES, þó ekki IV. kafla og 45. gr., og
    2. samstarfssamningur sé í gildi við lögbært yfirvald heimaríkis viðkomandi sérhæfðs sjóðs.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um skilyrði markaðssetningar sérhæfðra sjóða til fagfjárfesta og samstarf við önnur ríki.
    1)Rg. 555/2020.
63. gr. Markaðssetning rekstraraðila með staðfestu innan EES hér á landi á sérhæfðum sjóðum með staðfestu utan EES.
Rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi innan EES sem rekur sérhæfða sjóði með staðfestu utan EES eða fylgisjóði höfuðsjóðs með staðfestu utan EES er heimilt að markaðssetja slíka sérhæfða sjóði eða fylgisjóði hér á landi til fagfjárfesta að fenginni heimild Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið veitir heimild að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim, að undanskildum IV. kafla, en þó skal sýna skriflega fram á það að annar aðili en rekstraraðili sé tilnefndur og sinni hlutverki vörsluaðila og skal sá aðili tilgreindur,
    2. samstarfssamningur sé í gildi við lögbært yfirvald heimaríkis viðkomandi sérhæfðs sjóðs, og
    3. heimaríki sérhæfðs sjóðs sé ekki á lista alþjóðlegs framkvæmdahóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) yfir ríki sem hafa ekki sýnt samstarfsvilja hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Fjármálaeftirlitið getur skilyrt heimild til markaðssetningar skv. 1. mgr. til að tryggja fjárfestavernd.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að ákveða gjald fyrir móttöku tilkynninga vegna sjóða með staðfestu utan EES sem og gjald fyrir yfirferð og rýni reglulegra gagnaskila. Gjaldið skal ákvarðað í gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins og nema kostnaði við þá vinnu. Ráðherra setur reglugerð með nánari reglum um skilyrði markaðssetningar sérhæfðra sjóða til fagfjárfesta og samstarf við önnur ríki.
64. gr. Markaðssetning skráningarskyldra rekstraraðila og rekstraraðila utan EES á sérhæfðum sjóðum hér á landi.
Skráðum rekstraraðilum með staðfestu hér á landi er heimilt að markaðssetja til fagfjárfesta hér á landi sérhæfðan sjóð með staðfestu utan EES að fenginni heimild Fjármálaeftirlitsins.
Rekstraraðila með staðfestu utan Íslands, þar á meðal skráningarskyldum rekstraraðila innan EES, er heimilt að markaðssetja sérhæfðan sjóð hér á landi til fagfjárfesta að fenginni heimild Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið veitir heimild að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. rekstraraðili sé skráður eða lúti opinberu eftirliti þar sem hann hefur staðfestu,
    2. rekstraraðili uppfylli kröfur og skilyrði V. kafla um gagnsæi og VII. kafla um rekstur sérhæfðra sjóða sem öðlast yfirráð hvað varðar þá sjóði sem markaðssettir eru hér á landi,
    3. samstarfssamningur sé í gildi milli lögbærs yfirvalds heimaríkis rekstraraðila, heimaríkis sérhæfðs sjóðs og Seðlabanka Íslands, og
    4. heimaríki sérhæfðs sjóðs sé ekki á lista alþjóðlegs framkvæmdahóps á sviði aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) yfir ríki sem hafa ekki sýnt samstarfsvilja hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Fjármálaeftirlitið getur skilyrt heimild til markaðssetningar [skv. 1. og 2. mgr.] 1) til að tryggja fjárfestavernd. [Fjármálaeftirlitið getur afturkallað heimild til markaðssetningar skv. 2. mgr. uppfylli rekstraraðili ekki lengur skilyrðin fyrir heimildinni til markaðssetningar.] 1)
Ráðherra setur reglugerð 2) með nánari reglum um skilyrði markaðssetningar sérhæfðra sjóða til fagfjárfesta og samstarf við önnur ríki.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)Rg. 555/2020.
65. gr. Markaðssetning rekstraraðila innan EES á sérhæfðum EES-sjóðum til almennra fjárfesta á Íslandi.
Rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi innan EES sem rekur sérhæfða EES-sjóði er heimilt, þrátt fyrir 5. gr., að markaðssetja slíka sérhæfða sjóði til almennra fjárfesta hér á landi að fenginni heimild Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið veitir heimild að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
    1. starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim, að undanskildum IV. kafla, en þó skal sýna skriflega fram á það að annar aðili en rekstraraðili sé tilnefndur og sinni hlutverki vörsluaðila og skal sá aðili tilgreindur,
    2. samstarfssamningur sé í gildi við lögbært yfirvald heimaríkis viðkomandi sérhæfðs sjóðs,
    3. sýnt sé fram á að vernd fjárfesta sé tryggð með sambærilegum hætti í lögum heimaríkis viðkomandi sérhæfðs sjóðs og gert er vegna [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) í X. kafla hvað varðar fjárfestingarheimildir, innlausnarrétt, innlausnarvirði og upplýsingagjöf,
    4. heimaríki sjóðs viðurkenni sambærilegan rétt [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) skv. X. kafla til að markaðssetja sig til almennra fjárfesta þar í landi, og
    5. sjóðurinn ábyrgist skuldbindingar sínar einvörðungu með eignum sínum og fjárfestar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum hans með öðru en þegar tilkominni fjárfestingu sinni.
Fjármálaeftirlitið getur skilyrt heimild til markaðssetningar skv. 1. mgr. til að tryggja fjárfestavernd.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að ákveða gjald fyrir móttöku tilkynningar vegna sjóða með staðfestu innan EES sem og gjald fyrir yfirferð og rýni reglulegra gagnaskila. Gjaldið skal ákvarðað í gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins.
    1)L. 116/2021, 137. gr.

IX. kafli. Rekstrarformið hlutdeildarsjóður.
A. Stofnun, starfsemi o.fl.
66. gr. Stofnun og heiti.
Sérhæfðan sjóð má einungis stofna sem hlutdeildarsjóð af rekstraraðila með starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.
Hlutdeildarsjóði er einum heimilt og jafnframt skylt að nota í heiti sínu orðið „hlutdeildarsjóður“ eða skammstöfunina „hs.“.
67. gr. Reglur.
Rekstraraðili skal setja hlutdeildarsjóði reglur og fjárfestingarstefnu sem skulu ávallt vera fjárfestum aðgengilegar. Hlutdeildarsjóður skal fylgja reglum og fjárfestingarstefnu sinni.
Í reglum sjóðsins skulu að lágmarki koma fram eftirfarandi upplýsingar:
    1. Heiti sjóðsins, kennitala og rekstrarform.
    2. Hver er rekstraraðili og hvernig skipt er um hann.
    3. Hvort sjóðurinn starfi óskiptur eða í aðgreindum deildum.
    4. Fjárfestingarstefna sjóðsins.
    5. Hver er vörsluaðili og hvernig skipt verði um vörsluaðila.
    6. Þóknun rekstraraðila.
    7. Útgáfa hlutdeildarskírteina og innlausn þeirra.
    8. Hvernig ráðstafa skuli arði eða öðrum hagnaði af eignum sjóðsins.
    9. Hvernig reikna skuli út innlausnarvirði hvers hlutar.
    10. Hvernig staðið skuli að samruna sjóðsins við aðra sjóði eða samruna deilda sama sjóðs.
    11. Hvernig sjóði eða deild er slitið.
68. gr. Deildaskipting.
Heimilt er að starfrækja hlutdeildarsjóð í aðgreindum sjóðsdeildum eftir því sem fram kemur í reglum sjóðsins. Hver sjóðsdeild skal hafa aðgreindan fjárhag innan rekstraraðila. Ber þá hver deild ábyrgð á sínum skuldbindingum, þó bera deildir sjóðsins óskipta ábyrgð á sameiginlegum kostnaði þeirra.
69. gr. Sjóðsmyndun.
Eignir myndast í hlutdeildarsjóði með samningi rekstraraðila við viðskiptavin sem felur honum að ávaxta fjármuni sína í tilteknum hlutdeildarsjóði í rekstri hans. Sjóðurinn myndast með afhendingu fjármuna viðskiptavinar gegn hlutdeildarskírteinum og samanstendur af þeim eignum sem verða til við ráðstöfun fjármunanna til sameiginlegrar fjárfestingar.
70. gr. Rekstur hlutdeildarsjóðs.
Rekstraraðili hlutdeildarsjóðs fer með stjórn og stýrir daglegum rekstri sjóðsins. [Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri hlutdeildarsjóða og sjóðsdeilda og kemur fram fyrir þeirra hönd.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
71. gr. Ábyrgð fjárfesta á skuldbindingum hlutdeildarsjóðs.
Hlutdeildarskírteinishafar bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum einstakra hlutdeildarsjóða eða deilda þeirra.
72. gr. Ábyrgð rekstraraðila á skuldbindingum hlutdeildarsjóðs.
Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á skuldbindingum einstakra hlutdeildarsjóða eða deilda þeirra og standa einvörðungu eignir hvers sjóðs eða deildar til fullnustu skuldbindingum hvers þeirra. Ákvæði þetta víkur ekki til hliðar skaðabótaábyrgð rekstraraðila.
73. gr. Tilkynning hlutdeildarsjóðs til skráningar hjá fyrirtækjaskrá.
Tilkynna skal hlutdeildarsjóð til skráningar í fyrirtækjaskrá í samræmi við lög um fyrirtækjaskrá.
B. Hlutdeildarskírteini.
74. gr. Útgáfa hlutdeildarskírteina.
Rekstraraðili skal gefa út hlutdeildarskírteini fyrir eignarréttindum í hlutdeildarsjóði. Rekstraraðila er þó ekki skylt að gefa út hlutdeildarskírteini nema að ósk fjárfestis ef fjárfestar geta hvenær sem er aflað sér staðfestingar á hlutdeild sinni með öðrum hætti.
Hlutdeildarskírteinishafar eiga rétt til tekna og eigna sjóðsins eða viðkomandi deildar í samræmi við reglur sjóðsins.
Séu hlutdeildarskírteini gefin út sem rafbréf í verðbréfamiðstöð gilda um útgáfuna lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
Hlutdeildarskírteini skulu skráð á nafn eða á safnreikning í samræmi við lög um [markaði fyrir fjármálagerninga]. 1)
    1)L. 115/2021, 148. gr.
75. gr. Upplýsingar í hlutdeildarskírteini.
Í hlutdeildarskírteini skulu a.m.k. eftirtalin atriði koma fram, sbr. þó 1. og 4. mgr. 74. gr.:
    1. Nafn hlutdeildarsjóðs, vörsluaðila og rekstraraðila.
    2. Nafn og kennitala upphaflegs eiganda skírteinis.
    3. Hvernig hlutdeildarskírteini verði innleyst og hvaða reglur gildi um arðgreiðslur.
    4. Nafn og kennitala framsalshafa hafi skírteini gengið kaupum og sölum án innlausnar þess.
Hlutdeildarskírteini skal vera dagsett og undirritað af stjórn rekstraraðila. Nafnritunin má vera prentuð eða sett fram á annan sannanlegan hátt.
76. gr. Skrá yfir hlutdeildarskírteini.
Rekstraraðili skal halda skrá yfir hlutdeildarskírteinishafa í hlutdeildarsjóðnum. Í skránni skulu a.m.k. eftirtalin atriði koma fram:
    1. Nafn og kennitala eiganda.
    2. Söludagur skírteinis.
    3. Nafnverð skírteinis.
    4. Heildarfjöldi útistandandi skírteina.
Tilkynna skal eigendaskipti hlutdeildarskírteina til rekstraraðila. Slíkar tilkynningar, ásamt öðrum upplýsingum sem berast varðandi eignarhald á skírteinum, skulu færðar inn á skrána og heimildar tilkynningar getið, sbr. þó 3. mgr. 74. gr.
Ef hlutdeildarskírteini er skráð á safnreikning skal viðkomandi fjármálafyrirtæki veita rekstraraðila upplýsingar um nöfn og kennitölur raunverulegra eigenda, nafnverð skírteina og kaupdag þeirra eigi sjaldnar en mánaðarlega og hvenær sem rekstraraðili óskar þess.
77. gr. Staðgreiðsla.
Hlutdeildarskírteini verða einungis seld gegn staðgreiðslu kaupverðs.

X. kafli. [Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta.]1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
A. Markaðssetning, starfsemi o.fl.
78. gr. Markaðssetning.
Rekstraraðila með starfsleyfi er heimilt að markaðssetja hér á landi [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta] 1) til almennra fjárfesta þrátt fyrir 5. gr.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
79. gr. Starfsemi.
Starfsemi [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) takmarkast við að veita viðtöku fé frá fjárfestum til sameiginlegrar fjárfestingar í innlánum og fjármálagerningum á grundvelli áhættudreifingar samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu.
[Allir sem eiga hlutdeild að sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta eða einstakri deild hans eiga sama rétt til tekna og eigna sjóðsins, eða viðkomandi deildar, í hlutfalli við hlutdeild sína og eru hlutdeildarskírteinin staðfesting á tilkalli til eignarhlutdeildar.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
80. gr. Heimildir til að hefja starfsemi.
Fjármálaeftirlitið veitir [sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta] 1) staðfestingu samkvæmt reglum þessa kafla.
[Sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta] 1) er einum heimilt að nota í heiti sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni [orðin] 2) „[Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta] 1)“.
[Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta] 1) skal rekinn sem hlutdeildarsjóður, sbr. IX. kafla.
Sjóðstjórar [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) skulu hafa [verðbréfaréttindi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga]. 3)
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 180. gr. 3)L. 115/2021, 148. gr.
81. gr. Umsókn um staðfestingu.
Umsókn rekstraraðila um staðfestingu á [sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) skal vera skrifleg og henni skulu fylgja:
    1. reglur sjóðsins skv. 67. og 85. gr.,
    2. útboðslýsing skv. 86. gr.,
    3. lykilupplýsingar um sjóðinn skv. 86. gr.,
    4. upplýsingar um sjóðstjóra, og
    5. aðrar viðeigandi upplýsingar.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
82. gr. Veiting, synjun og afturköllun staðfestingar.
Fjármálaeftirlitið skal án tafar og eigi síðar en einum mánuði eftir að umsókn rekstraraðila var móttekin tilkynna rekstraraðila hvort hún telst fullnægjandi.
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um staðfestingu eða synjun staðfestingar umsóknar skal tilkynnt rekstraraðila svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir móttöku fullbúinnar umsóknar. Synjun umsóknar skal vera skrifleg og rökstudd.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað staðfestingu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) og krafist þess að honum verði slitið eigi eitt af eftirtöldu við:
    1. hafi rekstraraðili brotið með alvarlegum hætti eða ítrekað gegn lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða reglum sjóðsins,
    2. uppfylli [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta] 1) ekki lengur skilyrði fyrir staðfestingu,
    3. hafi rekstraraðili ekki nýtt heimild til markaðssetningar [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) innan tólf mánaða frá því að staðfesting var veitt, ótvírætt afsalað sér slíkri staðfestingu eða hafi [sérhæfði sjóðurinn fyrir almenna fjárfesta] 1) ekki verið með starfsemi í meira en sex mánuði samfellt,
    4. [hafi staðfesting fengist á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt]. 1)
Áður en til afturköllunar kemur skv. 2.–5. tölul. 3. mgr. skal veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé þess kostur.
Afturköllun á staðfestingu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) skal tilkynnt rekstraraðila án tafar og rökstudd. Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynningu um afturköllun opinberlega. Markaðssetji rekstraraðili [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta] 1) í öðru ríki innan EES skal Fjármálaeftirlitið tilkynna afturköllunina lögbæru yfirvaldi í viðkomandi ríki.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
83. gr. Skrá yfir [sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta].1)
Fjármálaeftirlitið heldur skrá yfir [sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) sem hlotið hafa staðfestingu skv. 2. mgr. 82. gr. þar sem fram koma allar helstu upplýsingar um viðkomandi sjóði. Skráin skal birt opinberlega.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
84. gr. Samruni og breyting.
[Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta] 1) sem hyggjast renna saman skulu gera sameiginlega samrunaáætlun. Samrunar eru aðeins heimilir að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Upplýsingagjöf og innlausnarheimild hlutdeildarskírteinishafa vegna samruna skal vera hin sama og gildir um verðbréfasjóði samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.
Óheimilt er að breyta [sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) í aðrar tegundir sjóða um sameiginlega fjárfestingu að því undanskildu að [sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að breyta í verðbréfasjóði.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
85. gr. Reglur sjóðsins.
Í reglum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) skulu að lágmarki koma fram upplýsingar skv. 67. gr. og jafnframt að hann sé [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta]. 1)
Breytingar á reglum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) öðlast gildi að fenginni staðfestingu Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að fresta gildistöku reglna sjóðsins í allt að þrjá mánuði frá staðfestingu ef ástæða er til.
Rekstraraðili skal tilkynna eigendum hlutdeildarskírteina um sérhverja breytingu á reglum sjóðsins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá þeirri tilkynningarskyldu.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
86. gr. Upplýsingagjöf til fjárfesta.
Rekstraraðili [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) skal útbúa útboðslýsingu og lykilupplýsingar fyrir [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta]. 1) Þær skulu birtar á vefsvæði rekstraraðila, auk ársreiknings og hálfsársuppgjörs [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1) Upplýsingarnar skulu vera í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til upplýsingagjafar í útboðslýsingum og lykilupplýsingum verðbréfasjóða, sbr. lög um verðbréfasjóði.
Rekstraraðili og aðrir sem markaðssetja [sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta] 1) skulu bjóða fjárfestum lykilupplýsingar endurgjaldslaust áður en viðskipti með hlutdeildarskírteini fara fram.
Í auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi rekstraraðila [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) skal þess gætt að fram komi réttar og nákvæmar upplýsingar um starfsemi þessara aðila.
Í auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi vegna [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) skulu m.a. eftirfarandi atriði koma fram:
    1. hvort sjóður sé [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta], 1)
    2. heiti rekstraraðila,
    3. upplýsingar um áhættu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta], 1) og
    4. tilvísun í útboðslýsingu og lykilupplýsingar og hvar megi nálgast þau gögn.
Á vefsvæði rekstraraðila skulu koma fram sömu upplýsingar og skv. 4. mgr. auk þess sem birta skal upplýsingar um tíu stærstu útgefendur í eignasafni sjóðsins ásamt upplýsingum um hlutfall fjárfestingar í hverjum aðila. Upplýsingar um stærstu útgefendur sjóðsins skal uppfæra a.m.k. á sex vikna fresti.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er óheimilt að umreikna ávöxtun eins tímabils á annað lengra tímabil.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
87. gr. Innlausnarskylda hlutdeildarskírteina.
Hlutdeildarskírteini [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) eru innlausnarskyld að hámarki með þriggja mánaða fyrirvara. Um innlausn fer samkvæmt reglum sjóðs. Rekstraraðila er skylt að vekja sérstaka athygli viðskiptavinar á þeim reglum sem gilda um innlausnarskyldu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
Þrátt fyrir 1. mgr. er rekstraraðila heimilt að fresta innlausn hlutdeildarskírteina [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta]. 1) Frestun skal vera almenn og taka til allra hlutdeildarskírteina og verður einungis beitt mæli sérstakar ástæður með því og hagsmunir eigenda hlutdeildarskírteina krefjist þess. Frestun á innlausn skal ekki standa lengur en nauðsyn krefur. Hún skal tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um leið og hlutdeildarskírteinishöfum og tekur gildi við þá tilkynningu. Frestun skal jafnframt auglýst opinberlega.
Þegar frestun á innlausn lýkur skal tilkynna opnun sjóðs með sama hætti og getur í 2. mgr. Standi frestun lengur en fjórar vikur samfellt skal tilkynna opnun sjóðs með bréfi til hlutdeildarskírteinishafa eða með öðrum sambærilegum hætti.
Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að innlausn hlutdeildarskírteina verði frestað krefjist hagsmunir hlutdeildarskírteinishafa eða almennings þess.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
88. gr. Útreikningur innlausnarvirðis og auglýsing.
Innlausnarvirði [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) er heildarmarkaðsvirði eigna að frádregnum skuldum sjóðs við innlausn, svo sem skuldum við innlánsstofnanir, ógreiddum umsýslu- og stjórnunarkostnaði, innheimtukostnaði og áföllnum eða reiknuðum opinberum gjöldum, deilt niður á heildarfjölda útgefinna og óinnleystra hlutdeildarskírteina.
Innlausnarvirði [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) skal reiknað daglega og auglýst opinberlega eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði. Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að opinber auglýsing innlausnarvirðis skuli fara fram oftar ef ástæða þykir til.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
[88. gr. a. Þóknun.
Ef sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta fjárfestir í hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu, sem stjórnað er beint eða með umboði af sama rekstraraðila, eða öðru félagi sem rekstraraðili tengist í gegnum sameiginlegan rekstur eða stjórnendur, eða með umtalsverðri beinni eða óbeinni eignarhlutdeild, er rekstraraðilanum ekki heimilt að taka þóknun fyrir áskrift eða innlausn fyrir fjárfestingu í sjóðunum.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
B. Fjárfestingarheimildir.
89. gr. Fjármálagerningar og innlán.
Fjárfestingarheimildir taka til [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) eða til einstakra deilda hans sé hann deildaskiptur. [Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er eingöngu heimilt að binda fé sitt í eftirtöldu:
    1. Framseljanlegum verðbréfum og peningamarkaðsgerningum.
    2. Hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 1) og annarra sérhæfðra sjóða enda sýni rekstraraðili [sérhæfða sjóðsins fyrir almenna fjárfesta] 1) fram á það með fullnægjandi hætti að mati Fjármálaeftirlitsins að þeir sérhæfðu sjóðir lúti sambærilegu eftirliti og [sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta], 1) samstarf Fjármálaeftirlitsins og lögbærra yfirvalda heimaríkis sjóðsins sé tryggt með fullnægjandi hætti, vernd hlutdeildarskírteinishafa sé tryggð með sambærilegum hætti og í [sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta], 1) einkum er varðar innlausnarrétt, vörslufyrirtæki, lánveitingar, lántökur og skortsölu, og gefin séu út ársreikningur og árshlutauppgjör a.m.k. á sex mánaða fresti.
    3. Innlánum fjármálafyrirtækja sem hafa staðfestu í ríki innan EES. Þó er [sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) heimilt að binda fé í innlánum fjármálafyrirtækja með staðfestu utan EES sýni hann með fullnægjandi hætti að mati Fjármálaeftirlitsins fram á að fjármálafyrirtækin búi við sambærilegar reglur um áhættu og eftirlit og gilda innan EES. Innlán samkvæmt þessum tölulið verða að vera endurgreiðanleg að kröfu innlánseiganda með að hámarki tólf mánaða binditíma.
    4. Afleiðum sem skráðar eru á skipulegum [markaði í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga] 2) eða ganga kaupum og sölum á öðrum markaði innan EES sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan [eða hafa verið skráðar eða teknar til viðskipta á skipulegum markaði í ríki utan EES eða ganga kaupum og sölum á öðrum markaði í ríki utan EES sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan]. 1) Viðmið afleiðna skulu vera fjárfestingarheimildir samkvæmt þessari grein, verðbréfavísitölur, vextir, gengi erlendra gjaldmiðla eða gjaldmiðlar sem [sérhæfða sjóðnum fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að fjárfesta í samkvæmt ákvæðum reglna sjóðsins.
    5. Afleiðum utan skipulegra [markaða]. 2) Viðmið afleiðna skulu vera fjárfestingarheimildir samkvæmt þessari grein, verðbréfavísitölur, vextir, gengi erlendra gjaldmiðla eða gjaldmiðlar sem [sérhæfða sjóðnum fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að fjárfesta í samkvæmt ákvæðum reglna sjóðsins. Gagnaðilar [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) í slíkum afleiðuviðskiptum skulu lúta eftirliti sem Fjármálaeftirlitið metur gilt. Verðmæti slíkra samninga skal vera unnt að reikna daglega með áreiðanlegum hætti. Tryggt skal að hægt sé að selja slíka samninga samdægurs á raunvirði hverju sinni.
    6. Öðrum sérhæfðum sjóðum en skv. 2. tölul.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr.
90. gr. Aðrar eignir.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að binda eignir sínar í innlánum eða auðseljanlegum eignum sem ekki eru hluti af fjárfestingarstefnu vegna lausafjárstýringar eða með hagsmuni hlutdeildarskírteinishafa fyrir augum.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
91. gr. Yfirtaka eigna og hrávörur.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt án takmarkana að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og það er talið hagkvæmt og eigi síðar en innan níu mánaða frá yfirtöku eignanna. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita lengri frest sé það í þágu hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er óheimilt að fjárfesta í hrávörum eða heimildarskírteinum fyrir þeim.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
92. gr. Afleiðuviðskipti.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er ávallt skylt að eiga hæfilegar og nægjanlega verðmætar eignir á móti metnu hámarkstapi af afleiðu. Til grundvallar slíku mati skal taka mið af verðmæti undirliggjandi eigna, mótaðilaáhættu, ytri aðstæðum á fjármálamörkuðum og þeim tíma sem það tekur að fullnusta eða selja viðkomandi afleiðusamning.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að eiga viðskipti með afleiður svo fremi að samanlögð áhætta afleiðna og undirliggjandi eigna sé undir þeim mörkum sem um getur í þessum kafla. Eftirlitskerfi rekstraraðila skal meta með fullnægjandi hætti virði afleiðna utan skipulegra [markaða]. 2)
[Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta] 1) skulu gera Fjármálaeftirlitinu reglulega grein fyrir afleiðuviðskiptum sínum á því formi sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
Viðskipti með afleiður mega ekki verða til þess að [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta] 1) víki frá fjárfestingarstefnu sinni eins og hún er sett fram í reglum sjóðsins og útboðslýsingu.
Ef verðbréf eða peningamarkaðsgerningur felur í sér afleiðu skal tekið mið af því þegar kröfur samkvæmt þessari grein eru uppfylltar.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr.
93. gr. Hámark fjárfestingar í framseljanlegum verðbréfum.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að binda að hámarki:
    1. 20% af eignum sjóðs í verðbréfum, peningamarkaðsgerningum og afleiðum, skráðum á skipulegum [markaði], 2) útgefnum af sama útgefanda. Þó er heimilt að binda allt að 35% í einum útgefanda.
    2. 30% af eignum sjóðs í innlánum sama fjármálafyrirtækis.
    3. 10% af eignum sjóðs í viðskiptum við sama aðila með afleiður utan skipulegra [markaða] 2) ef mótaðili er fjármálafyrirtæki innan EES eða fjármálafyrirtæki með staðfestu utan EES sem lýtur eftirliti sem Fjármálaeftirlitið telur gilt.
    4. 35% af eignum sjóðs í verðbréfum og peningamarkaðsgerningum sem eitt eða fleiri ríki innan EES eða sveitarfélög þeirra, alþjóðlegar stofnanir sem eitt eða fleiri þessara ríkja eru aðilar að eða ríki utan EES gefa út eða ábyrgjast. Fjárfesting í einni og sömu verðbréfaútgáfunni má ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 30% af eignum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    5. 20% af eignum sjóðs í sama verðbréfasjóði, [sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) eða öðrum sérhæfðum sjóði skv. 2. tölul. 89. gr.
    6. 20% af eignum sjóðs í sérhæfðum sjóðum skv. 6. tölul. 89. gr.
    7. 10% af eignum sjóðs í óskráðum verðbréfum og peningamarkaðsgerningum sama útgefanda.
Samanlögð eign sjóðs í verðbréfum, peningamarkaðsgerningum, afleiðum og innlánum sama útgefanda má aldrei verða hærri en 40%.
Aðilar sem teljast til sömu samstæðu skulu teljast einn aðili við útreikning samkvæmt ákvæði þessu.
Samanlögð eign sjóðs í verðbréfum útgefnum af aðilum tengdum rekstraraðila eða móðurfélagi hans, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, skal ekki vera meiri en 40% af eign sjóðsins.
Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum útgefnum af hópi tengdra viðskiptamanna í skilningi laga um fjármálafyrirtæki skal ekki vera meiri en 40% af eign sjóðsins. Um skyldu rekstraraðila til þess að tengja saman aðila fer eftir lögum um fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað [sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) að binda allt að 100% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsgerningum skv. 4. tölul. 1. mgr. telji Fjármálaeftirlitið það samrýmanlegt hagsmunum eigenda hlutdeildarskírteina. Slíkar fjárfestingar skulu dreifast á a.m.k. sex mismunandi útgáfur og má fjárfesting í einni og sömu útgáfunni ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 30% af eignum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1) Skýrt skulu koma fram í reglum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) og útboðslýsingu þau ríki, sveitarstjórnir eða alþjóðastofnanir sem gefa út eða ábyrgjast verðbréfa- eða peningamarkaðsgerninga sem sjóðurinn hyggst fjárfesta í.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr.
94. gr. Takmarkanir á eignasafni.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er óheimilt að eignast meira en:
    1. 10% af hlutabréfum án atkvæðisréttar í einstöku hlutafélagi.
    2. 10% af skuldaskjölum einstakra útgefenda verðbréfa.
    3. 25% af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðs og sérhæfðra sjóða.
    4. 10% af peningamarkaðsgerningum einstakra útgefenda.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
95. gr. Lán, ábyrgðir og skortsala.
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta er óheimilt að veita lán eða ganga í ábyrgð fyrir aðra, sbr. þó 89. og 92. gr. Þó er heimilt að beita fjárfestingaraðferðum sem snúa að framseljanlegum verðbréfum og peningamarkaðsgerningum í þeim tilgangi að ná fram skilvirkri stýringu eigna sjóðsins. Feli fjárfestingaraðferðin í sér afleiðu skulu önnur ákvæði laga þessara sem snúa að notkun afleiðna gilda um afleiðuna. Fjárfestingaraðferðir skv. 2. og 3. málsl. skulu ávallt vera í samræmi við fjárfestingarstefnu og markmið sjóðsins.] 1)
[Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta] 1) er heimilt að taka að láni til skamms tíma allt að 25% af verðmæti eigna sjóðs.
Metið hámarkstap af viðskiptum með verðbréf sem [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta] 1) hefur ekki ráðstöfunarrétt yfir skal ekki nema meira en 20% af eignum sjóðsins. Skortsala á óskráðum verðbréfum er óheimil.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
96. gr. Ráðstafanir til úrbóta.
Fari fjárfesting [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) fram úr hámörkum samkvæmt þessum kafla skal rekstraraðili þegar í stað gera ráðstafanir til úrbóta og tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar þar um.
Ráðstafanir til úrbóta skulu gerðar í síðasta lagi innan þriggja mánaða. Fjármálaeftirlitið getur þó heimilað lengri frest enda sé það augljóslega í þágu hlutdeildarskírteinishafa.
    1)L. 116/2021, 137. gr.

XI. kafli. Eftirlit, viðurlög og samstarf lögbærra yfirvalda.
A. Eftirlitsheimildir og viðurlög.
97. gr. Eftirlit.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með:
    1. Að starfsemi rekstraraðila með starfsleyfi hér á landi, sérhæfðra sjóða í rekstri þeirra og vörsluaðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.
    2. Markaðssetningu rekstraraðila með starfsleyfi í öðru ríki innan EES á sérhæfðum sjóðum hér á landi.
    3. Að rekstraraðili með starfsleyfi í öðru ríki innan EES sem rekur eða markaðssetur sérhæfðan sjóð hér á landi með stofnun útibús fari að [1. og 3. mgr. 19. gr.] 1) og 22. gr.
    4. Rekstraraðilum utan EES sem markaðssetja sérhæfða sjóði hér á landi skv. 64. gr.
Framkvæmd eftirlits fer samkvæmt lögum þessum, lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með lögum þessum, eftir því sem við á, í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, og samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að eiga samstarf við önnur stjórnvöld hér á landi til þess að tryggja framfylgd laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
98. gr. Almennar eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins.
Rekstraraðilum, lögaðilum og einstaklingum er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu hvers konar upplýsingar og gögn sem eftirlitið telur nauðsynlegt vegna framkvæmdar eftirlits. Fjármálaeftirlitið getur framkvæmt vettvangsathuganir og kallað til skýrslugjafar einstaklinga sem það telur búa yfir upplýsingum, teljist slíkt nauðsynlegt. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum samkvæmt þessari grein.
Síma- og fjarskiptafyrirtækjum er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu aðgang að fyrirliggjandi gögnum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki enda liggi fyrir því samþykki umráðamanns og eiginlegs notanda. Ef samþykki umráðamanns og eiginlegs notanda síma- eða fjarskiptafyrirtækis liggur ekki fyrir er Fjármálaeftirlitinu heimilt að krefjast fyrir dómi aðgangs að gögnum á grundvelli þessa ákvæðis hjá síma- og fjarskiptafyrirtækjum. Um skilyrði slíkrar kröfu fer eftir 1. mgr. 83. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og um meðferð hennar fer eftir XV. kafla sömu laga.
Telji Fjármálaeftirlitið háttsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögaðila eða einstaklinga andstæða lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim eða hún sé að öðru leyti óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust eða ógni skilvirkni markaða skal það veita viðeigandi aðila hæfilegan frest til úrbóta, nema brot séu alvarleg. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að starfsemi verði stöðvuð tímabundið eða til frambúðar í því skyni að koma í veg fyrir háttsemi sem er talin andstæð ákvæðum laga þessara. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að útgáfu, endursölu eða innlausn hluta eða hlutdeildarskírteina verði frestað til þess að gæta hagsmuna fjárfesta eða almennings.
Fjármálaeftirlitið getur krafist kyrrsetningar eigna einstaklings eða lögaðila þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að háttsemi brjóti í bága við ákvæði laga þessara. Um skilyrði og meðferð slíkrar kröfu fer eftir 88. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, eftir því sem við getur átt.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt skv. 18. gr. að afturkalla starfsleyfi sem veitt hefur verið rekstraraðila hér á landi og afturkalla heimild vörsluaðila, sbr. [3. mgr.] 1) 33. gr.
Berist Fjármálaeftirlitinu tilkynning frá lögbæru yfirvaldi gistiríkis um að rekstraraðili með staðfestu hér á landi neiti að veita upplýsingar eða sinni ekki úrbótakröfum skal Fjármálaeftirlitið grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að viðkomandi rekstraraðili veiti upplýsingarnar eða verði við kröfu um umbætur. Ef nauðsynlegt er skal eftirlitið óska eftir upplýsingum frá lögbærum yfirvöldum í ríkjum utan EES. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa lögbært yfirvald gistiríkis um til hvaða ráðstafana er gripið.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
99. gr. Eftirlit með rekstraraðila með staðfestu í öðru ríki innan EES sem starfar hér á landi.
Rekstraraðili með staðfestu í öðru ríki innan EES sem rekur eða markaðssetur sérhæfðan sjóð eða veitir þjónustu skv. 3. mgr. 9. gr. hér á landi skal veita Fjármálaeftirlitinu þær upplýsingar sem eftirlitið telur nauðsynlegar til að sinna eftirlitshlutverki sínu.
Telji Fjármálaeftirlitið að rekstraraðili skv. 1. mgr. fari ekki að lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum skal Fjármálaeftirlitið krefjast úrbóta og upplýsa lögbært yfirvald heimaríkis rekstraraðila.
Ef rekstraraðili neitar að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar skv. 1. mgr. eða að fara að úrbótakröfum Fjármálaeftirlitsins skv. 2. mgr. skal lögbært yfirvald í heimaríki rekstraraðila upplýst.
Veiti rekstraraðili skv. 1. mgr. ekki upplýsingar eða fer enn ekki að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum þrátt fyrir úrbótakröfur Fjármálaeftirlitsins og ráðstafanir lögbærs yfirvalds í heimaríki í kjölfar tilkynningar skv. 3. mgr. getur Fjármálaeftirlitið gripið til viðeigandi ráðstafana gagnvart rekstraraðilanum, þar á meðal stöðvað frekari starfsemi hans hér á landi.
Ef starfsemi rekstraraðila skv. 1. mgr. brýtur gegn hagsmunum fjárfesta sérhæfðs sjóðs, ógnar fjármálastöðugleika og heilbrigði fjármálamarkaðarins og lögbært yfirvald heimaríkis rekstraraðila grípur ekki til viðeigandi ráðstafana eða þær eru ófullnægjandi getur Fjármálaeftirlitið gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana gagnvart rekstraraðilanum til að vernda fjárfesta sérhæfðs sjóðs, fjármálastöðugleika og heilbrigði fjármálamarkaðarins. Fjármálaeftirlitið getur m.a. lagt bann við því að rekstraraðilinn markaðssetji hlutdeildarskírteini eða hluti sjóða hér á landi.
Fjármálaeftirlitinu ber að tilkynna lögbæru yfirvaldi heimaríkis fyrir fram um fyrirhugaðar ráðstafanir skv. 4. og 5. mgr.
Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili skv. 1. mgr. hafi sýnt af sér háttsemi sem fer gegn ákvæðum reglna sem um rekstraraðilann gilda og sem það hefur ekki ábyrgð á eftirliti með skal því komið á framfæri við lögbær yfirvöld í heimaríki rekstraraðila.
100. gr. Tímabundið bann við markaðssetningu sérhæfðra sjóða með staðfestu utan EES.
Eftirlitsstofnun EFTA getur á grundvelli 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög nr. 24/2017, um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, og að uppfylltum öllum skilyrðum 5. mgr. sömu greinar farið fram á við Fjármálaeftirlitið að lagt verði bann við markaðssetningu á tilteknum hlutdeildarskírteinum eða hlutum sérhæfðra sjóða með staðfestu utan EES.
Ráðstafanir Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. skulu taka með skilvirkum hætti á ógn gegn eðlilegri virkni og heilleika fjármálamarkaðarins eða gegn stöðugleika fjármálakerfis EES eða hluta þess eða bæta verulega getu lögbærra yfirvalda til að fylgjast með ógninni, án þess að valda hættu á eftirlitshögnun eða hafa óhóflega skaðleg áhrif á skilvirkni fjármálamarkaða, þ.m.t. draga úr seljanleika eða valda markaðsaðilum óvissu.
Ráðstafanir Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. falla sjálfkrafa úr gildi eftir þrjá mánuði nema þær séu endurnýjaðar innan þess tíma.
Hafi Fjármálaeftirlitið ekki gripið til ráðstafana skv. 1. mgr. eða ráðstafanir þess hafa ekki dugað til getur Eftirlitsstofnun EFTA, í samræmi við 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög nr. 24/2017, um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, tekið ákvörðun sem beinist beint að rekstraraðila ef:
    1. veruleg ógn er fyrir hendi sem á upptök sín eða ágerist vegna starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem hefur áhrif á starfsemi og heilbrigði fjármálamarkaðar eða áhrif á fjármálastöðugleika alls eða hluta fjármálakerfis EES og um er að ræða áhrif yfir landamæri, og
    2. skilyrði 2. mgr. eru uppfyllt.
[100. gr. a. Tilkynningar starfsmanna um brot í starfsemi.
Rekstraraðili og vörsluaðilar skulu hafa ferla til þess að taka við og fylgja eftir tilkynningum starfsmanna um brot, möguleg brot og tilraunir til brota á lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum sem á þeim byggjast. Ferlarnir skulu vera aðskildir frá öðrum ferlum innan fyrirtækisins.
Einstaklingur sem tekur við tilkynningum skv. 1. mgr. og sér um vinnslu þeirra skal búa við sjálfstæði í störfum sínum. Tryggt skal að hann hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir til að afla gagna og upplýsinga sem honum eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt skyldum sínum.
Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd 1. og 2. mgr., þ.m.t. um viðtöku og vinnslu tilkynninga.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
[100. gr. b. Vernd starfsmanns vegna tilkynningar um brot í starfsemi.
Þeir sem falið hefur verið að taka við tilkynningum skv. 100. gr. a og sjá um vinnslu þeirra eru bundnir þagnarskyldu um persónugreinanlegar upplýsingar sem koma fram í tilkynningunum. Þagnarskyldan gildir gagnvart öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og einnig utanaðkomandi aðilum. Þó er heimilt að miðla upplýsingum sem lúta þagnarskyldu til Fjármálaeftirlitsins og til lögreglu.
Tilkynning starfsmanns um brot í starfsemi telst ekki brot á þagnarskyldu. Rekstraraðili og vörsluaðili skal vernda starfsmann sem í góðri trú hefur tilkynnt um brot skv. 100. gr. a gegn því að hann sæti skaðabótaskyldu eða misrétti sem rekja má til tilkynningar hans. Sama gildir um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins skv. 13. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.
Ef rekstraraðili eða vörsluaðili brýtur gegn skyldu sinni skv. 2. mgr. skal það greiða starfsmanni skaðabætur samkvæmt almennum reglum. Þetta tekur bæði til beins fjártjóns og miska.
Skyldur og réttindi samkvæmt þessari grein eru ófrávíkjanleg og óheimilt er að takmarka þau í ráðningarsamningi á milli starfsmanns og fyrirtækis.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
101. gr. Stjórnvaldssektir.
Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann lögaðila eða einstakling sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra:
    1. 1. mgr. 5. gr. um starfsleyfi eða skráningu rekstraraðila.
    2. 5. mgr. 5. gr. um markaðssetningu rekstraraðila til almennra fjárfesta.
    3. [4.–7. mgr.] 1) 7. gr. um upplýsingagjöf og skyldu rekstraraðila til að sækja um starfsleyfi.
    4. 4.–7. mgr. 9. gr. um starfsheimildir rekstraraðila.
    5. 10. gr. um upplýsingar með umsókn um starfsleyfi.
    6. 12. gr. um takmörkun starfsleyfis rekstraraðila.
    7. 2. mgr. 14. gr. um tilkynningar um skipan og breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra rekstraraðila til Fjármálaeftirlitsins.
    8. 16. gr. um virka eignarhluti í rekstraraðila.
    9. 1. og 5. mgr. 17. gr. um breytingar á starfsleyfi rekstraraðila.
    10. 19. gr. um almenn skilyrði er varða skipulagskröfur rekstraraðila.
    11. 20. gr. um þagnarskyldu.
    12. [21. gr. um starfskjarastefnu, 21. gr. a um kaupauka og 21. gr. b um starfslokasamninga.] 2)
    13. 22. gr. um hagsmunaárekstra.
    14. 23. gr. um áhættustýringu.
    15. 25. gr. um lausafjárstýringu.
    16. 26. gr. um verðmat.
    17. 27. gr. um framkvæmd verðmats.
    18. 29. gr. um útvistun starfsemi rekstraraðila.
    19. 30. gr. um keðjuútvistun.
    20. 32. gr. um skipan vörsluaðila.
    21. 37. gr. um hlutverk vörsluaðila með tilliti til sjóðstreymis sérhæfðs sjóðs.
    22. 38. gr. um hlutverk vörsluaðila með tilliti til eigna sérhæfðs sjóðs.
    23. 39. gr. um hlutverk vörsluaðila með tilliti til ráðstafana vegna eigna sérhæfðs sjóðs.
    24. 40. gr. um trúnaðarskyldu vörsluaðila.
    25. 41. gr. um útvistun verkefna vörsluaðila sérhæfðs sjóðs.
    26. 45. gr. um ársreikninga.
    27. 46. gr. um upplýsingagjöf við upphaf viðskipta.
    28. 47. gr. um reglubundna upplýsingagjöf til fjárfesta.
    29. 52. gr. um tilkynningu um breytingu á hlut atkvæðisréttar og um yfirráð yfir óskráðum félögum.
    30. 53. gr. um upplýsingagjöf ef yfirráðum er náð.
    31. 55. gr. um takmarkanir á úthlutun fjármuna félaga til sérhæfðs sjóðs.
    32. 1. og 2. mgr. 56. gr. um tilkynningarskyldu vegna markaðssetningar.
    33. 1. og 2. mgr. 57. gr. um tilkynningarskyldu vegna markaðssetningar.
    34. 1. og 2. mgr. 58. gr. um tilkynningarskyldu vegna veitingar þjónustu yfir landamæri.
    35. 1. mgr. 59. gr. um breytingar á tilkynningum.
    36. 62. gr. um kröfur til rekstraraðila með heimaríki á Íslandi sem rekur sérhæfðan sjóð með staðfestu utan EES sem er ekki markaðssettur innan EES.
    37. 63. gr. um markaðssetningu rekstraraðila með staðfestu innan EES hér á landi á sérhæfðum sjóðum með staðfestu utan EES.
    38. 64. gr. um markaðssetningu rekstraraðila utan EES á sérhæfðum sjóðum hér á landi.
    39. 65. gr. um markaðssetningu rekstraraðila innan EES á sérhæfðum EES-sjóðum til almennra fjárfesta á Íslandi.
    40. 79. gr. um starfsemi [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    41. 2. mgr. 80. gr. um einkarétt á heitinu [sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    42. 3. mgr. 85. gr. um breytingar á reglum [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    43. 86. gr. um upplýsingagjöf til fjárfesta.
    44. 89. gr. um fjárfestingarheimildir [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    45. 90. gr. um aðrar eignir [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    46. 91. gr. um sölu yfirtekinna eigna og bann við fjárfestingu í hrávörum.
    47. 92. gr. um afleiðuviðskipti [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    48. 93. gr. um hámark fjárfestingar [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta] 1) í framseljanlegum verðbréfum.
    49. 94. gr. um takmarkanir á eignasafni [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    50. 95. gr. um lán, ábyrgðir og skortsölu [sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    51. 96. gr. um ráðstafanir til úrbóta.
    52. 103. gr. um sátt.
    [53. 67. gr. vegna grófra eða ítrekaðra brota á reglum sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta.
    54. 1. mgr. 100. gr. a um skyldu til að hafa ferla sem uppfylla skilyrði ákvæðisins.
    55. 1. mgr. 100. gr. b um þagnarskyldu vegna tilkynningar um brot í starfsemi.] 1)
Við ákvörðun sekta samkvæmt ákvæði þessu skal m.a. tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t. eftirfarandi:
    1. alvarleika brots,
    2. hvað brotið hefur staðið lengi,
    3. ábyrgðar hins brotlega hjá lögaðilanum,
    4. fjárhagsstöðu hins brotlega,
    5. ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti,
    6. hvort brot hafi leitt til taps þriðja aðila,
    7. hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
    8. samstarfsvilja hins brotlega,
    9. fyrri brota og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100 þús. kr. til 65 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
[Þrátt fyrir 3. mgr. er heimilt að ákvarða einstaklingi eða lögaðila, sem brýtur gegn lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra, stjórnvaldssekt allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem nemur fjárhagslegum ávinningi af broti.] 1)
Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af Fjármálaeftirlitinu og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Ef einstaklingur eða lögaðili brýtur gegn lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra og fyrir liggur að hann hafi hlotið fjárhagslegan ávinning af broti er heimilt að ákvarða hinum brotlega sekt sem getur, þrátt fyrir 3. mgr., orðið allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur hins brotlega nemur.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
    1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 181. gr.
102. gr. Birting upplýsinga um eftirlitsaðgerðir.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta opinberlega upplýsingar um eftirlitsaðgerðir eða viðurlög sem eftirlitið beitir vegna brota á lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum sem á þeim byggjast nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, er skaðleg hagsmunum fjárfesta eða veldur hlutaðeigandi aðilum tjóni sem ekki er í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir.
Fjármálaeftirlitið skal veita ESMA upplýsingar um stjórnvaldssektir, óski stofnunin þess.
103. gr. Sátt.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
104. gr. Réttur grunaðs manns.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
105. gr. Frestur til að leggja á stjórnvaldssekt.
Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
106. gr. Sektir eða fangelsi allt að tveimur árum.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn:
    1. 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. um starfsemi án starfsleyfis.
    2. 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 7. gr. um starfsemi án skráningar.
    3. 5. mgr. 5. gr. um markaðssetningu til almennra fjárfesta.
    4. 26. gr. um framkvæmd verðmats.
    5. 37.–39. gr. um hlutverk vörsluaðila.
    6. 45. gr. um ársreikninga.
    7. 46. gr. um upplýsingagjöf við upphaf viðskipta.
    8. 2. mgr. 84. gr. um breytingu á [sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta] 1) í aðrar tegundir sjóða um sameiginlega fjárfestingu en verðbréfasjóði.
    9. 89.–96. gr. um fjárfestingarheimildir [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta]. 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
107. gr. Saknæmi.
Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra óháð því hvort sök verði sönnuð á tiltekinn fyrirsvarsmann lögaðilans, starfsmann hans eða annan aðila sem starfar á hans vegum. Hafi fyrirsvarsmaður lögaðilans, starfsmaður hans eða annar á hans vegum með saknæmum hætti brotið gegn lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra í starfsemi lögaðilans má gera honum refsingu, auk þess að gera lögaðilanum sekt.
108. gr. Kæra til lögreglu.
Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins.
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot er meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa því til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til rannsóknar lögreglu. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna meintrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.
B. Samstarf lögbærra yfirvalda innan EES.
109. gr. Samstarf við lögbær yfirvöld innan EES.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að leita eftir aðstoð og samstarfi lögbærra yfirvalda annarra ríkja innan EES ef nauðsynlegt er til þess að Fjármálaeftirlitinu sé unnt að sinna skyldum sínum við framkvæmd eftirlits á grundvelli laga þessara.
Fjármálaeftirlitið skal eiga samstarf við lögbær yfirvöld annarra ríkja innan EES og við Eftirlitsstofnun EFTA, ESMA og Evrópska kerfisáhætturáðið sé það nauðsynlegt til þess að allar framangreindar stofnanir geti sinnt skyldum sínum við framkvæmd eftirlits.
Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda upplýsingar og gögn án tafar til lögbærra yfirvalda annarra ríkja innan EES, Eftirlitsstofnunar EFTA og ESMA sem nauðsynlegar eru fyrir þær stofnanir til að sinna skyldum sínum samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2011/61/ESB.
Óski lögbært yfirvald í öðru ríki innan EES eftir framkvæmd vettvangsathugunar eða rannsóknar hér á landi á grundvelli laga þessara ber Fjármálaeftirlitinu að veita aðstoð með því að:
    1. framkvæma vettvangsathugun eða rannsókn,
    2. heimila viðkomandi lögbæru yfirvaldi að framkvæma vettvangsathugun eða rannsókn, eða
    3. heimila endurskoðendum eða öðrum sérfræðingum að framkvæma vettvangsathugun eða rannsókn.
Framkvæmi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun eða rannsókn hér á landi, sbr. 1. tölul. 4. mgr., getur viðkomandi lögbært yfirvald óskað eftir þátttöku starfsmanna þess í þeim aðgerðum. Fjármálaeftirlitið hefur eftir sem áður yfirumsjón með og ber ábyrgð á aðgerðunum. Framkvæmi viðkomandi lögbært yfirvald aðgerðir skv. 2. tölul. 4. mgr. getur Fjármálaeftirlitið óskað eftir þátttöku starfsmanna þess í aðgerðunum.
Fjármálaeftirlitið getur aðeins hafnað beiðni lögbærs yfirvalds í öðru ríki innan EES um að veita upplýsingar eða um aðstoð við vettvangsathugun eða rannsókn ef:
    1. rannsókn, vettvangsathugun eða upplýsingagjöf gætu haft neikvæð áhrif á fullveldi, öryggi eða allsherjarreglu,
    2. málsmeðferð er hafin fyrir dómstólum vegna þeirra atvika sem beiðni lýtur að, eða
    3. dómur er þegar fallinn vegna þeirra aðila og atvika sem beiðni lýtur að.
Fjármálaeftirlitinu ber að upplýsa viðkomandi lögbært yfirvald um ákvörðun sem tekin er skv. 6. mgr. og rökstyðja hana.
Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili sem fellur ekki undir eftirlit þess hafi sýnt af sér háttsemi sem fer gegn ákvæðum laga sem byggjast á ákvæðum tilskipunar 2011/61/ESB skal það tilkynna ESMA og lögbærum yfirvöldum í heima- og gistiríkjum viðkomandi rekstraraðila þar um. Taki Fjármálaeftirlitið við slíkri tilkynningu vegna rekstraraðila með staðfestu hér á landi skal það grípa til viðeigandi aðgerða og tilkynna ESMA og því lögbæra yfirvaldi annars ríkis innan EES sem sendi tilkynninguna um niðurstöður aðgerða og, eftir því sem unnt er, um mikilvæga þætti í framvindu málsins.
110. gr. Upplýsingaskipti vegna mögulegra kerfislegra áhrifa af starfsemi rekstraraðila.
Fjármálaeftirlitið skal veita eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja innan EES upplýsingar svo unnt sé að vakta og bregðast við hugsanlegum áhrifum af starfsemi rekstraraðila, eins eða fleiri, á fjármálastofnanir sem skipta máli með tilliti til fjármálastöðugleika og eðlilegrar starfsemi markaða.
Fjármálaeftirlitið skal veita upplýsingar vegna starfsemi rekstraraðila til ESMA og Evrópska kerfisáhætturáðsins í samræmi við lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Ráðherra setur reglugerð 1) með nánari reglum um upplýsingaskipti vegna mögulegra kerfislegra áhrifa af starfsemi rekstraraðila.
    1)Rg. 555/2020.
111. gr. Upplýsingaskipti innan EES og meðferð persónuupplýsinga.
Upplýsingagjöf rekstraraðila með staðfestu hér á landi og Fjármálaeftirlitsins til evrópskra lögbærra yfirvalda, Eftirlitsstofnunar EFTA og lögbærra yfirvalda annarra ríkja innan EES á grundvelli laga þessara fer eftir ákvæðum laga um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði [og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi]. 1)
Upplýsingaskipti á milli Fjármálaeftirlitsins, evrópskra eftirlitsstofnana, Eftirlitsstofnunar EFTA og lögbærra yfirvalda í öðrum ríkjum innan EES skal háð þagnarskyldu nema:
    1. ef einhver þessara aðila lýsir því yfir þegar samskiptin fara fram að viðkomandi upplýsingar kunni að verða birtar, eða
    2. þegar slík birting er nauðsynleg vegna reksturs dómsmála.
Fjármálaeftirlitinu ber við upplýsingaskipti að fylgja lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
    1)L. 116/2021, 137. gr.
112. gr. Úrlausn ágreinings á milli lögbærra yfirvalda innan EES.
Komi upp ágreiningur milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærs yfirvalds í öðru ríki innan EES vegna 36. gr., 3. tölul. 2. mgr. 64. gr., 2.–7. mgr. 99. gr. eða annarra ákvæða laga þessara sem varða samstarf eða samhæfingu lögbærra yfirvalda getur Fjármálaeftirlitið vísað málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA eða ESMA, eftir því sem við á, til málsmeðferðar skv. 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1095/2010, sbr. 3. gr. laga nr. 24/2017, um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Úrlausn Eftirlitsstofnunar EFTA í slíku máli skal vera bindandi fyrir Fjármálaeftirlitið.
Vísi lögbært yfirvald annars ríkis innan EES ágreiningi við Fjármálaeftirlitið til Eftirlitsstofnunar EFTA, eða eftir atvikum til ESMA, vegna aðgerða Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laga þessara skal úrlausn Eftirlitsstofnunar EFTA í slíku máli vera bindandi fyrir Fjármálaeftirlitið.
113. gr. Tilkynningar Fjármálaeftirlitsins til ESMA.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA:
    1. ársfjórðungslega um starfsleyfi sem hafa verið veitt eða afturkölluð skv. II. kafla, og
    2. árlega um eftirlitsaðgerðir og viðurlög sem beitt hefur verið vegna brota á ákvæðum þessara laga.

XII. kafli. Úrlausn deilumála utan dómstóla.
114. gr. [Úrskurðaraðilar.]1)
Rekstraraðili skal hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði almennra fjárfesta ef ágreiningur rís milli þeirra og rekstraraðilans, m.a. um málskot til [úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála]. 1)
1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.

XIII. kafli. Önnur ákvæði.
115. gr. Fjárhæðir í evrum.
Fjárhæðir í lögum þessum skal umreikna í íslenskar krónur miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
116. gr. Aðfararhæfi.
Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins.
117. gr. Stjórnvaldsfyrirmæli.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal um:
    1. Ferli fyrir umsókn rekstraraðila til að sækja um starfsleyfi og að falla undir gildissvið laganna þrátt fyrir að þeir séu undir fjárhæðarviðmiðum.
    2. Upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda og um samvinnu Fjármálaeftirlitsins við lögbær yfirvöld innan EES þegar óskað er eftir aðstoð eftirlitsins vegna vettvangsathugana eða rannsókna.
    3. Markaðssetningu sérhæfðra sjóða hér á landi til almennra fjárfesta, þar á meðal um upplýsingagjöf, afmörkun fjárfestingarstefnu [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta], 2) innlausnarskyldu og útreikning innlausnarvirðis.
    4. Samruna [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta], 2) skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um:
    1. Ársreikninga sérhæfðra sjóða og rekstraraðila þeirra.
    2. Hvað teljast eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir [rekstraraðila sérhæfðra sjóða] 2) samkvæmt lögum þessum. Í reglunum skal m.a. kveðið á um almenn samskipti rekstraraðila við fjárfesta, upplýsingagjöf til fjárfesta og meðhöndlun kvartana. 3)
    3. Þær upplýsingar sem verða að koma fram í umsókn skv. 81. gr.
    4. Lok mála vegna brota gegn lögunum með sátt.
    5. Ákvörðun á tegundum rekstraraðila sérhæfðra sjóða, m.a. um afmörkun á því hvort rekstraraðili teljist reka opinn sjóð, lokaðan eða bæði. 4)
    6. Upplýsingar sem þurfa að fylgja umsókn um starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða.
    7. Synjun á starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða.
    8. Nánari framkvæmd 16. gr. um virka eignarhluti, þ.m.t. kröfur sem gera á til þeirra sem fara með virkan eignarhlut.
    9. Markaðssetningu sérhæfðra sjóða, m.a. um form og efni tilkynninga, skilyrði rekstraraðila til markaðssetningar sjóða og rekstur sérhæfðra sjóða.
    10. Verðbréfalán [sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta] 2) skv. 95. gr.
    [11. Hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati, sbr. 1. mgr. 14. gr.
    12. [Starfskjarastefnu, kaupaukakerfi og starfslokasamninga, sbr. 21. gr., 21. gr. a og 21. gr. b.] 5)] 2)
    1)Rg. 555/2020. 2)L. 116/2021, 137. gr. 3) Rgl. 353/2022. 4) Rgl. 815/2020. 5)L. 38/2022, 182. gr.
118. gr. Innleiðing.
Með lögum þessum eru eftirfarandi tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins innleiddar:
    1. Tilskipun 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2016 frá 30. september 2016.
    2. Tilskipun 2013/14/ESB frá 21. maí 2013 um breytingu á tilskipun 2003/41/EB um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri, tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) og tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða að því er varðar oftraust á lánshæfismöt, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 frá 9. febrúar 2018.
119. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
120. gr. Breyting á öðrum lögum.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Rekstraraðilum sem reka sérhæfða sjóði við gildistöku laga þessara og lög þessi taka til skal vera heimilt að starfa áfram til 1. janúar 2021. Slíkir aðilar skulu grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að uppfylla skilyrði laga þessara og sækja um starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða eða skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir 1. nóvember 2020. Starfsleyfisskyldum aðilum skal heimill rekstur sérhæfðra sjóða hér á landi án starfsleyfis þar til Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um starfsleyfi, allt til 1. janúar 2021.
II.
Rekstraraðilum sem við gildistöku laga þessara reka einungis lokaða sérhæfða sjóði sem fjárfesta ekki frekar eftir það tímamark er heimilt að reka slíka sjóði áfram án starfsleyfis samkvæmt lögum þessum. Slíkir aðilar skulu skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu í samræmi við 7. gr.
III.
Rekstraraðilum sem reka lokaða sérhæfða sjóði þar sem áskriftartímabili sjóða lýkur fyrir gildistöku laga þessara og líftími sjóða er ekki lengri en þrjú ár frá gildistöku laga þessara er heimilt að reka þá sjóði áfram án þess að sækja um starfsleyfi og án þess að uppfylla skilyrði laga þessara, að undanskilinni 45. gr. og, þar sem við á, VII. kafla. Þeir aðilar skulu skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu í samræmi við 7. gr.
[IV.
Hafi vörsluaðili sem uppfyllir ekki kröfur 33. gr. verið tilnefndur fyrir 1. júní 2021 skal rekstraraðili sérhæfðs sjóðs fyrir hönd sérhæfðs sjóðs tilnefna nýjan vörsluaðila eigi síðar en 31. desember 2021.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
[V.
Rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem rekur sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta og vörsluaðili sjóðanna skulu uppfylla kröfur 2. mgr. 19. gr. um stjórnarmenn eigi síðar en 1. júní 2022.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.
[VI.
Rekstraraðili sérhæfðra sjóða, sem rekur sjóð sem fengið hefur staðfestingu Fjármálaeftirlitsins á því að sjóðurinn lúti fjárfestingarheimildum og reglum X. kafla um fjárfestingarsjóði, skal eigi síðar en 1. janúar 2023 hafa uppfyllt ákvæði laga þessara um breytta hugtakanotkun og vísa til viðkomandi sjóðs þar sem við á sem sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta í stað fjárfestingarsjóðs.] 1)
    1)L. 116/2021, 137. gr.