Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1401, 152. löggjafarþing 533. mál: fjármálafyrirtæki o.fl. (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki).
Lög nr. 38 28. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki).


I. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. 2.–4. mgr. falla brott.
 2. Greinin fær fyrirsögn, svohljóðandi: Markmið.


2. gr.

     Á eftir 1. gr. laganna kemur ný grein, 1. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Gildissvið.
     Lög þessi gilda um innlend fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi og blönduð eignarhaldsfélög og um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja, eignarhaldsfélaga á fjármálasviði, blandaðra eignarhaldsfélaga í fjármálastarfsemi og blandaðra eignarhaldsfélaga hér á landi. Ákvæði laganna sem eiga við um verðbréfafyrirtæki gilda einnig um staðbundin fyrirtæki og fyrirtæki skv. 8. mgr. 14. gr. a. Ákvæði 18. gr., C-hluta VII. kafla, A-hluta XII. kafla, 104. og 105. gr. laga þessara og reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 gilda þó ekki um fyrirtæki skv. 2. málsl. nema annað sé tekið fram.
     Lögin gilda ekki um seðlabanka, póstgíróstofnanir eða þá aðila sem taldir eru upp í 4.–24. tölul. 5. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB. Þó skal beita ákvæðum laga þessara um starfsemi þvert á landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins og samstæðueftirlit um póstgíróstofnanir og þá aðila sem taldir eru upp í 4.–24. tölul. 5. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB líkt og þeir væru fjármálastofnanir. Málsgrein þessi gildir ekki um Byggðastofnun og Lánasjóð sveitarfélaga ohf.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. a laganna, sem verður 1. gr. b:
 1. 1.–4. tölul. 1. mgr. orðast svo:
  1. Fjármálafyrirtæki: Lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki.
  2. Lánastofnun: Fyrirtæki sem starfar við að taka á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veita lán fyrir eigin reikning.
  3. Verðbréfafyrirtæki: Verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, að frátöldum lánastofnunum, staðbundnum fyrirtækjum og fyrirtækjum skv. 8. mgr. 14. gr. a.
  4. Staðbundið fyrirtæki: Fyrirtæki sem stundar viðskipti fyrir eigin reikning á mörkuðum fyrir staðlaða framvirka samninga, valrétti eða aðrar afleiður og á lausafjármörkuðum, eingöngu í þeim tilgangi að verja stöður á afleiðumörkuðum, eða það stundar viðskipti fyrir reikning annarra sem eiga aðild að sömu mörkuðum og þar sem gert er ráð fyrir að uppgjörsaðilar ábyrgist að staðið verði við samninga sem slíkt fyrirtæki gerir.
 2. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Lykilstarfsmaður: Starfsmaður fjármálafyrirtækis, annar en framkvæmdastjóri, sem stöðu sinnar vegna getur haft veruleg áhrif á stefnu fyrirtækisins.
 3. 9.–11., 13.–18., 21.–25., 27.–45. og 47. tölul. 1. mgr. falla brott.
 4. Við 12. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Allar starfsstöðvar, sem komið hefur verið á fót í einu aðildarríki á vegum lánastofnunar sem hefur aðalskrifstofu sína í öðru aðildarríki, teljast eitt útibú.
 5. Við 1. mgr. bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Innri aðferð: Innramatsaðferðin skv. 1. mgr. 143. gr., eiginlíkansaðferðin skv. 221. gr., eigin matsaðferðin skv. 225. gr., þróuðu mæliaðferðirnar skv. 2. mgr. 312. gr., eiginlíkansaðferðin skv. 283. og 363. gr. og innri virðingaraðferðin skv. 3. mgr. 259. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
  2. Kerfisáhætta: Hætta á truflun á fjármálakerfinu sem gæti haft verulegar neikvæðar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og raunhagkerfið.
  3. Raunverulegur eigandi: Raunverulegur eigandi samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
  4. Þriðjaríkissamstæða: Samstæða þar sem móðurfélagið er með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.
 6. 2. mgr. orðast svo:
 7.      Önnur hugtök hafa í lögum þessum þá merkingu sem í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 greinir.
 8. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 9.      Til að tryggja að kröfurnar eða eftirlitsheimildirnar sem mælt er fyrir um í lögum þessum gildi á samstæðu- eða undirsamstæðugrunni í samræmi við lögin skulu hugtökin fjármálafyrirtæki, móðurstofnun í aðildarríki, móðurstofnun á Evrópska efnahagssvæðinu og móðurfélag einnig ná yfir:
  1. Eignarhaldsfélög á fjármálasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi sem hafa hlotið samþykki í samræmi við B-hluta VI. kafla.
  2. Tilnefnd fjármálafyrirtæki sem eru undir yfirráðum móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu, blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði í aðildarríki eða blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í aðildarríki, ef viðkomandi móðurfélag þarf ekki samþykki, sbr. 2. mgr. 49. gr. b.
  3. Eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi eða fjármálafyrirtæki sem bera ábyrgð á því að farið sé að kröfum laga þessara á samstæðugrunni skv. 4. tölul. 3. mgr. 49. gr. g.4. gr.

     Á eftir 1. gr. a laganna kemur ný grein, 1. gr. c, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Lögfesting.
     Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 1 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2020, hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt á bls. 1 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 99 frá 12. desember 2019, og bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, með breytingum samkvæmt:
 1. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/62 frá 10. október 2014 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfallið, sem er birt á bls. 303 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 21. apríl 2022.
 2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1014 frá 8. júní 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágur fyrir seljendur hrávöru, sem er birt á bls. 342 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
 3. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2188 frá 11. ágúst 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágu á kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar tiltekin sértryggð skuldabréf, sem er birt á bls. 30 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 22. júlí 2021.
 4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að milda áhrifin á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir meðhöndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila gefnum upp í heimagjaldmiðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 94 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 25. júní 2020.
 5. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/630 frá 17. apríl 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar lágmarkstryggingavernd fyrir tapi vegna vanefndra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 22 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 frá 7. febrúar 2020, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.
 6. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettófjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættuskuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættuskuldbindingar gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættuskuldbindingar, skýrslugjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 8 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 5. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.
 7. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/873 frá 24. júní 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) 2019/876 að því er varðar vissar aðlaganir til að bregðast við COVID-19-faraldrinum, sem er birt á bls. 234 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 5. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.

     Í lögum þessum er vísað til reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 með breytingum skv. 1. mgr. sem reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     Seðlabanki Íslands er lögbært yfirvald í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og fer Fjármálaeftirlitið með þau verkefni sem því eru falin. Skilavald samkvæmt lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja fer með þau verkefni sem skilastjórnvöldum eru falin skv. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar.

5. gr.

     Fyrirsögn I. kafla laganna verður: Almenn ákvæði.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „veitir“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lánastofnunum.
 2. Í stað orðanna „Fjármálafyrirtæki“ og „það“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Lánastofnun; og: hún.
 3. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í inngangsmálslið 2. mgr. kemur: lánastofnunar.
 4. Í stað orðanna „ráðandi stöðu“ í c-lið 2. mgr. kemur: yfirráð.
 5. Í stað orðanna „sbr. 42. og 52. gr.“ í 3. mgr. kemur: sbr. 42. gr. a og 52. gr.


7. gr.

     3. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Leyfisskyld starfsemi.
     Einungis lögaðilar sem hafa starfsleyfi sem lánastofnanir mega starfa við að taka við innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.
     Um aðrar starfsheimildir lánastofnana fer skv. IV. kafla, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi þeirra.

8. gr.

     4. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Tegundir starfsleyfa.
     Lánastofnun getur fengið starfsleyfi sem viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. 6. tölul. orðast svo: Upplýsingar um stofnendur, hluthafa eða stofnfjáreigendur, sem ráða beint eða óbeint yfir virkum eignarhlut, og hlutfallslegt eignarhald hvers þeirra. Fari enginn með virkan eignarhlut skal upplýsa um 20 stærstu hluthafa eða stofnfjáreigendur.
 2. Á eftir 8. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Upplýsingar um samstæðu sem fyrirtækið tilheyrir, þar á meðal móðurfélög, eignarhaldsfélög á fjármálasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi í samstæðunni.
 3. Orðin „23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og“ í 9. tölul. falla brott.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðanna „Fjármálafyrirtæki“ og „þess“ í 3. málsl. 2. mgr. og orðsins „Fjármálafyrirtæki“ í 3. mgr. kemur: Lánastofnun; og: hennar.
 3. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækja“ í 4. mgr. kemur: lánastofnana.
 4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um starfsleyfi sem það veitir lánastofnunum.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Fullnægi umsókn eða umsækjandi ekki skilyrðum laga þessara, þar á meðal um eftirlitskerfi með áhættu og hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og eigenda virkra eignarhluta, að mati Fjármálaeftirlitsins skal það synja um starfsleyfi.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Starfsleyfi skal ekki veitt ef náin tengsl umsækjanda við einstaklinga eða lögaðila hindra eftirlit með fyrirtækinu af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við ef lög eða reglur ríkis utan Evrópska efnahagssvæðisins sem gilda um slíka tengda aðila eða vandkvæði tengd framkvæmd þeirra hindra eftirlit.


12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 1. málsl. kemur: lánastofnanir.
 2. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 2. málsl. kemur: lánastofnun.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skrá yfir lánastofnanir.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í inngangsmálslið 1. mgr. kemur: lánastofnunar.
 2. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: fullnægi fyrirtækið ekki varfærniskröfunum sem settar eru fram í 3., 4. eða 6. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, að frátöldum ákvæðum 92. gr. a og 92. gr. b reglugerðarinnar, eða kröfum Fjármálaeftirlitsins skv. 1. eða 10. tölul. 3. mgr. 107. gr. a.
 3. Í stað tilvísunarinnar „42. og 52. gr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 42. gr. a og 52. gr.
 4. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: ef náin tengsl fyrirtækisins við einstaklinga eða lögaðila eða lög eða reglur ríkis utan Evrópska efnahagssvæðisins sem gilda um slíka tengda aðila eða vandkvæði tengd framkvæmd þeirra hindra eftirlit með fyrirtækinu af hálfu Fjármálaeftirlitsins.
 5. Í stað tilvísunarinnar „86. gr. h – 86. gr. j“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 107. gr. c – 107. gr. e.
 6. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 8. og 9. tölul. 1. mgr. kemur: fyrirtækið.
 7. 10. tölul. 1. mgr. orðast svo: brjóti fyrirtækið gegn skyldu til þess að viðhalda kerfisáhættuauka skv. 86. gr. g og takmarkanir á grundvelli G-hluta X. kafla hafa ekki náð tilætluðum árangri.
 8. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: brjóti fyrirtækið alvarlega eða ítrekað gegn lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 9. Í stað orðanna „fjármálafyrirtækis“ og „þess“ í 3. mgr. kemur: lánastofnunar; og: hennar.
 10. Í stað orðanna „fjármálafyrirtæki“ og „því“ í 4. mgr. kemur: lánastofnun; og: henni.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Fjármálaeftirlitið skal tilkynna stjórn lánastofnunar um afturköllun á starfsleyfi hennar. Það skal jafnframt senda Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni tilkynninguna ásamt ástæðum fyrir afturkölluninni og birta tilkynninguna í Lögbirtingablaði og auglýsa í fjölmiðlum. Starfræki fyrirtækið útibú eða þjónustustarfsemi í öðru aðildarríki skal Fjármálaeftirlitið einnig senda lögbærum yfirvöldum í því ríki tilkynninguna án tafar.
 3. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í 2. mgr. kemur: lánastofnunar.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tilkynning um afturköllun og slit lánastofnunar.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. a laganna:
 1. Í stað orðanna „fjármálafyrirtækja“ og „fjármálafyrirtækis“ tvívegis í 1. mgr. og „fjármálafyrirtæki“ og „fjármálafyrirtækið“ í 2. mgr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli og tölu: lánastofnun.
 2. Í stað orðsins „því“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: henni.
 3. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „ákvörðunarinnar og rökstuðning send lögbærum eftirlitsaðila“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: ákvörðunar skv. 1. mgr. og rökstuðningur sendur lögbæru yfirvaldi.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Takmörkun á starfsemi lánastofnunar.


16. gr.

     Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Starfsleyfi lánastofnunar.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækja“ í 1. mgr. kemur: lánastofnana.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Búsetuskilyrði stofnenda lánastofnunar.


18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo: Lánastofnunum er einum heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðin „lánastofnun“, „banki“, „viðskiptabanki“, „fjárfestingarbanki“, „sparisjóður“ og „lánafyrirtæki“, ein sér eða samtengd öðrum orðum, í samræmi við starfsleyfi sitt.
 2. Í stað orðanna „erlends og innlends fjármálafyrirtækis“ í 2. mgr. kemur: erlendrar og innlendrar lánastofnunar.
 3. Í stað orðsins „Fjármálafyrirtæki“ í 3. mgr. kemur: Lánastofnun.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Heiti lánastofnunar.


19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Fjármálafyrirtæki“ í 1. málsl. kemur: Viðskiptabanki og lánafyrirtæki.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Rekstrarform lánastofnunar.


20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Stofnframlag skal samanstanda af einum eða fleiri liðum sem um getur í a–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Þrátt fyrir 1. mgr. getur stofnframlag sparisjóðs sem hefur ekki starfsheimildir skv. 7.–9., 11. og 12. tölul. 1. mgr. 20. gr. og veitir ekki þjónustu erlendis að lágmarki numið jafnvirði 1 millj. evra (EUR) í íslenskum krónum.
 4. Í stað orðanna „hlutafé eða stofnfé“ og „hlutafjár eða stofnfjár“ í 3. og 4. mgr. kemur: stofnframlag; og: stofnframlags.
 5. Tilvísunin „skv. 84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.“ í 5. mgr. fellur brott.
 6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 7.      Ráðherra er heimilt að breyta fjárhæðum samkvæmt þessari grein með reglugerð til samræmis við undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í 146. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB.


21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. a laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Stofnframlag skal samanstanda af einum eða fleiri liðum sem um getur í a–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 2. Í stað orðanna „Hlutafé“ og „hlutafjár“ í 2.–5. og 7.–8. mgr. kemur: stofnframlag; og: stofnframlags.
 3. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Fjármálaeftirlitið getur heimilað verðbréfafyrirtæki, sem fellur undir 3. mgr., með leyfi til að framkvæma fyrirmæli varðandi fjármálagerninga fyrir hönd viðskiptavina, að varðveita slíka fjármálagerninga fyrir eigin reikning séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
  1. Slíkar stöður í fjármálagerningum megi einungis rekja til þess að ekki hafi tekist að mæta fyrirmælum viðskiptavina nákvæmlega.
  2. Heildarmarkaðsverðmæti fjármálagerninga samkvæmt þessari málsgrein fari ekki yfir 15% af stofnframlagi verðbréfafyrirtækisins.
  3. Ákvæði 92.–95. gr. og 4. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 séu uppfyllt.
  4. Um sé að ræða ráðstafanir til bráðabirgða sem takmarkast við það tímamark sem nauðsynlegt er til að framkvæma fyrirmælin.

 5. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 6.      Heimild verðbréfafyrirtækis til að fjárfesta í fjármálagerningum utan veltubókar í því skyni að ávaxta eigið fé sitt telst ekki til heimildar skv. c-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, hvað 3. og 5. mgr. þessarar greinar varðar.
 7. Í stað 6. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 8.      Fyrirtæki sem annast móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, eignastýringu og/eða fjárfestingarráðgjöf, sbr. a-, b-, d- og e-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, en stundar ekki aðra fjárfestingarþjónustu eða fjárfestingarstarfsemi samkvæmt sama tölulið og hefur ekki heimild til vörslu eða umsýslu í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, sbr. a-lið 67. tölul. sömu málsgreinar, né til að halda peningum eða verðbréfum viðskiptavina sinna af öðrum sökum og má því aldrei koma sér í skuld við þá, skal hafa:
  1. stofnframlag að lágmarki jafnvirði 50 þús. evra (EUR) í íslenskum krónum,
  2. starfsábyrgðartryggingu sem tekur til alls Evrópska efnahagssvæðisins eða aðra sambærilega tryggingu til að mæta bótakröfum vegna vanrækslu í starfi sem nemur að lágmarki 1 millj. evra (EUR) fyrir hverja kröfu og samtals 1,5 millj. evra (EUR) á ári fyrir allar kröfur eða
  3. samsetningu stofnframlags og starfsábyrgðartryggingar sem veitir sambærilega tryggingu og þá sem um getur í a- eða b-lið.

       Þrátt fyrir 8. mgr. skal fyrirtæki samkvæmt málsgreininni sem er á skrá yfir vátryggingamiðlara samkvæmt lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, hafa:
  1. stofnframlag að lágmarki jafnvirði 25 þús. evra (EUR) í íslenskum krónum,
  2. starfsábyrgðartryggingu sem tekur til alls Evrópska efnahagssvæðisins eða aðra sambærilega tryggingu til að mæta bótakröfum vegna vanrækslu í starfi sem nemur að lágmarki 500 þús. evrum (EUR) fyrir hverja kröfu og samtals 750 þús. evrum (EUR) á ári fyrir allar kröfur eða
  3. samsetningu stofnframlags og starfsábyrgðartryggingar sem veitir sambærilega tryggingu og þá sem um getur í a- eða b-lið.

 9. Í stað tilvísunarinnar „2.–5. mgr.“ í 9. mgr. kemur: 2.–9. mgr.
 10. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 11.      Ráðherra er heimilt að breyta fjárhæðum samkvæmt þessari grein með reglugerð til samræmis við undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í 146. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB.
 12. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Stofnframlag verðbréfafyrirtækja og skyldra fyrirtækja.


22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Fjármálafyrirtæki“ kemur: Lánastofnun.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Höfuðstöðvar lánastofnunar.


23. gr.

     17. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

24. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 17. gr. b laganna fellur brott.

25. gr.

     Á eftir 17. gr. b laganna kemur ný grein, 17. gr. c, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Skráning viðskipta og skjalfesting ferla.
     Fjármálafyrirtæki skulu skrá öll viðskipti sín og skjalfesta stefnur, kerfi og ferla sem falla undir lög þessi með hætti sem gerir Fjármálaeftirlitinu kleift að sannreyna öllum stundum að farið sé að lögunum.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „eiginfjárstöðu fyrirtækisins“ í 1. málsl. kemur: eigin- og lausafjárstöðu fyrirtækisins og önnur atriði sem um getur í 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 2. 4. málsl. fellur brott.


27. gr.

     4. málsl. 4. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
 1. B-liður 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: fasteignalána.
 2. 6. tölul. 1. mgr. orðast svo: Að veita ábyrgðir og lánsloforð.
 3. Inngangsmálsliður 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Viðskipta fyrir eigin reikning eða fyrir reikning viðskiptavina með.
 4. C-liður 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: staðlaða framvirka samninga og valrétti (vilnanir).
 5. 8. tölul. 1. mgr. orðast svo: Þátttöku í útboðum verðbréfa og þjónustustarfsemi sem tengist slíkum útboðum.
 6. 9. tölul. 1. mgr. orðast svo: Ráðgjafar til fyrirtækja um fjármagnsskipan, áætlanagerð og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
 7. 2. mgr. orðast svo:
 8.      Viðskiptabönkum og sparisjóðum er skylt að veita þjónustu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr.
 9. Í stað tilvísunarinnar „14. tölul.“ í 3. mgr. kemur: 15. tölul.
 10. 4. mgr. orðast svo:
 11.      Viðskiptabankar, sparisjóðir með stofnframlag skv. 1. mgr. 14. gr. og lánafyrirtæki geta haft heimildir til fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi og viðbótarþjónustu samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.
 12. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 13.      Lánastofnunum sem ekki er heimilt að eiga viðskipti fyrir eigin reikning skv. 7. tölul. 1. mgr. er þrátt fyrir það heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum utan veltubókar í því skyni að ávaxta eigið fé sitt.
 14. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Starfsheimildir lánastofnana.


29. gr.

     Í stað orðanna „Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum“ þrívegis í 21. gr. laganna kemur: Lánastofnunum.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum“ tvívegis og „viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki“ tvívegis í greininni kemur: Lánastofnunum; og: lánastofnun.
 2. Í stað orðsins „þeirra“ tvívegis í greininni kemur: hennar.


31. gr.

     Í stað orðanna „sem uppfylla ákvæði 2. mgr.“ í 23. gr. laganna kemur: með stofnframlag skv. 1. mgr.

32. gr.

     Fyrirsögn A-hluta IV. kafla laganna verður: Lánastofnanir.

33. gr.

     B-hluti IV. kafla laganna fellur brott, ásamt fyrirsögnum.

34. gr.

     28. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

35. gr.

     Í stað tilvísananna „116. gr. a“ og „1. mgr. 84. gr. e“ í 1. mgr. 28. gr. a laganna kemur: 3. tölul. 1. mgr. 107. gr. i; og: reglugerð (ESB) nr. 575/2013.

36. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 30. gr.“ í 3. málsl. og orðsins „stjórnarmanna“ í 4. málsl. 2. mgr. 29. gr. a laganna kemur: skv. 4. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013; og: stjórnarmenn.

37. gr.

     29. gr. b – 30. gr. a laganna falla brott, ásamt fyrirsögnum.

38. gr.

     Fyrirsögn C-hluta IV. kafla laganna orðast svo: Eignarhlutir í fyrirtækjum og lánveitingar.

39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Erlend lánastofnun, sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, getur stofnsett útibú hér á landi tveimur mánuðum eftir að Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu um fyrirhugaða starfsemi frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki fyrirtækisins. Heimilt er að stofnsetja útibúið fyrr með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Útibúinu er heimilt að stunda hverja þá starfsemi sem lög þessi taka til, enda sé hún fyrirtækinu heimil í heimaríki þess. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa erlendu lánastofnunina um skilyrði sem starfsemin er háð og sett hafa verið í þágu almannahagsmuna, ef þörf krefur. Svissneskar og færeyskar lánastofnanir geta stofnað útibú með þeim hætti sem segir í þessari málsgrein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og lánastofnana með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Seðlabanka Íslands og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Útibú lánastofnana innan EES.


40. gr.

     Á eftir 31. gr. laganna kemur ný grein, 31. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Mikilvægt útibú erlends fjármálafyrirtækis á Íslandi.
     Starfræki fjármálafyrirtæki með staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, annað en verðbréfafyrirtæki skv. 95. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, útibú hér á landi getur Fjármálaeftirlitið lagt fram beiðni til eftirlitsaðila á samstæðugrunni eða lögbærs yfirvalds í heimaríki fjármálafyrirtækisins um að útibúið teljist mikilvægt. Beiðnin skal vera rökstudd, einkum með tilliti til:
 1. Þess hvort hlutur útibúsins í innlánum á Íslandi sé meiri en 2%.
 2. Líklegra áhrifa tímabundinnar stöðvunar eða lokunar á starfsemi fjármálafyrirtækisins á kerfislæga lausafjárstöðu og greiðslu-, greiðslujöfnunar- og uppgjörskerfi á Íslandi.
 3. Stærðar og mikilvægis útibúsins með tilliti til fjölda viðskiptavina innan banka- eða fjármálakerfis Íslands.

     Fjármálaeftirlitið skal leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu með viðkomandi yfirvaldi um hvort útibú teljist mikilvægt. Ef ekki næst sameiginleg niðurstaða innan tveggja mánaða frá móttöku beiðni frá Fjármálaeftirlitinu skv. 1. mgr. skal Fjármálaeftirlitið ákveða innan næstu tveggja mánaða hvort útibúið teljist mikilvægt. Við ákvörðunina skal það taka tillit til skoðana og fyrirvara viðkomandi yfirvalds. Fjármálaeftirlitið skal rökstyðja ákvörðunina og senda viðkomandi yfirvaldi.
     Hafi lögbært yfirvald fjármálafyrirtækis með staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfrækir mikilvægt útibú hér á landi ekki haft samráð við Fjármálaeftirlitið um ráðstafanir fyrirtækisins til að tryggja að viðbragðsáætlun til að bregðast við lausafjárvanda geti komið til tafarlausra framkvæmda þegar það hefur þýðingu fyrir lausafjáráhættu í íslenskum krónum, eða ef Fjármálaeftirlitið telur ráðstafanirnar ekki fullnægjandi, getur Fjármálaeftirlitið vísað málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

41. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Erlendu fjármálafyrirtæki“, „Svissnesk og færeysk fjármálafyrirtæki“ og „fjármálafyrirtækja“ kemur: Erlendri lánastofnun; Svissneskar og færeyskar lánastofnanir; og: lánastofnana.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Þjónusta lánastofnunar innan EES án stofnunar útibús.


42. gr.

     Á eftir 32. gr. laganna kemur ný grein, 32. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Þjónusta eða stofnun útibús hjá fjármálastofnun innan EES.
     Erlend fjármálastofnun, sem er dótturfélag lánastofnunar eða sameiginlegt dótturfélag tveggja eða fleiri lánastofnana og hefur staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, og dótturfélag slíkrar fjármálastofnunar getur stofnsett útibú hér á landi eða veitt þjónustu hér á landi án stofnunar útibús sem fyrirtækinu er heimil í heimaríki þess. Svissneskar og færeyskar fjármálastofnanir og dótturfélög þeirra geta stofnað útibú eða veitt þjónustu án stofnunar útibús með þeim hætti sem segir í þessari grein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og fjármálastofnana eða dótturfélaga þeirra með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Seðlabanka Íslands og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
     Heimild skv. 1. mgr. er háð því að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt og að Fjármálaeftirlitinu hafi borist staðfesting lögbærs yfirvalds í heimaríki móðurfélags eða -félaga þess efnis:
 1. Fjármálastofnunin lýtur lögum annars aðildarríkis og móðurfélagið eða -félögin hafa starfsleyfi sem lánastofnanir í sama aðildarríki.
 2. Umrædd starfsemi fer í reynd fram á yfirráðasvæði þessa sama aðildarríkis.
 3. Móðurfélagið eða -félögin fara með a.m.k. 90% af atkvæðamagni því sem fylgir hlutum í fjármálastofnuninni.
 4. Móðurfélagið eða -félögin uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um heilbrigða og trausta stjórnun fjármálastofnunarinnar og hafa jafnframt lýst því yfir, með samþykki lögbærra yfirvalda í heimaríki þeirra, að þau beri óskipta ábyrgð á þeim skuldbindingum sem fjármálastofnunin stofnar til.
 5. Dótturfélagið heyrir undir eftirlit á samstæðugrunni sem móðurfélagið eða sérhvert móðurfélaganna lýtur til samræmis við 3. kafla VII. bálks tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og 2. kafla II. bálks 1. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, einkum hvað snertir eiginfjárkröfur skv. 92. gr., stórar áhættuskuldbindingar skv. 4. hluta og virka eignarhluti utan fjármálageirans skv. 89. og 90. gr. reglugerðarinnar.

     Ákvæði laga um hlutafélög varðandi útibú erlendra hlutafélaga eiga ekki við um útibú skv. 1. mgr.

43. gr.

     33. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Útibú lánastofnana utan EES.
     Fjármálaeftirlitið getur heimilað lánastofnun með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins að opna útibú hér á landi. Skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis er að fyrirtækið hafi leyfi til að stunda starfsemi í heimaríki sínu hliðstæða þeirri sem það hyggst stunda hér á landi og að sú starfsemi sé háð sambærilegu eftirliti í heimaríkinu.
     Útibú lánastofnunar með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal a.m.k. árlega veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um:
 1. Heildareignir sem svara til starfsemi útibúsins.
 2. Aðgengi útibúsins að lausafjáreignum, einkum í íslenskum krónum.
 3. Eiginfjárgrunn sem er til umráða fyrir útibúið.
 4. Innstæðutryggingakerfi sem stendur eigendum innstæðna hjá útibúinu til boða.
 5. Áhættustýringu útibúsins.
 6. Stjórnarhætti útibúsins og lykilstarfsmenn.
 7. Endurbótaáætlanir sem útibúið heyrir undir.
 8. Annað sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt til að hafa heildstætt eftirlit með starfsemi útibúsins.

     Fjármálaeftirlitið skal upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um:
 1. Leyfi sem það veitir lánastofnunum með staðfestu í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins til að opna útibú hér á landi og breytingar á áður veittum leyfum.
 2. Heildareignir og -skuldir útibúa lánastofnana með staðfestu í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins hér á landi.
 3. Heiti þriðjaríkissamstæðna sem útibú tilheyra.


44. gr.

     34. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Úrræði vegna starfsemi erlendra lánastofnana.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að krefja erlendar lánastofnanir sem hafa útibú á Íslandi um skýrslu með reglulegu millibili um starfsemi sína á Íslandi í þeim tilgangi að afla upplýsinga eða tölfræði eða vegna framkvæmdar ákvæða laga þessara um mikilvæg útibú, einkum til að meta hvort útibú sé mikilvægt, eða eftirlits samkvæmt þessari grein. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að krefja útibú erlendra lánastofnana með heimild til að veita fjárfestingarþjónustu eða stunda fjárfestingarstarfsemi um allar nauðsynlegar upplýsingar til að meta hvort útibúið fylgi viðeigandi reglum um fjárfestavernd og gegnsæi viðskipta.
     Ef Fjármálaeftirlitið hefur, á grundvelli upplýsinga frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki erlendrar lána- eða fjármálastofnunar með starfsemi hérlendis, hvort sem er með eða án útibús, rökstudda ástæðu til að ætla að hún brjóti gegn ákvæðum laga þessara eða annarra laga, eða að veruleg hætta sé á því, skal Fjármálaeftirlitið gera lögbæra yfirvaldinu í heimaríkinu aðvart. Ef lögbæra yfirvaldið í heimaríkinu grípur ekki til fullnægjandi ráðstafana til að stöðva ólögmæta háttsemi fyrirtækisins eða Fjármálaeftirlitið telur að yfirvaldið muni ekki gera það getur Fjármálaeftirlitið leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
     Áður en ferli skv. 2. mgr. er lokið er Fjármálaeftirlitinu heimilt að grípa til bráðabirgðaaðgerða ef brýna nauðsyn ber til í því skyni að viðhalda fjármálastöðugleika til að verja verulega heildarhagsmuni innlánseigenda, fjárfesta og viðskiptamanna lánastofnunar á Íslandi. Þær geta falið í sér frestanir á greiðslum enda feli þær ekki í sér að lánardrottnar lánastofnunar hér á landi njóti betri meðferðar en lánardrottnar í öðrum aðildarríkjum. Fjármálaeftirlitið skal fella bráðabirgðaaðgerðir úr gildi þegar þeirra er ekki lengur þörf eða ef yfirvöld í heimaríki lánastofnunarinnar taka ákvörðun um endurskipulagningu fjárhags hennar. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa Eftirlitsstofnun EFTA, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina og lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja um bráðabirgðaaðgerðir samkvæmt þessari málsgrein án ástæðulausrar tafar.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að banna erlendri lánastofnun að stunda starfsemi hér á landi hafi hlutaðeigandi fyrirtæki brotið gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga þessara eða samþykktum og reglum settum samkvæmt þeim eða gegn ákvæðum annarra laga um fjármálafyrirtæki, enda hafi ekki tekist að binda enda á framangreind brot með úrræðum samkvæmt lögum þessum.
     Ef erlend lánastofnun sem hefur starfsemi hérlendis er svipt starfsleyfi skal Fjármálaeftirlitið grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að fyrirtækið stundi frekari viðskipti hérlendis og vernda hagsmuni innlánseigenda.
     Um málsmeðferð samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið eftir því sem við á.

45. gr.

     35. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra getur sett reglugerð um heimildir erlendra lánastofnana til starfsemi hér á landi og innlendra lánastofnana erlendis. Í reglugerðinni má m.a. kveða á um eftirlit með og nánari kröfur til útibúa og umboðsskrifstofa erlendra lánastofnana, um heimildir fjármálastofnana og dótturfélaga lánastofnana til að stunda fjármálastarfsemi hér á landi og um heimildir innlendra fjármálastofnana til að stunda fjármálastarfsemi erlendis.

46. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Innlend fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. kemur: Innlendar lánastofnanir.
 2. Orðin „starfsemi útibúsins“ í 2. mgr. falla brott.
 3. 1. og 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ef Fjármálaeftirlitið bannar ekki stofnun útibús skv. 4. mgr. skal það eigi síðar en þremur mánuðum frá því að því bárust upplýsingar skv. 2. mgr. senda þær til lögbærra yfirvalda gistiríkis. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið senda lögbærum yfirvöldum gistiríkis upplýsingar um fjárhæð og samsetningu eiginfjárgrunns fyrirtækisins og eiginfjárkröfur til þess skv. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 4. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: lánastofnunar.
 5. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um slík bönn.
 6. Í stað orðsins „Fjármálafyrirtæki“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Lánastofnun.
 7. Á eftir orðinu „Fjármálaeftirlitinu“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: og lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem hún starfrækir útibú skriflega.
 8. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.


47. gr.

     Á eftir 36. gr. laganna kemur ný grein, 36. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Mikilvægt útibú innan EES.
     Fjármálaeftirlitið skal viðurkenna og fara eftir ákvörðun lögbærs yfirvalds í öðru aðildarríki um að útibú íslensks fjármálafyrirtækis í því ríki teljist mikilvægt.
     Fjármálaeftirlitið skal:
 1. Láta lögbæru yfirvaldi mikilvægs útibús íslensks fjármálafyrirtækis í té upplýsingar skv. 4. og 5. tölul. 1. mgr. 109. gr. x og eiga í samstarfi við yfirvaldið við framkvæmd 3. tölul. 1. mgr. 109. gr. c.
 2. Láta lögbæra yfirvaldinu í té upplýsingar um niðurstöður mats á áhættu fyrirtækisins skv. 80. gr. og, eftir atvikum, 109. gr. d að því marki sem þær varða viðkomandi útibú.
 3. Tilkynna lögbæra yfirvaldinu um ákvarðanir sem Fjármálaeftirlitið tekur skv. 3. mgr. 107. gr. a að því marki sem þær varða viðkomandi útibú.
 4. Eiga samráð við lögbæra yfirvaldið um ráðstafanir fyrirtækisins skv. 9. mgr. 78. gr. h til að tryggja að viðbragðsáætlun til að bregðast við lausafjárvanda geti komið til tafarlausra framkvæmda þegar það hefur þýðingu fyrir lausafjáráhættu í gjaldeyri þess aðildarríkis þar sem útibúið er.

     Fjármálaeftirlitið skal koma á fót og stýra samstarfshópi með lögbærum yfirvöldum sem hafa eftirlit með mikilvægum útibúum íslensks fjármálafyrirtækis í öðrum aðildarríkjum til þess að greiða fyrir samstarfi skv. 2. mgr. og 109. gr. v, enda eigi 109. gr. j ekki við. Fjármálaeftirlitið skal í samráði við önnur lögbær yfirvöld í starfshópnum setja skrifleg viðmið um vinnutilhögun hans. Fjármálaeftirlitið stýrir fundum samstarfshóps og boðar til hans þau yfirvöld sem hann varðar. Það skal tilkynna öllum meðlimum samstarfshóps fyrir fram um fundi með dagskrá. Fjármálaeftirlitið skal svo fljótt sem auðið er upplýsa meðlimi samstarfshóps um ákvarðanir sem teknar eru á fundum og til hvaða aðgerða er gripið.

48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ tvívegis í 1. mgr. kemur: lánastofnun.
 2. Í stað orðanna „eftirlitsaðila“ og „fjármálafyrirtækisins“ í 2. mgr. kemur: yfirvalda; og: lánastofnunarinnar.
 3. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: lánastofnunar.
 4. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækið“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: lánastofnunin.


49. gr.

     Á eftir 37. gr. laganna kemur ný grein, 37. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Tilkynning um stofnun útibús eða þjónustu fjármálastofnunar án stofnunar útibús.
     Innlend fjármálastofnun sem er dótturfélag lánastofnunar eða sameiginlegt dótturfélag tveggja eða fleiri lánastofnana sem hyggst starfrækja útibú eða veita þjónustu án stofnunar útibús samkvæmt lögum þessum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram. Sama gildir um dótturfélag slíkrar fjármálastofnunar.
     Tilkynningu skv. 1. mgr. skulu fylgja upplýsingar skv. 2. mgr. 36. gr. ef til stendur að starfrækja útibú en upplýsingar skv. 2. málsl. 1. mgr. 37. gr. ef til stendur að veita þjónustu án stofnunar útibús.
     Fjármálaeftirlitið skal sannreyna hvort þeim skilyrðum sem um getur í 1. mgr. 32. gr. a sé fullnægt og láta fjármálastofnuninni eða dótturfélaginu í té staðfestingu þar að lútandi. Ef skilyrðunum er fullnægt skal Fjármálaeftirlitið jafnframt tilkynna lögbærum yfirvöldum hlutaðeigandi ríkis um fjárhæð og samsetningu eiginfjárgrunns fjármálastofnunarinnar og fjárhæð áhættugrunns lánastofnunar sem er móðurfélag fjármálastofnunarinnar, eins og áhættugrunnurinn er reiknaður skv. 3. og 4. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     Fjármálaeftirlitið getur bannað starfsemi skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun eða fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálastofnunar eða dótturfélags hennar sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er.
     Breytingar á áður tilkynntum atriðum samkvæmt þessari grein skulu tilkynntar Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en einum mánuði áður en þær koma til framkvæmda. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálastofnunin eða dótturfélag hennar veitir þjónustu um breytingar á áður veittum upplýsingum.

50. gr.

     Í stað orðanna „fjármálafyrirtæki“ og „fjármálafyrirtækis“ í 38. gr. laganna kemur: lánastofnun; og: lánastofnunar.

51. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hyggist fjármálafyrirtæki“ kemur: Hyggist lánastofnun.
 2. Orðin „og skal hún rökstudd“ í lokamálslið falla brott.


52. gr.

     Á eftir 39. gr. laganna kemur ný grein, 39. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Ráðstafanir vegna brota.
     Ef lögbært yfirvald í öðru aðildarríki þar sem íslenskt fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnun er með starfsemi tilkynnir Fjármálaeftirlitinu um að það hafi rökstudda ástæðu til að ætla að fyrirtækið brjóti gegn ákvæðum laga eða stjórnvaldsfyrirmæla sem innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB eða reglugerð (ESB) nr. 575/2013, eða að veruleg hætta sé á því, skal Fjármálaeftirlitið tafarlaust gera ráðstafanir til að tryggja að fyrirtækið fari eftir ákvæðunum. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbæra yfirvaldinu um ráðstafanirnar.

53. gr.

     40. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Tilkynning til Fjármálaeftirlitsins.
     Aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í lánastofnun skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín. Hið sama á við hyggist aðili, einn sér eða í samstarfi við aðra, auka svo við virkan eignarhlut sinn að hlutafé, stofnfé eða atkvæðisréttur hans nái eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða nemi svo stórum hluta að lánastofnun verði talin dótturfélag hans.
     Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í lánastofnun sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi lánastofnunar. Við mat á því hvort hlutdeild í lánastofnun feli í sér virkan eignarhlut skal atkvæðisréttur ákvarðaður til samræmis við III. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021, eftir því sem við getur átt. Ekki skal telja með hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétt sem fjármálafyrirtæki á vegna sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga skv. f-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, enda séu þessi réttindi ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórnun útgefandans og ráðstafað innan árs frá öflun.
     Samstarf skal vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái virkum eignarhlut í lánastofnun, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. Samstarf skal alltaf talið vera fyrir hendi þegar um eftirfarandi tengsl er að ræða, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða:
 1. Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð. Foreldrar og börn teljast enn fremur aðilar í samstarfi.
 2. Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. 1., 3. og 4. tölul.
 3. Félög sem aðili á með beinum eða óbeinum hætti verulegan eignarhlut í, þ.e. aðili á með beinum eða óbeinum hætti a.m.k. 20% hluta atkvæðisréttar í viðkomandi félagi. Félag, móðurfélag þess, dótturfélög og systurfélög teljast í samstarfi. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. 1., 2. og 4. tölul.
 4. Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess.


54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
 1. Inngangsmálsliður 1. mgr. orðast svo: Tilkynning til Fjármálaeftirlitsins skv. 40. gr. skal vera skrifleg og henni skulu fylgja upplýsingar um eftirfarandi.
 2. Í stað orðanna „þess fjármálafyrirtækis“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: þeirrar lánastofnunar.
 3. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækis“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: lánastofnunar.
 4. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: lánastofnun.
 5. 12. tölul. 1. mgr. orðast svo: Annað sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt og skal fylgja tilkynningu samkvæmt tilmælum sem það hefur birt opinberlega.
 6. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 7. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 8.      Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að upplýsingar samkvæmt þessari grein séu studdar gögnum.


55. gr.

     42. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Matstímabil.
     Eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir móttöku tilkynningar skv. 40. gr., sbr. 41. gr., skal Fjármálaeftirlitið staðfesta skriflega móttöku hennar. Hið sama á við um móttöku viðbótarupplýsinga skv. 2. mgr. Í staðfestingu skal koma fram fyrir hvaða dag megi vænta niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.
     Telji Fjármálaeftirlitið að afla þurfi ítarlegri upplýsinga en þeirra sem upp eru taldar í 1. mgr. 41. gr. frá þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut getur það skriflega krafið viðkomandi um þær. Slík krafa skal sett fram eigi síðar en fimmtíu virkum dögum eftir staðfestingu á móttöku tilkynningar.
     Fjármálaeftirlitið hefur sextíu virka daga frá staðfestingu á móttöku tilkynningar með upplýsingum skv. 41. gr. til þess að meta hvort það telur þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hæfan til að fara með eignarhlutinn. Sé óskað eftir viðbótarupplýsingum frá viðkomandi, sbr. 2. mgr., bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 1. málsl., þó ekki umfram tuttugu virka daga, eða þrjátíu virka daga ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er staðsettur í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða lýtur ekki opinberu fjármálaeftirliti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að óska aftur eftir frekari upplýsingum. Slík beiðni lengir ekki framangreinda tímafresti.
     Liggi niðurstaða Fjármálaeftirlitsins ekki fyrir innan matstímabils skv. 3. mgr. skal litið svo á að Fjármálaeftirlitið geri ekki athugasemdir við fyrirætlanir þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í hlutaðeigandi lánastofnun.

56. gr.

     Á eftir 42. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 42. gr. a og 42. gr. b, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (42. gr. a.)
Mat á hæfi.
     Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs lánastofnunar og líklegra áhrifa hans á lánastofnunina og hvort fjármögnun fyrirhugaðs virks eignarhlutar sé traust. Skal mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á öllum eftirfarandi atriðum:
 1. Orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.
 2. Orðspori, þekkingu, hæfni og reynslu stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lánastofnunarinnar komi til hinna fyrirhuguðu kaupa eða aukningar virks eignarhlutar.
 3. Fjárhagslegu heilbrigði þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækinu, einkum með tilliti til þess reksturs sem lánastofnunin hefur, eða mun hafa, með höndum.
 4. Hvort ætla megi að eignarhald þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut muni hafa áhrif á hvort hlutaðeigandi lánastofnun muni fylgja varfærniskröfum samkvæmt lögum og reglum sem um starfsemi hennar gilda. Við mat á því skal m.a. horft til þess hvort staða lánastofnunarinnar í samstæðu félaga sem hún mun tilheyra kunni að mati Fjármálaeftirlitsins að hindra eðlilegar eftirlitsaðgerðir, upplýsingaskipti við önnur lögbær yfirvöld eða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda.
 5. Hvort ætla megi að fyrirhugað eignarhald tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, eða tilraun til slíks athæfis, eða geti aukið líkur á slíku athæfi innan hlutaðeigandi lánastofnunar.

     Ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er fjármálafyrirtæki, vátryggingafélag eða rekstrarfélag verðbréfasjóða með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða móðurfélag slíks aðila eða einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir slíkum aðila skal Fjármálaeftirlitið hafa samráð við viðeigandi lögbær yfirvöld við mat sitt. Fjármálaeftirlitið skal að eigin frumkvæði veita viðkomandi yfirvöldum upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir mat þeirra og verða án ástæðulausrar tafar við óskum um frekari upplýsingar sem skipta máli fyrir matið.
     
     b. (42. gr. b.)
Mat samhliða umsókn eignarhaldsfélags um samþykki.
     Fari mat á hæfi skv. 42. gr. a fram samhliða mati á umsókn eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi um samþykki skv. B-hluta þessa kafla skal Fjármálaeftirlitið hafa samráð við eftirlitsaðila á samstæðugrunni og lögbært yfirvald í því aðildarríki þar sem eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi hefur staðfestu við matið.
     Matstímabil skv. 3. mgr. 42. gr. lengist um þann tíma sem tekur að afgreiða umsókn eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi um samþykki og ekki skemur en 21 virkan dag.

57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 43. gr. laganna:
 1. Við 1. málsl. bætist: og innan matstímabils skv. 3. mgr. 42. gr.
 2. 2. málsl. orðast svo: Í niðurstöðunni skal greint frá sjónarmiðum og fyrirvörum sem lögbært yfirvald þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hefur látið í ljós við samráð skv. 2. mgr. 42. gr. a.


58. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
 1. Á undan 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið getur sett öflun eða aukningu virks eignarhlutar frest sem það getur framlengt.
 2. Í stað orðanna „sex mánaða frá því að niðurstaða þess lá fyrir“ í 1. málsl. kemur: þess frests.


59. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „það sem hann átti áður“ í 1. og 6. málsl. kemur: leyfileg mörk.
 2. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 2. málsl. kemur: lánastofnun.
 3. Á eftir orðunum „tilkynning hlutaðeigandi“ í 6. málsl. kemur: og upplýsingar skv. 41. gr.


60. gr.

     46. gr. laganna orðast svo:
     Eignist aðili eða auki við virkan eignarhlut þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að eignast eða auka við hlut sinn fellur niður atkvæðisréttur sem fylgir þeim hlut sem er umfram leyfileg mörk. Fjármálaeftirlitið tilkynnir viðkomandi lánastofnun um brottfall atkvæðisréttarins fái það vitneskju um kaupin eða aukninguna. Viðkomandi aðila er skylt að selja þann hluta eignarhlutarins sem er umfram leyfileg mörk. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir.

61. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 47. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Fjármálaeftirlitinu“ í 1. málsl. kemur: skriflega.
 2. Á eftir orðinu „eignarhlutur“ í 1. málsl. kemur: eða atkvæðisréttur.
 3. Á eftir orðinu „eignarhluturinn“ í 2. málsl. kemur: eða atkvæðisrétturinn.
 4. Í stað hlutfallsins „33%“ í 2. málsl. kemur: 30%.
 5. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækið“ 2. málsl. kemur: lánastofnun.


62. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „stofnfjáreign“ í 1. mgr. kemur: eða atkvæðisréttur.
 2. Í stað orðanna „fjármálafyrirtæki“ og „þess“ í 1. mgr. kemur: lánastofnun; og: hennar.
 3. Í stað orðanna „fjármálafyrirtæki“ og „því“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: lánastofnun sem tekin hefur verið til viðskipta á skipulegum markaði; og: henni.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tilkynning lánastofnunar um aðilaskipti.


63. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lánastofnun.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Teljist einstaklingur eða lögaðili ekki lengur hæfur til þess að fara með virkan eignarhlut eða fer þannig með hlut sinn að það sé líklegt til að skaða heilbrigðan og traustan rekstur lánastofnunar er heimilt að veita hæfilegan frest til úrbóta sé það unnt að mati Fjármálaeftirlitsins. Verði úrbótum ekki við komið eða líði frestur sem Fjármálaeftirlitið hefur veitt skv. 1. málsl. tilkynnir Fjármálaeftirlitið aðilanum og viðkomandi lánastofnun um brottfall atkvæðisréttar aðilans umfram lágmark þess sem telst virkur eignarhlutur. Honum er þá jafnframt skylt að selja þann hluta eignarhlutarins sem er umfram þau mörk. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir.


64. gr.

     Í stað 49. gr. b laganna kemur nýr hluti í VI. kafla, er verður B-hluti, með fyrirsögninni Samþykki eignarhaldsfélaga, með sex nýjum greinum, 49. gr. b – 49. gr. g, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (49. gr. b.)
Skylda til að sækja um samþykki.
     Móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði í aðildarríki, blönduð móðureignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi í aðildarríki, móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu og blönduð móðureignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu skulu sækja um samþykki samkvæmt þessum hluta VI. kafla. Önnur eignarhaldsfélög á fjármálasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi skulu sækja um samþykki ef þess er krafist að þau fari að lögum þessum á undirsamstæðugrunni.
     Eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þarf þó ekki samþykki ef:
 1. Meginstarfsemi þess, eða meginstarfsemi þess að því er varðar fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir ef um er að ræða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, felst í því að afla eignarhluta í dótturfélögum.
 2. Það hefur ekki verið tilgreint sem skilaeining í neinni samstæðu innan skilameðferðar samstæðu í samræmi við skilastefnuna sem skilavaldið hefur ákvarðað samkvæmt lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
 3. Lánastofnun sem er dótturfélag þess er tilnefnd sem ábyrg fyrir því að tryggja að samstæðan fari að varfærniskröfum á samstæðugrunni og fær öll nauðsynleg úrræði og heimildir að lögum til að gegna þessum skyldum með skilvirkum hætti.
 4. Það tekur ekki þátt í ákvörðunum um stjórnun, rekstur eða fjármál sem hafa áhrif á samstæðuna eða dótturfélög hennar sem eru fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir.
 5. Engar hindranir eru á skilvirku eftirliti með samstæðunni á samstæðugrunni.

     
     b. (49. gr. c.)
Umsókn.
     Umsókn um samþykki skal beint til Fjármálaeftirlitsins ef það er eftirlitsaðili á samstæðugrunni eða ef umsækjandi er með staðfestu á Íslandi. Umsókn skal jafnframt beint til eftirlitsaðila á samstæðugrunni eða lögbærs yfirvalds í því aðildarríki þar sem umsækjandi er með staðfestu, ef það er annað stjórnvald en Fjármálaeftirlitið.
     Umsókn skulu fylgja upplýsingar um:
 1. Skipulag samstæðunnar sem eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi er hluti af, dótturfélög hennar og, eftir atvikum, móðurfélög og staðsetningu og tegund starfsemi sem hver og ein eining innan samstæðunnar stundar.
 2. Tilnefningu a.m.k. tveggja einstaklinga sem stýra í reynd eignarhaldsfélaginu á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélaginu í fjármálastarfsemi og um hlítingu við kröfur um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.
 3. Hlítingu við kröfur um hæfi eigenda virkra eignarhluta ef eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi er með dótturfélag sem er lánastofnun.
 4. Innra skipulag og verkaskiptingu innan samstæðunnar.
 5. Annað sem gæti verið nauðsynlegt fyrir mat skv. 2. mgr. 49. gr. b og 49. gr. d.

     
     c. (49. gr. d.)
Skilyrði fyrir samþykki.
     Eingöngu má veita eignarhaldsfélagi á fjármálasviði eða blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi samþykki ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
 1. Innra fyrirkomulag og verkaskipting innan samstæðunnar er fullnægjandi til að uppfylla kröfur laga þessara á samstæðu- eða undirsamstæðugrunni og stuðlar einkum að því að:
  1. samræma starfsemi allra dótturfélaga eignarhaldsfélagsins á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagsins í fjármálastarfsemi, þ.m.t., ef nauðsyn krefur, með fullnægjandi verkaskiptingu á meðal dótturfélaga sem eru fjármálafyrirtæki,
  2. koma í veg fyrir eða stýra árekstrum innan samstæðunnar,
  3. framfylgja um alla samstæðuna stefnu fyrir samstæðuna sem móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi hefur samþykkt.
 2. Skipulag samstæðunnar sem eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi er hluti af hindrar ekki skilvirkt eftirlit með fjármálafyrirtækjum sem eru dóttur- eða móðurfélög að því er varðar skuldbindingar þeirra á eininga-, samstæðu- og, þegar við á, undirsamstæðugrunni. Við mat á því skal einkum taka tillit til:
  1. stöðu eignarhaldsfélagsins á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagsins í fjármálastarfsemi í marglaga samstæðu,
  2. uppbyggingar eignarhalds,
  3. hlutverks eignarhaldsfélagsins á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagsins í fjármálastarfsemi innan samstæðunnar.
 3. Farið sé að kröfum um hæfi eigenda virkra eignarhluta og hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.

     
     d. (49. gr. e.)
Samráð eftirlitsaðila.
     Fjármálaeftirlitið skal hafa náið samráð við eftirlitsaðila á samstæðugrunni eða lögbært yfirvald í því aðildarríki þar sem eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi hefur staðfestu við mat á því hvort félaginu beri að sækja um samþykki og hvort skilyrði fyrir samþykki séu uppfyllt og til hvaða úrræða eigi að grípa ef svo er ekki. Eftirlitsaðilinn á samstæðugrunni skal senda lögbæra yfirvaldinu mat sitt og stjórnvöldin skulu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast að sameiginlegri niðurstöðu innan tveggja mánaða frá viðtöku þess. Ef um er að ræða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skal ákvörðunin jafnframt tekin með eftirlitsstjórnvaldi fjármálasamsteypunnar, sbr. 25. gr. laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.
     Ef ekki næst sameiginleg niðurstaða skal Fjármálaeftirlitið bíða með að taka ákvörðun og vísa málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Fjármálaeftirlitið skal taka sameiginlega ákvörðun með hinu stjórnvaldinu í samræmi við ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Fjármálaeftirlitið skal ekki vísa málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA eftir lok tveggja mánaða tímabilsins eða eftir að náðst hefur sameiginleg ákvörðun.
     
     e. (49. gr. f.)
Afgreiðsla umsóknar.
     Fjármálaeftirlitið skal, ef það er eftirlitsaðili á samstæðugrunni, tilkynna umsækjanda um hvort umsókn um samþykki sé samþykkt innan fjögurra mánaða frá viðtöku fullnægjandi umsóknar, þó eigi síðar en sex mánuðum frá viðtöku umsóknar. Ákvörðunin skal vera skjalfest og rökstudd.
     
     f. (49. gr. g.)
Ráðstafanir ef samþykkis er ekki aflað.
     Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með því að eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi sem heyrir undir eftirlit þess á samstæðugrunni uppfylli ávallt skilyrði fyrir samþykki skv. 49. gr. d eða sé undanþegið skyldu til að afla samþykkis skv. 2. mgr. 49. gr. b. Félagið skal veita Fjármálaeftirlitinu þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að fylgjast með skipulagi samstæðunnar og því að skilyrði 49. gr. d eða, ef við á, 2. mgr. 49. gr. b séu ávallt uppfyllt. Fjármálaeftirlitið skal deila upplýsingunum með lögbæru yfirvaldi í því aðildarríki þar sem félagið er með staðfestu, ef það er annað stjórnvald en Fjármálaeftirlitið.
     Ef skilyrði 49. gr. d eru ekki uppfyllt, og 2. mgr. 49. gr. b á ekki við, skal Fjármálaeftirlitið grípa til viðeigandi ráðstafana gagnvart eignarhaldsfélaginu á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélaginu í fjármálastarfsemi til að tryggja eða koma aftur á virku samstæðueftirliti og tryggja hlítingu við kröfur laga þessara á samstæðugrunni. Ef um er að ræða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skulu eftirlitsráðstafanirnar einkum taka tillit til áhrifa á fjármálasamsteypuna.
     Eftirlitsráðstafanir skv. 2. mgr. geta falið í sér:
 1. Að fella tímabundið úr gildi atkvæðisrétt sem fylgir eignarhlut eignarhaldsfélagsins á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagsins í fjármálastarfsemi í fjármálafyrirtæki sem er dótturfélag þess.
 2. Kröfu um úrbætur.
 3. Kröfu um að eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi yfirfæri hlutdeild sína í fjármálafyrirtæki sem er dótturfélag þess til hluthafa sinna.
 4. Að fela tímabundið öðru eignarhaldsfélagi á fjármálasviði, blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi eða fjármálafyrirtæki innan samstæðunnar að bera ábyrgð á því að farið sé að kröfum laga þessara á samstæðugrunni.
 5. Takmörkun eða bann við útgreiðslum eða vaxtagreiðslum til hluthafa.
 6. Kröfu um að eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi selji eða minnki eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum eða öðrum aðilum á fjármálamarkaði.
 7. Kröfu um að eignarhaldsfélagið á fjármálasviði eða blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi leggi fram áætlun um hvernig það muni án tafar hlíta að nýju kröfum laga þessara.


65. gr.

     Á eftir 49. gr. b laganna kemur nýr hluti í VI. kafla, er verður C-hluti, með fyrirsögninni Milligöngumóðurfélag innan EES, með fjórum nýjum greinum, 49. gr. h – 49. gr. k, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (49. gr. h.)
Skylda til að hafa milligöngumóðurfélag innan EES.
     Tvö eða fleiri fjármálafyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu, sem tilheyra sömu þriðjaríkissamstæðu, skulu hafa sameiginlegt milligöngumóðurfélag sem er með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Skylda skv. 1. mgr. gildir ekki ef heildarvirði eigna þriðjaríkissamstæðunnar á Evrópska efnahagssvæðinu er minna en jafnvirði 40 milljarða evra. Heildarvirðið skal reiknað sem samtala:
 1. Heildarvirðis eigna hvers fjármálafyrirtækis innan þriðjaríkissamstæðunnar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samstæðuefnahagsreikningi, eða efnahagsreikningi hvers fyrirtækis ef samstæðuefnahagsreikningi er ekki fyrir að fara.
 2. Heildarvirðis eigna hvers útibús þriðjaríkissamstæðunnar með leyfi til að starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB eða 2014/65/ESB eða reglugerðar (ESB) nr. 600/2014.

     
     b. (49. gr. i.)
Tvö milligöngumóðurfélög innan EES.
     Fjármálaeftirlitið getur heimilað fjármálafyrirtækjum skv. 1. mgr. 49. gr. h að hafa tvö milligöngumóðurfélög á Evrópska efnahagssvæðinu ef stofnsetning eins milligöngumóðurfélags:
 1. samræmdist ekki reglum eða kröfum eftirlitsaðila í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem endanlegt móðurfélag þriðjaríkissamstæðunnar hefur aðalskrifstofu sína um aðgreiningu starfsemi, eða
 2. gerði skilabærni óskilvirkari en ef um væri að ræða tvö milligöngumóðurfélög að mati lögbærs skilavalds milligöngumóðurfélagsins á Evrópska efnahagssvæðinu.

     
     c. (49. gr. j.)
Form milligöngumóðurfélags innan EES.
     Milligöngumóðurfélag á Evrópska efnahagssvæðinu skal hafa starfsleyfi sem lánastofnun eða samþykki sem eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi.
     Ef ekkert fjármálafyrirtækjanna skv. 1. mgr. 49. gr. h er lánastofnun, eða ef setja verður á fót annað milligöngumóðurfélag á Evrópska efnahagssvæðinu í tengslum við fjárfestingarstarfsemi til að hlíta reglum eða kröfum um aðgreiningu starfsemi skv. a-lið 49. gr. i, má milligöngumóðurfélagið eða annað þeirra þó vera með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki.
     
     d. (49. gr. k.)
Upplýsingagjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um:
 1. Heiti eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sem tilheyra þriðjaríkissamstæðu sem starfar hér á landi og heildarvirði eigna þeirra.
 2. Heiti útibúa með leyfi til að starfa hér á landi á grundvelli laga þessara eða laga um markaði fyrir fjármálagerninga sem tilheyra þriðjaríkissamstæðu sem starfar hér á landi og heildarvirði eigna þeirra.
 3. Heiti og form milligöngumóðurfélaga á Evrópska efnahagssvæðinu sem eru sett á fót hér á landi og heiti þriðjaríkissamstæðna sem þau tilheyra.


66. gr.

     Á undan 40. gr. laganna kemur fyrirsögn á nýjum hluta í VI. kafla laganna sem orðast svo: A. Virkir eignarhlutir í lánastofnunum.

67. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. laganna:
 1. Á undan 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 2.      Fjármálafyrirtæki skal hafa traust fyrirkomulag stjórnarhátta sem felur í sér skýrt stjórnskipulag með vel skilgreindri, gagnsærri og samræmdri skiptingu ábyrgðar, skilvirk ferli til að sannreyna, stjórna, fylgjast með og tilkynna um áhættuþætti sem það stendur eða kann að standa frammi fyrir og fullnægjandi innra eftirlitskerfi, þ.m.t. traust stjórnunar- og bókhaldsfyrirkomulag og starfskjarastefnu og framkvæmd hennar sem er í samræmi við og stuðlar að traustri og skilvirkri áhættustýringu.
       Fyrirkomulag, ferli og kerfi skv. 1. mgr. skulu vera heildstæð og í réttu hlutfalli við eðli, umfang og flækjustig áhættunnar í viðskiptalíkani og starfsemi fyrirtækisins.
 3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó gildir 2. mgr. 101. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, ekki um fjármálafyrirtæki.


68. gr.

     Á undan 50. gr. laganna kemur fyrirsögn á nýjum hluta í VII. kafla laganna sem orðast svo: A. Almenn ákvæði.

69. gr.

     1. mgr. 51. gr. laganna orðast svo:
     Stjórn lánastofnunar skal skipuð eigi færri en fimm mönnum. Stjórn verðbréfafyrirtækis skal skipuð eigi færri en þremur mönnum.

70. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélag á fjármálasviði og blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skal ávallt tryggja að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri:
  1. Séu lögráða.
  2. Séu fjárhagslega sjálfstæðir og hafi ekki verið úrskurðaðir gjaldþrota á síðustu fimm árum.
  3. Hafi gott orðspor og hafi ekki í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
  4. Búi yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að sinna skyldum sínum.

 3. 1. og 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu búa yfir fjölbreyttri reynslu og sameiginlega búa yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. helstu áhættuþætti. Fjármálafyrirtæki skal setja sér stefnu um hvernig það hyggst stuðla að því að einstaklingar með fjölbreytta reynslu gegni störfum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Fjármálaeftirlitið skal safna upplýsingum um slíkar stefnur og framkvæmd þeirra og senda þær til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
 6. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.
 7. Á eftir orðinu „stjórnarmanni“ og í stað orðsins „hann“ og orðsins „stjórnarsetunnar“ í 6. mgr. kemur: og framkvæmdastjóra; þeir; og: starfans.
 8. Við 8. mgr. bætist: og vikið framkvæmdastjóra og stjórnarmanni frá uppfylli hann ekki hæfisskilyrði. Fjármálaeftirlitið skal staðreyna hvort hæfisskilyrði séu uppfyllt þegar það hefur rökstuddan grun um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eða telur hættu á að slíkt viðgangist í tengslum við fjármálafyrirtæki.


71. gr.

     Við 52. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega ekki vera starfsmenn fyrirtækisins.

72. gr.

     52. gr. c laganna fær fyrirsögn, svohljóðandi: Tilkynning um samstæðu.

73. gr.

     52. gr. d laganna fær fyrirsögn, svohljóðandi: Tilkynning um framhald á starfsemi.

74. gr.

     Á eftir 52. gr. d laganna kemur ný grein, 52. gr. e, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Tilkynning um brot gegn varfærniskröfum og um að fyrirtæki sé á fallanda fæti.
     Stjórn eða framkvæmdastjóri skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar uppfylli fjármálafyrirtæki ekki þær varfærniskröfur sem kveðið er á um í lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli þeirra. Stjórn eða framkvæmdastjóri skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar ef líklegt er að fjármálafyrirtæki muni á næstu tólf mánuðum ekki uppfylla þær varfærniskröfur sem kveðið er á um í lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum. Stjórn fjármálafyrirtækis skal greina Fjármálaeftirlitinu frá því til hvaða ráðstafana hún hyggst grípa til að koma starfsemi í lögmætt horf. Stjórn lánastofnunar, verðbréfafyrirtækis, fjármálastofnunar eða eignarhaldsfélaga sem falla undir gildissvið laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja skal þegar í stað tilkynna Fjármálaeftirlitinu ef líkur eru á að fyrirtækið teljist vera á fallanda fæti í skilningi þeirra laga.
     Er tilkynning berst skv. 1. málsl. 1. mgr. er Fjármálaeftirlitinu heimilt að veita fjármálafyrirtæki frest í allt að sex mánuði til að koma starfsemi í lögmætt horf. Séu til þess ríkar ástæður er Fjármálaeftirlitinu heimilt að framlengja þann frest í allt að sex mánuði í viðbót.
     Er tilkynning berst skv. 1. og 2. málsl. 1. mgr. getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að stjórn fjármálafyrirtækis afhendi greinargerð og önnur gögn um úrbætur og ráðstafanir á grundvelli 1. mgr. Greinargerð og gögnum skal skilað til Fjármálaeftirlitsins innan tímamarka sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
     Ákvæði þetta takmarkar á engan hátt aðrar heimildir Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. heimildir í 9. gr., 107. gr. a – 107. gr. e og XII. kafla.
     Ef Fjármálaeftirlitinu berst tilkynning skv. 4. málsl. 1. mgr. skal það upplýsa skilavaldið um tilkynninguna og aðgerðir skv. 82. gr. c og 107. gr. a – 107. gr. e ef það hefur gripið eða hyggst grípa til þeirra.

75. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. e laganna, sem verður 52. gr. f:
 1. Í stað inngangsmálsliðar 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórnarmanni og framkvæmdastjóra í kerfislega mikilvægu fjármálafyrirtæki hér á landi eða á alþjóðavísu er óheimilt að taka að sér störf í stjórnareiningum annarra félaga komi það niður á getu hans til að sinna störfum sínum fyrir fjármálafyrirtækið með fullnægjandi hætti. Heildarfjöldi félaganna að meðtöldu fjármálafyrirtækinu skal vera innan eftirfarandi marka.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Stjórnar- og framkvæmdastjórastöður hjá tveimur eða fleiri félögum teljast aðeins til þátttöku í einu félagi skv. 2. málsl. 1. mgr. ef félögin tilheyra sömu samstæðu eða sama stofnanaverndarkerfi skv. 7. mgr. 113. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða ef fjármálafyrirtækið fer með virkan eignarhlut í báðum eða öllum félögum.
 4. Orðin „á grundvelli laga vegna sérstakra aðstæðna í starfsemi umrædds fjármálafyrirtækis“ í 3. mgr. falla brott.
 5. 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.
 6. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Fjármálaeftirlitið skal reglulega upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um slíkar undanþágur.


76. gr.

     53. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Tilnefningarnefnd.
     Kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki skal starfrækja tilnefningarnefnd.
     Hluthafafundur skal skipa tilnefningarnefnd eða ákveða hvernig hún skuli skipuð. Að minnsta kosti þriðji hver nefndarmaður í tilnefningarnefnd skal vera stjórnarmaður í viðkomandi fjármálafyrirtæki og aldrei færri en einn.
     Tilnefningarnefnd skal:
 1. Tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu fyrir hluthafafund.
 2. Meta a.m.k. árlega skipulag, stærð, samsetningu og árangur stjórnar og framkvæmdastjóra og gera tillögur að úrbótum til stjórnar þegar við á.
 3. Meta a.m.k. árlega og gefa stjórn skýrslu um þekkingu, hæfni og reynslu einstakra stjórnarmanna og stjórnar í heild og framkvæmdastjóra.
 4. Meta a.m.k. árlega stefnu fyrirtækisins um ráðningu framkvæmdastjóra og stjórnenda sem svara beint til framkvæmdastjóra og gera tillögur að úrbótum til stjórnar þegar við á.

     Við val á tilnefningum skv. 1. tölul. 3. mgr. skal tilnefningarnefnd horfa til:
 1. Hæfiskrafna til stjórnarmanna.
 2. Þess að stjórnarmenn hafi fjölbreytta þekkingu og reynslu.
 3. Kynjajafnvægis.

     Tilnefningarnefnd skal við tilnefningar skv. 1. tölul. 3. mgr. og önnur störf sín leitast við að koma í veg fyrir að einn einstaklingur eða lítill hópur einstaklinga verði ráðandi við ákvarðanatöku stjórnar á kostnað fyrirtækisins í heild.
     Tilnefningarnefnd skal hafa aðgang að fjármunum, ytri ráðgjöf og öðrum aðföngum sem hún þarf til að gegna störfum sínum.
     Grein þessi gildir ekki ef tilnefningar allra stjórnarmanna falla undir ákvæði 7. gr. laga um Bankasýslu ríkisins, nr. 88/2009.

77. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
 1. Lokamálsliður 1. mgr. orðast svo: Stjórn skal a.m.k. árlega endurmeta stjórnarhætti félagsins og bregðast við annmörkum sem koma í ljós.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri skulu starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku. Þeir skulu vera sjálfstæðir í hugsun þannig að stjórnarmenn geti með skilvirkum hætti metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóri með ákvarðanatöku stjórnenda sem svara beint til hans.
 4. Í stað orðanna „að framkvæmdastjóri félagsins“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: framkvæmdastjóra félagsins, þar á meðal því að hann.
 5. 6. mgr. orðast svo:
 6.      Stjórn skal hafa eftirlit með upplýsingagjöf og samskiptum félagsins.
 7. 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Í því skyni skal fjármálafyrirtækið m.a. birta árlega yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækisins í sérstökum kafla í ársreikningi eða ársskýrslu og gera grein fyrir stjórnarháttum sínum og starfskjarastefnu á vef fyrirtækisins, þar á meðal því hvernig það fari að ákvæðum þessa kafla, og birta þar yfirlýsingu um stjórnarhætti sína.


78. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. a laganna kemur: 77. gr. a og 77. gr. b.

79. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „sín við“ og „viðskipti við“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. kemur: stjórnarmenn; og: stjórnarmann eða.
 2. Lokamálsliður 1. mgr. orðast svo: Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um maka, börn og foreldra stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis og fyrirtæki sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri eða maki, barn eða foreldri hans á virkan eignarhlut í, gegnir í stöðu stjórnarmanns, framkvæmdastjóra eða stjórnanda sem svarar beint til framkvæmdastjóra eða getur af öðrum sökum haft veruleg áhrif á.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna við fjármálafyrirtæki.


80. gr.

     Á undan 51. gr. laganna kemur fyrirsögn á nýjum hluta í VII. kafla laganna sem orðast svo: B. Samsetning, hæfisskilyrði og störf stjórnar og framkvæmdastjóra.

81. gr.

     Í stað 57. gr. a laganna koma þrjár nýjar greinar, 57. gr. a – 57. gr. c, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (57. gr. a.)
Starfskjarastefna.
     Fjármálafyrirtæki skal setja sér starfskjarastefnu.
     Starfskjarastefna fjármálafyrirtækis og framkvæmd hennar skal tryggja, að því marki sem við á, að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi fyrirtækisins, að:
 1. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna:
  1. samræmist og stuðli að traustri og skilvirkri áhættustýringu og hvetji ekki til áhættusækni umfram áhættuvilja fyrirtækisins,
  2. samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og langtímahagsmunum fyrirtækisins og feli í sér ráðstafanir til að forðast hagsmunaárekstra.
 2. Stjórnarmenn og starfsmenn fái greidd sömu laun fyrir jafngild eða jafnverðmæt störf óháð kyni.
 3. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna sem hafa eftirlit með höndum taki mið af þeirra eigin verksviði en ekki árangri þeirra rekstrareininga sem þeir hafa eftirlit með.

     Starfskjarastefna skal greina á milli:
 1. Fastra starfskjara, sem skulu fyrst og fremst endurspegla viðeigandi starfsreynslu og ábyrgð samkvæmt starfslýsingu.
 2. Kaupauka, sem skal endurspegla sjálfbæran og áhættuveginn árangur og árangur umfram kröfur til starfsmanns samkvæmt starfslýsingu.

     Stjórn fjármálafyrirtækis skal reglubundið meta hvort starfskjarastefna samræmist þessari grein og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Að minnsta kosti árlega skal fara fram óháð miðlægt innra mat á því hvort starfskjör samræmist starfskjarastefnu og verklagsreglum og öðrum viðmiðum sem stjórn hefur samþykkt varðandi starfskjör.
     
     b. (57. gr. b.)
Kaupauki.
     Fjármálafyrirtæki skal tryggja, að því marki sem við á, að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi fyrirtækisins, að kaupaukar til starfsmanna:
 1. Taki mið af árangri viðkomandi starfsmanns, bæði fjárhagslegum og ófjárhagslegum, og þeirrar einingar sem hann tilheyrir og fyrirtækisins í heild.
 2. Taki mið af nægum árafjölda til að endurspegla langtímaárangur og að greiðslu þeirra sé dreift yfir tímabil sem tekur mið af sveiflum í afkomu og áhættu fyrirtækisins.
 3. Takmarki ekki möguleika fyrirtækisins til að styrkja eiginfjárgrunn sinn.
 4. Séu ekki tryggðir óháðir árangri nema á fyrsta ári í starfi og þá því aðeins að fyrirtækið búi yfir traustum eiginfjárgrunni.
 5. Séu í viðeigandi hlutfalli við föst starfskjör þannig að unnt sé að starfrækja sveigjanlega stefnu um greiðslu kaupauka og eftir atvikum ekki greiða út neinn kaupauka og aldrei umfram 25% af föstum starfskjörum.
 6. Séu ekki greiddir í tengslum við uppsögn starfssamnings nema það endurspegli frammistöðu í starfi og umbuni ekki misferli.
 7. Séu ekki greiddir til að bæta nýjum starfsmanni bóta- eða starfslokagreiðslur sem hann verður af samkvæmt fyrri starfssamningi nema það samræmist langtímahagsmunum fyrirtækisins og fyrirtækið haldi eftir, fresti, árangurstengi og krefjist endurgreiðslu kaupaukans þegar við á.
 8. Taki mið af áhættu fyrirtækisins nú og síðar, fjármagnskostnaði og kostnaði við að viðhalda lausu fé til að mæta kaupaukagreiðslum.
 9. Sæti úthlutun innan fyrirtækisins sem tekur mið af áhættuþáttum nú og síðar.
 10. Samanstandi a.m.k. að hálfu leyti af hlutabréfum, hlutabréfatengdum gerningum eða jafngildum gerningum sem ekki eru ígildi reiðufjár, gerningum skv. 52. eða 63. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða öðrum gerningum sem má breyta að fullu í gerninga almenns eigin fjár þáttar 1 eða niðurfæra og sem endurspegla lánshæfi fyrirtækisins við áframhaldandi rekstur og eru viðeigandi til greiðslu kaupauka; viðeigandi varðveislustefna skal gilda um gerninga samkvæmt þessum tölulið til að samræma hvata starfsmanna og langtímahagsmuni fyrirtækisins.
 11. Sæti því að vera haldið eftir að verulegu leyti, a.m.k. að fjórum tíundu eða sex tíundu hlutum ef kaupauki nemur mjög hárri fjárhæð, í tímabil sem tekur mið af sveiflum í afkomu, eðli og áhættu fyrirtækisins og verksviði viðkomandi starfsmanns og er eigi skemmra en fjögur ár eða fimm ár ef um er að ræða framkvæmdastjóra eða stjórnanda sem svarar beint til framkvæmdastjóra í kerfislega mikilvægu fjármálafyrirtæki; kaupauki sem er haldið eftir skal ekki ávinnast hraðar en í hlutfalli við þann hluta frestsins sem er liðinn.
 12. Séu aðeins greiddir út eða ávinnist ef það er sjálfbært í ljósi fjárhagsstöðu fyrirtækisins og réttlætanlegt með tilliti til árangurs fyrirtækisins og viðkomandi rekstrareiningar og starfsmanns.
 13. Ávinnist ekki nema að takmörkuðu leyti eða séu að verulegu leyti afturkallanlegir ef þeir hafa áunnist en ekki verið greiddir út ef afkomu fyrirtækisins hrakar verulega.
 14. Séu endurkræfir, samkvæmt viðmiðum sem fyrirtækið skal setja sér, ef þeir hafa þegar verið greiddir út og viðkomandi starfsmaður tók þátt í eða bar ábyrgð á háttsemi sem olli fyrirtækinu verulegu tjóni eða brást starfsskyldum sínum verulega.
 15. Séu ekki liður í stefnu fyrirtækisins um öflun lífeyrisréttinda nema það samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og langtímahagsmunum fyrirtækisins og þá aðeins veittir í formi gerninga skv. 10. tölul. sem fyrirtækið heldur eftir í a.m.k. fimm ár.
 16. Séu ekki greiddir út í gegnum einingar eða með aðferðum sem greiða fyrir því að farið sé á svig við lög þessi.

     10. og 11. tölul. 1. mgr. og fyrirmæli 15. tölul. um að kaupaukar séu í formi gerninga skv. 10. tölul. sem fyrirtækið haldi eftir í a.m.k. fimm ár gilda ekki um:
 1. Fyrirtæki sem teljast ekki stór fjármálafyrirtæki skv. 146. tölul. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og sem áttu á einingargrunni að meðaltali minna en jafnvirði 5 milljarða evra síðastliðin fjögur reikningsár.
 2. Starfsmenn sem fá ekki árlegan kaupauka umfram jafnvirði 50 þús. evra; 11. tölul. 1. mgr. gildir þó ef kaupauki er umfram 10% af föstum starfskjörum.

     Allt að fjórðungur kaupauka má bera vexti að því tilskildu að hann sé greiddur með gerningum sem er haldið eftir í a.m.k. fimm ár.
     Starfsmönnum er óheimilt að afla sér trygginga eða annarra áhættuvarna sem grafa undan því markmiði kaupaukakerfis að hagsmunir þeirra og fyrirtækisins fari saman.
     Óheimilt er að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
     Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um kaupaukakerfi. Í reglunum má m.a. kveða á um skilgreiningu fastra starfskjara og kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, ráðningarkaupauka, frestun, lækkun, afturköllun eða endurkröfu kaupauka, vexti skv. 3. mgr. og upplýsingagjöf og gagnsæi.
     
     c. (57. gr. c.)
Fjármálafyrirtæki sem nýtur góðs af sérstökum stuðningi hins opinbera.
     Fjármálafyrirtæki sem nýtur góðs af sérstökum stuðningi hins opinbera skal endurskoða starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna til að tryggja trausta áhættustýringu og langtímavöxt fyrirtækisins, meðal annars, eftir atvikum, með því að takmarka starfskjör stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Kaupaukar skulu takmarkast við hóflegt hlutfall af hreinum tekjum fyrirtækisins þar til fyrirtækið býr yfir traustum eiginfjárgrunni og þarfnast ekki frekari stuðnings hins opinbera. Framkvæmdastjóra skal á sama tímabili ekki greiddur kaupauki nema sérstök rök standi til þess.

82. gr.

     Á eftir 57. gr. b laganna, er verður 57. gr. d, koma tvær nýjar greinar, 57. gr. e og 57. gr. f, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (57. gr. e.)
Starfskjaranefnd.
     Kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki skal starfrækja starfskjaranefnd.
     Starfskjaranefnd skal skipuð þannig að hún geti lagt faglegt og sjálfstætt mat á starfskjarastefnu og framkvæmd hennar og hvata til að stýra áhættu og eigin- og lausafjárstöðu. A.m.k. þrír stjórnarmenn skulu sitja í nefndinni og skal einn þeirra gegna formennsku.
     Starfskjaranefnd ber ábyrgð á:
 1. Undirbúningi ákvarðana um starfskjör, þ.m.t. þeirra ákvarðana sem hafa áhrif á áhættu og áhættustýringu fyrirtækisins og þeirra ákvarðana sem stjórn eða framkvæmdastjóri tekur, með hætti sem tekur tillit til langtímahagsmuna hluthafa, fjárfesta og annarra hagsmunaaðila fyrirtækisins og almannahagsmuna.
 2. Umsjón með starfskjörum yfirmanna áhættustýringar og regluvörslu.

     Starfræki fjármálafyrirtæki ekki starfskjaranefnd ber stjórn ábyrgð á umsjón með starfskjörum yfirmanna áhættustýringar og regluvörslu, sbr. 2. tölul. 3. mgr.
     
     b. (57. gr. f.)
Upplýsingar um starfskjör.
     Fjármálaeftirlitið skal safna upplýsingum:
 1. Sem birtar eru í samræmi við g–i- og k-lið 1. mgr. 450. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og upplýsingum sem fjármálafyrirtæki veita um mun á launum kynjanna og nýta þær upplýsingar til viðmiðunar um starfskjaraþróun og -framkvæmd.
 2. Um fjölda einstaklinga í hverju fjármálafyrirtæki sem fá jafnvirði 1 millj. evra eða meira í laun á hverju reikningsári og um starfsskyldur þeirra, þau rekstrarsvið sem þeir starfa við og helstu þætti starfskjara þeirra, þar á meðal föst starfskjör, kaupauka og lífeyrisframlög.

     Fjármálaeftirlitið skal senda Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni upplýsingar skv. 1. mgr.

83. gr.

     Á undan 57. gr. a laganna kemur fyrirsögn á nýjum hluta í VII. kafla laganna sem orðast svo: C. Starfskjör.

84. gr.

     59. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

85. gr.

     Orðið „beins“ í 2. málsl. 3. mgr. 60. gr. b laganna fellur brott.

86. gr.

     Á undan 58. gr. laganna kemur fyrirsögn á nýjum hluta í VII. kafla laganna sem orðast svo: D. Þagnarskylda.

87. gr.

     2. mgr. 61. gr. laganna fellur brott.

88. gr.

     Á undan 78. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 77. gr. a og 77. gr. b, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (77. gr. a.)
Eftirlitskerfi með áhættu.
     Fjármálafyrirtæki skal á hverjum tíma hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættu í tengslum við alla starfsemi sína. Hjá fjármálafyrirtæki skulu vera til staðar fullnægjandi innri ferlar til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af þeirri áhættu sem starfsemin felur í sér hverju sinni, m.a. við álagssviðsmyndir, þar á meðal þær sem álagspróf skv. 2. mgr. leiða í ljós. Innri ferlarnir skulu endurmetnir reglulega til að tryggja að þeir séu fullnægjandi með hliðsjón af eðli, umfangi og margbreytileika starfseminnar.
     Fjármálafyrirtæki ber að framkvæma regluleg álagspróf og skjalfesta forsendur og niðurstöður þeirra. Niðurstöður álagsprófa skulu vera á dagskrá næsta stjórnarfundar eftir að niðurstaða þeirra liggur fyrir.
     Innri ferlar fjármálafyrirtækis skv. 1. mgr. skulu, eftir því sem við á, taka til áhættuþátta skv. 78. gr. a – 78. gr. i. Fjármálafyrirtæki skal hafa verkferla sem tryggja upplýsingaskipti á milli áhættustýringar og stjórnar vegna allra helstu áhættuþátta í starfsemi félagsins og breytinga á þeim.
     Eftirlitskerfi með áhættu skal einnig taka til og innihalda innri ferla um hvers konar viðskipti við blandað eignarhaldsfélag og dótturfélög þess sé það blandað eignarhaldsfélag móðurfélags fjármálafyrirtækis.
     Grein þessi gildir um móðurstofnanir í aðildarríkjum að því marki sem leiðir af 2. og 3. þætti 2. kafla II. bálks 1. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Dótturfélag sem er fjármálafyrirtæki skal fara eftir grein þessari á undirsamstæðugrunni ef það, eða móðurfélag þess ef það er eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, hefur dótturfélag í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem er fjármálafyrirtæki, fjármálastofnun eða rekstrarfélag verðbréfasjóða eða á hlutdeild í slíku félagi.
     Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtæki undanþágu frá kröfum samkvæmt grein þessari að uppfylltum skilyrðum 10. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     
     b. (77. gr. b.)
Áhættustýring.
     Fjármálafyrirtæki skal starfrækja áhættustýringu í einingu sem er óháð öðrum starfseiningum þess, ef það á við, að teknu tilliti til stærðar, eðlis og umfangs rekstrar fyrirtækisins, og þess hversu margþætt starfsemi þess er. Fjármálafyrirtæki skal tryggja að áhættustýring hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir, m.a. til þess að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar eru í starfsemi áhættustýringar.
     Áhættustýring skal sjá til þess að greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis fari fram og sé fullnægjandi, þ.m.t. skýrslur til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring skal taka virkan þátt í mótun áhættustefnu fjármálafyrirtækis og hafa aðkomu að viðameiri ákvörðunum um áhættustýringu. Áhættustýring skal hafa heildstæða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækis.
     Framkvæmdastjóri ræður yfirmann áhættustýringar. Yfirmaður áhættustýringar skal búa við sjálfstæði sem stjórnandi og hafa umsjón með og bera ábyrgð á þeirri einingu þar sem áhættustýring fjármálafyrirtækis fer fram. Tryggt skal að yfirmaður áhættustýringar hafi milliliðalausan aðgang að stjórn. Yfirmaður áhættustýringar skal leggja fyrir áhættunefnd stjórnar, eða stjórn fyrirtækisins sé áhættunefnd ekki til staðar, skýrslu um framkvæmd áhættustýringar svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega. Láti yfirmaður áhættustýringar af störfum skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu. Yfirmanni áhættustýringar verður hvorki sagt upp störfum né hann færður til í starfi nema að fengnu samþykki stjórnar.
     Ef starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir ekki sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar getur Fjármálaeftirlitið heimilað að annar háttsettur starfsmaður hafi umsjón með áhættustýringu fjármálafyrirtækisins, að því tilskildu að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar. Við slíkt mat skal Fjármálaeftirlitið hafa hliðsjón af eðli og umfangi starfsemi fyrirtækisins og því hversu margþætt hún er. Seðlabanka Íslands er heimilt, í reglum settum skv. 5. mgr., að kveða á um hvenær starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir að ekki sé til staðar sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar.
     Seðlabanki Íslands getur sett reglur um framkvæmd áhættustýringar, stöðu þeirra sem framkvæma áhættustýringu í skipuriti fjármálafyrirtækja og um eftirlitskerfi vegna áhættuþátta í starfsemi fjármálafyrirtækja.

89. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Fjármálafyrirtæki skal starfrækja áhættunefnd. Nefndin skal að lágmarki skipuð þremur mönnum. Nefndarmenn skulu vera stjórnarmenn í viðkomandi fyrirtæki og búa yfir nægilegri þekkingu og hæfni til að skilja að fullu og hafa eftirlit með áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Áhættunefnd skal sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn fyrirtækisins, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja fyrirtækisins, og aðstoða stjórnina við eftirlit með framkvæmd framkvæmdastjóra og stjórnenda sem svara beint til framkvæmdastjóra á áhættustefnu fyrirtækisins.
 3. Við 2. mgr. bætist: og geta leitað aðstoðar áhættustýringar viðkomandi fyrirtækis og sótt utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf.
 4. Á eftir orðunum „samræmist áhættustefnu fyrirtækisins“ í 3. mgr. kemur: og taki að öðru leyti nægjanlegt tillit til áhættu, eigin fjár, lauss fjár og þess hversu líklegar tekjur eru og tímasetningar þeirra.
 5. 4. mgr. orðast svo:
 6.      Fjármálaeftirlitið getur, með hliðsjón af stærð, eðli og umfangi rekstrar fjármálafyrirtækis, og því hversu margþætt starfsemi fyrirtækisins er, heimilað fjármálafyrirtæki að sameina störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar skv. IX. kafla A í lögum um ársreikninga, nr. 3/2006. Nefndarmenn sameinaðrar nefndar skulu búa yfir nægilegri þekkingu og hæfni til að sinna verkefnum sem annars hefðu verið falin hvorri nefnd fyrir sig.


90. gr.

     Í stað orðanna „lántakenda“ í 1. málsl. og „eiginfjárþörf“ í lokamálslið 2. mgr. 78. gr. a laganna kemur: viðskiptamanna; og: innri ráðstöfun eiginfjárgrunns.

91. gr.

     Orðið „skjalfestri“ í 1. mgr. 78. gr. b, 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. c og 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. d laganna fellur brott.

92. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. e laganna:
 1. Orðið „skjalfesta“ í 1. mgr. fellur brott.
 2. Á eftir 3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 3.      Fjármálafyrirtæki sem hefur við útreikning á eiginfjárkröfum vegna stöðuáhættu skv. 2. kafla í IV. bálki 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 jafnað stöður sínar í hlutabréfum sem mynda hlutabréfavísitölu á móti stöðum í framtíðarsamningum eða öðrum afurðum sem tengjast vísitölunni skal hafa yfir að ráða nægu eigin fé til þess að mæta hættu á tapi vegna þess að virði afurðanna breytist ekki að fullu í takt við hlutabréfin sem mynda vísitöluna. Fjármálafyrirtæki skal einnig hafa yfir að ráða nægu eigin fé til þess að mæta áhættu vegna gagnstæðra staðna í framtíðarsamningum sem eru tengdir sömu hlutabréfavísitölu en eru ekki með sama líftíma eða samsetningu.
       Fjármálafyrirtæki sem nýtir heimild 345. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal hafa yfir að ráða nægu eigin fé til þess að mæta hættu á tapi á tímabilinu á milli upphaflegrar skuldbindingar og næsta viðskiptadags.


93. gr.

     Í stað 1. mgr. 78. gr. f laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Fjármálafyrirtæki skal, með innri ferlum eða staðlaðri aðferð eða einfaldaðri staðlaðri aðferð í samræmi við reglur skv. 10. tölul. 1. mgr. 117. gr. b, greina, meta, stýra og milda áhættu vegna mögulegra vaxtabreytinga sem hafa áhrif á bæði hagrænt virði eigin fjár og hreinar vaxtatekjur vegna viðskipta utan veltubókar. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að fyrirtækið noti stöðluðu aðferðina ef innri ferlar fyrirtækisins eru ekki fullnægjandi. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að lítið og einfalt fjármálafyrirtæki, sbr. 145. tölul. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, noti stöðluðu aðferðina ef einfaldaða staðlaða aðferðin mætir ekki nægjanlega vaxtaáhættu vegna viðskipta fyrirtækisins utan veltubókar.
     Fjármálafyrirtæki skal hafa stefnu og ferla til að greina og vakta áhættu vegna mögulegra breytinga á vaxtaálagi sem hefur áhrif á bæði hagrænt virði eigin fjár og hreinar vaxtatekjur vegna viðskipta þess utan veltubókar.

94. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. g laganna:
 1. Orðið „skjalfesta“ fellur brott.
 2. Í stað orðsins „áhættulíkana“ kemur: líkana, útvistunar.


95. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. h laganna:
 1. Orðið „skjalfesta“ í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „lögaðila“ í 5. mgr. kemur: aðila.
 3. Í stað 1. og 2. málsl. 6. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálafyrirtæki skal kappkosta að nota fleiri en eina aðferð til að milda áhættu við lausafjárstýringu, þar á meðal ýmis mörk og lausafjárforða svo að fyrirtækið geti staðið af sér margvíslega álagsatburði.
 4. 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Í því skyni skulu sviðsmyndirnar einkum taka tillit til liða utan efnahagsreiknings og annarra óvissra skuldbindinga, þ.m.t. eininga um sérverkefni á sviði verðbréfunar eða annarra eininga um sérverkefni samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 575/2013 sem fjármálafyrirtækið kemur að sem umsýsluaðili eða veitir verulegan lausafjárstuðning.


96. gr.

     Orðin „skjalfesta“ í 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. i og „skjalfestum“ í 1. mgr. 79. gr. laganna falla brott.

97. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 77. gr. a.
 2. B-liður 3. mgr. fellur brott.
 3. Í stað orðanna „framkvæmd lausafjárstýringar“ í 4. mgr. kemur: lausafjárstaða.
 4. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Fjármálaeftirlitið getur sniðið könnun og mat að fjármálafyrirtækjum með svipað áhættusnið, þó þannig að tekið sé tilhlýðilegt tillit til þeirrar áhættu sem hvert fyrirtæki stendur frammi fyrir. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um slíkt verklag.
 6. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta niðurstöður álagsprófa eða senda þær til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar í þeim tilgangi að hún birti niðurstöður þeirra.
 7. Á eftir 6. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 8.      Fjármálaeftirlitið skal upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um hvernig könnunar- og matsferli þess gengur fyrir sig og hvernig það endurspeglast í ákvörðunum þess sem byggjast á ferlinu.
       Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um niðurstöður könnunar og mats eða álagsprófs sem leiðir í ljós að fjármálafyrirtæki getur valdið kerfisáhættu skv. 23. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
       Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina ef könnun og mat, einkum á stjórnarháttum, viðskiptalíkani og annarri starfsemi fyrirtækisins, gefur tilefni til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka hafi viðgengist í tengslum við fjármálafyrirtæki, gerð hafi verið tilraun til þess eða að hætta sé á því og grípa til viðeigandi ráðstafana.


98. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 81. gr. laganna:
 1. Í stað skammstöfunarinnar „m.a.“ í inngangsmálslið 1. mgr. kemur: a.m.k.
 2. A-liður 1. mgr. orðast svo: álagsprófa skv. 177. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 fjármálafyrirtækja sem beita innramatsaðferð til að meta útlánaáhættu.
 3. B-liður 1. mgr. orðast svo: samþjöppunaráhættu skv. 78. gr. c laga þessara og 4. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 4. Í stað orðanna „varaforða lauss fjár“ í 2. tölul. og „viðlagaáætlun“ í 3. tölul. e-liðar 1. mgr. kemur: lausafjárforða; og: viðbragðsáætlun.
 5. Við g-lið 1. mgr. bætist: skv. 5. kafla í IV. bálki 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 6. Í stað i- og j-liðar 1. mgr. kemur einn stafliður, svohljóðandi: viðskiptalíkans.
 7. Í stað tilvísunarinnar „86. gr. g“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 107. gr. a.
 8. Á eftir orðinu „veltubók“ í 4. mgr. kemur: sbr. 105. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 9. Í stað orðsins „fastvaxtaáhættu“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: vaxtaáhættu.
 10. Í stað 2. málsl. 5. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal beita heimildum skv. 107. gr. a eða krefjast breytinga á forsendum við mat á áhrifum vaxtabreytinga á hagrænt virði eigin fjár fjármálafyrirtækis, eins og það er reiknað skv. 78. gr. f, öðrum en þeim forsendum sem greinir í reglum skv. 12. tölul. 1. mgr. 117. gr. b, ef skyndileg og óvænt breyting á vöxtum hefur þau áhrif að hagrænt virði eigin fjár fyrirtækisins lækkar um meira en 15% af eiginfjárþætti 1 samkvæmt einhverri af sex áfallasviðsmyndum eftirlitsaðila eða að hreinar vaxtatekjur fyrirtækisins lækka verulega samkvæmt annarri af tveimur áfallasviðsmyndum eftirlitsaðila. Fjármálaeftirlitinu er það þó ekki skylt ef það telur, á grundvelli könnunarinnar og matsins, að stýring fyrirtækisins á vaxtaáhættu vegna viðskipta utan veltubókar sé fullnægjandi og að áhættan sé ekki óhófleg.
 11. Við 1. málsl. 6. mgr. bætist: skv. 429. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 12. Í stað orðanna „fjármálafyrirtækis, fyrirtækjamenningu og gildi, getu og hæfni stjórnarmanna“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: menningu og gildi fjármálafyrirtækis og getu og hæfni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.
 13. Við 2. málsl. 7. mgr. bætist: og framkvæmdastjóra.


99. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 82. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „hafi verið“ í b-lið 1. mgr. kemur: verði.
 2. Í stað tilvísunarinnar „6. mgr.“ í a-lið 2. mgr. kemur: 7. mgr.
 3. B-liður 2. mgr. fellur brott.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      Við gerð eftirlitsáætlunar skal Fjármálaeftirlitið taka tillit til upplýsinga sem lögbær yfirvöld í aðildarríkjum þar sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur útibú hafa látið því í té og varða mat á áhættu fyrirtækisins eða fjármálastöðugleika í viðkomandi ríki.


100. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „86. gr. h“ í 1. tölul. 1. mgr. 82. gr. a laganna kemur: 107. gr. c.

101. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 82. gr. d laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „109. gr. a“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 109. gr. o.
 2. Í stað orðsins „reglugerðarinnar“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.


102. gr.

     Í stað X. kafla laganna kemur nýr kafli, Eiginfjáraukar, með sjö hlutum, A. Sameiginleg ákvæði, með sex greinum, 83. gr. og 83. gr. a – 83. gr. e, B. Verndunarauki, með tveimur greinum, 84. gr. og 84. gr. a, C. Sveiflujöfnunarauki, með sjö greinum, 85. gr. og 85. gr. a – 85. gr. f, D. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu, með þremur greinum, 86. gr., 86. gr. a og 86. gr. b, E. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu, með fjórum greinum, 86. gr. c – 86. gr. f, F. Kerfisáhættuauki, með sex greinum, 86. gr. g – 86. gr. l, og G. Ráðstafanir til að varðveita eigið fé, með sjö greinum, 86. gr. m – 86. gr. s, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (83. gr.)
Samanlögð krafa um eiginfjárauka.
     Til viðbótar við lágmark eiginfjárgrunns skv. 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal fjármálafyrirtæki hafa eiginfjárauka í samræmi við þennan kafla. Sé fjármálafyrirtæki skylt að viðhalda einum eða fleiri þeirra eiginfjárauka sem kveðið er á um í þessum kafla myndar sú skylda samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Fyrst myndast skylda til þess að viðhalda eigin fé til þess að uppfylla eiginfjárkröfu vegna kerfisáhættuauka, þá eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, síðan sveiflujöfnunarauka og að lokum verndunarauka.
     
     b. (83. gr. a.)
Samsetning eiginfjárauka.
     Til eiginfjárauka er einungis heimilt að telja eiginfjárliði sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. kafla I. bálks 2. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     
     c. (83. gr. b.)
Bann við tvítalningu.
     Óheimilt er að tvítelja eiginfjárliði með því að nýta eigið fé sem er viðhaldið til að uppfylla samanlagða kröfu um eiginfjárauka til að mæta:
 1. Lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn skv. 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 2. Kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a, sem lögð er á til að mæta annarri áhættu en hættunni á of mikilli vogun.
 3. Tilkynntu eiginfjárálagi skv. 107. gr. b, sem er ætlað að mæta annarri áhættu en hættunni á of mikilli vogun.

     Óheimilt er að tvítelja eiginfjárliði með því að nýta eigið fé sem er viðhaldið til að uppfylla einstakan þátt samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka til að mæta öðrum þætti samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka.
     
     d. (83. gr. c.)
Samverkan eiginfjárauka.
     Eigi bæði eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu og eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu við skulu þeir ekki lagðir saman heldur skal aðeins sá hærri gilda.
     Samanlagt hlutfall kerfisáhættuauka og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki má ekki vera hærra en 5% af stofni skv. D–F-hluta þessa kafla nema með samþykki fastanefndar EFTA-ríkjanna.
     
     e. (83. gr. d.)
Samstæðugrunnur.
     Eiginfjárauka fyrir kerfisleg mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu skal viðhaldið á samstæðugrunni. Seðlabanki Íslands getur með reglum kveðið á um að öðrum eiginfjáraukum skuli viðhaldið á samstæðu-, undirsamstæðu- eða einingargrunni, eftir því sem við á.
     
     f. (83. gr. e.)
Undanþága fyrir verðbréfafyrirtæki.
     Kafli þessi gildir ekki um verðbréfafyrirtæki sem hafa ekki leyfi til viðskipta með fjármálagerninga fyrir eigin reikning og sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga, sbr. c- og f-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     Verðbréfafyrirtæki er undanskilið skyldu til þess að viðhalda verndunar- og sveiflujöfnunarauka að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:
 1. Ársverk fyrirtækisins eru færri en 250.
 2. Ársvelta fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi er ekki meiri en jafnvirði 50 millj. evra í íslenskum krónum eða eignir samkvæmt ársreikningi eru ekki meiri en jafnvirði 43 millj. evra í íslenskum krónum.

     
     g. (84. gr.)
Skylda til að viðhalda verndunarauka.
     Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka sem nefnist verndunarauki.
     
     h. (84. gr. a.)
Hlutfall.
     Verndunarauki skal nema 2,5% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     
     i. (85. gr.)
Skylda til að viðhalda sveiflujöfnunarauka.
     Seðlabanki Íslands getur með reglum sem hann setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar kveðið á um að fjármálafyrirtæki skuli viðhalda eiginfjárauka sem nefnist sveiflujöfnunarauki.
     
     j. (85. gr. a.)
Hlutfall.
     Sveiflujöfnunarauki skal jafngilda áhættugrunni fjármálafyrirtækis skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 margfölduðum með vegnu meðaltali hlutfalls sveiflujöfnunarauka í þeim ríkjum þar sem útlánaáhættuskuldbindingar fyrirtækisins eru. Ekki ber þó að margfalda með hærra hlutfalli en 2,5% vegna útlánaáhættuskuldbindinga í öðru ríki þar sem hlutfallið er hærra en 2,5%, sbr. þó 85. gr. b.
     Vægi hvers ríkis í vegnu meðaltali hlutfalls sveiflujöfnunarauka skal jafngilda hlutfalli eiginfjárkrafna til fjármálafyrirtækis skv. II. og IV. bálki í 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 vegna útlánaáhættuskuldbindinga í viðkomandi ríki af eiginfjárkröfum til fyrirtækisins vegna allra útlánaáhættuskuldbindinga þess. Til áhættuskuldbindinga samkvæmt þessari grein skal telja alla flokka áhættuskuldbindinga, aðra en þá sem um getur í a–f-lið 112. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem eru háðir:
 1. Eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu skv. II. bálki 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 2. Eiginfjárkröfum vegna sértækrar áhættu skv. 2. kafla IV. bálks 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða aukinnar vanskila- og tilfærsluáhættu skv. 5. kafla IV. bálks 3. hluta sömu reglugerðar, enda sé áhættuskuldbinding í veltubók.
 3. Eiginfjárkröfum skv. 5. kafla II. bálks 3. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, enda sé áhættuskuldbinding í formi verðbréfunar.

     Sveiflujöfnunarauki vegna áhættuskuldbindinga hér á landi skal almennt nema 0–2,5% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 en má þó vera hærri ef áhættuþættir sem liggja til grundvallar mati á gildi sveiflujöfnunarauka gefa tilefni til. Hlutfallið skal vera margfeldi af 0,25 prósentustigum.
     Hlutfall sveiflujöfnunarauka skal taka mið af sveiflutengdri kerfisáhættu. Við mat á henni skal litið til skuldasveiflu, einkum fráviks hlutfalls skulda af vergri landsframleiðslu frá langtímaleitni, áhættu sem stafar af óhóflegum vexti skulda á Íslandi og annarra viðeigandi þátta. Tekið skal tillit til sérkenna íslensks efnahags.
     Seðlabankinn skal a.m.k. ársfjórðungslega endurskoða hlutfall sveiflujöfnunarauka.
     
     k. (85. gr. b.)
Viðurkenning á sveiflujöfnunarauka í öðru ríki sem er hærri en 2,5%.
     Í reglum Seðlabanka Íslands skv. 85. gr. má kveða á um að fjármálafyrirtæki skuli við útreikning á sveiflujöfnunarauka margfalda með hærra hlutfalli en 2,5% vegna útlánaáhættuskuldbindinga í ríki þar sem hlutfallið er hærra en 2,5%.
     Seðlabankinn skal birta á vef sínum upplýsingar um viðurkenningu á hlutfalli yfir 2,5%. Birtar skulu upplýsingar um a.m.k. hvert hlutfallið sé og ríkið þar sem það gildir. Ef viðurkenningin felur í sér að hlutfall sveiflujöfnunarauka hækkar skal koma fram hvenær hækkunin taki gildi. Ef hækkun á að taka gildi innan tólf mánaða skal greint frá þeim óvenjulegu aðstæðum sem réttlæta það, sbr. 1. mgr. 85. gr. d.
     
     l. (85. gr. c.)
Hlutfall sveiflujöfnunarauka vegna ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.
     Í reglum Seðlabanka Íslands skv. 85. gr. má kveða á um hlutfall sveiflujöfnunarauka vegna áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hafi viðkomandi ríki þegar ákvarðað og birt hlutfall sveiflujöfnunarauka vegna áhættuskuldbindinga í því ríki getur Seðlabankinn þó ekki kveðið á um annað hlutfall nema Seðlabankinn telji hlutfallið í viðkomandi ríki ekki fullnægjandi til að vernda fjármálafyrirtæki gegn áhættu sem stafar af óhóflegum vexti skulda í ríkinu. Seðlabankinn skal ekki mæla fyrir um lægra hlutfall en gildir í viðkomandi ríki nema hlutfallið í ríkinu sé hærra en 2,5%.
     Seðlabankinn skal birta á vef sínum upplýsingar um ákvörðun hlutfalls skv. 1. mgr. Birtar skulu upplýsingar um a.m.k. hlutfallið og ríkið sem það gildir um og rökstuðningur fyrir hlutfallinu. Ef hlutfall sveiflujöfnunarauka er hækkað skal koma fram hvenær hækkunin taki gildi. Ef hækkun á að taka gildi innan tólf mánaða skal greint frá þeim óvenjulegu aðstæðum sem réttlæta það, sbr. 1. mgr. 85. gr. d.
     
     m. (85. gr. d.)
Gildistaka breytinga á hlutfalli.
     Hækkun á sveiflujöfnunarauka skal taka gildi eigi síðar en tólf mánuðum eftir birtingu upplýsinga um hækkunina. Hækkunin skal ekki taka gildi innan tólf mánaða nema óvenjulegar aðstæður réttlæti það.
     Hækkun á sveiflujöfnunarauka í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins tekur gildi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum tólf mánuðum frá birtingu í viðkomandi ríki. Það gildir þótt hækkunin taki gildi fyrr í viðkomandi ríki.
     Lækkun á sveiflujöfnunarauka skal taka gildi þegar í stað.
     
     n. (85. gr. e.)
Birting upplýsinga um sveiflujöfnunarauka.
     Seðlabanki Íslands skal birta á vef sínum eftirfarandi upplýsingar samhliða ákvörðun eða endurskoðun á sveiflujöfnunarauka:
 1. Gildandi hlutfall sveiflujöfnunarauka.
 2. Viðeigandi hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu og frávik þess frá langtímaleitni.
 3. Mat á þáttum skv. 4. mgr. 85. gr. a sem ákvörðun sveiflujöfnunarauka styðst við.
 4. Rökstuðning fyrir hlutfalli sveiflujöfnunarauka.

     Ef hlutfall sveiflujöfnunarauka er hækkað skal koma fram hvenær hækkunin taki gildi. Ef hækkun á að taka gildi innan tólf mánaða skal greint frá þeim óvenjulegu aðstæðum sem réttlæta það, sbr. 1. mgr. 85. gr. d.
     Ef hlutfall sveiflujöfnunarauka er lækkað skal greint frá tímabili sem ekki er áætlað að hlutfallið hækki og rökstuðningi fyrir þeirri áætlun. Áætlunin er þó ekki bindandi.
     
     o. (85. gr. f.)
Tilkynning til Evrópska kerfisáhætturáðsins.
     Seðlabanki Íslands skal tilkynna Evrópska kerfisáhætturáðinu um breytingar á hlutfalli sveiflujöfnunarauka. Tilkynningunni skulu fylgja upplýsingar skv. 85. gr. e.
     
     p. (86. gr.)
Skylda til að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu.
     Seðlabanki Íslands getur með reglum sem hann setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar kveðið á um að fjármálafyrirtæki sem telst kerfislega mikilvægt á alþjóðavísu skv. 86. gr. b skuli viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu.
     
     q. (86. gr. a.)
Hlutfall.
     Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu skal nema 1–3,5% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Hann skal vera 1% ef fyrirtæki er í lægsta flokki skv. 3. mgr. 86. gr. b og hækka línulega um a.m.k. hálft prósentustig fyrir hvern flokk þar fyrir ofan að 3,5%. Hækkun frá og með fimmta flokki þarf þó ekki að vera línuleg.
     
     r. (86. gr. b.)
Afmörkun á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á alþjóðavísu.
     Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveður hvort fjármálafyrirtæki, sem ekki er dótturfélag móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu, skuli teljast, á samstæðugrunni, kerfislega mikilvægt á alþjóðavísu. Sama gildir um samstæðu undir stjórn móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Mat skv. 1. mgr. skal taka mið af eftirfarandi viðmiðum, sem skulu hvert hafa jafnt vægi og samanstanda af mælanlegum vísum:
 1. Stærð samstæðunnar.
 2. Samtengingu samstæðunnar við fjármálakerfið.
 3. Hvort þjónustan eða fjármálalegu innviðirnir sem samstæða veitir séu í boði annars staðar.
 4. Flækjustigi samstæðunnar.
 5. Starfsemi samstæðunnar yfir landamæri, þ.m.t. milli aðildarríkja og milli aðildarríkis og ríkis sem ekki er aðildarríki.

     Fjármálastöðugleikanefnd skal úthluta hverri einingu, sem hún ákveður að skuli teljast kerfislega mikilvæg á alþjóðavísu, heildarstigafjölda á grundvelli viðmiða skv. 2. mgr. Nefndin skal raða einingunni í einn af a.m.k. fimm flokkum á grundvelli stigagjafarinnar. Nefndin getur þó ákveðið að færa einingu í hærri eða lægri flokk en leiðir af stigagjöfinni ef hún telur það endurspegla betur kerfislegt mikilvægi hennar á alþjóðavísu.
     Seðlabankinn skal birta og tilkynna viðkomandi einingum, Evrópska kerfisáhætturáðinu og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um heiti kerfislega mikilvægra eininga á alþjóðavísu og þann flokk sem þau raðast í skv. 3. mgr. Tilkynningunni til Evrópska kerfisáhætturáðsins skal fylgja ítarlegur rökstuðningur fyrir ákvörðun um færslu um flokk skv. 3. málsl. 3. mgr.
     Fjármálastöðugleikanefnd skal endurskoða a.m.k. árlega afmörkun á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á alþjóðavísu og röðun þeirra í flokk skv. 3. mgr.
     
     s. (86. gr. c.)
Skylda til að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu.
     Seðlabanki Íslands getur með reglum sem hann setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar kveðið á um að fjármálafyrirtæki sem telst kerfislega mikilvægt á landsvísu skv. 86. gr. e skuli viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu.
     
     t. (86. gr. d.)
Hlutfall.
     Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu skal nema 0–3% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Hlutfallið má þó vera hærra en 3% með samþykki fastanefndar EFTA-ríkjanna.
     Hlutfall eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu skal taka mið af því hversu kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki er á landsvísu, sbr. 86. gr. e. Þess skal gætt að eiginfjáraukinn hafi ekki í för með sér óhóflega skaðleg áhrif á allt eða hluta fjármálakerfis annarra aðildarríkja eða á Evrópska efnahagssvæðinu í heild sem hindra starfsemi innri markaðar Evrópska efnahagssvæðisins.
     Eiginfjárauki sem gildir á eininga- eða undirsamstæðugrunni fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu sem er dótturfélag kerfislega mikilvægs aðila á alþjóðavísu eða kerfislega mikilvægs aðila á landsvísu sem er fjármálafyrirtæki eða samstæða undir stjórn móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu og ber að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu á samstæðugrunni skal ekki vera hærri en samtala:
 1. Hlutfalls eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eða fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu sem gildir um samstæðuna, hvort sem hærra er.
 2. 1% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

     Seðlabanki Íslands skal endurskoða a.m.k. árlega hlutfall eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu.
     
     u. (86. gr. e.)
Afmörkun á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á landsvísu.
     Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveður hvort fjármálafyrirtæki skuli teljast, á einingar-, undirsamstæðu- eða samstæðugrunni, eftir því sem við á, kerfislega mikilvægt á landsvísu með tilliti til þess hvort það sé þess eðlis að starfsemi þess geti haft áhrif á fjármálastöðugleika. Sama gildir um samstæðu undir stjórn móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu, blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu, móðurstofnunar í aðildarríki, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði í aðildarríki eða blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í aðildarríki.
     Mat skv. 1. mgr. skal taka mið af a.m.k. eftirfarandi viðmiðum:
 1. Stærð.
 2. Mikilvægi fyrir efnahag Evrópska efnahagssvæðisins eða Íslands.
 3. Umfangi starfsemi yfir landamæri.
 4. Samtengingu fjármálafyrirtækisins eða samstæðunnar við fjármálakerfið.

     Seðlabankinn skal birta og tilkynna viðkomandi einingum, Evrópska kerfisáhætturáðinu og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um heiti kerfislega mikilvægra eininga á landsvísu.
     Fjármálastöðugleikanefnd skal endurskoða a.m.k. árlega afmörkun á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á landsvísu.
     
     v. (86. gr. f.)
Tilkynning til Evrópska kerfisáhætturáðsins.
     Seðlabanki Íslands skal tilkynna Evrópska kerfisáhætturáðinu um fyrirhugaða setningu eða endurskoðun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á landsvísu. Tilkynningin skal send mánuði fyrir setningu eða endurskoðun, þó þremur mánuðum áður ef hlutfallið er hærra en 3%. Tilkynningin skal lýsa ítarlega:
 1. Hvers vegna eiginfjáraukinn er talinn líklegur til að draga úr þeirri áhættu sem honum er ætlað að mæta með skilvirkum og hóflegum hætti.
 2. Mati á líklegum jákvæðum og neikvæðum áhrifum af eiginfjáraukanum á innri markað Evrópska efnahagssvæðisins.
 3. Fyrirhuguðu hlutfalli eiginfjáraukans.

     
     w. (86. gr. g.)
Skylda til að viðhalda kerfisáhættuauka.
     Seðlabanki Íslands getur með reglum sem hann setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar kveðið á um að fjármálafyrirtæki skuli viðhalda eiginfjárauka sem nefnist kerfisáhættuauki.
     Í reglunum má takmarka skyldu til að viðhalda kerfisáhættuauka við einn eða fleiri flokka fjármálafyrirtækja.
     
     x. (86. gr. h.)
Hlutfall.
     Kerfisáhættuauki skal nema 0–3% af áhættugrunni skv. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða einstökum flokkum áhættuskuldbindinga skv. 86. gr. i. Hlutfallið má þó, þegar ríkar ástæður eru til, vera hærra en 3% með samþykki ráðherra. Það má þó ekki vera hærra en 5% nema einnig sé aflað samþykkis fastanefndar EFTA-ríkjanna. Hlutfallið skal vera margfeldi af 0,5 prósentustigum.
     Hlutfall kerfisáhættuauka skal taka mið af kerfisáhættu sem er ekki mætt með reglugerð (ESB) nr. 575/2013 eða eiginfjáraukum skv. C-, D- eða E-hlutum þessa kafla. Þess skal gætt að kerfisáhættuaukinn hafi ekki í för með sér óhóflega skaðleg áhrif á allt eða hluta fjármálakerfis annarra aðildarríkja eða á Evrópska efnahagssvæðinu í heild sem hindra starfsemi innri markaðar Evrópska efnahagssvæðisins.
     Í reglum Seðlabanka Íslands skv. 86. gr. g má kveða á um mismunandi hlutfall kerfisáhættuauka fyrir mismunandi flokka fjármálafyrirtækja og áhættuskuldbindinga. Hlutfall kerfisáhættuauka fyrir áhættuskuldbindingar í öðrum aðildarríkjum skal þó vera hið sama fyrir öll aðildarríkin, nema þegar um er að ræða viðurkenningu á kerfisáhættuauka í öðru aðildarríki skv. 86. gr. j.
     Seðlabankinn skal endurskoða a.m.k. annað hvert ár hlutfall kerfisáhættuauka.
     
     y. (86. gr. i.)
Flokkar áhættuskuldbindinga.
     Í reglum Seðlabanka Íslands skv. 86. gr. g má kveða á um að kerfisáhættuauki reiknist af einum eða fleiri eftirfarandi flokkum áhættuskuldbindinga:
 1. Allar áhættuskuldbindingar á Íslandi.
 2. Eftirfarandi tegundir áhættuskuldbindinga á Íslandi:
  1. allar smásöluáhættuskuldbindingar vegna einstaklinga sem eru tryggðar með íbúðarhúsnæði,
  2. allar áhættuskuldbindingar vegna lögaðila sem eru tryggðar með veði í atvinnuhúsnæði,
  3. allar áhættuskuldbindingar vegna lögaðila að undanskildum þeim sem tilgreindar eru í b-lið,
  4. allar áhættuskuldbindingar vegna einstaklinga að undanskildum þeim sem tilgreindar eru í a-lið.
 3. Allar áhættuskuldbindingar í öðrum aðildarríkjum.
 4. Tegundir áhættuskuldbindinga skv. 2. tölul. í öðrum aðildarríkjum eingöngu svo að mögulegt sé að viðurkenna hlutfall eiginfjárauka sem annað aðildarríki hefur ákvarðað í samræmi við 86. gr. j.
 5. Áhættuskuldbindingar í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
 6. Undirtegundir áhættuskuldbindinga skv. 2. tölul.

     
     z. (86. gr. j.)
Viðurkenning á kerfisáhættuauka í öðru aðildarríki.
     Í reglum Seðlabanka Íslands skv. 86. gr. g má kveða á um að fjármálafyrirtæki skuli viðhalda kerfisáhættuauka vegna áhættuskuldbindinga í öðru aðildarríki sem samsvari hlutfalli kerfisáhættuauka sem viðkomandi ríki hefur ákveðið telji Seðlabankinn það við hæfi að teknu tilliti til upplýsinga um kerfisáhættuaukann frá viðkomandi aðildarríki.
     Kerfisáhættuauki skv. 1. mgr. bætist við kerfisáhættuauka skv. 86. gr. h ef þeim er ætlað að mæta hvor sinni áhættu. Ef þeim er ætlað að mæta sömu áhættu gildir einvörðungu hærri kerfisáhættuaukinn.
     Seðlabankinn skal tilkynna Evrópska kerfisáhætturáðinu um viðurkenningu á kerfisáhættuauka í öðru aðildarríki.
     Seðlabankinn getur óskað eftir því að Evrópska kerfisáhætturáðið setji fram tilmæli skv. 16. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1092/2010 til eins eða fleiri aðildarríkja um að viðurkenna kerfisáhættuauka hér á landi.
     
     aa. (86. gr. k.)
Tilkynning til Evrópska kerfisáhætturáðsins og annarra yfirvalda um kerfisáhættuauka.
     Seðlabanki Íslands skal tilkynna Evrópska kerfisáhætturáðinu um fyrirhugaða setningu eða endurskoðun kerfisáhættuauka. Tilkynning skal send mánuði áður en Seðlabankinn birtir upplýsingar skv. 86. gr. l ef hlutfall kerfisáhættuaukans, að frátöldum kerfisáhættuauka í öðru aðildarríki sem hefur verið viðurkenndur skv. 86. gr. j, er ekki hærra en 3%. Í tilkynningunni skal lýsa ítarlega:
 1. Kerfisáhættu á Íslandi.
 2. Ástæðum þess að kerfisáhætta ógnar stöðugleika fjármálakerfisins á Íslandi og réttlætir hlutfall kerfisáhættuaukans.
 3. Hvers vegna kerfisáhættuaukinn er talinn líklegur til að draga úr áhættunni með skilvirkum og hóflegum hætti.
 4. Mati á líklegum jákvæðum og neikvæðum áhrifum af kerfisáhættuaukanum á innri markað Evrópska efnahagssvæðisins.
 5. Fyrirhuguðu hlutfalli eða hlutföllum kerfisáhættuauka, til hvaða áhættuskuldbindinga hann eigi að taka og hvaða fjármálafyrirtæki eigi að viðhalda honum.
 6. Af hverju kerfisáhættuauki sem gildir um allar áhættuskuldbindingar tvítaki ekki virkni eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á landsvísu.

     Í tilkynningunni skal greint frá því ef kerfisáhættuauki á að taka til áhættuskuldbindinga í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
     Ef hækka á kerfisáhættuauka þannig að hann verði hærri en 3% og allt að 5% skal í tilkynningunni óskað eftir áliti fastanefndar EFTA-ríkjanna. Ef álit fastanefndarinnar er neikvætt skal Seðlabankinn fara eftir álitinu eða gefa upp ástæður fyrir því að gera það ekki.
     Ef fjármálafyrirtæki sem fyrirhugað er að skylda til að viðhalda kerfisáhættuauka er dótturfélag félags með staðfestu í öðru aðildarríki skal í tilkynningunni óskað eftir áliti Evrópska kerfisáhætturáðsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eða fastanefndar EFTA-ríkjanna ef félagið er með staðfestu í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu. Seðlabankinn skal jafnframt senda tilkynningu skv. 1. mgr. til lögbærra yfirvalda í því aðildarríki. Leggist kerfisáhætturáðið, framkvæmdastjórnin eða fastanefndin og yfirvöld móðurfélagsins gegn fyrirhuguðum kerfisáhættuauka getur Seðlabankinn vísað málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, og óskað eftir aðstoð hennar í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Setningu reglna um viðkomandi áhættuskuldbindingar skal frestað meðan beðið er niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
     
     bb. (86. gr. l.)
Birting upplýsinga um kerfisáhættuauka.
     Seðlabanki Íslands skal birta á vef sínum eftirfarandi upplýsingar um ákvörðun eða endurskoðun á kerfisáhættuauka:
 1. Hlutfall kerfisáhættuauka.
 2. Fjármálafyrirtæki sem ber að viðhalda kerfisáhættuauka.
 3. Áhættuskuldbindingar sem kerfisáhættuauki tekur til.
 4. Rökstuðning fyrir hlutfalli kerfisáhættuauka.
 5. Hvenær fjármálafyrirtækjum beri að viðhalda kerfisáhættuauka.
 6. Í hvaða löndum áhættuskuldbindingar sem kerfisáhættuauki miðast við eru.

     Rökstuðningur fyrir hlutfalli kerfisáhættuauka, sbr. 4. tölul. 1. mgr., skal ekki birtur ef það gæti teflt stöðugleika fjármálakerfisins í tvísýnu.
     
     cc. (86. gr. m.)
Takmarkanir á úthlutun vegna kröfu um eiginfjárauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir samanlagða kröfu um eiginfjárauka er eftirfarandi úthlutun óheimil ef hún hefði þau áhrif að það uppfyllti ekki lengur kröfuna:
 1. Arðgreiðsla með reiðufé.
 2. Úthlutun á jöfnunarhlutabréfum sem hafa verið greidd að fullu eða að hluta eða öðrum fjármagnsgerningum skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 3. Innlausn eða kaup á eigin hluta- eða stofnfjárbréfum eða öðrum fjármagnsgerningum skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 4. Endurgreiðsla vegna innborgaðs hluta- eða stofnfjár eða annarra fjármagnsgerninga skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 5. Úthlutun á liðum skv. b–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka er óheimilt að grípa til eftirfarandi ráðstafana áður en hámarksúthlutunarfjárhæð skv. 86. gr. n hefur verið reiknuð út:
 1. Úthlutun skv. 1. mgr.
 2. Stofna til skuldbindingar um að greiða kaupauka eða greiða kaupauka ef stofnað var til skuldbindingar til greiðslu á þeim tíma þegar fjármálafyrirtækið uppfyllti ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
 3. Greiða af gerningi viðbótar eigin fjár þáttar 1.

     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka er óheimil úthlutun skv. 2. mgr. umfram hámarksúthlutunarfjárhæð skv. 86. gr. n.
     Takmarkanir samkvæmt þessari grein gilda aðeins um úthlutanir sem lækka almennt eigið fé þáttar 1 eða hagnað fjármálafyrirtækis. Þær gilda ekki ef frestun úthlutunar fæli í sér vanefnd eða gæti leitt til ógjaldfærnimeðferðar fjármálafyrirtækisins.
     
     dd. (86. gr. n.)
Hámarksúthlutunarfjárhæð uppfylli fyrirtæki ekki kröfu um eiginfjárauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka skal reikna út hámarksúthlutunarfjárhæð og tilkynna Fjármálaeftirlitinu um fjárhæðina.
     Hámarksúthlutunarfjárhæð skal fundin með því að margfalda samtölu skv. 3. mgr. með stuðli skv. 4. mgr. Frá hámarksúthlutunarfjárhæð skal draga fjárhæð sem leiðir af ráðstöfunum skv. 2. mgr. 86. gr. m.
     Samtala vegna hámarksúthlutunarfjárhæðar skal samanstanda af:
 1. hagnaði samkvæmt árshlutauppgjöri sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. m,
 2. að viðbættum hagnaði ársins sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. m
 3. og að frádreginni þeirri fjárhæð sem yrði greidd í skatt ef hagnaði skv. a- og b-lið væri haldið eftir.

     Stuðull vegna hámarksúthlutunarfjárhæðar ræðst af hlutfalli almenns eigin fjár þáttar 1 sem fjármálafyrirtæki viðheldur og er ekki nýtt til að mæta eiginfjárkröfu skv. a-, b- eða c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða viðbótareiginfjárkröfu skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a vegna annarrar áhættu en hættunnar á of mikilli vogun af samanlagðri kröfu um eiginfjárauka sem hér segir:
 1. Ef hlutfallið er lægra en 25% er stuðullinn 0.
 2. Ef hlutfallið er a.m.k. 25% en lægra en 50% er stuðullinn 0,2.
 3. Ef hlutfallið er a.m.k. 50% en lægra en 75% er stuðullinn 0,4.
 4. Ef hlutfallið er a.m.k. 75% er stuðullinn 0,6.

     
     ee. (86. gr. o.)
Tilkynningarskylda og gagnaskil uppfylli fyrirtæki ekki kröfu um eiginfjárauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka og hefur í hyggju að greiða út af hagnaði eða ráðstöfun skv. 2. mgr. 86. gr. m skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það.
     Í tilkynningu skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:
 1. Fjárhæð eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis sundurliðuð með eftirfarandi hætti:
  1. almennt eigið fé þáttar 1,
  2. viðbótar eigið fé þáttar 1,
  3. eiginfjárþáttur 2.
 2. Hagnaður samkvæmt árshluta- og ársuppgjöri.
 3. Hámarksúthlutunarfjárhæð skv. 86. gr. n.
 4. Fjárhæð sem fjármálafyrirtæki hyggst greiða út, sundurliðuð með eftirfarandi hætti:
  1. arðgreiðslur,
  2. kaup á eigin bréfum,
  3. greiðslur af gerningum viðbótar eigin fjár þáttar 1,
  4. greiðslur kaupauka, hvort sem er á grundvelli nýrrar skuldbindingar eða skuldbindingar sem stofnað var til á þeim tíma þegar fjármálafyrirtækið uppfyllti ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka.

     
     ff. (86. gr. p.)
Takmarkanir á úthlutun vegna kröfu um vogunarauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir kröfu um vogunarauka skv. 1. mgr. a 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 er eftirfarandi úthlutun óheimil ef hún hefði þau áhrif að það uppfyllti ekki lengur kröfuna:
 1. Arðgreiðsla með reiðufé.
 2. Úthlutun á jöfnunarhlutabréfum, sem hafa verið greidd að fullu eða að hluta, eða öðrum fjármagnsgerningum skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 3. Innlausn eða kaup á eigin hluta- eða stofnfjárbréfum eða öðrum fjármagnsgerningum skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 4. Endurgreiðsla vegna innborgaðs hluta- eða stofnfjár eða annarra fjármagnsgerninga skv. a-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 5. Úthlutun á liðum skv. b–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki kröfuna um vogunarauka er óheimilt að grípa til eftirfarandi ráðstafana áður en hámarksúthlutunarfjárhæð vegna vogunarauka skv. 86. gr. q hefur verið reiknuð út:
 1. Framkvæma úthlutun í tengslum við almennt eigið fé þáttar 1.
 2. Stofna til skuldbindingar um að greiða kaupauka eða greiða kaupauka ef stofnað var til skuldbindingar til greiðslu á þeim tíma þegar fjármálafyrirtækið uppfyllti ekki kröfu um vogunarauka.
 3. Greiða af gerningi viðbótar eigin fjár þáttar 1.

     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki kröfuna um vogunarauka er óheimil úthlutun skv. 2. mgr. umfram hámarksúthlutunarfjárhæð vegna vogunarauka skv. 86. gr. q.
     Takmarkanir samkvæmt þessari grein gilda aðeins um úthlutanir sem lækka eiginfjárþátt 1 eða hagnað fjármálafyrirtækis. Þær gilda ekki ef frestun úthlutunar fæli í sér vanefnd eða gæti leitt til ógjaldfærnimeðferðar fjármálafyrirtækisins.
     
     gg. (86. gr. q.)
Hámarksúthlutunarfjárhæð uppfylli fyrirtæki ekki kröfu um vogunarauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki kröfu um vogunarauka skv. 1. mgr. a 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal reikna út hámarksúthlutunarfjárhæð vegna vogunarauka og tilkynna Fjármálaeftirlitinu um fjárhæðina.
     Hámarksúthlutunarfjárhæð skal fundin með því að margfalda samtölu skv. 3. mgr. með stuðli skv. 4. mgr. Frá hámarksúthlutunarfjárhæð skal draga fjárhæð sem leiðir af ráðstöfunum skv. 2. mgr. 86. gr. p.
     Samtala vegna hámarksúthlutunarfjárhæðar skal samanstanda af:
 1. hagnaði samkvæmt árshlutauppgjöri sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. p,
 2. að viðbættum hagnaði ársins sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. p
 3. og að frádreginni þeirri fjárhæð sem yrði greidd í skatt ef hagnaði skv. a- og b-lið væri haldið eftir.

     Stuðull vegna hámarksúthlutunarfjárhæðar ræðst af hlutfalli eiginfjárþáttar 1 sem fjármálafyrirtæki viðheldur og er ekki nýttur til að mæta kröfum skv. d-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða viðbótareiginfjárkröfu skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a vegna hættunnar á of mikilli vogun af kröfu um vogunarauka skv. 1. mgr. a 92. gr. sömu reglugerðar sem hér segir:
 1. Ef hlutfallið er lægra en 25% er stuðullinn 0.
 2. Ef hlutfallið er a.m.k. 25% en lægra en 50% er stuðullinn 0,2.
 3. Ef hlutfallið er a.m.k. 50% en lægra en 75% er stuðullinn 0,4.
 4. Ef hlutfallið er a.m.k. 75% er stuðullinn 0,6.

     
     hh. (86. gr. r.)
Tilkynningarskylda og gagnaskil uppfylli fyrirtæki ekki kröfu um vogunarauka.
     Fjármálafyrirtæki sem uppfyllir ekki kröfu um vogunarauka skv. 1. mgr. a 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og hefur í hyggju að greiða út af hagnaði eða ráðstöfun skv. 2. mgr. 86. gr. p skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það.
     Í tilkynningu skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:
 1. Fjárhæð eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis sundurliðuð með eftirfarandi hætti:
  1. almennt eigið fé þáttar 1,
  2. viðbótar eigið fé þáttar 1.
 2. Hagnaður samkvæmt árshluta- og ársuppgjöri.
 3. Hámarksúthlutunarfjárhæð vegna vogunarauka skv. 86. gr. q.
 4. Fjárhæð sem fjármálafyrirtæki hyggst greiða út, sundurliðuð með eftirfarandi hætti:
  1. arðgreiðslur,
  2. kaup á eigin bréfum,
  3. greiðslur af gerningum viðbótar eigin fjár þáttar 1,
  4. greiðslur kaupauka, hvort sem er á grundvelli nýrrar skuldbindingar eða skuldbindingar sem stofnað var til á þeim tíma þegar fjármálafyrirtækið uppfyllti ekki kröfuna um vogunarauka.

     
     ii. (86. gr. s.)
Áætlun um verndun eigin fjár.
     Uppfylli fjármálafyrirtæki ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka eða kröfu um vogunarauka skv. 1. mgr. a 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal stjórn þess útbúa og afhenda Fjármálaeftirlitinu áætlun um verndun eigin fjár í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar.
     Áætlun um verndun eigin fjár skal a.m.k. innihalda:
 1. Áætlun um tekjur og gjöld fyrirtækisins og spá um þróun efnahagsreiknings þess.
 2. Upplýsingar um til hvaða úrræða fyrirtækið muni grípa til þess að hækka eiginfjárhlutfall sitt.
 3. Tímasetta áætlun um það hvernig fyrirtækið ráðgerir að hækka eiginfjárhlutfall sitt þannig að það uppfylli á ný samanlagða kröfu um eiginfjárauka eða kröfu um vogunarauka.
 4. Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar til þess að leggja mat á áætlunina.

     Áætlun um verndun eigin fjár skal afhent Fjármálaeftirlitinu innan fimm virkra daga frá því að ljóst var að fjármálafyrirtæki uppfyllti ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka eða kröfu um vogunarauka. Fjármálaeftirlitið getur veitt fimm virkra daga viðbótarfrest til að afhenda áætlunina.
     Fjármálaeftirlitið leggur mat á áætlunina í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar. Áætlun um verndun eigin fjár skal samþykkt ef talið er líklegt að hún komi því til leiðar að fjármálafyrirtæki nái að uppfylla samanlagða kröfu um eiginfjárauka eða kröfu um vogunarauka innan viðeigandi tímamarka.
     Samþykki Fjármálaeftirlitið ekki áætlunina á grundvelli 4. mgr. skal það:
 1. mæla fyrir um að fjármálafyrirtækið auki eiginfjárgrunn sinn um tilskilin mörk innan tímafrests sem Fjármálaeftirlitið ákveður og/eða
 2. takmarka frekar útgreiðslur umfram það sem kveðið er á um í 86. gr. m eða 86. gr. p.


103. gr.

     Tilvísunin „sbr. 4. mgr. 19. gr.“ í c-lið 3. mgr. 87. gr. laganna fellur brott.

104. gr.

     Á eftir 87. gr. laganna kemur ný grein, 87. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Birting upplýsinga um starfsemi í einstökum ríkjum.
     Í skýringum í árs- eða samstæðureikningi skulu vera upplýsingar á samstæðugrunni um eftirfarandi þætti á næstliðnu reikningsári í hverju ríki þar sem fjármálafyrirtæki hefur starfsstöð:
 1. Heiti, eðli starfsemi og landfræðilega staðsetningu.
 2. Veltu.
 3. Fjölda ársverka.
 4. Hagnað eða tap fyrir skatt.
 5. Skatt á hagnað eða tap.
 6. Opinbera styrki eða ívilnanir.


105. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 90. gr. laganna fellur brott.

106. gr.

     91. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

107. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fela“ í a-lið 2. mgr. kemur: líkur eru á að feli.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Fari endurskoðandi ekki eftir 2. mgr. getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að fjármálafyrirtæki kjósi annan endurskoðanda.


108. gr.

     4. mgr. 98. gr. laganna fellur brott.

109. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísananna „86. gr.“ og „84. gr.“ í 1. tölul. 2. mgr. kemur: 52. gr. e; og: reglugerð (ESB) nr. 575/2013.
 2. Í stað tilvísunarinnar „86. gr.“ í 5. mgr. kemur: 52. gr. e.


110. gr.

     Orðin „sem ekki fellur undir 3.–5. mgr. 25. gr.“ í 1. mgr. 104. gr. og 1. og 3. mgr. 105. gr. laganna falla brott.

111. gr.

     Á eftir tilvísuninni „14. gr.“ í 7. mgr. 106. gr. laganna kemur: og 14. gr. a.

112. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 107. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „með“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: framkvæmd laga þessara, þar á meðal.
 2. Á eftir orðunum „innlendra fjármálafyrirtækja“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og fjármálastofnana.
 3. Í stað orðsins „hlutdeildarfyrirtækjum“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: hlutdeildarfélögum.
 4. Í stað orðanna „við eftirlitsaðila“ og tilvísunarinnar „108. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: við lögbær yfirvöld; og: C-hluta þessa kafla.
 5. Í stað orðsins „hlutdeildarfyrirtækjum“ í 3. mgr. kemur: hlutdeildarfélögum.
 6. Í stað orðanna „slík viðskipti“ í 4. málsl. 5. mgr. kemur: öll umtalsverð viðskipti sín við blönduð eignarhaldsfélög sem eru móðurfélög þeirra og önnur dótturfélög blönduðu eignarhaldsfélaganna, önnur en þau sem um getur í 394. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og um önnur viðskipti samkvæmt málsgrein þessari.
 7. 9. mgr. fellur brott.
 8. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Eftirlitsskyld starfsemi og heimildir til að afla upplýsinga.


113. gr.

     Á eftir 107. gr. laganna koma tíu nýjar greinar, 107. gr. a – 107. gr. j, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (107. gr. a.)
Valdheimildir vegna eftirlits.
     Fjármálaeftirlitið skal krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta ef fyrirtækið uppfyllir ekki ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim.
     Telji Fjármálaeftirlitið líklegt, byggt á gögnum eða upplýsingum sem það býr yfir, að fjármálafyrirtæki muni ekki innan næstu tólf mánaða uppfylla ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta. Úrbætur geta m.a. falið í sér beitingu heimilda samkvæmt þessari grein eða öðrum ákvæðum laganna sem nauðsynleg er til þess að bregðast við aðstæðum viðkomandi fjármálafyrirtækis.
     Til að framfylgja kröfum eða fylgja eftir mati skv. 80. gr., 4. og 5. mgr. 81. gr., 3. mgr. 109. gr. ff og 1. og 2. mgr. þessarar greinar og reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 er Fjármálaeftirlitinu heimilt að mæla fyrir um:
 1. Hærri eiginfjárgrunn en gerð er krafa um í reglugerð (ESB) nr. 575/2013.
 2. Endurbætur á innri ferlum, sbr. IX. kafla.
 3. Að fjármálafyrirtæki setji fram sérstaka áætlun um það hvernig fyrirtækið muni uppfylla kröfur laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, auk þess að setja fjármálafyrirtækjum tímafresti varðandi framkvæmd áætlunarinnar, þ.m.t. vegna fresta eða endurbóta sem unnar eru á áætluninni.
 4. Niðurfærslu á eignum við útreikning á eiginfjárgrunni.
 5. Hömlur á eða takmörkun á starfsemi fjármálafyrirtækis eða, eftir því sem við á, sölu eigna eða viðskiptaeininga sem skapa óhóflega áhættu.
 6. Að dregið sé úr áhættu sem starfsemi, viðskiptaafurðir eða kerfi fjármálafyrirtækis felur í sér, þ.m.t. vegna útvistaðrar starfsemi.
 7. Að fjármálafyrirtæki takmarki kaupauka við hlutfall af hreinum hagnaði þar sem útgreiðsla þeirra leiðir til ófullnægjandi eiginfjárgrunns.
 8. Að fjármálafyrirtæki noti hreinan hagnað til að styrkja eiginfjárgrunninn.
 9. Að arð- og vaxtagreiðslur til hluthafa, stofnfjáreigenda og eigenda gerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1 skuli takmarkaðar eða bannaðar, enda feli það ekki í sér vanskil af hálfu fjármálafyrirtækis.
 10. Sérstakar kröfur um að viðhalda lausu fé, þ.m.t. vegna misræmis í líftíma eigna og skuldbindinga fjármálafyrirtækis.
 11. Aukin gagnaskil.
 12. Sértæka upplýsingagjöf til markaðar.

     Fjármálaeftirlitið skal mæla fyrir um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. ef könnun og mat skv. 80. gr. eða 109. gr. ff leiðir í ljós að starfsemi fjármálafyrirtækis er með þeim hætti að:
 1. Fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki skilyrði og kröfur skv. 50. gr., 77. gr. a eða 77. gr. b laga þessara eða 393. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og ólíklegt er að önnur eftirlitsúrræði dugi til að tryggja að svo verði innan hæfilegs tíma.
 2. Áhættuþáttum er ekki nægjanlega mætt með eiginfjárkröfum skv. 3., 4. og 7. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, þó ekki ef áhættuþættir falla undir umbreytingarfyrirkomulag eða ákvæði um lagaskil.
 3. Ólíklegt er að breytingar á virðismati staðna eða eignasafna í veltubók geri fjármálafyrirtæki kleift að selja eða verja eignir á skömmum tíma án þess að verða fyrir umtalsverðu tapi miðað við eðlilegar markaðsaðstæður, sbr. 4. mgr. 81. gr.
 4. Í ljós kemur við mat skv. 3. mgr. 109. gr. ff að fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki skilyrði fyrir notkun innri aðferða og líkur eru á því að það leiði til ófullnægjandi eiginfjárgrunns.
 5. Það kemur ekki á eða viðheldur ítrekað ekki eiginfjárgrunni sem mætir tilkynningu Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárálag skv. 107. gr. b.
 6. Tilefni er til að hafa verulegar áhyggjur vegna annarra aðstæðna sem varða viðkomandi fjármálafyrirtæki sérstaklega.

     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna skilavaldi um kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. og tilkynningu um eiginfjárálag skv. 107. gr. b.
     Eigið fé til að mæta kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. skal samsett með eftirfarandi hætti:
 1. Almennt eigið fé þáttar 1 skal að lágmarki nema 56,25% af viðbótarkröfunni.
 2. Eiginfjárþáttur 1 skal að lágmarki nema 75% af viðbótarkröfunni.

     Eigið fé til að mæta kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. vegna óhóflegrar vogunar skal samanstanda af eiginfjárþætti 1.
     Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að eiginfjárþáttur 1 eða almennt eigið fé þáttar 1 nemi hærra hlutfalli en greinir í 6. og 7. mgr. ef aðstæður viðkomandi fjármálafyrirtækis krefjast þess.
     Heimilt er að ákvarða sérstaka kröfu um laust fé fjármálafyrirtækis skv. 10. tölul. 3. mgr. sem skal taka mið af lausafjáráhættu sem það er eða kann að vera óvarið fyrir. Við mat á því hvort gera eigi sérstaka kröfu til fjármálafyrirtækis um laust fé skal taka tillit til eftirfarandi þátta:
 1. Viðskiptalíkans fyrirtækisins.
 2. Meðhöndlunar þess á lausafjáráhættu, m.a. á grundvelli 78. gr. h.
 3. Niðurstöðu könnunar- og matsferlis og álagsprófs á grundvelli 80. gr.

     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um aðgerðir sem það grípur til vegna ófullnægjandi ráðstafana fjármálafyrirtækis til að mæta lausafjáráhættu sem gæti ógnað stöðu fyrirtækisins eða valdið kerfisáhættu.
     
     b. (107. gr. b.)
Eiginfjárálag.
     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna fjármálafyrirtæki um eiginfjárálag sem það telur æskilegt, einkum á grundvelli álagsprófs skv. 7. mgr. 80. gr., að það hafi umfram það sem því ber skylda til samkvæmt lögum þessum og kröfum Fjármálaeftirlitsins skv. 107. gr. a til að mæta áhættu sem sú skylda mætir ekki nægjanlega.
     
     c. (107. gr. c.)
Tímanleg inngrip Fjármálaeftirlitsins.
     Fjármálaeftirlitið getur beitt tímanlegum inngripum gagnvart lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki með stofnframlag skv. 2. mgr. 14. gr. a ef:
 1. fyrirtækið brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra, þ.m.t. reglugerð (ESB) nr. 575/2013, eða
 2. líkur eru á því vegna versnandi fjárhagslegrar stöðu, þ.m.t. versnandi lausafjárstöðu, aukinnar vogunar, aukinna vanskila lántakenda eða samþjöppunar áhættuskuldbindinga, að fyrirtækið muni brjóta gegn lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum skv. a-lið.

     Ef aðstæður skv. a- eða b-lið 1. mgr. eru til staðar getur Fjármálaeftirlitið hrint í framkvæmd eða krafist þess að lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki hrindi í framkvæmd a.m.k. einni eða fleiri af eftirfarandi aðgerðum:
 1. Grípi til aðgerða samkvæmt endurbótaáætlun eða uppfæri endurbótaáætlun og framkvæmi aðgerðir samkvæmt uppfærðri áætlun.
 2. Afhendi Fjármálaeftirlitinu tímasetta aðgerðaáætlun.
 3. Boði til hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda. Verði ekki farið að þeirri kröfu getur Fjármálaeftirlitið boðað til hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda. Í báðum tilvikum ákveður Fjármálaeftirlitið dagskrá fundarins og getur krafist þess að tiltekin mál verði tekin til umræðu og ákvörðunar.
 4. Víki einum eða fleiri stjórnarmönnum og/eða framkvæmdastjóra frá uppfylli þeir ekki kröfur skv. 52. gr., 52. gr. a og 54. gr.
 5. Afhendi Fjármálaeftirlitinu áætlun um samningaviðræður um endurskipulagningu á skuldum við lánardrottna.
 6. Breyti viðskiptastefnu fyrirtækisins.
 7. Breyti skipulagi fyrirtækisins.

     Fjármálaeftirlitið skal veita fyrirtæki hæfilegan tímafrest til að ljúka við þær aðgerðir sem það hefur krafist skv. 2. mgr.
     Við aðstæður skv. a- eða b-lið 1. mgr. er lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki skylt að veita Fjármálaeftirlitinu allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að hægt sé að uppfæra skilaáætlun og meta eignir og skuldbindingar viðkomandi fyrirtækis og mögulega skilameðferð þess samkvæmt lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Skilavaldið skal hafa aðgang að þeim upplýsingum. Fjármálaeftirlitið skal þegar í stað upplýsa skilastjórnvöld lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis ef aðstæður eru þannig að heimilt sé að beita tímanlegum inngripum skv. 1. mgr.
     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur sem skilgreina viðmið um hvenær Fjármálaeftirlitið getur beitt tímanlegum inngripum vegna versnandi fjárhagslegrar stöðu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja skv. b-lið 1. mgr.
     
     d. (107. gr. d.)
Brottvikning stjórnar og framkvæmdastjóra við tímanleg inngrip.
     Fjármálaeftirlitið getur vikið stjórn lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis skv. 1. málsl. 1. mgr. 107. gr. c frá, í heild eða að hluta, sem og framkvæmdastjóra hafi fyrirtækið brotið alvarlega gegn ákvæðum laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samþykkta fyrirtækis eða ef alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við stjórnun þess.
     Brottvikning Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. á einnig við ef fjárhagur lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis hefur versnað verulega eða aðgerðir skv. 107. gr. c hafa ekki eða eru ekki líklegar að mati Fjármálaeftirlitsins til að rétta af fjárhagslega stöðu fyrirtækis.
     
     e. (107. gr. e.)
Bráðabirgðastjórnandi.
     Telji Fjármálaeftirlitið að brottvikning stjórnar og framkvæmdastjóra skv. 107. gr. d sé ekki fullnægjandi til að rétta af fjárhagslega stöðu lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis skv. 1. málsl. 1. mgr. 107. gr. c getur það skipað fyrirtækinu bráðabirgðastjórnanda.
     Skipun bráðabirgðastjórnanda skv. 1. mgr. getur tekið til þess:
 1. að einn eða fleiri bráðabirgðastjórnendur leysi stjórn af í heild sinni, eða
 2. að einn eða fleiri bráðabirgðastjórnendur starfi með starfandi stjórn.

     Ákvæði þessara laga og ákvæði um félagsstjórn í lögum um hlutafélög gilda eftir því sem við á um bráðabirgðastjórnanda sem skipaður er skv. a-lið 2. mgr. Ákvæði 63. og 68. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, gilda ekki um skipun bráðabirgðastjórnanda sem skipaður er skv. a-lið 2. mgr. og fundur stofnfjáreigenda eða hluthafa getur ekki leyst bráðabirgðastjórnanda frá störfum.
     Skipi Fjármálaeftirlitið bráðabirgðastjórnanda skal í skipunarbréfi til hans, eftir því sem við á, kveða á um:
 1. Skipunartíma.
 2. Helstu verkefni.
 3. Skyldur.
 4. Valdsvið, bæði heimildir og takmarkanir.
 5. Hvaða ákvarðanir stjórn þarf að bera fyrir fram undir bráðabirgðastjórnanda, hafi hún ekki verið leyst frá störfum.
 6. Hvaða ákvarðanir bráðabirgðastjórnandi þarf að bera undir Fjármálaeftirlitið.
 7. Skýrsluskil til Fjármálaeftirlitsins.

     Skipunartími bráðabirgðastjórnanda skal að hámarki vera eitt ár. Við sérstakar aðstæður er Fjármálaeftirlitinu heimilt að framlengja skipunartímann. Fjármálaeftirlitið getur hvenær sem er breytt skipun bráðabirgðastjórnanda skv. 2. mgr. og umboði hans skv. 4. mgr. eða leyst hann frá störfum.
     Fjármálaeftirlitið leggur mat á hæfi bráðabirgðastjórnanda. Um hæfisskilyrði bráðabirgðastjórnanda fer skv. 52. gr. og 52. gr. a.
     Bráðabirgðastjórnandi er einungis ábyrgur fyrir tjóni sem hann veldur í störfum sínum af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.
     
     f. (107. gr. f.)
Samningsákvæðum vikið til hliðar.
     Ef Fjármálaeftirlitið grípur til aðgerða skv. 107. gr. c – 107. gr. e gagnvart lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki skulu aðgerðirnar, þ.m.t. atburðir sem leiðir af þeim, hvorki samsvara vanefnd samkvæmt samningi um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir né jafngilda úrskurði um heimild til greiðslustöðvunar, nauðasamningsumleitana eða gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Ákvæði 1. málsl. er háð því skilyrði að fyrirtæki haldi áfram að efna meginskyldur samningssambands, þ.m.t. um greiðslu, afhendingu og veitingu tryggingarréttinda.
     Efni fyrirtæki áfram meginskyldur samningssambands skv. 1. mgr. veita aðgerðir Fjármálaeftirlitsins skv. 107. gr. c – 107. gr. e samningsaðilum fyrirtækisins ekki sjálfkrafa rétt til að:
 1. Beita rétti til uppsagnar, gjaldfellingar, frestunar eða breytingar samningsskuldbindinga eða greiðslu- eða skuldajöfnunar á grundvelli samnings.
 2. Öðlast eignarhald, fá yfirráð eða ganga að tryggingarréttindum í eigu fyrirtækisins.
 3. Hafa áhrif á samningsbundin réttindi fyrirtækisins.

     Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda um samninga sem dótturfélag hefur gert og móðurfélag eða annað félag innan samstæðu ábyrgist eða styður á annan hátt. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um samninga á milli félaga innan samstæðu sem innihalda víxlvanefndarákvæði.
     
     g. (107. gr. g.)
Tímanleg inngrip á samstæðugrunni.
     Ef skilyrði fyrir aðgerðum skv. 107. gr. c eða 107. gr. e eru fyrir hendi gagnvart móðurfélagi í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem er staðsett hér á landi, skal Fjármálaeftirlitið sem eftirlitsaðili á samstæðugrunni ráðfæra sig við önnur lögbær yfirvöld innan samstarfshóps eftirlitsaðila og tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni áður en gripið er til aðgerða gagnvart móðurfélaginu. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðgerðir skal síðan tilkynnt lögbærum yfirvöldum í samstarfshópi eftirlitsaðila og Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
     Ef Fjármálaeftirlitið móttekur, sem eftirlitsaðili á samstæðugrunni, tilkynningu frá lögbæru yfirvaldi dótturfélags í samræmi við 2. mgr. 107. gr. h skal það leggja fram mat sitt á því hvaða áhrif fyrirhugaðar aðgerðir hafa á samstæðu innan þriggja virkra daga frá móttöku tilkynningarinnar.
     Þegar fleiri en eitt lögbært yfirvald innan samstarfshóps eftirlitsaðila vilja grípa til einnar eða fleiri aðgerða í samræmi við 107. gr. c eða 107. gr. e, gagnvart fleiri en einni lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki innan samstæðu, skal Fjármálaeftirlitið, í samstarfi við önnur lögbær yfirvöld í samstarfshópnum, meta hvort viðeigandi sé að skipa sama bráðabirgðastjórnanda skv. 107. gr. e fyrir öll viðeigandi fyrirtæki eða samhæfa beitingu einnar eða fleiri aðgerða skv. 107. gr. c gagnvart einu eða fleiri af fyrirtækjunum.
     Fjármálaeftirlitið skal leitast við að taka sameiginlega ákvörðun með viðeigandi lögbærum yfirvöldum í samstarfshópi eftirlitsaðila og skal sú ákvörðun liggja fyrir eigi síðar en fimm virkum dögum eftir að upplýsingar voru tilkynntar lögbærum yfirvöldum skv. 1. mgr.
     Ef sameiginleg ákvörðun liggur ekki fyrir eftir samráð skv. 1. mgr. innan tímafrests skv. 4. mgr. skal Fjármálaeftirlitið taka ákvörðun um að beita einni eða fleiri aðgerðum skv. 107. gr. c eða 107. gr. e gagnvart móðurfélaginu. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna móðurfélaginu og lögbærum yfirvöldum í samstarfshópi eftirlitsaðila um ákvörðunina.
     Fjármálaeftirlitið skal fresta ákvörðunum skv. 1. og 5. mgr. ef eitthvert lögbært yfirvald í samstarfshópi eftirlitsaðila hefur vísað ákvörðun þess til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, fyrir lok tímabils samráðs skv. 1. mgr. eða tímafrests skv. 4. mgr., og bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
     
     h. (107. gr. h.)
Tímanleg inngrip gagnvart dótturfélagi móðurfélags í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Ef Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með einu eða fleiri dótturfélögum, sem eru lánastofnanir eða verðbréfafyrirtæki með stofnframlag skv. 2. mgr. 14. gr. a, skal það ráðfæra sig við eftirlitsaðila á samstæðugrunni og tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni ef skilyrði skv. 107. gr. c eða 107. gr. e fyrir aðgerðum gagnvart dótturfélagi eru uppfyllt, áður en ákvörðun um beitingu aðgerðanna er tekin. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðgerðir skal síðan tilkynnt eftirlitsaðilum á samstæðugrunni og viðeigandi lögbærum yfirvöldum í samstarfshópi eftirlitsaðila.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka ákvörðun um beitingu aðgerða skv. 107. gr. c eða 107. gr. e gagnvart dótturfélagi sem lýtur eftirliti þess skv. 1. mgr. ef ekki næst sameiginleg ákvörðun með eftirlitsaðila á samstæðugrunni og, ef við á, öðrum lögbærum yfirvöldum innan tímafrests skv. 4. mgr. 107. gr. g. Skal Fjármálaeftirlitið tilkynna dótturfélaginu um ákvörðunina. Fjármálaeftirlitið skal fresta því að hrinda ákvörðuninni í framkvæmd ef lögbært yfirvald hefur vísað ákvörðuninni til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, og bíða þeirrar ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
     
     i. (107. gr. i.)
Birting upplýsinga um varfærniskröfur.
     Fjármálaeftirlitið skal reglubundið birta á vef sínum:
 1. Lög, stjórnvaldsfyrirmæli og leiðbeiningar sem varða varfærniskröfur.
 2. Upplýsingar um hvernig valkostir og svigrúm í varfærnisreglum Evrópska efnahagssvæðisins er nýtt.
 3. Almenn viðmið og aðferðafræði sem það styðst við vegna könnunar- og matsferlis, þ.m.t. viðmið um hvernig gætt sé meðalhófs.
 4. Tölfræði um framkvæmd varfærnisreglna, þar á meðal um fjölda og tegund stjórnsýsluviðurlaga og annarra eftirlitsúrræða vegna brota.

     Fjármálaeftirlitið skal í tengslum við 5. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 birta á vef sínum:
 1. Almenn viðmið og aðferðafræði sem það styðst við til að hafa eftirlit með því að farið sé að 405.–409. gr. reglugerðarinnar.
 2. Árlega samantekt á eftirliti og ráðstöfunum vegna brota gegn 405.–409. gr. reglugerðarinnar.

     Ef Fjármálaeftirlitið veitir móðurfélagi undanþágu skv. 3. mgr. 7. gr. eða 1. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal það birta á vef sínum:
 1. Viðmiðanir sem það styðst við til að ákvarða að ekki séu fyrir hendi eða fyrirséðar neinar verulegar hömlur, lagalegar eða aðrar, á skjótri yfirfærslu eiginfjárgrunns eða endurgreiðslu skulda.
 2. Fjölda móðurfélaga sem njóta undanþágu og fjölda þeirra sem eiga dótturfélög í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
 3. Samantekt um:
  1. heildarfjárhæð eiginfjárgrunns á samstæðugrunni hjá móðurfélagi sem nýtur undanþágu sem er á hendi dótturfélaga í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  2. hlutfall heildareiginfjárgrunns á samstæðugrunni hjá móðurfélagi sem nýtur undanþágu sem er á hendi dótturfélaga í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  3. hlutfall heildareiginfjárgrunns sem er krafist skv. 92. gr. reglugerðarinnar á samstæðugrunni hjá móðurfélagi sem nýtur undanþágu sem er á hendi dótturfélaga í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

     
     j. (107. gr. j.)
Þagnarskylda.
     Fjármálaeftirlitið er bundið þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands við framkvæmd laga þessara. Fjármálaeftirlitið má aðeins nýta upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu og aflað er við framkvæmd laga þessara til að fullnægja eftirlitsskyldum sínum, þar á meðal við ákvörðun viðurlaga, og í dómsmálum varðandi athafnir eftirlitsins.

114. gr.

     108. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Rökstuðningur.
     Fjármálaeftirlitið skal rökstyðja skriflega ákvarðanir um beitingu eftirlitsheimilda eða viðurlaga samkvæmt lögum þessum.

115. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Ákvæði VII., IX. og IX. kafla A skulu gilda um samstæðu þar sem móðurfélagið er fjármálafyrirtæki, blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði. Móðurfélagið ber ábyrgð á framkvæmd þessa ákvæðis innan samstæðunnar. Ákvæði 52. gr. og 52. gr. a um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra og önnur störf stjórnarmanna og ákvæði C-hluta VII. kafla um starfskjör gilda einnig um eignarhaldsfélög á fjármálasviði.
 3. 2. og 3. mgr. falla brott.
 4. Tilvísunin „og 2.“ í 7. mgr. fellur brott.
 5. Í stað 8. og 9. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 6.      Fjármálaeftirlitið getur undanþegið fjármálafyrirtæki skyldu til að fara eftir kröfum samkvæmt lögum þessum á einingargrunni hafi það veitt undanþágu skv. 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
       Ákvæði VII. og IX. kafla gilda ekki á samstæðugrunni um dótturfélag sem fellur ekki undir gildissvið laga þessara og er með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins ef móðurstofnun þess á Evrópska efnahagssvæðinu getur sýnt Fjármálaeftirlitinu fram á að það væri andstætt lögum þess ríkis.
       Ákvæði C-hluta VII. kafla gilda ekki á samstæðugrunni um dótturfélög á Evrópska efnahagssvæðinu sem falla undir aðra sértæka löggjöf um starfskjör eða dótturfélög utan Evrópska efnahagssvæðisins sem myndu gera það ef þau væru með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Undanþága 1. málsl. á þó ekki við um starfsmenn dótturfélags sem fellur ekki undir gildissvið laga þessara og er eignastýringarfélag eða veitir þjónustu skv. b-, c-, d-, f- eða g-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, ef þeir gegna starfsskyldum sem hafa marktæk áhrif á áhættusnið eða starfsemi fjármálafyrirtækja sem tilheyra samstæðunni.
 7. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Varfærniskröfur á samstæðugrunni.


116. gr.

     Á eftir 109. gr. laganna koma 14 nýjar greinar, 109. gr. a – 109. gr. n, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum, og breytist númer annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (109. gr. a.)
Lagaskil.
     Þegar kröfur á grundvelli laga þessara og laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum um starfsemi blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi eru sambærilegar er Fjármálaeftirlitinu, sé það eftirlitsaðili á samstæðugrunni, heimilt að höfðu samráði við lögbær yfirvöld, sbr. C-hluta þessa kafla, að ákveða að um eftirlit með félaginu fari í einstökum atriðum, eða að öllu leyti, eftir lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
     Þegar kröfur á grundvelli laga þessara og laga um vátryggingastarfsemi um starfsemi blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi eru sambærilegar er Fjármálaeftirlitinu, sé það eftirlitsaðili á samstæðugrunni, heimilt, að höfðu samráði við samstæðueftirlitsaðila á vátryggingamarkaði ef hann er annar en Fjármálaeftirlitið, að ákveða að um eftirlit með félaginu fari í einstökum atriðum, eða að öllu leyti, eftir lögum þessum eða lögum um vátryggingastarfsemi eftir því hvort starfsemi á fjármála- eða vátryggingasviði telst mikilvægari í skilningi 4. gr. laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.
     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni og Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni um ákvarðanir skv. 1. og 2. mgr.
     
     b. (109. gr. b.)
Eftirlitsaðili á samstæðugrunni.
     Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit á samstæðugrunni með samstæðu sem lánastofnun tilheyrir ef móðurfélag hennar er:
 1. móðurlánastofnun í aðildarríki eða móðurlánastofnun á Evrópska efnahagssvæðinu sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með á einingargrunni eða
 2. móðurverðbréfafyrirtæki í aðildarríki, móðurverðbréfafyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði í aðildarríki, blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í aðildarríki, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu hafi Fjármálaeftirlitið eftirlit á einingargrunni með einni eða fleiri lánastofnunum sem eru dótturfélög þess og samtala niðurstöðutalna efnahagsreikninga þeirra er hærri en lánastofnana sem eru dótturfélög þess sem annað yfirvald hefur eftirlit með á einingargrunni.

     Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit á samstæðugrunni með samstæðu sem engin lánastofnun tilheyrir ef móðurfélag hennar er:
 1. móðurverðbréfafyrirtæki í aðildarríki eða móðurverðbréfafyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með á einingargrunni eða
 2. móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði í aðildarríki, blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í aðildarríki, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu hafi Fjármálaeftirlitið eftirlit á einingargrunni með einu eða fleiri verðbréfafyrirtækjum sem eru dótturfélög þess og samtala niðurstöðutalna efnahagsreikninga þeirra er hærri en verðbréfafyrirtækja sem eru dótturfélög þess sem annað yfirvald hefur eftirlit með á einingargrunni.

     B-liður 1. mgr. og b-liður 2. mgr. gilda einnig þegar kröfur gilda á samstæðugrunni skv. 3. eða 6. mgr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     Fjármálaeftirlitið getur, með samkomulagi við viðkomandi lögbær yfirvöld, ákveðið að annað lögbært yfirvald fari með eftirlit á samstæðugrunni með samstæðu en leiðir af 1. og 2. mgr. ef það endurspeglar betur hlutfallslegt mikilvægi starfsemi fjármálafyrirtækja innan samstæðunnar í viðkomandi aðildarríkjum eða tryggir betur samfellu í eftirliti. Viðkomandi móðurstofnun á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélagi á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu, blönduðu móðureignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi í Evrópusambandinu eða fjármálafyrirtæki með hæstu niðurstöðutölu efnahagsreiknings skal áður veittur andmælaréttur. Fjármálaeftirlitið skal án tafar tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um slíka ákvörðun.
     
     c. (109. gr. c.)
Samhæfing eftirlits með samstæðu.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það:
 1. Samhæfa öflun og miðlun upplýsinga, bæði við áframhaldandi rekstrarhæfi og neyðaraðstæður.
 2. Skipuleggja og samhæfa, í samráði við viðkomandi lögbær yfirvöld, eftirlit við áframhaldandi rekstrarhæfi, þ.m.t. eftirlit samkvæmt þessum kafla.
 3. Undirbúa, skipuleggja og samhæfa, í samráði við viðkomandi lögbær yfirvöld og seðlabanka ef þörf krefur, eftirlit við neyðaraðstæður, þ.m.t. vegna óhagstæðrar þróunar hjá viðkomandi fjármálafyrirtækjum eða fjármálamörkuðum almennt, í gegnum samskiptaleiðir vegna neyðarástands sem þegar eru fyrir hendi ef unnt er.

     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni og getur ekki fullnægt skyldum sínum skv. 1. mgr. vegna ósamvinnuþýðni annars yfirvalds getur það leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Sama gildir ef annað lögbært yfirvald fer með eftirlit á samstæðugrunni og Fjármálaeftirlitið telur það ekki sinna verkefnum sínum skv. 1. mgr.
     
     d. (109. gr. d.)
Sameiginlegar ákvarðanir.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni með samstæðu þar sem móðurfélagið er móðurstofnun á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi og annað lögbært yfirvald með eftirlit á einingargrunni með fjármálafyrirtæki sem er dótturfélag í samstæðunni, eða fari Fjármálaeftirlitið með eftirlitið á einingargrunni og annað lögbært yfirvald með eftirlitið á samstæðugrunni, skal Fjármálaeftirlitið gera allt sem í valdi þess stendur til að ná fram sameiginlegri ákvörðun með viðkomandi lögbæru yfirvaldi, innan fjögurra mánaða frá því að eftirlitsaðilinn á samstæðugrunni leggur fram greiningu á áhættu samstæðunnar, um:
 1. Fyrirmæli um að samstæðan eða fjármálafyrirtæki sem tilheyrir henni skuli hafa hærri eiginfjárgrunn, sbr. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a.
 2. Ráðstafanir vegna lausafjárstýringar, þ.m.t. sérstakar kröfur um laust fé, sbr. 10. tölul. 3. mgr. 107. gr. a.
 3. Tilkynningu um eiginfjárálag skv. 107. gr. b.

     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni er því skylt að hafa samráð við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina áður en það tekur ákvörðun samkvæmt þessari grein fari annað lögbært yfirvald sem fer með eftirlit á einingargrunni með fjármálafyrirtæki í samstæðunni fram á það innan frests skv. 1. mgr. Ef annað lögbært yfirvald er eftirlitsaðili á samstæðugrunni getur Fjármálaeftirlitið innan frests skv. 1. mgr. farið fram á að það leiti samráðs við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina.
     Náist ekki sameiginleg ákvörðun innan frests skv. 1. mgr. getur Fjármálaeftirlitið tekið einhliða ákvörðun um kröfur á samstæðu- eða einingargrunni, eftir því sem við á, en skal þó ávallt taka tillit til mats annarra lögbærra yfirvalda á áhættu samstæðunnar og dótturfélaga hennar og annarra viðhorfa og fyrirvara sem þau hafa lýst innan frests skv. 1. mgr. Hafi Fjármálaeftirlitið eða annað lögbært yfirvald vísað málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, innan frests skv. 1. mgr. skal Fjármálaeftirlitið fresta ákvörðun sinni og bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA. Fjármálaeftirlitið skal ekki vísa málinu til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA ef frestur skv. 1. mgr. er liðinn eða sameiginleg ákvörðun liggur fyrir.
     Ákvarðanir samkvæmt þessari grein skulu vera skriflegar og rökstuddar, m.a. með tilliti til áhættumats, viðhorfa og fyrirvara sem önnur viðkomandi lögbær yfirvöld hafa lýst innan frests skv. 1. mgr. Hafi verið haft samráð við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina skal greina frá því hvernig tekið hafi verið tillit til ráðlegginga hennar og öll markverð frávik frá þeim útskýrð. Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það senda ákvarðanirnar til viðkomandi lögbærra yfirvalda og móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Fjármálaeftirlitið skal viðurkenna ákvarðanir annarra lögbærra yfirvalda samkvæmt þessari grein að því er varðar samstæðu eða fjármálafyrirtæki sem þau hafa eftirlit með.
     Ákvarðanir samkvæmt þessari grein skulu uppfærðar árlega. Þær skulu einnig uppfærðar sendi lögbært yfirvald dótturfélags móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélags á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandaðs móðureignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu skriflega og rökstudda ósk þess efnis til eftirlitsaðilans á samstæðugrunni og er þá unnt að gera það í tvíhliða samstarfi þeirra yfirvalda.
     
     e. (109. gr. e.)
Upplýsingagjöf um samstæðu.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það veita öðrum hlutaðeigandi lögbærum yfirvöldum og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni upplýsingar um náin tengsl samstæðu skv. 3. mgr. 7. gr., stjórnarhætti skv. 1. mgr. 50. gr. og kröfur á samstæðugrunni skv. 1. málsl. 1. mgr. 109. gr., einkum um lagalega og skipulagslega uppbyggingu samstæðunnar og stjórnarhætti hennar.
     
     f. (109. gr. f.)
Upplýsingagjöf við neyðaraðstæður.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það gera öðrum lögbærum yfirvöldum sem hafa eftirlit með samstæðu eða einingum innan hennar, Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni, Evrópska kerfisáhætturáðinu, Eftirlitsstofnun EFTA og viðkomandi seðlabönkum og ríkiseiningum sem bera ábyrgð á löggjöf um fjármálafyrirtæki, fjármálastofnanir og vátryggingafélög í aðildarríkjum og skoðunarmönnum sem starfa fyrir þeirra hönd viðvart eins fljótt og við verður komið um neyðarástand, þ.m.t. aðstæður skv. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, eða óhagstæða þróun á mörkuðum sem getur teflt í tvísýnu lausafjárstöðu og stöðugleika fjármálakerfisins í aðildarríki þar sem einingar innan samstæðu hafa fengið starfsleyfi eða starfrækja mikilvæg útibú og veita allar upplýsingar sem þessir aðilar þurfa til að leysa verk sín af hendi, í gegnum samskiptaleiðir sem þegar eru fyrir hendi ef unnt er. Sama gildir, eftir því sem við á, starfræki íslenskt fjármálafyrirtæki mikilvægt útibú í öðru aðildarríki.
     
     g. (109. gr. g.)
Upplýsingaöflun frá öðrum yfirvöldum.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á einingargrunni með fjármálafyrirtæki sem er dótturfélag móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu skal það, þegar það þarfnast upplýsinga um aðferðir og aðferðafræði samkvæmt lögum þessum sem ætla má að hafi þegar verið veittar lögbæru yfirvaldi sem hefur eftirlit á samstæðugrunni með samstæðunni, leitast við að afla upplýsinganna frá því yfirvaldi.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það, þegar það þarfnast upplýsinga sem ætla má að hafi þegar verið veittar öðru lögbæru yfirvaldi sem hefur eftirlit á einingargrunni með einingu innan samstæðu, leitast við að afla upplýsinganna frá því yfirvaldi.
     
     h. (109. gr. h.)
Upplýsingaöflun frá móðurfélagi.
     Fjármálaeftirlitið skal, að ósk lögbærs yfirvalds erlends fjármálafyrirtækis sem fer með eftirlit á samstæðugrunni, afla upplýsinga frá innlendu móðurfélagi samstæðunnar sem erlenda lögbæra yfirvaldið þarf til að sinna samstæðueftirlitinu. Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni getur það farið fram á að lögbært yfirvald erlends móðurfélags samstæðunnar afli upplýsinga frá móðurfélaginu sem Fjármálaeftirlitið þarf til að sinna samstæðueftirlitinu.
     Fjármálaeftirlitið getur farið fram á að erlent móðurfélag innlends fjármálafyrirtækis sem fellur ekki undir eftirlit á samstæðugrunni skv. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 veiti því upplýsingar sem kunna að auðvelda eftirlit þess með fjármálafyrirtækinu. Innlent móðurfélag fjármálafyrirtækis í öðru aðildarríki sem fellur ekki undir eftirlit á samstæðugrunni skv. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skal verða við ósk lögbærs yfirvalds fjármálafyrirtækisins um upplýsingar sem kunna að auðvelda eftirlit þess með fjármálafyrirtækinu.
     
     i. (109. gr. i.)
Upplýsingaöflun frá dótturfélagi.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni með fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélagi á fjármálasviði eða blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi getur Fjármálaeftirlitið krafið dótturfélag þess um upplýsingar sem það þarf vegna eftirlitsins þótt dótturfélagið heyri ekki undir samstæðueftirlitið.
     
     j. (109. gr. j.)
Samstarfshópur eftirlitsaðila.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það koma á fót samstarfshópi lögbærra yfirvalda sem hafa eftirlit með einingum innan samstæðunnar til að greiða fyrir samvinnu yfirvaldanna og samstarfi við yfirvöld í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fjármálaeftirlitið skal bjóða lögbærum yfirvöldum sem bera ábyrgð á eftirliti með eignarhaldsfélagi á fjármálasviði, blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi, dótturfélögum móðurstofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélagi á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blönduðu móðureignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu, lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum þar sem samstæða starfrækir mikilvæg útibú, seðlabönkum þar sem við á og eftirlitsaðilum í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem eru, að mati allra viðkomandi lögbærra yfirvalda, háðir fullnægjandi þagnarskyldu sæti í samstarfshópi. Fjármálaeftirlitið skal í samráði við önnur lögbær yfirvöld í starfshópnum setja skrifleg viðmið um vinnutilhögun hans.
     Samstarfshópur eftirlitsaðila skal vera vettvangur fyrir:
 1. Skipti viðkomandi yfirvalda á upplýsingum innbyrðis og við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina til samræmis við 21. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
 2. Skiptingu verka milli viðkomandi yfirvalda.
 3. Gerð eftirlitsáætlunar, sbr. 82. gr.
 4. Samhæfingu eftirlits eininga innan samstæðu, m.a. til að tryggja samræmda beitingu varfærniskrafna og til að forðast óþarfa tvítekningu eftirlitskrafna, þ.m.t. um upplýsingagjöf, og við neyðaraðstæður.

     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni stýrir það fundum samstarfshóps og boðar til hans þau yfirvöld sem hann varðar. Það skal tilkynna öllum meðlimum samstarfshóps fyrir fram um fundi með dagskrá. Það skal svo fljótt sem auðið er upplýsa þá um ákvarðanir sem teknar eru á fundum og til hvaða aðgerða er gripið.
     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni skal það upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um starf samstarfshóps eftirlitsaðila.
     Fjármálaeftirlitið getur leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, vegna ágreinings við annað lögbært yfirvald um starf samstarfshóps eftirlitsaðila til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
     
     k. (109. gr. k.)
Þriðjaríkissamstæða.
     Fjármálaeftirlitið skal, ef við á, meta hvort fjármálafyrirtæki sem er dótturfélag fjármálafyrirtækis, eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins og heyrir ekki undir samstæðueftirlit lögbærs yfirvalds á Evrópska efnahagssvæðinu heyri undir samstæðueftirlit eftirlitsaðila í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem er jafngilt samstæðueftirliti samkvæmt lögum þessum. Slíkt mat skal fara fram að beiðni móðurfélagsins, einhvers af eftirlitsskyldu aðilunum sem fengið hafa starfsleyfi innan Evrópska efnahagssvæðisins eða að frumkvæði Fjármálaeftirlitsins. Við matið skal Fjármálaeftirlitið taka mið af leiðbeiningum frá evrópsku bankanefndinni og hafa samráð við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina.
     Telji Fjármálaeftirlitið að jafngilt samstæðueftirlit eftirlitsaðila í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sé ekki fyrir hendi skal það, í samráði við önnur viðkomandi lögbær yfirvöld, haga eftirliti með fjármálafyrirtækinu þannig að markmiðum eftirlits á samstæðugrunni sé náð. Fjármálaeftirlitið getur í því skyni krafist þess að komið verði á fót eignarhaldsfélagi á fjármálasviði eða blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu sem falli undir samstæðueftirlit með fjármálafyrirtækinu. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna öðrum viðkomandi lögbærum yfirvöldum, Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA um ráðstafanir samkvæmt þessari málsgrein.
     Fjármálaeftirlitið skal starfa náið með lögbærum yfirvöldum í öðrum aðildarríkjum sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum eða útibúum sem tilheyra sömu þriðjaríkissamstæðu og fjármálafyrirtæki eða útibú hér á landi í því skyni að tryggja að öll starfsemi samstæðunnar á Evrópska efnahagssvæðinu sæti heildstæðu eftirliti, koma í veg fyrir að kröfur til samstæðna séu sniðgengnar og til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á fjármálastöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu.
     
     l. (109. gr. l.)
Könnun og mat og beiting eftirlitsheimilda á samstæðugrunni.
     Fjármálaeftirlitið skal annast könnun og mat og beita eftirlitsheimildum samkvæmt lögum þessum á samstæðugrunni ef það á við skv. II. bálki 1. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     
     m. (109. gr. m.)
Upplýsingaskipti innan samstæðu.
     Þrátt fyrir þagnarskyldu skv. 58. gr. mega fjármálafyrirtæki og aðrir lögaðilar sem heyra undir sama eftirlit á samstæðugrunni skiptast á upplýsingum sem þeir þurfa til að fullnægja eftirlitskröfum samkvæmt lögum þessum eða hliðstæðum kröfum í öðrum aðildarríkjum.
     
     n. (109. gr. n.)
Listi yfir eignarhaldsfélög sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með.
     Fjármálaeftirlitið skal senda lögbærum yfirvöldum annarra aðildarríkja, Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA lista yfir eignarhaldsfélög á fjármálasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi skv. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 sem það hefur eftirlit með á samstæðugrunni.

117. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. a laganna, er verður 109. gr. o:
 1. Í stað orðanna „Móðurfélags“ og „það“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: Móðurstofnunar; og: hún.
 2. Í stað tilvísananna „109. gr. b“ og „109. gr. b – 109. gr. f“ í 3. mgr. kemur: 109. gr. p; og: 109. gr. p – 109. gr. t.


118. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. b laganna, er verður 109. gr. p:
 1. Í stað tilvísunarinnar „109. gr. d“ í 2. mgr. kemur: 109. gr. r.
 2. Í stað orðsins „reglugerðarinnar“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010.


119. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „109. gr. b“ í 1. málsl. 1. mgr. 109. gr. c laganna, er verður 109. gr. q, kemur: 109. gr. p.

120. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „109. gr. a“ tvívegis í 1. mgr. 109. gr. d laganna, er verður 109. gr. r, kemur: 109. gr. o.

121. gr.

     Í stað tilvísananna „109. gr. a“ og 109. gr. d“ hvarvetna í 109. gr. e laganna, er verður 109. gr. s, kemur: 109. gr. o; og: 109. gr. r.

122. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 109. gr. f laganna, er verður 109. gr. t:
 1. Í stað tilvísunarinnar „109. gr. a“ í 1. málsl. kemur: 109. gr. o.
 2. Í stað tilvísunarinnar „skv. 117. gr. a“ í 4. málsl. kemur: (ESB) nr. 575/2013.


123. gr.

     Á eftir 109. gr. f laganna, er verður 109. gr. t, koma tveir nýir hlutar, C. Samstarf við erlend yfirvöld, með tíu nýjum greinum, 109. gr. u – 109. gr. dd, og D. Eftirlit með notkun innri aðferða, með fjórum nýjum greinum, 109. gr. ee – 109. gr. hh, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (109. gr. u.)
Samstarf innan evrópska eftirlitskerfisins á fjármálamarkaði.
     Fjármálaeftirlitið skal við framkvæmd laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra taka tillit til samleitni á Evrópska efnahagssvæðinu að því er varðar eftirlitstæki og eftirlitsaðferðir við beitingu laga og stjórnsýslufyrirmæla sem samþykkt eru samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Í því skyni skal Fjármálaeftirlitið:
 1. Vinna náið með lögbærum yfirvöldum annarra aðildarríkja og Eftirlitsstofnun EFTA af heilindum og á grundvelli trausts og fullrar gagnkvæmrar virðingar, einkum til þess að tryggja viðeigandi og áreiðanlegt upplýsingaflæði milli þeirra.
 2. Vinna með og taka þátt í starfsemi Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og eftir atvikum samstarfshópum eftirlitsaðila.
 3. Kappkosta að fara eftir viðmiðunarreglum, tilmælum og viðvörunum sem Evrópska bankaeftirlitsstofnunin eða Evrópska kerfisáhætturáðið gefur út skv. 16. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010 eða 16. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1092/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
 4. Hafa náið samstarf við Evrópska kerfisáhætturáðið.

     
     b. (109. gr. v.)
Samstarf við önnur lögbær yfirvöld.
     Hafi íslenskt fjármálafyrirtæki með höndum starfsemi í öðru aðildarríki eða fjármálafyrirtæki frá öðru aðildarríki starfsemi á Íslandi, einkum ef það starfrækir útibú, skal Fjármálaeftirlitið eiga náið samstarf við lögbært yfirvald í viðkomandi aðildarríki um eftirlit með fyrirtækinu. Fjármálaeftirlitið skal láta því í té allar upplýsingar um stjórnun og eignarhald fyrirtækisins sem eru líklegar til að koma að gagni við eftirlitið og athugun á skilyrðum fyrir starfsleyfi, einkum varðandi lausafjárstöðu, gjaldfærni, innstæðutryggingar, takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum, aðra þætti sem geta haft áhrif á kerfisáhættu sem af fyrirtækinu stafar, stjórnunarkerfi, reikningsskil og innri eftirlitskerfi.
     Hafi íslenskt fjármálafyrirtæki með höndum starfsemi í öðru aðildarríki skal Fjármálaeftirlitið tafarlaust upplýsa lögbært yfirvald í aðildarríkinu ef upp kemur lausafjárvandi hjá fyrirtækinu eða fyrirséð er að svo verði og láta yfirvaldinu í té upplýsingar um undirbúning og framkvæmd endurbótaáætlunar og eftirlitsráðstafanir sem gripið er til í því samhengi. Starfræki íslenska fjármálafyrirtækið útibú í ríkinu skal Fjármálaeftirlitið einnig tafarlaust veita lögbæra yfirvaldinu allar upplýsingar og niðurstöður varðandi lausafjáreftirlit með útibúinu sem skipta máli fyrir vernd innstæðueigenda eða fjárfesta í því ríki.
     Telji Fjármálaeftirlitið að lögbært yfirvald í öðru aðildarríki þar sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur með höndum starfsemi hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að taka mið af upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu getur Fjármálaeftirlitið, að undangenginni tilkynningu þar um til yfirvaldsins og Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, eða Eftirlitsstofnunar EFTA ef við á, gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brot til að vernda innstæðueigendur, fjárfesta og aðra sem nýta þjónustu eða til að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins.
     Ef Fjármálaeftirlitið er ósammála ráðstöfunum sem lögbært yfirvald í öðru aðildarríki grípur til vegna starfsemi íslensks fjármálafyrirtækis þar getur Fjármálaeftirlitið leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
     Fjármálaeftirlitið getur leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, hafi ósk þess um samstarf, einkum um upplýsingaskipti, við lögbært yfirvald í öðru aðildarríki verið hafnað eða ekki brugðist við henni innan hæfilegs frests.
     
     c. (109. gr. w.)
Samráð við önnur lögbær yfirvöld.
     Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við önnur lögbær yfirvöld áður en það tekur ákvörðun um atriði sem hafa verulega þýðingu fyrir eftirlitshlutverk þeirra og varða:
 1. breytingar á eignarhaldi, skipulagi eða stjórnarháttum lánastofnana í samstæðu sem þarfnast samþykkis eða leyfis Fjármálaeftirlitsins eða
 2. umtalsverð viðurlög eða sérstakar ráðstafanir Fjármálaeftirlitsins, þ.m.t. krafa um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a og takmörkun á notkun þróuðu mæliaðferðarinnar við útreikninga á kröfum vegna eiginfjárgrunns skv. 2. mgr. 312. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

     Fjármálaeftirlitið skal ávallt hafa samráð við eftirlitsaðila á samstæðugrunni um viðurlög og ráðstafanir skv. b-lið 1. mgr.
     Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að hafa ekki samráð við önnur lögbær yfirvöld í brýnum málum eða þegar slíkt samráð getur teflt virkni ákvarðana í tvísýnu. Fjármálaeftirlitið skal þá strax að lokinni ákvörðun sinni tilkynna öðrum lögbærum yfirvöldum um hana.
     
     d. (109. gr. x.)
Upplýsingagjöf til annarra lögbærra yfirvalda.
     Fjármálaeftirlitið skal að ósk annarra lögbærra yfirvalda veita þeim upplýsingar sem skipta máli fyrir framkvæmd starfa þeirra samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB eða reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og veita þeim að eigin frumkvæði nauðsynlegar upplýsingar. Upplýsingar um eftirfarandi teljast nauðsynlegar:
 1. Atriði sem geta haft veigamikil áhrif á mat á fjárhagslegu heilbrigði fjármálafyrirtækis eða fjármálastofnunar í viðkomandi aðildarríki.
 2. Rekstrarform og stjórnunarkerfi samstæðu og eininga sem tilheyra henni, þar á meðal mikilvægra útibúa, og lögbær yfirvöld þeirra.
 3. Aðferðir við öflun upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum í samstæðu og sannprófun á þeim upplýsingum.
 4. Óhagstæða þróun hjá fjármálafyrirtækjum eða öðrum einingum í samstæðu sem gæti haft alvarleg áhrif á fjármálafyrirtækin.
 5. Umtalsverð viðurlög og sérstakar ráðstafanir sem Fjármálaeftirlitið grípur til samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. krafa um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a og takmörkun á notkun þróuðu mæliaðferðarinnar skv. 2. mgr. 312. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

     Fari Fjármálaeftirlitið með eftirlit á samstæðugrunni með móðurstofnun á Evrópska efnahagssvæðinu og fjármálafyrirtækjum sem móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blönduð móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu ráða yfir skal það veita öðrum lögbærum yfirvöldum sem hafa eftirlit með dótturfélögum þessara móðurfélaga í té allar viðeigandi upplýsingar. Við ákvörðun á umfangi viðeigandi upplýsinga skal Fjármálaeftirlitið taka tillit til mikilvægis þessara dótturfélaga í fjármálakerfum viðkomandi aðildarríkja.
     Fjármálaeftirlitið skal tilkynna viðeigandi erlendum yfirvöldum um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrot innlendra lánastofnana sem reka útibú í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Fjármálaeftirlitið getur leitað aðstoðar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, til samræmis við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, veiti annað lögbært yfirvald því ekki nauðsynlegar upplýsingar eða hafni eða verði ekki innan hæfilegs tíma við ósk þess um samstarf, einkum varðandi upplýsingaskipti.
     
     e. (109. gr. y.)
Staðreynsla upplýsinga.
     Fjármálaeftirlitið skal að ósk annars lögbærs yfirvalds staðreyna upplýsingar frá innlendu fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélagi á fjármálasviði, blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi, fjármálastofnun, félagi í hliðarstarfsemi, blönduðu eignarhaldsfélagi eða dótturfélagi skv. 109. gr. i eða 109. gr. bb, enda hafi Fjármálaeftirlitið heimild til þess. Fjármálaeftirlitið getur leyft viðkomandi yfirvaldi að staðreyna upplýsingarnar sjálft eða falið endurskoðanda eða öðrum sérfræðingi að gera það. Fjármálaeftirlitið getur farið fram á hið sama við annað lögbært yfirvald vegna erlends aðila skv. 1. málsl. eftir því sem við á.
     
     f. (109. gr. z.)
Athuganir.
     Fjármálaeftirlitið getur framkvæmt athugun í útibúi fjármálafyrirtækis með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og krafið það um upplýsingar, að höfðu samráði við lögbært yfirvald í viðkomandi aðildarríki, ef það getur haft þýðingu fyrir fjármálastöðugleika hér á landi. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa yfirvaldið um niðurstöður sem geta haft þýðingu fyrir mat á áhættu fyrirtækisins eða fjármálastöðugleika hér á landi.
     Lögbærum yfirvöldum í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins er heimilt að framkvæma athugun í útibúum þarlendra fyrirtækja hér á landi að undangenginni tilkynningu þess efnis til Fjármálaeftirlitsins.
     Gerist fjármálafyrirtæki, sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi og stundar starfsemi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, brotlegt við lög þess ríkis, og lögbær yfirvöld þess ríkis grípa til ráðstafana sambærilegra þeim sem greinir í 34. gr., skal Fjármálaeftirlitið aðstoða þarlend lögbær yfirvöld við samskipti þeirra við stjórnendur hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis.
     Ákvæði þessarar greinar gilda um lögbær svissnesk og færeysk yfirvöld eftir því sem við á, enda liggi fyrir samstarfssamningur á milli þeirra og Seðlabanka Íslands.
     
     g. (109. gr. aa.)
Upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og annarra aðila.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita eftirtöldum aðilum, hér á landi eða í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, upplýsingar sem þeir þurfa til að gegna störfum sínum þótt þær séu háðar þagnarskyldu ef um þær gildir hliðstæð þagnarskylda hjá viðkomandi aðila:
 1. Stofnunum Fríverslunarsamtaka Evrópu og hinum evrópsku eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
 2. Stjórnvöldum sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum eða öðrum aðilum á fjármálamarkaði eða eftirlit með fjármálamörkuðum, þar á meðal greiðslukerfum.
 3. Stjórnvöldum eða öðrum aðilum sem bera ábyrgð á að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins í aðildarríkjum með því að beita þjóðhagsvarúðarreglum.
 4. Stjórnvöldum eða öðrum aðilum sem fara með endurskipulagningarráðstafanir sem miða að því að vernda stöðugleika fjármálakerfisins.
 5. Stofnanaverndarkerfum skv. 7. mgr. 113. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og stjórnvöldum sem bera ábyrgð á eftirliti með þeim.
 6. Aðilum sem fjalla um slit eða gjaldþrot fjármálafyrirtækja eða hliðstæða meðferð og stjórnvöldum sem bera ábyrgð á eftirliti með þeim aðilum.
 7. Aðilum sem annast lögboðna endurskoðun á reikningum fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og fjármálastofnana og stjórnvöldum sem bera ábyrgð á eftirliti með þeim aðilum.
 8. Stjórnvöldum sem hafa eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skrifstofum fjármálagreininga lögreglu.
 9. Stjórnvöldum eða öðrum aðilum sem bera ábyrgð á beitingu reglna um skipulagslegan aðskilnað innan bankasamstæðu.
 10. Aðilum sem stjórna innstæðutryggingakerfum eða bótakerfum fyrir fjárfesta.
 11. Aðilum sem hafa það hlutverk samkvæmt lögum að ljóstra upp um og rannsaka brot á félagarétti í því skyni að stuðla að stöðugu og öruggu fjármálakerfi.
 12. Seðlabönkum og öðrum stofnunum sem gegna svipuðu hlutverki á sviði peningamála þegar upplýsingarnar eiga við um framkvæmd lögboðinna verkefna þeirra, þ.m.t. framkvæmd peningamálastefnu og tengdra lausafjárráðstafana, eftirlit með greiðslu-, greiðslujöfnunar- og uppgjörskerfum og að standa vörð um fjármálakerfið.
 13. Greiðslujöfnunarstöðvum eða sambærilegum stofnunum sem er heimilt samkvæmt landslögum að annast greiðslujöfnunar- eða uppgjörsþjónustu ef upplýsingagjöfin er nauðsynleg til að tryggja snurðulausa starfsemi þessara stofnana í tengslum við vanskil eða hugsanleg vanskil af hálfu markaðsaðila.

     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum vegna áætlunar um mat á fjármálageiranum, Alþjóðagreiðslubankanum vegna megindlegra áhrifamata og Alþjóðafjármálastöðugleikaráðinu vegna eftirlitshlutverks þess upplýsingar sem stofnanirnar þurfa til að gegna störfum sínum þótt þær séu háðar þagnarskyldu ef um þær gildir hliðstæð þagnarskylda hjá viðkomandi stofnun. Veita má upplýsingarnar í samandregnu eða ópersónugreinanlegu formi að fenginni skýrt afmarkaðri beiðni sem tilgreinir hvað gert verði við upplýsingarnar og hvaða einstaklingar fái aðgang að þeim en ella má aðeins veita upplýsingarnar á starfsstöð Fjármálaeftirlitsins.
     Fjármálaeftirlitið skal senda Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni heiti aðila skv. 5.–7. og 11. tölul. 1. mgr. hér á landi.
     Seðlabanki Íslands má semja við eftirlitsstjórnvöld eða aðra aðila skv. 1. mgr. í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins um skipti á upplýsingum í þágu eftirlits, en þó því aðeins að gætt sé þagnarskyldu í samræmi við ákvæði þessarar greinar.
     Upplýsingar sem fengnar eru frá lögbærum yfirvöldum annarra aðildarríkja samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða við vettvangsskoðun eða aðra athugun í öðru aðildarríki samningsins má aðeins afhenda með skýlausu samþykki yfirvaldanna sem afhentu upplýsingarnar eða lögbærra yfirvalda ríkisins þar sem athugunin fór fram og einungis til þeirra nota sem þau hafa samþykkt.
     
     h. (109. gr. bb.)
Samstarf við eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði.
     Fjármálaeftirlitið skal vinna náið með yfirvöldum í öðrum aðildarríkjum sem hafa eftirlit með vátryggingafélögum eða öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á fjárfestingarþjónustu sem er háð starfsleyfi og eru undir yfirráðum innlends fjármálafyrirtækis, eignarhaldsfélags á fjármálasviði, blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi eða blandaðs eignarhaldsfélags, m.a. með upplýsingaskiptum. Sama máli gegnir ef innlent vátryggingafélag eða annað fyrirtæki sem býður upp á fjárfestingarþjónustu sem er háð starfsleyfi er undir yfirráðum fjármálafyrirtækis, eignarhaldsfélags á fjármálasviði, blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi eða blandaðs eignarhaldsfélags í öðru aðildarríki.
     
     i. (109. gr. cc.)
Samstarf við eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypu.
     Fjármálaeftirlitið skal, ef það fer með eftirlit á samstæðugrunni með samstæðu sem blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi stýrir en annað yfirvald telst eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypunnar, sbr. 25. gr. laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017, vinna náið með eftirlitsstjórnvaldinu á grundvelli skriflegs samkomulags. Sama máli gegnir ef Fjármálaeftirlitið telst eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypunnar en annað yfirvald fer með eftirlitið á samstæðugrunni.
     
     j. (109. gr. dd.)
Samstarf um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
     Fjármálaeftirlitið skal vinna náið með skrifstofum fjármálagreininga lögreglu og yfirvöldum sem hafa eftirlit með því að tilkynningarskyldir aðilar skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, sbr. lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, fari að þeirri tilskipun og veita þeim upplýsingar sem skipta máli fyrir verkefni þeirra samkvæmt þeirri tilskipun, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, enda hamli það ekki yfirstandandi rannsókn eða meðferð máls.
     
     k. (109. gr. ee.)
Heimild til að nota innri aðferðir.
     Fjármálafyrirtækjum er heimilt, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins, að beita innri aðferðum við mat á áhættuþáttum í útreikningi á áhættugrunni.
     
     l. (109. gr. ff.)
Eftirlit með notkun innri aðferða.
     Fjármálaeftirlitið skal a.m.k. árlega meta gæði innri aðferða fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið skal einkum meta hvort þær feli í sér verulegt eða kerfisbundið vanmat á eiginfjárþörf og hvort óeðlilegur munur sé á eiginfjárkröfum samkvæmt mismunandi innri aðferðum. Fjármálaeftirlitið skal krefjast úrbóta ef svo er en gæta þess þó að þær leiði ekki til stöðlunar aðferða eða hjarðhegðunar eða feli í sér slæma hvata.
     Fjármálaeftirlitið skal a.m.k. þriðja hvert ár meta hvort fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til að beita innri aðferðum við ákvörðun eiginfjárkrafna fullnægi þeim kröfum sem heimildinni fylgja, m.a. með tilliti til breytinga á starfsemi fyrirtækisins og notkunar aðferðanna fyrir nýjar afurðir, og hvort tækni og framkvæmd fyrirtækisins samræmist viðurkenndri aðferðafræði.
     Fullnægi fyrirtækið ekki lengur skilyrðum fyrir því að beita innri aðferðum við ákvörðun eiginfjárkrafna eða mæti innri aðferðir fyrirtækisins ekki með fullnægjandi hætti áhættu þess, og fyrirtækið getur ekki sýnt fram á að áhrif þess séu óveruleg, skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að fyrirtækið leggi fram tímasetta áætlun um úrbætur. Fjármálaeftirlitið skal krefjast breytinga á áætluninni ef það telur ólíklegt að hún leiði til þess að bætt verði með fullnægjandi hætti úr annmörkunum innan hæfilegs frests. Dugi slík áætlun ekki til skal Fjármálaeftirlitið gera viðeigandi ráðstafanir til að bæta úr annmörkunum, svo sem að krefjast hærri margföldunarstuðla eða viðbótareiginfjár, eða afturkalla heimild fyrirtækisins til að beita innri aðferðum við ákvörðun eiginfjárkrafna eða takmarka hana við þau svið þar sem fullnægjandi úrbótum verður komið við innan hæfilegs frests.
     Ef afturvirkar prófanir á innri aðferðum skv. 366. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 leiða í ljós fjölda frávika sem gefur til kynna að markaðsáhættulíkön fyrirtækisins séu ekki nægjanlega áreiðanleg skal Fjármálaeftirlitið krefjast úrbóta þegar í stað eða afturkalla heimild fyrirtækisins til að styðjast við viðkomandi líkön.
     
     m. (109. gr. gg.)
Hvatning til að þróa innri aðferðir.
     Fjármálaeftirlitið skal hvetja fjármálafyrirtæki sem eru mikilvæg, með tilliti til stærðar, eðlis og umfangs rekstrar og þess hversu margþætt starfsemi þeirra er, til að þróa eigin hæfni, aðferðir og getu til að meta útlána- og útgefandaáhættu og auka notkun innramatsaðferða við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu ef áhættuskuldbindingar þeirra eru verulegar og þær hafa mikinn fjölda veigamikilla mótaðila.
     Fjármálaeftirlitið skal hvetja fjármálafyrirtæki, að því marki sem það samræmist stærð þeirra, eðli og umfangi rekstrar og því hversu margþætt starfsemi þeirra er, til að þróa eigin hæfni, aðferðir og getu til að meta mótaðilaáhættu og auka notkun eigin líkana við útreikning á eiginfjárkröfum vegna mótaðilaáhættu vegna skuldagerninga í veltubók og vegna hættu á vanskilum og breytingum á lánshæfismati ef áhættuskuldbindingar þeirra vegna mótaðilaáhættu eru verulegar og þau eiga mikinn fjölda verulegra staðna í skuldagerningum mismunandi útgefenda.
     
     n. (109. gr. hh.)
Upplýsingar um notkun innri aðferða.
     Fjármálafyrirtæki sem hefur leyfi til að nota innri aðferðir við útreikning á áhættuvegnum áhættuskuldbindingum eða eiginfjárkröfum skal a.m.k. árlega tilkynna Fjármálaeftirlitinu og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um niðurstöður útreikninga á áhættuskuldbindingum eða stöðum í viðmiðunareignasöfnum, að undanskildum útreikningum vegna rekstraráhættu. Það skal jafnframt greina Fjármálaeftirlitinu frá þeirri aðferðafræði sem útreikningarnir studdust við.
     Kjósi Fjármálaeftirlitið að þróa sérstök eignasöfn skal það gera það í samráði við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina og tryggja að fjármálafyrirtæki greini frá niðurstöðum útreikninga aðskilið frá niðurstöðum útreikninga fyrir eignasöfn Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.

124. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 110. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækja“ tvívegis í 3. tölul. 1. mgr. kemur: lánastofnana.
 2. 4. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 3. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: 18. gr. um að upplýsa skuli um áhættu, áhættustýringu og eigin- og lausafjárstöðu fyrirtækisins og önnur atriði sem um getur í 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 4. Orðin „og hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði“ í 8. tölul. 1. mgr. falla brott.
 5. Á eftir 8. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 1. mgr. 19. gr. a um að hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði.
 6. 14.–17. tölul. 1. mgr. falla brott.
 7. Á eftir tilvísuninni „32. gr.“ í 18. tölul. 1. mgr. kemur: 32. gr. a.
 8. Á eftir tilvísuninni „37. gr.“ í 19. tölul. 1. mgr. kemur: 1. og 5. mgr. 37. gr. a.
 9. Á undan tilvísuninni „40. gr.“ í 20. tölul. 1. mgr. kemur: 1. mgr.
 10. Við 22. tölul. 1. mgr. bætist: um aðilaskipti að virkum eignarhlut.
 11. 23. tölul. 1. mgr. orðast svo: 1. mgr. 48. gr. um tilkynningu lánastofnunar um aðilaskipti að virkum eignarhlut.
 12. Á eftir 23. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 2. mgr. 48. gr. um tilkynningu skráðrar lánastofnunar um eigendur virkra eignarhluta.
 13. Á eftir 24. tölul. 1. mgr. koma þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 1. mgr. 49. gr. b um skyldu eignarhaldsfélaga til að sækja um samþykki,
  2. 49. gr. d um skilyrði fyrir samþykki eignarhaldsfélaga,
  3. 1. mgr. 50. gr. um fyrirkomulag stjórnarhátta, ferli og kerfi.
 14. Á eftir 27. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 1. mgr. 52. gr. e um tilkynningu um brot gegn varfærniskröfum eða um að fyrirtæki sé á fallanda fæti.
 15. Í stað tilvísunarinnar „52. gr. e“ í 28. tölul. 1. mgr. kemur: 52. gr. f.
 16. Á eftir 33. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 57. gr. a um starfskjarastefnu.
 17. 34. tölul. 1. mgr. orðast svo: 57. gr. b um kaupauka.
 18. Á eftir 34. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 57. gr. c um endurskoðun starfskjara og greiðslur kaupauka.
 19. Í stað tilvísunarinnar „57. gr. b“ í 35. tölul. 1. mgr. kemur: 57. gr. d.
 20. Í stað orðsins „arðs“ í 39. tölul. 1. mgr. kemur: hagnaðar.
 21. Í stað 43.–47. tölul. 1. mgr. koma átta nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 77. gr. a og 77. gr. b um eftirlitskerfi með áhættu vegna starfsemi blandaðra eignarhaldsfélaga og framkvæmd áhættustýringar,
  2. 78. gr. a um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu,
  3. 78. gr. c um meðhöndlun samþjöppunaráhættu,
  4. 78. gr. e um meðhöndlun markaðsáhættu,
  5. 78. gr. g um meðhöndlun rekstraráhættu,
  6. 78. gr. h um meðhöndlun lausafjáráhættu,
  7. 1. og 2. mgr. 82. gr. a um að gera endurbótaáætlun eða uppfæra hana,
  8. 86. gr. m laga þessara eða 28., 52. eða 63. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 með því að inna af hendi greiðslur til eigenda gerninga sem eru hluti af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis í andstöðu við ákvæðin.
 22. 51. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 23. Í stað 56.–66. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 10. tölul. 3. mgr. 107. gr. a um sértæka kröfu um að viðhalda lausu fé.
 24. Orðin „og eftirlitskerfi með áhættu vegna starfsemi blandaðra eignarhaldsfélaga“ í 67. tölul. 1. mgr. falla brott.
 25. Í stað tilvísunarinnar „109. gr. e“ í 68. tölul. 1. mgr. kemur: 109. gr. s.
 26. Við 1. mgr. bætast átta nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 111. gr.,
  2. 3., 4., 6. eða 7. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eða 1. eða 10. tölul. 3. mgr. 107. gr. a laga þessara með því að móðurstofnun, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi grípi ekki til ráðstafana á samstæðu- eða undirsamstæðugrunni sem ákvæðin eða ákvarðanir á grundvelli þeirra áskilja,
  3. 395. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum,
  4. 405. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um skilyrði fyrir því að bera útlánaáhættu vegna verðbréfaðrar stöðu,
  5. 412. gr., sbr. 460. gr., reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um kröfu um lausafjárhlutfall eða gegn kröfu um lausafjárhlutfall í reglum skv. 3. mgr. 117. gr. b, enda sé brot ítrekað eða viðvarandi,
  6. 413. gr., sbr. 428. gr. b, reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um kröfu um hlutfall stöðugrar fjármögnunar eða gegn kröfu um hlutfall stöðugrar fjármögnunar í reglum skv. 3. mgr. 117. gr. b,
  7. 7. hluta A reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um kröfur um skýrslugjöf,
  8. 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um upplýsingagjöf stofnana.
 27. Í stað 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 28.      Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem hefur staðið að því að fyrirtæki fái starfsleyfi samkvæmt lögum þessum á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
       Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 800 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
 29. Í stað orðanna „skal m.a.“ í 3. mgr. kemur: og annarra stjórnsýsluviðurlaga og -ráðstafana vegna brota skv. 1. mgr. skal.
 30. Orðin „hjá lögaðilanum“ í c-lið 3. mgr. falla brott.
 31. E-liður 3. mgr. orðast svo: ávinnings hins brotlega af broti eða taps sem hann forðast með broti.
 32. Á eftir orðinu „Stjórnvaldssektum“ í 5. mgr. kemur: og öðrum stjórnsýsluviðurlögum.
 33. Í stað tilvísunarinnar „1. og 2. málsl. 2. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 3. mgr.


125. gr.

     Á eftir 110. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 110. gr. a – 110. gr. c, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (110. gr. a.)
Svipting atkvæðisréttar.
     Fjármálaeftirlitið getur tímabundið svipt hluthafa eða stofnfjáreiganda í fjármálafyrirtæki atkvæðisrétti í fyrirtækinu brjóti hann af sér með þeim hætti sem greinir í 1. eða 2. mgr. 110. gr.
     
     b. (110. gr. b.)
Bann við störfum hjá fjármálafyrirtæki.
     Fjármálaeftirlitið getur tímabundið bannað einstaklingi sem brýtur af sér með þeim hætti sem greinir í 1. eða 2. mgr. 110. gr. eða brýtur gegn lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að starfa hjá fjármálafyrirtækjum.
     
     c. (110. gr. c.)
Brottvikning stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra eignarhaldsfélags.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að víkja stjórnarmanni eða framkvæmdastjóra eignarhaldsfélags á fjármálasviði, blandaðs eignarhaldsfélags og blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi frá störfum fyrir brot gegn ákvæðum XIII. kafla um eftirlit eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli kaflans.

126. gr.

     111. gr. laganna fær fyrirsögn, svohljóðandi: Sátt.

127. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „stjórnvaldssekta“ í 1. málsl. kemur: stjórnsýsluviðurlaga.
 2. Greinin fær fyrirsögn, svohljóðandi: Réttur til að fella ekki á sig sök.


128. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. a laganna:
 1. Í stað orðsins „stjórnvaldssektir“ í 1. mgr. kemur: stjórnsýsluviðurlög.
 2. Greinin fær fyrirsögn, svohljóðandi: Frestur til að leggja á stjórnsýsluviðurlög.


129. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 112. gr. b laganna:
 1. 3. tölul. orðast svo: 1. og 2. mgr. 19. gr. um að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
 2. 9. og 10. tölul. falla brott.
 3. Á eftir tilvísuninni „32. gr.“ í 12. tölul. kemur: 32. gr. a.
 4. Á undan tilvísuninni „40. gr.“ í 13. tölul. kemur: 1. mgr.
 5. Á eftir 15. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 1. mgr. 52. gr. e um tilkynningu um brot gegn varfærniskröfum eða um að fyrirtæki sé á fallanda fæti.
 6. Í stað 20. tölul. koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 57. gr. b um kaupauka,
  2. 57. gr. c um endurskoðun starfskjara og greiðslur kaupauka.
 7. Í stað tilvísunarinnar „57. gr. b“ í 21. tölul. kemur: 57. gr. d.
 8. Í stað orðsins „arðs“ í 23. tölul. kemur: hagnaðar.
 9. 24., 25. og 29. tölul. falla brott.
 10. Við bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 405. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um skilyrði fyrir því að bera útlánaáhættu vegna verðbréfaðrar stöðu,
  2. 7. hluta A reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um kröfur um skýrslugjöf,
  3. 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um upplýsingagjöf stofnana.


130. gr.

     112. gr. c laganna fær fyrirsögn, svohljóðandi: Saknæmi o.fl.

131. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. d laganna:
 1. Í stað orðsins „stjórnvaldssektum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: stjórnsýsluviðurlögum.
 2. Greinin fær fyrirsögn, svohljóðandi: Kæra til lögreglu.


132. gr.

     Í stað orðanna „30. gr. um takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum og reglum settum á grundvelli ákvæðisins“ í 112. gr. e laganna kemur: ákvæðum 4. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum.

133. gr.

     Í stað tilvísananna „86. gr. h“ og „86. gr. i“ í 112. gr. f laganna kemur: 107. gr. c; og: 107. gr. d.

134. gr.

     Á eftir 112. gr. f laganna koma tvær nýjar greinar, 112. gr. g og 112. gr. h, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (112. gr. g.)
Birting ákvarðana um stjórnsýsluviðurlög.
     Fjármálaeftirlitið skal birta á vef sínum ákvarðanir um stjórnsýsluviðurlög vegna brota gegn lögum þessum, þar á meðal um hver brotin eru og þá einstaklinga og lögaðila sem eru látnir sæta viðurlögum, án ástæðulausrar tafar eftir að viðkomandi aðilar hafa verið upplýstir um ákvarðanirnar. Ef ákvarðanirnar eru bornar undir dómstóla skal Fjármálaeftirlitið jafnframt birta upplýsingar um stöðu og niðurstöðu dómsmálanna. Upplýsingarnar skulu vera á vefnum í minnst fimm ár. Persónuupplýsingar skulu þó ekki vera á vefnum lengur en nauðsynlegt getur talist í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     Fjármálaeftirlitið skal fresta birtingu skv. 1. mgr. eða birta ákvarðanir án persónugreinanlegra auðkenna ef annað myndi valda viðkomandi einstaklingum eða lögaðilum tjóni sem væri ekki í eðlilegu samræmi við brotið eða stofnaði stöðugleika á fjármálamarkaði eða yfirstandandi rannsókn sakamáls í hættu.
     
     b. (112. gr. h.)
Upplýsingagjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar um stjórnsýsluviðurlög.
     Fjármálaeftirlitið skal upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um ákvarðanir um stjórnsýsluviðurlög vegna brota gegn lögum þessum og um dómsmál vegna þeirra og niðurstöður þeirra.

135. gr.

     115. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

136. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 116. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Þrátt fyrir starfsheimildir Hafnabótasjóðs samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003, og Húsnæðissjóðs og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samkvæmt lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, teljast þessir aðilar ekki til fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum.
 3. Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: X. kafli um eiginfjárauka gildir ekki um Byggðastofnun. Byggðastofnun og Lánasjóður sveitarfélaga ohf. eru undanþegin kröfum um reglubundin skýrsluskil um laust fé og stöðuga fjármögnun. Seðlabanki Íslands getur undanskilið Byggðastofnun og Lánasjóð sveitarfélaga ohf. öðrum kröfum um skýrsluskil samkvæmt lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli þeirra ef þau eru ekki nauðsynleg til að Fjármálaeftirlitið geti haft fullnægjandi eftirlit með þeim eða gegnt öðrum hlutverkum sínum, eftir atvikum með því að takmarka kröfur um tíðni eða umfang skýrsluskila frá Byggðastofnun og Lánasjóði sveitarfélaga ohf.


137. gr.

     116. gr. a laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

138. gr.

     117. gr. laganna orðast svo:
     Með lögum þessum eru tekin upp ákvæði tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins 86/635/EBE um ársreikninga og samstæðureikninga banka og annarra fjármálastofnana, 2001/24/EB um endurskipulagningu og slit lánastofnana og 2013/36/ESB um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum og 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, að því er varðar einfaldar endurbótaáætlanir, sem og 5.–9. gr. og 19.–30. gr. sömu tilskipunar.

139. gr.

     117. gr. a laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Reglugerð ráðherra.
     Ráðherra setur reglugerð til að innleiða undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í eftirtöldum ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, með síðari breytingum, og útfæra ákvæði laga þessara:
 1. 145. gr. um framseldar gerðir.
 2. 146. gr. um framkvæmdargerðir.

     Ráðherra setur reglugerð til að innleiða undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í eftirtöldum ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 575/2013:
 1. 4. mgr. 107. gr. um aðferðir við útlánaáhættu.
 2. 7. mgr. 114. gr. um áhættuskuldbindingar vegna ríkja eða seðlabanka.
 3. 4. mgr. 115. gr. um áhættuskuldbindingar vegna héraðsstjórna eða staðaryfirvalda.
 4. 5. mgr. 116. gr. um áhættuskuldbindingar vegna opinberra aðila.
 5. 2. mgr. 117. gr. um áhættuskuldbindingar vegna fjölþjóðlegra þróunarbanka.
 6. 2. mgr. 142. gr. um skilgreiningar.
 7. 391. gr. um skilgreiningu á stofnun að því er varðar stórar áhættuskuldbindingar.
 8. 1. og 2. mgr. 456. gr. um framseldar gerðir.
 9. 457. gr. um tæknilegar breytingar og leiðréttingar.
 10. 459. gr. um varfærniskröfur.
 11. 461. gr. a um óhefðbundna staðalaðferð að því er varðar markaðsáhættu.
 12. 3. mgr. 497. gr. um kröfu vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila.
 13. 4. mgr. 503. gr. um kröfur vegna eiginfjárgrunns í tengslum við áhættuskuldbindingar í formi sértryggðra skuldabréfa.


140. gr.

     117. gr. b laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Reglur Seðlabanka Íslands.
     Seðlabanki Íslands setur reglur til að innleiða undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í eftirtöldum ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, með síðari breytingum, og útfæra ákvæði laga þessara:
 1. 2. og 3. mgr. 8. gr. um starfsleyfi.
 2. 9. mgr. 22. gr. um tilkynningu og mat á fyrirhuguðum yfirtökum.
 3. 5. og 6. mgr. 35. gr. um tilkynningarskyldu og víxlverkun milli lögbærra yfirvalda.
 4. 5. og 6. mgr. 36. gr. um upphaf starfsemi.
 5. 4. og 5. mgr. 39. gr. um málsmeðferð við tilkynningu.
 6. 6. og 7. mgr. 50. gr. um samstarf um eftirlit.
 7. 4. og 5. mgr. 51. gr. um mikilvæg útibú.
 8. 4. mgr. 77. gr. um innri aðferðir við útreikning á kröfum vegna eiginfjárgrunns.
 9. 7. og 8. mgr. 78. gr. um eftirlitsviðmiðanir innri aðferða við útreikning á kröfum vegna eiginfjárgrunns.
 10. 5. mgr. 84. gr. um vaxtaáhættu sem verður til við viðskipti önnur en veltubókarviðskipti.
 11. 2. mgr. 94. gr. um breytilega þætti starfskjara.
 12. 5. mgr. a 98. gr. um tæknilegar viðmiðanir fyrir eftirlitsúttekt og mat.
 13. 5. mgr. 113. gr. um sameiginlegar ákvarðanir um varfærniskröfur er varða tilteknar stofnanir.
 14. 4. og 5. mgr. 116. gr. um samstarfshópa eftirlitsaðila.
 15. 4. mgr. 120. gr. um eftirlit með blönduðum eignarhaldsfélögum í fjármálastarfsemi.
 16. 18. mgr. 131. gr. um kerfislega mikilvægar stofnanir á alþjóðavísu og aðrar kerfislega mikilvægar stofnanir.
 17. 7. mgr. 140. gr. um útreikning á hlutföllum sveiflujöfnunarauka.
 18. 3. mgr. 143. gr. um almennar kröfur um upplýsingagjöf.

     Seðlabanki Íslands setur reglur til að innleiða undirgerðir sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í eftirtöldum ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 575/2013:
 1. 4. mgr. 4. gr. um aðstæður þar sem skilyrði varðandi hóp tengdra viðskiptavina eru uppfyllt.
 2. 9. mgr. 18. gr. um aðferðir við gerð samstæðureikningsskila.
 3. 8. mgr. 20. gr. um sameiginlegar ákvarðanir um varfærniskröfur.
 4. 4. mgr. 26. gr. um liði í almennu eigin fé þáttar 1.
 5. 2. mgr. 27. gr. um fjármagnsgerninga gagnkvæmra félaga, samvinnufélaga, sparisjóða eða svipaðra stofnana í almennu eigin fé þáttar 1.
 6. 5. mgr. 28. gr. um gerninga almenns eigin fjár þáttar 1.
 7. 6. mgr. 29. gr. um fjármagnsgerninga útgefna af gagnkvæmum félögum, samvinnufélögum, sparisjóðum og svipuðum stofnunum.
 8. 2. mgr. 32. gr. um hugtakið söluhagnaður sem um getur í a-lið 1. mgr. 32. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 9. 4. mgr. 33. gr. um nána samsvörun á milli virðis skuldabréfa og virðis eigna eins og um getur í c-lið 3. mgr. 33. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 10. 2., 3. og 4. mgr. 36. gr. um frádrátt frá liðum í almennu eigin fé þáttar 1.
 11. 2. mgr. 41. gr. um frádrátt eigna réttindatengds lífeyrissjóðs.
 12. 6. mgr. 49. gr. um skilyrðin fyrir beitingu útreikningsaðferða sem um getur í I. viðauka, II. hluta tilskipunar 2002/87/EB með tilliti til valmöguleika við frádrátt sem um getur í 1. mgr. 49. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 13. 2. mgr. 52. gr. um viðbótareiginfjárgerninga þáttar 1.
 14. 7. mgr. 72. gr. b um hæfa skuldbindingargerninga.
 15. 7. mgr. 73. gr. um skilyrði þess að vísitölur teljist uppfylla skilyrði um breiðar markaðsvísitölur að því er varðar 4. mgr. 73. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 16. 4. mgr. 76. gr. um vísitölueignarhluti í fjármagnsgerningum.
 17. 5. mgr. 78. gr. um leyfi eftirlitsyfirvalda fyrir lækkun eiginfjárgrunns.
 18. 3. mgr. 78. gr. a um leyfi fyrir lækkun hæfra skuldbindingargerninga.
 19. 2. mgr. 79. gr. um tímabundna undanþágu frá frádrætti frá eiginfjárgrunni.
 20. 2. mgr. 83. gr. um viðurkennt viðbótar eigið fé þáttar 1 og eiginfjárþátt 2 sem sérstakur verðbréfunaraðili gefur út.
 21. 4. mgr. 84. gr. um hlutdeildir minni hluta sem falla undir samanlagt almennt eigið fé þáttar 1.
 22. 4. mgr. 97. gr. um eiginfjárgrunn byggðan á föstum kostnaði.
 23. 14. mgr. 105. gr. um kröfur varðandi varfærið mat.
 24. 4. mgr. 110. gr. um meðferð leiðréttingar á útlánaáhættu.
 25. 4. mgr. 124. gr. um áhættuskuldbindingar tryggðar með veði í fasteignum.
 26. 4. mgr. 132. gr. a um aðferðir við útreikning á fjárhæðum áhættuveginna áhættuskuldbindinga sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
 27. 1. og 3. mgr. 136. gr. um vörpun lánshæfismats frá utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtæki.
 28. 5. mgr. 143. gr. um heimild til að nota innramatsaðferðina.
 29. 2. mgr. 144. gr. um mat lögbærra yfirvalda á umsókn um notkun innramatsaðferða.
 30. 6. mgr. 148. gr. um skilyrði fyrir því að taka upp innramatsaðferðina í mismunandi flokkum áhættuskuldbindinga og rekstrareininga.
 31. 3. mgr. 150. gr. um skilyrði fyrir beitingu aðferðar að hluta til skv. a-, b- og c-lið 1. mgr. 150. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 32. 9. mgr. 153. gr. um fjárhæðir áhættuveginna áhættuskuldbindinga í tengslum við áhættuskuldbindingar vegna fyrirtækja, stofnana og ríkja og seðlabanka.
 33. 8. mgr. 164. gr. um mat á gildi vegna taps að gefnum vanefndum.
 34. 3. mgr. 173. gr. um mat á heilleika flokkunarferlis.
 35. 6. mgr. 178. gr. um mikilvægismörk lánaskuldbindinga sem komnar eru fram yfir gjalddaga.
 36. 3. mgr. 180. gr. um kröfur vegna mats á líkum á vanefndum.
 37. 3. mgr. 181. gr. um kröfur í tengslum við eigið mat á tapi að gefnum vanefndum.
 38. 4. mgr. 182. gr. um kröfur í tengslum við eigið mat á breytistuðlum.
 39. 6. mgr. 183. gr. um skilyrði fyrir viðurkenningu skilyrtra ábyrgða.
 40. 10. mgr. 194. gr. um meginreglur varðandi viðurkenningu aðferða til mildunar útlánaáhættu.
 41. 8. mgr. 197. gr. um hæfa tryggingu í tengslum við allar aðferðir.
 42. 9. mgr. 221. gr. um notkun eiginlíkansaðferðarinnar í tengslum við rammasamninga um skuldajöfnun.
 43. 270. gr. um vörpun lánshæfismats.
 44. 5. mgr. 277. gr. um tengingu viðskipta við áhættuflokka.
 45. 3. mgr. 279. gr. a um deltastuðul eftirlits.
 46. 4. mgr. 312. gr. um leyfi og tilkynningar varðandi þróuðu mæliaðferðina.
 47. 5. mgr. 314. gr. um samþætta notkun mismunandi aðferða.
 48. 3. mgr. 316. gr. um aðferðafræðina við að reikna út viðeigandi mælikvarða.
 49. 3. mgr. 318. gr. um skilyrði beitingar meginreglna um kortlagningu viðskiptasviða.
 50. 9. mgr. 325. gr. um útreikning á kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar markaðsáhættu.
 51. 5. mgr. 325. gr. u um kröfur vegna eiginfjárgrunns að því er varðar eftirstæða áhættuþætti.
 52. 8. mgr. 325. gr. w um brúttófjárhæðir skyndilegra vanefnda.
 53. 3. mgr. 325. gr. ap um tilgreiningu á nýjum mörkuðum og þróuðum hagkerfum í tengslum við áhættuvogir fyrir hlutabréfaáhættu.
 54. 8. og 9. mgr. 325. gr. az um notkun óhefðbundinna eigin líkana.
 55. 7. mgr. 325. gr. bd um seljanleikatímabil.
 56. 3. mgr. 325. gr. be um mat á gerð líkana fyrir áhættuþætti.
 57. 9. mgr. 325. gr. bf um kröfur um afturvirkar prófanir og margföldunarþætti.
 58. 4. mgr. 325. gr. bg um kröfur um úthlutun á hagnaði og tapi.
 59. 3. mgr. 325. gr. bk um útreikning á áhættumati sem byggt er á álagssviðsmynd.
 60. 12. mgr. 325. gr. bp um kröfur vegna eigin líkans fyrir vanskilaáhættu.
 61. 3. mgr. 329. gr. um valrétti og kauprétti.
 62. 3. mgr. 341. gr. um skilgreiningu á hugtakinu markaður skv. 2. mgr. 341. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 63. 1. mgr. 344. gr. um hlutabréfavísitölur.
 64. 6. mgr. 352. gr. um útreikning á hreinni heildargjaldeyrisstöðu.
 65. 3. mgr. 354. gr. um gjaldmiðla með nána fylgni.
 66. 4. mgr. 358. gr. um sérstaka gerninga.
 67. 4. mgr. 363. gr. um leyfi til að nota eigin líkön.
 68. 5. mgr. 382. gr. um verklagsreglur um að undanskilja viðskipti við ófjárhagslega mótaðila með staðfestu í þriðja landi frá kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar leiðréttingaráhættu vegna útlánavirði.
 69. 7. mgr. 383. gr. um þróuðu mæliaðferðirnar.
 70. 8. og 9. mgr. 390. gr. um útreikning á áhættuskuldbindingarvirði.
 71. 4. mgr. 394. gr. um viðmið fyrir auðkenningu á skuggabankastarfsemi skv. 2. mgr. 394. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 72. 2. og 3. mgr. 410. gr. um samræmd skilyrði fyrir beitingu.
 73. 3. mgr. og 3. mgr. a 415. gr. um skýrslugjöf um lausafjárstöðu.
 74. 4. og 5. mgr. 419. gr. um gjaldmiðla með takmarkanir á tiltækileika lausafjáreigna.
 75. 10. mgr. 422. gr. um hlutlægar viðmiðanir að því er varðar útstreymi lausafjár.
 76. 3. mgr. 423. gr. um hugtakið mikilvægi og aðferðir til að mæla viðbótarútstreymi.
 77. 6. mgr. 425. gr. um hlutlægar viðmiðanir að því er varðar innstreymi lausafjár.
 78. 426. gr. um uppfærslu framtíðarlausafjárkrafna.
 79. 7. og 9. mgr. 430. gr. um skýrslugjöf um varfærniskröfur og fjárhagsupplýsingar.
 80. 6. mgr. 430. gr. b um skýrslugjöf að því er varðar markaðsáhættu.
 81. 434. gr. a um samræmd snið fyrir upplýsingagjöf.
 82. 1. og 3. mgr. 460. gr. um laust fé.
 83. 6. mgr. 481. gr. um viðbótarsíur og frádrátt.
 84. 3. mgr. 487. gr. um liði sem eru undanskildir frá beitingu eldri reglna í liðum almenns eigin fjár þáttar 1 eða liðum viðbótar eigin fjár þáttar 1 í öðrum þáttum eiginfjárgrunns.
 85. 5. mgr. 492. gr. um umbreytingarákvæði vegna birtingar upplýsinga um eiginfjárgrunn.
 86. 3. mgr. 495. gr. um meðferð á fjárhæðum áhættuskuldbindinga vegna hlutabréfa samkvæmt innramatsaðferðinni.

     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun fjármálafyrirtækja. Í reglunum er heimilt að kveða á um lágmark og meðaltal lauss fjár og lágmark stöðugrar fjármögnunar í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og í þeim má ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka fjármálafyrirtækja.
     Seðlabanka Íslands er heimilt að kveða á um hvernig val- og heimildarákvæðum samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 575/2013 er beitt með setningu reglna.

141. gr.

     117. gr. c laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

142. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I, II, V og VII–XIII í lögunum falla brott.

143. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
     Við setningu reglna skv. 117. gr. b er Seðlabanka Íslands heimilt að vísa til birtingar á reglugerðum í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti Seðlabanki Íslands þessa heimild skal hann gera enskar útgáfur reglugerðanna aðgengilegar á vef sínum.

II. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

144. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Tilvísunin „1. og 2. tölul. 1. mgr.“ í 3. tölul. fellur brott.
 2. Tilvísunin „3. tölul. 1. mgr.“ í 4. tölul. fellur brott.
 3. Í stað tilvísunarinnar „4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002“ í 5. tölul. kemur: lög nr. 17/2013.
 4. Í stað tilvísunarinnar „5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002“ í 6. tölul. kemur: lög nr. 115/2021.
 5. 7. tölul. fellur brott.
 6. Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 4. gr. laga nr. 110/2007 og g-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002“ í 11. tölul. kemur: h-lið 15. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021.


III. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.

145. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: lög um markaði fyrir fjármálagerninga.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

146. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: og sparisjóðum.
 2. Í stað orðanna „sparisjóða og verðbréfafyrirtækja“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: og sparisjóða.
 3. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Erlendum verðbréfafyrirtækjum, sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, er heimilt að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga, með stofnun útibús hér á landi, sbr. 61. gr. laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, eða án stofnunar útibús, sbr. 60. gr. sömu laga. Ákvæði 60. og 61. gr. þeirra laga gilda um heimildir verðbréfafyrirtækja til að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga eftir því sem við á.


147. gr.

     Í stað orðanna „staðist próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki“ í 4. mgr. 34. gr. laganna kemur: verðbréfaréttindi skv. 40. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.

148. gr.

     2. mgr. 42. gr. laganna fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.

149. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:
 1. 2. tölul. orðast svo: lánafyrirtækja.
 2. 6. tölul. orðast svo: verðbréfafyrirtækja.


150. gr.

     Við 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna bætist: og getur Fjármálaeftirlitið kallað einstaklinga til skýrslugjafar í því skyni.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999.

151. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki“ í a-lið 2. tölul. 2. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

152. gr.

     Í stað orðanna „fjármálafyrirtækjum skv. 1. tölul. 1. mgr.“ í 3. málsl. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: viðskiptabönkum skv.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.

153. gr.

     Í stað tilvísananna „2. tölul. 1. mgr. 1. gr. a“ og „3. tölul. 1. mgr. 1. gr. a“ og orðanna „verðbréfafyrirtæki sem uppfyllir ekki skilyrði 3. mgr. 25. gr.“ í 2. tölul. 2. gr. laganna kemur: 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. b; 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. b; og: fyrirtæki skv. 8. mgr. 14. gr. a.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005.

154. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „4. gr.“ í a-lið 3. tölul. 1. gr. laganna kemur: 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. b.

X. KAFLI
Breyting á lögum um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008.

155. gr.

     Tilvísunin „1. tölul. 1. mgr.“ í lokamálslið 3. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

156. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „66. gr.“ í lokamálslið 2. gr. laganna kemur: 70. gr.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010.

157. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Aðilar sem hafa leyfi til að stunda starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga“ í 1. málsl. kemur: Lánastofnanir með starfsleyfi samkvæmt lögum.
 2. Í stað orðanna „stundi það eða hafi stundað starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. kemur: hafi það eða hafi haft veitingu útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi eða eignaleigu að meginstarfsemi.


XII. KAFLI
Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.

158. gr.

     Í stað orðanna „Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verðbréfasjóða, svo og önnur fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögum nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris“ í 2. tölul. 2. gr. laganna kemur: Fjármálafyrirtæki samkvæmt samnefndum lögum, nr. 161/2002, rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögum nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris, rekstraraðilar sérhæfðra sjóða samkvæmt samnefndum lögum, nr. 45/2020, rekstrarfélög verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.

159. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Aðilar sem hafa leyfi til að stunda starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga“ í 1. málsl. kemur: Lánastofnanir með starfsleyfi samkvæmt lögum.
 2. Í stað orðanna „stundi það eða hafi stundað starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. kemur: hafi það eða hafi haft veitingu útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi eða eignaleigu að meginstarfsemi.


XIV. KAFLI
Breyting á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.

160. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „5. mgr. 84. gr. laga“ í 11. gr. laganna kemur: a–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög.

161. gr.

     Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ í 2. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: rafeyrisfyrirtæki.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015.

162. gr.

     Í stað orðanna „starfsemi lánafyrirtækja“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: kaup- eða fjármögnunarleigu.

163. gr.

     Í stað orðanna „löggilt lánafyrirtæki“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. og 6. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: löggilta kaup- eða fjármögnunarleigu.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

164. gr.

     Lokamálsliður 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. laganna falla brott.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

165. gr.

     Tilvísunin „1.–3. tölul. 1. mgr.“ í 16. tölul. 4. gr. laganna fellur brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.

166. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. X. kafla laga“ í 14. og 15. tölul. 2. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum.

167. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „X. kafla laga“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: lög.
 2. Í stað tilvísunarinnar „skv. 84. gr. a – 84. gr. c laga“ í 2. mgr. kemur: samkvæmt lögum.


168. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „84. gr. laga“ í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018.

169. gr.

     2. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Lögfesting.
     Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 412–470, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 206/2016 frá 30. september 2016, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 63–71, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, með breytingum samkvæmt:
 1. 520. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2020, bls. 1–337.
 2. 126. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25 frá 19. apríl 2018, bls. 4–162.
 3. 53. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 1–65.
 4. 63. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 205–249.
 5. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/834 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar stöðustofnunarskyldu, frestun á stöðustofnunarskyldu, kröfur um skýrslugjöf, aðferðir til mildunar áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili stöðustofnar ekki, skráningu og eftirlit með afleiðuviðskiptaskrám og kröfurnar fyrir afleiðuviðskiptaskrár, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22 frá 25. mars 2021, bls. 613–634, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2021 frá 5. febrúar 2021, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.
 6. 2. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettófjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættuskuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættuskuldbindingar gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættuskuldbindingar, skýrslugjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.


170. gr.

     15. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldsfyrirmæli.
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 648/2012 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:
 1. 6. mgr. 1. gr. um undanþágur.
 2. 3. mgr. a 4. gr. um hvaða viðskiptaskilmálar teljist sanngjarnir, eðlilegir, án mismununar og gagnsæir.
 3. 4. og 5. mgr. 6. gr. a um frestun á stöðustofnunarskyldu samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 648/2012 og frestun viðskiptaskyldu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sbr. 3. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
 4. 7. mgr. 64. gr. um málsmeðferð að því er varðar eftirlitsráðstafanir og beitingu sekta.
 5. 70. gr. um breytingar á II. viðauka um skrá yfir stuðla í tengslum við íþyngjandi og mildandi þætti vegna beitingar 3. mgr. 65. gr.
 6. 3. mgr. 72. gr. um eftirlitsgjöld.
 7. 1. mgr. 75. gr. um jafngildi og alþjóðasamninga.
 8. 2. mgr. 76 gr. a um gagnkvæman aðgang að gögnum.
 9. 2. mgr. 85. gr. um framlengingu á þriggja ára tímabilinu sem fjallað er um í 89. gr.

     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 648/2012 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:
 1. 4. mgr. 4. gr. um stöðustofnunarskyldu.
 2. 2. og 4. mgr. 5. gr. um tilhögun stöðustofnunarskyldu.
 3. 4. mgr. 6. gr. um opinbera skrá.
 4. 5. mgr. 8. gr. um aðgang að viðskiptavettvangi.
 5. 5. og 6. mgr. 9. gr. um skyldu um skýrslugjöf.
 6. 4. mgr. 10. gr. um ófjárhagslega mótaðila.
 7. 14. og 15. mgr. 11. gr. um aðferðir til að draga úr áhættu OTC-afleiðusamninga sem ekki eru stöðustofnaðir af miðlægum mótaðila.
 8. 3. mgr. 16. gr. um eiginfjárkröfur.
 9. 6. mgr. 18. gr. um fagráð.
 10. 6. mgr. 25. gr. er lýtur að jafngildi lagalegra krafna og eftirlits í þriðju löndum.
 11. 8. mgr. 25. gr. er lýtur að upplýsingum sem miðlægur mótaðili í þriðja landi skal tilgreina í umsókn um viðurkenningu.
 12. 9. mgr. 26. gr. er lýtur að skipulagskröfum.
 13. 4. og 5. mgr. 29. gr. um skráahald.
 14. 3. mgr. 34. gr. um samfellu í viðskiptum.
 15. 5. mgr. 41. gr. um kröfur um tryggingar.
 16. 5. mgr. 42. gr. um vanskilasjóð.
 17. 2. mgr. 44. gr. um eftirlit með lausafjáráhættu.
 18. 3. mgr. 46. gr. um kröfur um tryggingar.
 19. 8. mgr. 47. gr. um fjárfestingarstefnu.
 20. 4. mgr. 49. gr. um endurskoðun líkana, álagsprófun og afturvirka prófun.
 21. 4. mgr. 50. gr. a um útreikning á áætluðu fjármagni.
 22. 3. mgr. 50. gr. c um skýrslugjöf með upplýsingum.
 23. 3. og 4. mgr. 56. gr. um umsókn um skráningu.
 24. 10. mgr. 78. gr. er lýtur að verklagi við afstemmingar á gögnum milli afleiðuviðskiptaskráa og verklagi afleiðuviðskiptaskráa við mat á því hvort kröfur um skýrslugjöf séu uppfylltar og til að sannreyna heilleika og réttleika tilkynntra gagna.
 25. 5. mgr. 81. gr. um gagnsæi og tiltækileika gagna.


XX. KAFLI
Breyting á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

171. gr.

     Í stað tilvísananna „2. tölul. 1. mgr. 1. gr. a“ og „3. tölul. 1. mgr. 1. gr. a“ og orðanna „verðbréfafyrirtæki sem uppfyllir ekki skilyrði 3. mgr. 25. gr.“ í 2. tölul. 3. gr. laganna kemur: 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. b; 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. b; og: fyrirtæki skv. 8. mgr. 14. gr. a.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.

172. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Á eftir 18. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Kaupauki: Kaupauki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
 2. Í stað tilvísunarinnar „36. tölul.“ í 2. mgr. kemur: 37. tölul.


173. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
 1. Við 4. tölul. bætist: 21. gr. a, 21. gr. b og 21. gr. c.
 2. Í stað tilvísunarinnar „22. tölul.“ í 9. tölul. kemur: 23. tölul.


174. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „84. gr. d laga“ í 5. mgr. kemur: 97. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög.
 2. Í stað tilvísunarinnar „3. mgr. 84. gr. e laga“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: 2. mgr. 95. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög.


175. gr.

     Á eftir orðinu „Ákvæði“ í 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: A-hluta.

176. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 84. gr. e laga“ í 6. tölul. 18. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum.

177. gr.

     Í stað 21. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 21. gr., 21. gr. a, 21. gr. b og 21. gr. c, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (21. gr.)
Starfskjarastefna.
     Rekstraraðili skal setja sér starfskjarastefnu og skal hún og framkvæmd hennar ná til heildarstarfskjara og tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstraraðila, að:
 1. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna:
  1. samræmist og stuðli að traustri og skilvirkri áhættustýringu og hvetji ekki til áhættusækni sem er ekki í samræmi við áhættusnið eða reglur þeirra sérhæfðu sjóða sem rekstraraðili rekur,
  2. samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og hagsmunum rekstraraðila og sérhæfðra sjóða sem hann rekur og fjárfesta í þeim sjóðum og leiði ekki til hagsmunaárekstra.
 2. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna sem hafa eftirlit með höndum taki mið af þeirra eigin verksviði en ekki árangri þeirra rekstrareininga sem þeir hafa eftirlit með.

     Stjórn rekstraraðila skal reglubundið meta hvort starfskjarastefna samræmist þessari grein og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Að minnsta kosti árlega skal fara fram óháð miðlægt innra mat á því hvort starfskjör samræmist starfskjarastefnu og verklagsreglum og öðrum viðmiðum sem stjórn hefur samþykkt varðandi starfskjarastefnu.
     
     b. (21. gr. a.)
Kaupauki.
     Rekstraraðili skal tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstraraðila, að kaupaukar til starfsmanna:
 1. Taki mið af árangri viðkomandi, bæði fjárhagslegum og ófjárhagslegum, þeirrar rekstrareiningar sem hlutaðeigandi tilheyrir eða sjóðs og rekstraraðila í heild.
 2. Taki mið af árafjölda sem samræmist líftíma þeirra sérhæfðu sjóða sem rekstraraðili rekur til að matið endurspegli langtímaárangur og að greiðslu kaupauka sé dreift yfir tímabil sem tekur mið af innlausnarstefnu sjóðanna og fjárfestingaráhættu þeirra.
 3. Séu ekki tryggðir óháð árangri nema á fyrsta ári í starfi.
 4. Séu í viðeigandi hlutfalli við föst starfskjör þannig að unnt sé að starfrækja sveigjanlega stefnu um greiðslu kaupauka og greiða eftir atvikum ekki út neinn kaupauka og aldrei umfram 25% af föstum starfskjörum.
 5. Séu ekki greiddir í tengslum við uppsögn ráðningarsamnings nema það endurspegli frammistöðu í starfi.
 6. Taki mið af áhættu fyrirtækisins nú eða síðar.
 7. Samanstandi a.m.k. að hálfu leyti af hlutum eða hlutdeildarskírteinum viðkomandi sjóðs eða jafngildum gerningum, hlutabréfatengdum eða jafngildum gerningum sem ekki eru ígildi reiðufjár nema ef rekstur sérhæfðra sjóða er innan við helmingur af eignasöfnum í stýringu rekstraraðila. Viðeigandi varðveislustefna skal gilda um gerninga samkvæmt þessum tölulið til að samræma hvata starfsmanna og hagsmuni rekstraraðila, sérhæfðu sjóðanna sem hann rekur og fjárfesta í þeim sjóðum.
 8. Sæti því að vera haldið eftir að verulegu leyti, a.m.k. að fjórum tíundu eða sex tíundu hlutum ef kaupauki nemur mjög hárri fjárhæð, í tímabil sem tekur mið af líftíma og innlausnarstefnu viðkomandi sjóðs og er í samræmi við eðli þeirrar áhættu sem viðkomandi sjóður tekur og er eigi skemur en þrjú ár nema ef líftími viðkomandi sjóðs er styttri; kaupauki sem er haldið eftir skal ekki ávinnast hraðar en í hlutfalli við þann hluta frestsins sem er liðinn.
 9. Séu aðeins greiddir út eða ávinnist ef það er sjálfbært í ljósi fjárhagsstöðu rekstraraðila og réttlætanlegt með tilliti til árangurs fyrirtækisins og viðkomandi rekstrareiningar, viðkomandi sjóðs og starfsmanns.
 10. Ávinnist ekki nema að takmörkuðu leyti eða séu að verulegu leyti afturkallanlegir ef þeir hafa áunnist en ekki verið greiddir út ef afkoma rekstraraðila eða viðkomandi sjóðs versnar verulega.
 11. Séu ekki liður í stefnu rekstraraðila um öflun lífeyrisréttinda nema það samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og langtímahagsmunum rekstraraðila og sjóðanna sem hann rekur og séu þá aðeins veittir í formi gerninga skv. 7. tölul. sem rekstraraðili heldur eftir í a.m.k. fimm ár.
 12. Séu ekki greiddir út í gegnum einingar eða með aðferðum sem auðvelda að farið sé á svig við lög þessi.

     Starfsmönnum er óheimilt að afla sér trygginga eða annarra áhættuvarna sem grafa undan því markmiði kaupaukakerfis að hagsmunir þeirra og rekstraraðila fari saman.
     Óheimilt er að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
     Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um kaupaukakerfi. Í reglunum má m.a. kveða á um skilgreiningu fastra starfskjara og kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, jafnvægi á milli fastra starfskjara og kaupauka, ráðningarkaupauka, frestun, lækkun, afturköllun eða endurkröfu kaupauka, upplýsingagjöf og gagnsæi.
     
     c. (21. gr. b.)
Starfslokasamningur.
     Rekstraraðila er óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Með starfslokasamningi í grein þessari er átt við hvers konar samninga sem gerðir eru á milli framkvæmdastjóra annars vegar og rekstraraðila hins vegar og kunna að færa þeim sem lætur af störfum hlunnindi eða réttindi umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti.
     Hafi hagnaður verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár er heimilt að gera starfslokasamninga við þá sem tilgreindir eru í 1. mgr. Slíkir samningar skulu vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok. Um starfslokasamning sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara en ekki komið til framkvæmda gilda ákvæði greinar þessarar.
     Heimilt er í reglugerð að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd starfslokasamninga. Sérstaklega skal gera grein fyrir slíkum samningum í skýringum með ársreikningi.
     
     d. (21. gr. c.)
Starfskjaranefnd.
     Rekstraraðili sem er mikilvægur, að teknu tilliti til stærðar sinnar eða stærðar sjóða sem hann rekur, innra skipulags og þess hvers eðlis starfsemin er, umfangs hennar og hversu flókin hún er, skal starfrækja starfskjaranefnd. Starfskjaranefnd skal skipuð þannig að hún geti lagt faglegt og sjálfstætt mat á starfskjarastefnu og framkvæmd hennar og hvata til að stýra áhættu. Nefndin skal skipuð stjórnarmönnum í viðkomandi fyrirtæki, a.m.k. þremur aðilum.
     Starfskjaranefnd ber ábyrgð á:
 1. Undirbúningi ákvarðana um starfskjör, þ.m.t. þeirra sem hafa áhrif á áhættu og áhættustýringu hlutaðeigandi rekstraraðila eða viðkomandi sjóðs og þeirra sem stjórn eða framkvæmdastjóri tekur.
 2. Umsjón með starfskjörum yfirmanna áhættustýringar og regluvörslu.


178. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 4. mgr. 33. gr. laganna kemur: 3. mgr.

179. gr.

     Í stað orðanna „og breytilegum starfskjörum“ í 5. tölul. 8. mgr. 45. gr. laganna kemur: starfskjörum og kaupauka.

180. gr.

     Í stað orðsins „orðið“ í 2. mgr. 80. gr. laganna kemur: orðin.

181. gr.

     12. tölul. 1. mgr. 101. gr. laganna orðast svo: 21. gr. um starfskjarastefnu, 21. gr. a um kaupauka og 21. gr. b um starfslokasamninga.

182. gr.

     12. tölul. 2. mgr. 117. gr. laganna orðast svo: Starfskjarastefnu, kaupaukakerfi og starfslokasamninga, sbr. 21. gr., 21. gr. a og 21. gr. b.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

183. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Hæf“ í 18. tölul. kemur: Eftirgefanleg.
 2. Á eftir 18. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Hæf skuldbinding: Eftirgefanleg skuldbinding sem uppfyllir skilyrði 2. mgr. 17. gr. og gerningur sem telst til eiginfjárþáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og uppfyllir skilyrði b-liðar 1. mgr. 72. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
 3. 20. tölul. orðast svo: Lánastofnun: Fyrirtæki sem starfar við að taka á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veita lán fyrir eigin reikning.


184. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Skuldbindingar skulu teljast til fjárhæðar lágmarkskröfu eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga ef þær uppfylla öll skilyrði í eftirfarandi greinum reglugerðar (ESB) nr. 575/2013:
  1. 72. gr. a.
  2. 72. gr. b, að undanskildum d-lið 2. mgr.
  3. 72. gr. c.

 3. 5. tölul. 3. mgr. fellur brott.


185. gr.

     21. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

186. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „20. og 21. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: og 20. gr.

187. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 86. gr. g“ í 1. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: 3. mgr. 107. gr. a.

188. gr.

     Í stað orðsins „hæfum“ í 3. tölul. 2. mgr. 30. gr. laganna kemur: eftirgefanlegum.

189. gr.

     Í stað orðsins „hæfar“ í 1. tölul. og orðsins „hæfum“ í 2. tölul. 1. mgr. 55. gr. laganna kemur: eftirgefanlegar; og: eftirgefanlegum.

190. gr.

     Í stað orðsins „hæfra“ í 1. tölul. 3. mgr. 57. gr. laganna kemur: eftirgefanlegra.

191. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 58. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „hæfra skuldbindinga sem eftir standa, sem ekki eru undanþegnar eftirgjöf skv. 56. gr.“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: eftirgefanlegra skuldbindinga, þ.m.t. skuldagerninga skv. 3. tölul. 1. mgr. 85. gr. a, sem eftir standa.
 2. Í stað orðsins „hæfra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eftirgefanlegra.


192. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „86. gr. k“ í 5. mgr. 69. gr. laganna kemur: 107. gr. f.

193. gr.

     Í stað orðsins „hæfra“ í 3. tölul. 1. mgr. 79. gr. laganna kemur: eftirgefanlegra.

194. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 1. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 3. mgr. 87. gr. a laganna kemur: eins og hann er skilgreindur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021.

195. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 1.–5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 24. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

196. gr.

     Á eftir orðunum „lögum um fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: eða lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.

197. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. 3. tölul. orðast svo: Eiginfjárgrunnur: Eiginfjárgrunnur eins og hann er skilgreindur í lögum um fjármálafyrirtæki, þar sem a.m.k. 75% af eiginfjárþætti 1 er í formi almenns eigin fjár þáttar 1 og eiginfjárþáttur 2 er jafn eða minni en þriðjungur af eiginfjárþætti 1.
 2. Í stað orðanna „sem innleidd var með reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017“ í 35. tölul. kemur: sbr. lög um fjármálafyrirtæki.


198. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: a–e-lið 1. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög um fjármálafyrirtæki.

199. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: 77. gr. a og 77. gr. b.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.

200. gr.

     Á eftir 12. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Kaupauki: Kaupauki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

201. gr.

     Í stað orðsins „fjármálafyrirtæki“ og tilvísunarinnar „1. tölul. 1. mgr. 25. gr.“ í 1. málsl. 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: markaði fyrir fjármálagerninga; og: 15. tölul. 1. mgr. 4. gr.

202. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í f-lið kemur: 17.–17. gr. c.
 2. Í stað tilvísunarinnar „15. tölul.“ í h-lið kemur: 16. tölul.


203. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 12. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „84. gr. d laga“ í 1. málsl. kemur: 97. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög.
 2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi rekstrarfélag viðbótarstarfsheimildir skv. 3. mgr. 5. gr. gilda um starfsemi þess ákvæði 2. mgr. 95. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög um fjármálafyrirtæki.


204. gr.

     Á eftir orðinu „Ákvæði“ í 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: A-hluta.

205. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „skv. 84. gr. e laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 5. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

206. gr.

     Í stað 17. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 17. gr., 17. gr. a, 17. gr. b og 17. gr. c, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (17. gr.)
Starfskjarastefna.
     Rekstrarfélag skal setja sér starfskjarastefnu og skal hún og framkvæmd hennar ná til heildarstarfskjara og tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstrarfélagsins, að:
 1. Starfskjör starfsmanna:
  1. samræmist og stuðli að traustri og skilvirkri áhættustýringu og hvetji ekki til áhættusækni sem er í ósamræmi við áhættusnið eða reglur þeirra sjóða sem rekstrarfélag rekur eða dragi úr möguleikum rekstrarfélags til að starfa með hagsmuni verðbréfasjóða sem það rekur að leiðarljósi,
  2. samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og hagsmunum rekstrarfélags og verðbréfasjóða sem það rekur og fjárfesta í þeim sjóðum og leiði ekki til hagsmunaárekstra.
 2. Starfskjör stjórnarmanna og starfsmanna sem hafa eftirlit með höndum taki mið af þeirra eigin verksviði en ekki árangri þeirra rekstrareininga sem þeir hafa eftirlit með.

     Stjórn rekstrarfélags skal reglubundið meta hvort starfskjarastefna samræmist þessari grein og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Að minnsta kosti árlega skal fara fram óháð miðlægt innra mat á því hvort starfskjör samræmist starfskjarastefnu og verklagsreglum og öðrum viðmiðum sem stjórn hefur samþykkt varðandi starfskjarastefnu.
     
     b. (17. gr. a.)
Kaupauki.
     Rekstrarfélag skal tryggja, að því marki sem við á að teknu tilliti til stærðar, skipulags, eðlis og flækjustigs í starfsemi rekstrarfélags, að kaupaukar til starfsmanna:
 1. Taki mið af áhættutöku og árangri viðkomandi starfsmanns, bæði fjárhagslegum og ófjárhagslegum, þeirrar rekstrareiningar sem hann tilheyrir eða viðkomandi sjóðs og árangur rekstrarfélags í heild.
 2. Taki mið af árafjölda sem samræmist þeim eignarhaldstíma sem mælt er með við fjárfesta í viðkomandi verðbréfasjóði sem rekstrarfélag rekur til að tryggja að matið endurspegli langtímaárangur sjóðsins og fjárfestingaráhættu og að greiðslu kaupauka sé dreift yfir sama tímabil.
 3. Séu ekki tryggðir óháð árangri nema á fyrsta ári í starfi.
 4. Séu í viðeigandi hlutfalli við föst starfskjör þannig að unnt sé að starfrækja sveigjanlega stefnu um greiðslu kaupauka og eftir atvikum ekki greiða út neinn kaupauka og aldrei umfram 25% af föstum starfskjörum.
 5. Séu ekki greiddir í tengslum við uppsögn ráðningarsamnings nema það endurspegli frammistöðu í starfi og umbuni ekki ef árangri er ekki náð.
 6. Taki mið af áhættu fyrirtækisins nú eða síðar.
 7. Samanstandi a.m.k. að hálfu leyti af hlutdeildarskírteinum viðkomandi sjóðs eða jafngildum gerningum, hlutabréfatengdum gerningum eða jafngildum gerningum sem ekki eru ígildi reiðufjár með álíka hvata og aðrir gerningar samkvæmt þessum tölulið, nema ef rekstur verðbréfasjóða er innan við helmingur af eignasöfnum í stýringu rekstrarfélags. Viðeigandi varðveislustefna skal gilda um gerninga samkvæmt þessum tölulið til að samræma hvata starfsmanna og hagsmuni rekstrarfélags, verðbréfasjóðanna sem það rekur og fjárfesta í þeim sjóðum.
 8. Sé að verulegu leyti, a.m.k. að fjórum tíundu eða sex tíundu ef kaupauki nemur mjög hárri fjárhæð, haldið eftir í tímabil sem tekur mið af þeim eignarhaldstíma sem mælt er með við fjárfesta í viðkomandi verðbréfasjóði og er í samræmi við eðli þeirrar áhættu sem viðkomandi sjóður tekur og er eigi skemur en þrjú ár; kaupauki sem er haldið eftir skal ekki ávinnast hraðar en í hlutfalli við þann hluta frestsins sem er liðinn.
 9. Séu aðeins greiddir út eða ávinnist ef það er sjálfbært í ljósi fjárhagsstöðu rekstrarfélags og réttlætanlegt með tilliti til árangurs fyrirtækisins og viðkomandi rekstrareiningar, viðkomandi sjóðs og einstaklings.
 10. Ávinnist ekki nema að takmörkuðu leyti eða séu að verulegu leyti afturkallanlegir ef þeir hafa áunnist en ekki verið greiddir út ef afkoma rekstrarfélags eða viðkomandi sjóðs versnar verulega.
 11. Séu ekki liður í stefnu rekstrarfélags um öflun lífeyrisréttinda nema það samræmist viðskiptaáætlun, markmiðum, gildum og langtímahagsmunum rekstrarfélags og sjóðanna sem það rekur og þá aðeins veittir í formi gerninga skv. 7. tölul. sem rekstrarfélagið heldur eftir í a.m.k. fimm ár.
 12. Séu ekki greiddir út í gegnum einingar eða með aðferðum sem greiða fyrir því að farið sé á svig við lög þessi.

     Starfsmönnum er óheimilt að afla sér trygginga eða annarra áhættuvarna sem grafa undan því markmiði kaupaukakerfis að hagsmunir þeirra og rekstrarfélags fari saman.
     Óheimilt er að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
     Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um kaupaukakerfi. Í reglunum má m.a. kveða á um skilgreiningu fastra starfskjara og kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, jafnvægi á milli fastra starfskjara og kaupauka, ráðningarkaupauka, frestun, lækkun, afturköllun eða endurkröfu kaupauka, upplýsingagjöf og gagnsæi.
     
     c. (17. gr. b.)
Starfslokasamningur.
     Rekstrarfélagi er óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Með starfslokasamningi í grein þessari er átt við hvers konar samninga sem gerðir eru á milli framkvæmdastjóra annars vegar og rekstrarfélags hins vegar og kunna að færa þeim sem lætur af störfum hlunnindi eða réttindi umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti.
     Hafi hagnaður verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár er heimilt að gera starfslokasamninga við þá sem tilgreindir eru í 1. mgr. Slíkir samningar skulu vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok. Um starfslokasamning sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara en ekki komið til framkvæmda gilda ákvæði greinar þessarar.
     Heimilt er í reglugerð að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd starfslokasamninga. Sérstaklega skal gera grein fyrir slíkum samningum í skýringum með ársreikningi.
     
     d. (17. gr. c.)
Starfskjaranefnd.
     Rekstrarfélag sem er mikilvægt að teknu tilliti til stærðar sinnar eða stærðar sjóða sem það rekur, innra skipulags og þess hvers eðlis starfsemin er, umfangs hennar og hversu flókin hún er skal starfrækja starfskjaranefnd. Starfskjaranefnd skal skipuð þannig að hún geti lagt faglegt og sjálfstætt mat á starfskjarastefnu og framkvæmd hennar og hvata til að stýra áhættu. Nefndin skal skipuð stjórnarmönnum í viðkomandi fyrirtæki, a.m.k. þremur aðilum.
     Starfskjaranefnd ber ábyrgð á:
 1. Undirbúningi ákvarðana um starfskjör, þ.m.t. þeirra sem hafa áhrif á áhættu og áhættustýringu hlutaðeigandi rekstrarfélags eða viðkomandi sjóðs og þeirra sem stjórn eða framkvæmdastjóri tekur, með hætti sem tekur tillit til langtímahagsmuna fjárfesta og annarra hagsmunaaðila og almannahagsmuna.
 2. Umsjón með starfskjörum yfirmanna áhættustýringar og regluvörslu.


207. gr.

     Í stað orðanna „og breytilegum starfskjörum“ í 4. tölul. 2. mgr. 54. gr. laganna kemur: starfskjörum og kaupauka.

208. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „16. tölul.“ í 7. tölul. 2. mgr. 64. gr. laganna kemur: 17. tölul.

209. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „18. tölul.“ í 1. mgr. 77. gr. laganna kemur: 19. tölul.

210. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „18. tölul.“ í h-lið 1. mgr. 80. gr. laganna kemur: 19. tölul.

211. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „18. tölul.“ í inngangsmálslið 1. og 2. mgr. 87. gr. laganna kemur: 19. tölul.

212. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „25. tölul.“ í 4. mgr. 89. gr. laganna kemur: 26. tölul.

213. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í 14. tölul. 1. mgr. 115. gr. laganna kemur: 17. gr., 17. gr. a og 17. gr. b.

214. gr.

     9. tölul. 2. mgr. 134. gr. laganna orðast svo: Starfskjarastefnu, kaupaukakerfi og starfslokasamninga, sbr. 17. gr., 17. gr. a og 17. gr. b.

XXVI. KAFLI
Gildistaka.

215. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2022, nema 140. gr. sem öðlast þegar gildi, 76. gr., a-liður 82. gr., d-liður 177. gr. og d-liður 206. gr. sem taka gildi 1. júlí 2023 gagnvart fjármálafyrirtækjum, rekstraraðilum og rekstrarfélögum sem höfðu þegar haldið aðalfund vegna yfirstandandi reikningsárs 1. júlí 2022, og 65. gr. sem tekur gildi 30. desember 2023 gagnvart fjármálafyrirtækjum sem uppfylltu skilyrði a-liðar 65. gr. 27. júní 2019.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.