Lagasafn. Íslensk lög 1. september 2023. Útgáfa 153c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði
2012 nr. 48 18. júní
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 20. júní 2012. Breytt með: L. 62/2017 (tóku gildi 22. júní 2017).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
fjármála- og efnahagsráðherra eða
fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
1. gr.

Í þeim tilgangi að tengja Eyjafjörð og Fnjóskadal með jarðgöngum um Vaðlaheiði er ráðherra f.h. ríkissjóðs heimilt að undirrita lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. um lán til gangaframkvæmda fyrir allt að [14.400 m.kr.],
1) miðað við verðlag í lok árs [2016].
1)

Félagið sjálft, eignir þess og tekjustreymi skulu vera fullnægjandi tryggingar fyrir láni skv. 1. mgr.

Lánsfjárhæð skal greiðast félaginu í samræmi við framvindu verks og í samræmi við lánasamning skv. 1. mgr.

Gera skal grein fyrir lánsfjárhæð hvers árs í frumvarpi til fjárlaga fyrir það ár.
1)L. 62/2017, 1. gr.
2. gr.
Lög nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, skulu gilda varðandi lán samkvæmt lögum þessum að undanskildum ákvæðum 3. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr. laganna.
3. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.