78. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:21
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:25
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:17

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Sala á landi ríkisins í Skerjafirði Kl. 09:00
Fundur var settur kl. 9:00 en síðan frestað til kl. 9:20.
Á fund nefndarinnar kom Hafsteinn Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fjallaði um minnisblað ráðuneytisins dags. 26. ágúst 2016 um sölu á landi í Skerjafirði. Einnig lagði hann fram afrit af samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð sem gert var milli ríkissjóðs Íslands og Eignasjóðs Reykjavíkurborgar 1. mars 2013. Auk þess svaraði Hafsteinn spurningum nefndarmanna.

2) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:50
Umfjöllun um málið var frestað.

3) Önnur mál Kl. 09:53
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 09:53
Fundargerð 77. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:54