29. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 7. desember 2018 kl. 10:17


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 10:17
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:17
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:17
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:17
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:17
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:17
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:17
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:17
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 10:17

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 10:17
Formaður kynnti fjórar breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið. Þrjár eru lagðar fram af meiri hluta fjárlaganefndar og ein er lögð fram af formönnum stjórnmálaflokkanna. Meiri hlutinn, en hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson, samþykkti þær tillögur sem lagðar eru fram af honum en minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Minni hlutann skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson og Ólafur Ísleifsson.

2) Önnur mál Kl. 10:21
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:22
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:23