55. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 15:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 15:18
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 15:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 15:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00

Brynjar Níelsson og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 15:00
Frestað.

2) Starfið framundan Kl. 15:00
Formaður fór yfir starfið framundan og dagskrár næstu funda og nefndin fjallaði um málin.

Formaður fór yfir mál sem varðar málefni skuldara og drög að bréfi til velferðarnefndar Alþingis og velferðarráðuneytis vegna málsins. Samþykkt að senda bréfið.

3) 711. mál - rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum Kl. 15:24
Á fundinn kom Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerði grein fyrir vinnu starfshópa ráðuneytisins um skattsvik og skattaskjól.

4) Önnur mál Kl. 16:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20