11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 09:10


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:10
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:49
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ), kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:57
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll.
Bergþór Ólason vék af fundi kl. 09:40.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 8. - 10. fundar voru samþykktar.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar mættu Vífill Karlsson og Sigurður Guðmundsson. Kynntu þeir skýrslu sína - Öflugri sveitarfélög, væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1000 íbúa lágmark, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Kristinn Jónasson. Kynnti Eyrún skýrsluna - Um framtíð og stöðu íslenskra sveitarfélaga, og svaraði spurningum nefndarmanna. Kristinn kynnti skýrsluna - Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á jöfnunarframlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi að lokum við Grétar Þór Eyþórsson í síma. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 60. mál - vegalög Kl. 10:51
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 49. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 10:52
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 90. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:52
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 10:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53