37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. janúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Eydís Blöndal (EyB) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05

Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 09:05
Á fundinn komu Páll Björgvin Guðmundsson frá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Þorsteinn Hermannsson frá Reykjavíkurborg og Haraldur Sverrisson og Jóhanna Björg Hansen frá Mosfellsbæ. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmenna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 09:05
Á fundinn komu Páll Björgvin Guðmundsson frá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Þorsteinn Hermannsson frá Reykjavíkurborg og Haraldur Sverrisson og Jóhanna Björg Hansen frá Mosfellsbæ. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmenna.

4) 58. mál - flóðavarnir á landi Kl. 10:07
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) 59. mál - utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands Kl. 10:07
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 61. mál - innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn Kl. 10:07
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) 64. mál - heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld Kl. 10:07
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

8) 67. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 10:07
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

9) Önnur mál Kl. 10:08
Hanna Katrín Friðriksson óskaði eftir að nefndin fjallaði um fyrirspurn stjórnar nefndarinnar til Reykjavíkurborgar á næsta fundi. Tillagan var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09