37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 09:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:50
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:12

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 9:48.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Björn Jóhannsson og Ólöfu Ýr Atladóttur frá Ferðamálastofu, Hafdísi Hafliðadóttur og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun, Kristínu Lindu Árnadóttur, Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og René Biasone frá Umhverfisstofnun og Þórð Ólafsson frá Vatnajökulsþjóðgarði.

2) 511. mál - stjórn vatnamála Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar komu Maríanna Traustadóttir frá ASÍ, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun, Kristinn Einarsson og Skúli Thoroddsen frá Orkustofnun, Gústaf Adolf Skúlason og Sigurjón Kjærnested frá Samorku, Lúðvík Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jórunn Harðardóttir og Árni Snorrason frá Veðurstofu Íslands. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25