51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. maí 2015 kl. 09:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:15
Róbert Marshall (RM), kl. 09:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10

Elín Hirst var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:10
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 560. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Tryggva Jónsson frá Samtökum iðnaðarins, Stefán Guðlaugsson og Kristinn Guðmundsson frá Samsýn, Karl Arnar Arnarsson frá Loftmyndum og Árna Geirsson frá Alta ehf.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Bogi Björnsson frá Veðurstofunni, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Hjörtur Grétarsson frá Þjóðskrá Íslands.

3) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

4) 672. mál - siglingalög Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfrest.

Róbert Marshall gerði athugasemd við að umsagnarfrestur væri ein vika og að mál sem kæmu nú til nefndarinnar yrðu send til umsagnar.

5) 674. mál - Samgöngustofa og loftferðir Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfrest.

Róbert Marshall gerði athugasemd við að umsagnarfrestur væri ein vika og að mál sem kæmu nú til nefndarinnar yrðu send til umsagnar.

6) 184. mál - skilgreining auðlinda Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfrest.

Róbert Marshall gerði athugasemd við að umsagnarfrestur væri ein vika og að mál sem kæmu nú til nefndarinnar yrðu send til umsagnar.

7) 361. mál - skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfrest.

Róbert Marshall gerði athugasemd við að umsagnarfrestur væri ein vika og að mál sem kæmu nú til nefndarinnar yrðu send til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 10:52
Jón Þór Ólafsson óskaði eftir frekari gestum vegna 28. máls. og að þeir kæmu á næsta fund nefndarinnar. Ákveðið var að halda áfram með málið á þarnæsta fundi.

Fundi slitið kl. 10:55