61. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. júní 2015 kl. 08:20


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:20
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:20
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:20
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 08:20
Haraldur Benediktsson (HarB) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 08:20
Róbert Marshall (RM), kl. 08:20
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:20

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 8:37.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 8:40.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 674. mál - Samgöngustofa og loftferðir Kl. 08:20
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.
Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, KaJúl, HE, ÁsF, HB, SSv, RM og VilÁ.

2) 690. mál - efnalög Kl. 08:23
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.
Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, KaJúl, HE, ÁsF, HB, SSv, RM og VilÁ.

3) 361. mál - skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli Kl. 08:25
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt af fulltrúum meiri hlutans en minni hlutinn lagðist gegn afgreiðslu málsins.

Að áliti meiri hlutans standa: HöskÞ, HE, ÁsF, ElH skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, VilÁ.

Katrín Júlíusdóttir, Róbert Marshall og Svandís Svavarsdóttir bóka eftirfarandi:
„Við undirrituð mótmælum harðlega að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi ákveðið að taka þetta mál út á þessum fundi. Kl. 8.13 fá nefndarmenn fá nefndarmenn senda tillögu að endurskrifuðu máli þar sem ekki er lengur um að ræða að taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg heldur einnig Egilsstöðum og Akureyri. Kl. 8.25 er okkur tilkynnt að ekki verði orðið við óskum okkar um að umrædd sveitarfélög fái að kynna afstöðu sína gagnvart þessum breytingum fyrir nefndinni heldur verði málið tekið út á þessum fundi. Þetta eru óboðleg og óvandvirk vinnubrögð. Ekki er neinn vilji til samtals um málið enda hefur nefndin aldrei tekið málið til efnislegrar umfjöllunar utan gestakomu.

Fleiri atriði eru gagnrýniverð s.s. að málið verði ekki á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fer með skipulagsmál heldur á forræði innanríkisráðuneytisins. Óskuðum við eftir því að þessi ráðuneyti yrðu kölluð fyrir nefndina þar sem þau gætu kynnt sín sjónarmið gagnvart þessum breytingum, því var hafnað af fulltrúum stjórnarflokkanna.

Þessi vinnubrögð formanns nefndarinnar eru forkastanleg og ólýðræðisleg og eru honum og málinu síst til framdráttar.“

4) 511. mál - stjórn vatnamála Kl. 08:40
Umfjöllun málsins var frestað.

5) 770. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Sigurbergur Björnsson og Ásta Þorleifsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Hreinn Haraldsson og Eiríkur Bjarnason frá Vegagerðinni.

6) Önnur mál Kl. 09:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30