17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 08:30


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 08:35
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 08:30

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:10.

Teitur Björn Einarsson vék af fundi milli kl. 9:45 og 10:15.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 128. mál - farþegaflutningar og farmflutningar Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Sigurð Stefansson og Hauk Bent Sigmarsson frá Servio og Ástgeir Þorsteinsson, Óla Ómar Ómarsson og Vigni Jón Jónsson frá Bifreiðastjórafélaginu Frama. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 156. mál - opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Gunnar Bragi Sveinsson yrði framsögumaður málsins.

4) 87. mál - skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra Kl. 10:22
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Kolbeinn Óttarsson Proppé yrði framsögumaður málsins.

5) 114. mál - stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland Kl. 10:24
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Kolbeinn Óttarsson Proppé yrði framsögumaður málsins.

6) 184. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 10:26
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Einar Brynjólfsson yrði framsögumaður málsins.

7) 270. mál - skipting útsvarstekna milli sveitarfélaga Kl. 10:28
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Einar Brynjólfsson yrði framsögumaður málsins.

8) 222. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin ákvað að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:45