28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. maí 2017 kl. 08:37


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 08:30
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 08:36
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:40
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 08:37

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Fundargerðir 22., 26. og 27. fundar voru samþykktar.

2) 307. mál - umferðarlög Kl. 08:40
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra.

Að nefndaráliti meirihluta standa Valgerður Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Teitur Björn Einarsson, Einar Brynjólfsson og Gunnar Bragi Sveinsson.

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Ari Trausti Guðmundsson tilkynntu að þeir myndu skila minnihlutaáliti.

3) 234. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna Kl. 09:00
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Nefndin skilar einu sameiginlegu nefndaráliti.

4) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins í stað Einars Brynjólfssonar.

5) 333. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

6) 355. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda og hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:30
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Nefndin skilar einu sameiginlegu nefndaráliti.

7) 356. mál - loftslagsmál Kl. 10:40
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Nefndin skilar einu sameiginlegu nefndaráliti.

8) 389. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 10:50
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Nefndin skilar einu sameiginlegu nefndaráliti.

9) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu um málið.

10) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50