55. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30

Guðjón S. Brjánsson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 52.-54. fundar voru samþykktar.

2) Biðlistar vegna greininga á krabbameini Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Lilja Stefánsdóttir og Jón Hilmar Friðriksson frá Landspítalanum og Halla Þorvaldsdóttir, Halldóra Hálfdánardóttir, Magnús Baldvinsson og Ágúst Ingi Ágústsson frá Krabbameinsfélagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 255. mál - réttur barna sem aðstandendur Kl. 10:30
Tillaga um að afgreiða málið til annarrar umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

4) 24. mál - almannatryggingar Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

5) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00