Tilkynningar

Þingsetning verður 10. september

6.8.2024

Þingsetning er ávallt á öðrum þriðjudegi septembermánaðar, sem í þetta sinn ber upp á 10. september. Framkvæmdir hafa staðið yfir í þingsalnum í allt sumar, reglulegt viðhald ásamt nokkrum breytingum.

Vegna innsetningar forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn voru öll húsgögn tekin út úr salnum og að athöfn lokinni var strax hafin vinna við að koma þingsalnum í fyrra horf á ný. Nú þegar er búið að setja upp borð forseta Alþingis og ræðustólinn og það sem eftir er kemur inn á næstu dögum. Gólfið er nýpússað, gluggatjöld hrein og og gluggar lakkaðir.

Stærsta breytingin er sú að nýir stólar fyrir þingmenn og ráðherra verða teknir í notkun. Þeir leysa af hólmi stóla sem hafa verið í notkun frá árinu 1987.

Starfsáætlun 155. löggjafarþings

P1014241