Tilkynningar

23.1.2018 : Íslenskur varaforseti Evrópuráðsþingsins

Rósa Björk BrynjólfsdóttirÞingfundur Evrópuráðsþingsins stendur nú yfir í Strassborg og var Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kjörin einn af varaforsetum þingsins við upphaf fundarins í gær og situr þar með í framkvæmdastjórn þingsins.

Lesa meira

23.1.2018 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 22. janúar tók Elvar Eyvindsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Birgi Þórarinsson, Olga Margrét Cilia tók sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Una Hildardóttir tók sæti sem varamaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Lesa meira

19.1.2018 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjud. 23. janúar

Þingmenn í þingsal við upphaf 148. þingsViðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjudaginn 23. janúar klukkan 13:30: Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

19.1.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtud. 25. janúar

Atli Freyr Steinþórsson hefur verið ráðinn í stöðu skjalalesara/sérfræðings í útgáfu þingskjala. Atli er 34 ára íslenskufræðingur og hefur starfað til fjölda ára hjá Ríkisútvarpinu. Hann hefur störf áBreytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 25. janúar klukkan 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Lesa meira

17.1.2018 : Upptaka frá opnum fundi um varðveislu sönnunargagna í sakamálum

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefndUpptaka frá opnum fundi  um varðveislu sönnunargagna í sakamálum sem haldinn var í allsherjar- og menntamálanefnd 17. janúar. 

Lesa meira

15.1.2018 : Opinn fundur um varðveislu sönnunargagna í sakamálum - bein útsending

Merki Alþingis Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund um varðveislu sönnunargagna í sakamálum miðvikudaginn 17. janúar kl. 15. Gestir fundarins eru dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira

10.1.2018 : Forseti Alþingis fundar með Kínaforseta

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi með forseta KínaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í dag fund með Xi Jinping, forseta Kína, ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum lagði Steingrímur áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu við Kína, einkum á sviði umhverfisverndar og baráttu gegn hnattrænni hlýnun.

Lesa meira

8.1.2018 : Starfsáætlun fyrir 148. löggjafarþing

Merki AlþingisStarfsáætlun fyrir 148. löggjafarþing var samþykkt af forsætisnefnd 28. desember 2017. Samkvæmt starfsáætlun hefjast nefndafundir 16. janúar og þingfundir 22. janúar 2018.

Lesa meira

5.1.2018 : Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Kína

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í KínaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir Kína heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, 7.–13. janúar 2018.

Lesa meira