Tilkynningar

16.6.2019 : Allt að verða klárt fyrir þingfund ungmenna

IMG_1993_editedFerskir vindar hafa blásið um Alþingishúsið í dag, þar sem fram hefur farið undirbúningur fyrir þingfund ungmenna. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 12–13 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Lesa meira

14.6.2019 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma vegna tólf verkefna.

Lesa meira

14.6.2019 : Ragna Árnadóttir ráðin skrifstofustjóri Alþingis

RagnaRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.

Lesa meira

14.6.2019 : Þingfundur ungmenna í beinni útsendingu 17. júní

Thingfundur_ungmennaÍ tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 12-13.

Lesa meira

14.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 14. júní tekur Jarþrúður Ásmundsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorstein Víglundsson.

Lesa meira

12.6.2019 : Forseti Þýskalands heimsækir Alþingi

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.4Forseti Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ræddu þeir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna, sem hafa verið með miklum ágætum um langt árabil, endurreisn íslensks efnahags eftir hrun og áskoranir í alþjóðamálum.

Lesa meira

11.6.2019 : Heimsókn aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi

  • Gestabok_edited

IMG_8540Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. júní. Stoltenberg átti í kjölfarið fund með fulltrúum utanríkismálanefndar og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Lesa meira

11.6.2019 : Opið hús á Alþingi 17. júní

5anddyri_1542800984990Alþingishúsið verður opið almenningi þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14–18 í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi 1944. Þingmenn og starfsmenn skrifstofu Alþingis veita leiðsögn um húsið og ræða við gesti. 

Lesa meira

7.6.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 11. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 11. júní kl. 10:30. Þá verða til svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigisráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og  umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

5.6.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 6. júní kl. 10:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira