Tilkynningar

14.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 17. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

14.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

13.2.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

13.2.2020 : Samvinna á sviði jarðvarma rædd í ferð forseta Alþingis til Nýja Sjálands

Heimsokn_forseta_NyjaSjaland_TrevorMallard_feb2020Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.

Lesa meira

10.2.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 10. febrúar tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Halla Gunnarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

9.2.2020 : Forseti Alþingis heimsækir Nýja Sjáland

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Nýja Sjálandi 9.–13. febrúar í boði forseta nýsjálenska þingsins, Trevors Mallard. Með forseta í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Lesa meira

7.2.2020 : Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru 10.–13. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Næsti þingfundur verður haldinn mánudaginn 17. febrúar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

4.2.2020 : Ávarp forseta Alþingis við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreit

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp þegar tekin var skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit 4. febrúar 2020.

Lesa meira

4.2.2020 : Framkvæmdir hafnar á Alþingisreit

Skoflustunga-tekin-ad-vidbyggingu-vid-Althingishusid-thann-4.-februar-2020_20200204_00017_Photographer.is-Geirix-800x600Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, 4. febrúar, og markar hún formlegt upphaf framkvæmda við nýbygginguna á Alþingisreit. Byggingin er þjónustukjarni sem í fyllingu tímans mun sameina á einum stað alla starfsemi nefndasviðs, skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstöðu þingflokka o.s.frv.

Lesa meira

3.2.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 3. febrúar tekur Halla Gunnarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Lesa meira

3.2.2020 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (150a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 10. janúar 2020.

Lesa meira

31.1.2020 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2019. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Lesa meira

31.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

31.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

29.1.2020 : Sérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun

Fimmtudaginn 30. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun. Málshefjandi er Guðmundur Andri Thorsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

29.1.2020 : Nefndadagur 5. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 5. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

28.1.2020 : Sérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu

VilhjalmurArnason_LiljaAlfredsdottirMiðvikudaginn 29. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu. Málshefjandi er Vilhjálmur Árnason og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

27.1.2020 : Sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar

HalldoraMogensen_BjarniBenediktssonÞriðjudaginn 28. janúar um kl. 14:15 verður sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar. Málshefjandi er Halldóra Mogensen og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

25.1.2020 : Laust starf sérfræðings í vinnslu og útgáfu skjala og ræðna á þingfundasviði

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir eftir íslenskusérfræðingi til starfa í nýrri deild á þingfundasviði. Starf sérfræðings felst í yfirlestri á ræðum úr þingsal og þingskjölum, auk uppsetningar, umbrots og frágangs þingskjala og þingræðna fyrir útgáfu á vef og í prentuðu formi.

Lesa meira

24.1.2020 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 27. janúar taka ellefu varamenn sæti á Alþingi: Arna Lára Jónsdóttir fyrir Guðjón S. Brjánsson, Elvar Eyvindsson fyrir Birgi Þórarinsson, Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Guðmund Inga Kristinsson, Ásgerður K. Gylfadóttir fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur, Njörður Sigurðsson fyrir Oddnýju G. Harðardóttur, Olga Margrét Cilia fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Stefán Vagn Stefánsson fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Una Hildardóttir fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Eydís Blöndal fyrir Kolbein Óttarsson Proppé, Bjarni Jónsson fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Bryndísi Haraldsdóttur.

Lesa meira

24.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 28. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 28. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

24.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 30. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 30. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

22.1.2020 : Sérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið

ThorsteinnVigl_KristjanThorFimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson. 

Lesa meira

22.1.2020 : Sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu

LiljaRafney_KristjanThorFimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:45 verður sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu. Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Lesa meira

21.1.2020 : Sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala

Anna Kolbrún Árnadóttir og Svandís SvavarsdóttirMiðvikudaginn 22. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Málshefjandi er Anna Kolbrún Árnadóttir og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

20.1.2020 : Minningarorð um Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismann

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á líknardeild Landspítalans á gamlársdag, 31. desember 2019. Hennar var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

20.1.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00. Efni fundarins er frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

Lesa meira

20.1.2020 : Tilhögun þingfundar mánudaginn 20. janúar 2020

Alþingi kemur saman á ný til funda eftir jólahlé mánudaginn 20. janúar kl. 3 síðdegis. Í upphafi fundar mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti Alþingis fresta þingfundi til kl. 4. Þegar þingfundur hefst að nýju kl. 4 verður í upphafi minnst látins alþingismanns. Að venju verður gert nokkurra mínútna hlé að loknum lestri minningarorða. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og verkefnin framundan.

Lesa meira

17.1.2020 : Laust starf deildarstjóra á þingfundasviði skrifstofu Alþingis

Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða og byggja upp nýja deild á þingfundasviði skrifstofunnar. Í deildinni starfa 15 sérfræðingar. Um er að ræða nýtt starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Lesa meira

17.1.2020 : Könnun um starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi

Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókninni. 

Lesa meira

17.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 23. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 23. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara félags- og barnamálaráðherra. umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

17.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 21. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 21. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

14.1.2020 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2020. Alls bárust 48 gildar umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til 13 fræðimanna.

Lesa meira

20.12.2019 : Gleðileg jól!

Jolakort2019_med_textaAlþingi óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Lesa meira

19.12.2019 : Nefndadagar 14.–16. janúar 2020

Dagarnir 14.–16. janúar 2020 eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

18.12.2019 : Aðalmenn taka sæti

Miðvikudaginn 18. desember taka Sigríður Á. Andersen, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Hildur Sverrisdóttir, María Hjálmarsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson af þingi.

Lesa meira

17.12.2019 : Ávarp þingforseta við jólahlé á þingfundum 2019

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði þingheim við lok síðasta þingfundar ársins 2019 og óskaði þingmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Lesa meira

17.12.2019 : Hlé á þingfundum

Fundum Alþingis hefur verið frestað til 20. janúar 2020.

Lesa meira

17.12.2019 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskar eftir upplýsingum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 

Lesa meira

17.12.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 17. desember tekur Silja Dögg Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Jóhann Friðrik Friðriksson, af þingi.

Lesa meira

17.12.2019 : Munnleg skýrsla forsætisráðherra

Eftir hádegi þriðjudaginn 17. desember flytur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. 

Lesa meira

16.12.2019 : Minningarorð um Helga Seljan, fyrrverandi alþingismann

Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 10. desember sl. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

16.12.2019 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 16. desember taka Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Orri Páll Jóhannsson og Olga Margrét Cilia, af þingi.

Lesa meira

13.12.2019 : Kolefnisjöfnun flugferða

Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli farin að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kolefnisjafna flugferðir. Þeir aðilar sem bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi eru Kolviður, Votlendissjóður og Icelandair. Forseti Alþingis hefur nú kolefnisjafnað allt millilandaflug sem hann hefur farið í á árinu 2019. Fjármálaskrifstofa getur aðstoðað þá sem vilja kolefnisjafna flugferðir sínar og eru þingmenn hvattir til að nýta sér það.

Lesa meira

10.12.2019 : Varamenn taka sæti

Þriðjudaginn 10. desember tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen. Þá tekur Jóhann Friðrik Friðriksson sæti sem varamaður fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Lesa meira

9.12.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 9. desember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Einnig tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

6.12.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. desember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. desember:

Lesa meira

6.12.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 9. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 9. desember kl. 15:00. Þá verða til svara mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

6.12.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. desember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

6.12.2019 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 9. desember tekur Bergþór Ólason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Jón Þór Þorvaldsson, af þingi. Þá tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

4.12.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Miðvikudaginn 4. desember tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Una Hildardóttir, af þingi.

Lesa meira

2.12.2019 : Nefndadagar 5. og 6. desember

Dagarnir 5. og 6. desember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis

Lesa meira

2.12.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 2. desember tekur Jón Þór Þorvaldsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

30.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. nóvember:

Lesa meira

29.11.2019 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 2. desember taka Guðlaugur Þór Þórðarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Orri Páll Jóhannsson, af þingi.

Lesa meira

29.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 2. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 2. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

29.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 4. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 4. desember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og
heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

27.11.2019 : Sérstök umræða um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð

Bjarkey_SigIngiJohFimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:30 verður sérstök umræða um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

27.11.2019 : Afgreiðslu fjárlaga aldrei áður lokið svo snemma

Frumvarp til fjárlaga varð að lögum á Alþingi í dag, 27. nóvember, en 3. umræðu lauk í gær eins og áætlað var í starfsáætlun þingsins. Umræðu og afgreiðslu fjárlaga næsta árs hefur aldrei lokið svo snemma, eða fyrir lok nóvembermánaðar. Á síðustu árum hefur 3. umræðu og lokaatkvæðagreiðslu frumvarpsins oftar lokið eftir miðjan desember.

Lesa meira

27.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 27. nóvember tekur Una Hildardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Lesa meira

26.11.2019 : Þingforsetar smáríkja funda á Kýpur

2019-11-27-Fundur-thingforseta-smarikja-a-KypurForsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Kýpur dagana 26.–27. nóvember 2019. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.

Lesa meira

25.11.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 25. nóvember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Einnig tekur María Hjálmarsdóttir sæti sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

25.11.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. nóvember tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Ómar Ásbjörn Óskarsson, af þingi.

Lesa meira

22.11.2019 : Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku

Halla-Signy-og-Thordis-KolbrunMánudaginn 25. nóvember um kl. 15:45 verður sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku. Málshefjandi er Halla Signý Kristjánsdóttir og til andsvara verður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

22.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

22.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

21.11.2019 : Barnaþing sett í Hörpu

Krakkar-i-HorpuBarnaþing var sett í Hörpu í dag. Það er nú haldið í fyrsta skipti og verður framvegis haldið annað hvert ár.

Lesa meira

21.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 21. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 21. nóvember:

Lesa meira

21.11.2019 : Heimsókn þingforseta Malaví

Catherine-Gotani-Hara-forseti-thjodthings-MalaviCatherine Gotani Hara, forseti þjóðþings Malaví, heimsótti Alþingi í dag, ásamt föruneyti, skoðaði Alþingishúsið og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og hitti síðan utanríkismálanefnd að máli.

Lesa meira

20.11.2019 : Vel heppnuðu heimsþingi kvenleiðtoga lokið

Lilja Rafney Magnúsdóttir flytur ræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu 19. nóvember.Vel heppnuðu heimsþingi kvenleiðtoga lauk í dag eftir tveggja daga fundahöld og fjölda hliðarviðburða.

Lesa meira

19.11.2019 : Heimsþing kvenleiðtoga hafið í Reykjavík

  • Lilja Rafney Magnúsdóttir flytur ræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu 19. nóvember.

Katrin-heimsthing-2019Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, í Hörpu í morgun. Skráðir þátttakendur eru yfir 450 talsins, þar á meðal allar þingkonur á Alþingi.

Lesa meira

19.11.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 19. nóvember tekur Ásmundur Einar Daðason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Stefán Vagn Stefánsson af þingi.

Lesa meira

18.11.2019 : Tekið við undirskriftum vegna sjókvíaeldis

Undirskriftir_afhentar_GolliVið upphaf þingfundar í dag sagði forseti Alþingis frá því að hann hefði í morgun tekið við undirskriftum yfir 180 þúsund manns með áskorun um að fiskeldi í opnum sjókvíaeldisstöðvum verði hætt.

Lesa meira

18.11.2019 : Hópur af heimsþingi kvenleiðtoga í heimsókn á Alþingi

WPL_3Alþingi fékk góða gesti nú í morgun þegar hópur kvenna af heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, kom í skoðunarferð um Alþingishúsið. Heimsþingið er haldið í Hörpu dagana 18.–20. nóvember og í því taka þátt um 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum.

Lesa meira

18.11.2019 : Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.–20. nóvember

Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, er haldið í Hörpu dagana 18.–20. nóvember. Í þinginu taka þátt um 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum úr stjórnmálum, viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og fleiri sviðum þjóðlífsins. Þingið er haldið í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis.

Lesa meira

16.11.2019 : Gervigreindur talgreinir skráir ræður alþingismanna

Afhending-talgreinis-16112019Ræður alþingismanna eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini, sem þróaður var af vísindamönnum við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík samkvæmt samningi við Alþingi frá því í október 2016. Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild HR, afhenti Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, talgreininn formlega á viðburði Almannaróms um máltækni á Degi íslenskrar tungu í Iðnó.

Lesa meira

15.11.2019 : Skrifstofa Alþingis hlýtur jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun-4Vottunarúttekt skrifstofu Alþingis samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 er lokið. Því til staðfestingar komu þeir Guðmundur Sigbergsson, gæða- og framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert, og Jón Karlsson, vottunarstjóri iCert, á fund starfsmanna skrifstofunnar í dag og afhenti Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra vottunarskírteini og jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.

Lesa meira

15.11.2019 : Alþingi fær platínum-vottun Hjólafærni

Hjolavottun-3Alþingi hefur hlotið platínum-vottun Hjólafærni – en slík vottun er veitt þeim vinnustöðum sem veita besta aðgengi fyrir hjólandi og gangandi starfsmenn og gesti. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, afhenti Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra og Heiðrúnu Pálsdóttur, formanni umhverfisnefndar skrifstofu Alþingis, vottunina í dag að viðstöddum starfsmönnum skrifstofunnar.

Lesa meira

15.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

15.11.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 18. nóvember tekur Ómar Ásbjörn Óskarsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson taka sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur en Hjálmar Bogi Hafliðason víkur þá af þingi.

Lesa meira

13.11.2019 : Sérstök umræða um spillingu

Smari_og_KatrinFimmtudaginn 14. nóvember um kl. 11:00 verður sérstök umræða um spillingu. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Lesa meira

13.11.2019 : Nefndadagar 19.–22. nóvember

Dagarnir 19.–22. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Föstudaginn 22. nóvember er þó einungis gert ráð fyrir fundum fyrir hádegi til að gefa þingmönnum kost á að sækja barnaþing en bundið er í lög að umboðsmaður barna skuli boða til slíks þings annað hvert ár og að bjóða skuli þingmönnum til þátttöku á þinginu.

Lesa meira

12.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 12. nóvember tekur Stefán Vagn Stefánsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ásmund Einar Daðason.

Lesa meira

9.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 9. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 9. nóvember:

Lesa meira

8.11.2019 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 11. nóvember tekur Líneik Anna Sævarsdóttir sæti á ný á Alþingi. Varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, mun ekki víkja af þingi heldur taka sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur í eina viku en Þórarinn Ingi Pétursson mun víkja af þingi á meðan.

Lesa meira

8.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 11. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 11. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

8.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 14. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, utanríkisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

5.11.2019 : Sérstök umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins

Bryndís Haraldsdóttir og Sigurður Ingi JóhannssonMiðvikudaginn 6. nóvember um kl. 15:30 verður sérstök umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Málshefjandi er Bryndís Haraldsdóttir og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.11.2019 : Nefndadagar 7. og 8. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember.

Lesa meira

5.11.2019 : Sérstök umræða um málefni innflytjenda

JonSteindor_AslaugArnaMiðvikudaginn 6. nóvember um kl. 16:15 verður sérstök umræða um málefni innflytjenda. Málshefjandi er Jón Steindór Valdimarsson og til andsvara verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Lesa meira

4.11.2019 : Minningarorð um Birgi Ísleif Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra

Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést aðfaranótt mánudagsins 28. október sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eftir langvarandi veikindi. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

1.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. nóvember:

Lesa meira

1.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 6. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Sérstök umræða um geðheilbrigðisvanda ungs fólks

Þorsteinn Sæmundsson og Svandís SvavarsdóttirMánudaginn 4. nóvember um kl. 15:45 verður sérstök umræða um geðheilbrigðisvanda ungs fólks. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 4. nóvember tekur Hjálmar Bogi Hafliðason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 1. nóvember taka Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Ásgerður K. Gylfadóttir og Álfheiður Eymarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

31.10.2019 : Nefndadagar 31. október og 1. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 28. október taka Ásmundur Friðriksson, Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra Kristín Traustadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson af þingi. Þá tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttir og víkur þá varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Laugardaginn 26. október taka Birgir Þórarinsson og Páll Magnússon sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Elvar Eyvindsson og Unnur Brá Konráðsdóttir, af þingi.

Lesa meira

29.10.2019 : Norrænir þingforsetar funda í Stokkhólmi

  • Hópmynd af forsetum norrænu þinganna á Norðurlandaráðsþingi 2019 í Stokkhólmi

Forsetar norrænu þjóðþinganna funduðu í dag í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi og gerðu grein fyrir því sem efst er á baugi í þjóðþingunum.  

 

Lesa meira

25.10.2019 : Forseti Alþingis leggur áherslu á mannréttindi, loftslagsmál og réttindi kvenna í Strassborg

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lagði áherslu á mannréttindi, loftslagsmál og réttindi kvenna í ávörpum sínum á ráðstefnu þingforseta í Strassborg 24.–25. október 2019. 

Lesa meira

23.10.2019 : Forseti Alþingis sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins í Strassborg 24.–25. október 2019. Á dagskrá ráðstefnunnar eru þrjú meginmálefni: Horft til framtíðar á 70 ára afmæli Evrópuráðsins; hlutverk þjóðþinga við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum og opinberri umræðu.

Lesa meira

22.10.2019 : Forseti Alþingis lýsir áhyggjum af stöðu fyrrum forseta Katalóníuþings

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sendi forseta Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og forseta Evrópuráðsþingsins bréf, dagsett 21. október 2019, þar sem hann lýsir áhyggjum af þungum fangelsisdómi (11 og hálft ár) sem fyrrum forseti Katalóníuþings fékk, sem og löngu gæsluvarðhaldi á meðan á málaferlum stóð, ekki síst með hliðsjón af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu.

Lesa meira

22.10.2019 : Tilboð opnuð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar á Alþingisreit

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu 12. september sl. og bárust eftirtalin fjögur tilboð frá innlendum aðilum.

Urð og grjót ehf. kr. 50.975.000

Ístak hf. kr. 55.241.415

Eykt ehf. kr. 65.951.232

Íslenskir aðalverktakar hf., kr. 77.143.846

Kostnaðaráætlun er kr. 74.093.750. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður ákvörðun tekin um hvaða tilboði verður tekið. Áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í nóvember.

Lesa meira

21.10.2019 : Sérstök umræða um fríverslunarsamninga í Norður-Atlantshafi

OliBjorn_GudlaugurThorÞriðjudaginn 22. október um kl. 14:00 verður sérstök umræða um fríverslunarsamninga í Norður-Atlantshafi. Málshefjandi er Óli Björn Kárason og til andsvara verður utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

21.10.2019 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um FATF og stöðu Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. október kl. 9–10. Efni fundarins er FATF og staða Íslands. Gestir fundarins verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Rafhjól til reynslu

SJS-og-RA-profa-rafhjol-2Alþingi hefur fengið lánuð tvö rafmagnsreiðhjól til reynslu í tvær vikur. Þingmenn og starfsmenn skrifstofunnar geta fengið hjólin lánuð í lengri og skemmri ferðir. Tilgangurinn er að hvetja til notkunar á reiðhjólum og kanna grundvöll fyrir því að þingið kaupi rafhjól til útlána.

Lesa meira

18.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 21. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 18. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 18. október:

Lesa meira

18.10.2019 : Sérstök umræða um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum

Oddny_og_BjarniMánudaginn 21. október um kl. 15:45 verður sérstök umræða um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. október tekur Kristín Traustadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ásmund Friðriksson, Stefán Vagn Stefánsson tekur sæti fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Arna Lára Jónsdóttir tekur sæti fyrir Guðjón Brjánsson og Bjarni Jónsson tekur sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Lesa meira

17.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 18. október taka Ágúst Ólafur Ágústsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Einar Kárason og Þorgrímur Sigmundsson, af þingi.

Lesa meira

14.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. október tekur Unnur Brá Konráðsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Pál Magnússon. Ennfremur tekur Hjálmar Bogi Hafliðason sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og víkur þá Þórarinn Ingi Pétursson af þingi.

Lesa meira

11.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 17. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 17. október kl. 10:30. Þá verða til svara ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 14. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Sérstök umræða um fíkniefnafaraldur á Íslandi

IngaSaeland_SvandisMánudaginn 14. október um kl. 15:45 verður sérstök umræða um fíkniefnafaraldur á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Franskir öldungadeildarþingmenn heimsækja Alþingi

Formadur-utanrikismalanefndar-oldungadeildar-franska-thingsinsFrönsku öldungadeildarþingmennirnir Jean Bizet og André Gattolin áttu í morgun fund í Alþingishúsinu með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða (Arctic Circle).

Lesa meira

11.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. október tekur Ásgerður K. Gylfadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur og Elvar Eyvindsson tekur sæti sem varamaður fyrir Birgi Þórarinsson.

Lesa meira

10.10.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 11. október tekur Guðmundur Andri Thorsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Margrét Tryggvadóttir, af þingi.

Lesa meira

10.10.2019 : Varamenn taka sæti

Föstudaginn 11. október tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Einar Kárason tekur sæti sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson.

Lesa meira

8.10.2019 : Sérstök umræða um vindorku og vindorkuver

Ari Trausti Guðmundsson og Þórdís Kolbrún R. GylfadóttirSérstök umræða um vindorku og vindorkuver verður miðvikudaginn 9. október um kl. 15:30. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Lesa meira

7.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 7. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 7. október:

Lesa meira

7.10.2019 : Fundur atvinnuveganefndar um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB

AtvinnuveganefndFundur atvinnuveganefndar þriðjudaginn 8. október kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Efni fundarins er: Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. 

Lesa meira

7.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 8. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 8. október kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 10. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

4.10.2019 : Sérstök umræða um jarðamál og eignarhald þeirra

Sérstök umræða á Alþingi um jarðamál og eignarhald þeirra

Lesa meira

4.10.2019 : Sérstök umræða um velsældarhagkerfið

Sérstök umræða á Alþingi um velsældarhagkerfið

Lesa meira

3.10.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 3. október tók Margrét Tryggvadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðmund Andra Thorsson.

Lesa meira

1.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. október:

Lesa meira

30.9.2019 : Þingskjali útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. september

Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. september:

Lesa meira

27.9.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 30. september tekur Oddný G. Harðardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Njörður Sigurðsson, af þingi.

Lesa meira

26.9.2019 : Sérstök umræða um atvinnuþátttöku 50 ára og eldri

KarlGauti_AsmundurEinarSérstök umræða um atvinnuþátttöku 50 ára og eldri verður fimmtudaginn 26. september um kl. 13:30. Málshefjandi er Karl Gauti Hjaltason og til andsvara verður félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

25.9.2019 : Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags haldinn í Alþingishúsinu

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, þriðjudaginn 24. september 2019. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis og helgast það af sögu þess og tilgangi. Félagið var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár.

Lesa meira

24.9.2019 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (149c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 20. september 2019.

Lesa meira

20.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 23. september kl. 15:00. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

20.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 26. september kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

20.9.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 23. september tekur Njörður Sigurðsson sæti sem varamaður fyrir Oddnýju G. Harðardóttur.

Lesa meira

18.9.2019 : Nefndadagur 18. september

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður nefndadagur miðvikudaginn 18. september.

Lesa meira

18.9.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi

Logi_KatrinFimmtudaginn 19. september um kl. 12:30 verður sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

16.9.2019 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 19. september kl. 9:00–10:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2019. Gestir verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega prófessor.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 16. september kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 19. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

11.9.2019 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 11. september 2019 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda_rod_11092019Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, hver þingflokkur hefur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 16 mínútur til framsögu.

Lesa meira

10.9.2019 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 150. löggjafarþings

Forseti Alþingis flutti ávarp við setningu 150. löggjafarþings þriðjudaginn 10. september 2019.

Lesa meira

9.9.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað 2. september 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018, frá 21. janúar til 20. júní 2019 og frá 28. ágúst til 2. september 2019. Þingfundir voru samtals 133 og stóðu í rúmar 886 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 39 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 147 klst. Þingfundadagar voru alls 116.

Lesa meira

9.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing.

Lesa meira

6.9.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september:

Lesa meira

5.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing. 

Lesa meira

4.9.2019 : Alþingi tekur þátt í LÝSU á Akureyri 6.–7. september

Lysa-LogoAlþingi tekur þátt í LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 6.–7. september. Erindi flytja Ragna Árnadóttir, nýskipaður skrifstofustjóri Alþingis, og Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis. Að auki standa starfsmenn skrifstofunnar vaktina á Umræðutorgi og kynna starfshætti Alþingis. Þetta er í annað sinn sem Alþingi tekur þátt í LÝSU.

Lesa meira

3.9.2019 : Forseti Alþingis sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Forsetar-thjodthinga-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-03092019Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni var haldinn í Eistlandi 2.–3. september, í boði forseta þingsins.

Lesa meira

3.9.2019 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing

Þingmenn við upphaf þingsetningar 148. löggjafarþingsStarfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður þriðjudaginn 10. september 2019 og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 11. september.

Lesa meira

30.8.2019 : Skrifstofustjóri kvaddur og nýjum heilsað

Lykill-1Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, afhenti Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra 1. september, lyklana að húsakynnum þingsins um leið og hann kvaddi samstarfsfólk í móttöku sem haldin var í Skála Alþingis í dag.

Lesa meira

30.8.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 2. september taka eftirfarandi varaþingmenn sæti á Alþingi: Álfheiður Ingadóttir fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur, Ásgerður K. Gylfadóttir fyrir Sigurð Inga Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur, Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Guðmund Inga Kristinsson, Orri Páll Jóhannsson fyrir Kolbein Óttarsson Proppé, Unnur Brá Konráðsdóttir fyrir Vilhjálm Árnason og Þorgrímur Sigmundsson fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Lesa meira

30.8.2019 : Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri, kveður starfsfólk Alþingis

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri AlþingisHelgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, lýkur störfum nú um mánaðamótin og kveður starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag, föstudaginn 30. ágúst, kl. 14:30. Hann mun við þetta tækifæri afhenda Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra 1. september, lyklana að húsakynnum þingsins.

Lesa meira

28.8.2019 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 28. ágúst tekur Ingibjörg Þórðardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steingrím J. Sigfússon.

Lesa meira

27.8.2019 : Síðasti yfirstjórnarfundur Helga Bernódussonar

Sidasti-yfirstjornarfundur-HBFráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, sat í morgun sinn síðasta yfirstjórnarfund en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Ragna Árnadóttir, sem tekur við stöðunni 1. september, var einnig á fundinum, sem var að öðru leyti hefðbundinn.

Lesa meira

26.8.2019 : Alþingi kemur saman til fundar á miðvikudag

Alþingi kemur saman til fundar miðvikudaginn 28. ágúst. Á dagskrá fundarins er framhald síðari umræðu um þingsályktun um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

19.8.2019 : Sumarfundur forsætisnefndar á Hólum

Forsaetisnefnd_Holum_agust2019Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

Lesa meira

16.8.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst:

Lesa meira

15.8.2019 : Fundur forsætisnefndar á Hólum í Hjaltadal

Forsætisnefnd Alþingis heldur tveggja daga fund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst. 

Lesa meira

1.8.2019 : Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð 7. og 8. varaforseta, þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, lauk í dag meðferð sinni á svonefndu Klaustursmáli með áliti sem sent hefur verið málsaðilum og er nú birt á vef Alþingis. Þau voru kjörin á þingfundi 22. janúar 2019 tímabundið til að fjalla um málið þar sem forseti og allir varaforsetar höfðu sagt sig frá meðferð þess vegna vanhæfis.

Lesa meira

5.7.2019 : Forseti Alþingis viðstaddur setningu Manarþings

Setning-Manarthings-05072019Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, var gestur við þingsetningu á eyjunni Mön í dag, ásamt eiginkonu sinni, Bergnýju Marvinsdóttur. Þinghaldið á Mön fer fram undir berum himni og er kennt við Tynwald eða Þingvelli á eynni.

Lesa meira

3.7.2019 : Heimsókn varaforseta Alþýðuþings Kína í Alþingi

VelkominnSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti Zhang Chunxian, varaforseta Alþýðuþings Kína, ásamt sendinefnd til fundar í Alþingi. Varaforseti Alþýðuþingsins og kínverska sendinefndin eru í heimsókn á Íslandi 2.-4. júlí.

Lesa meira

28.6.2019 : Skrifstofustjóri Alþingis meðundirritar sín síðustu lög

Undirritun2_28062019Fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, meðundirritaði í dag í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi. Í 12. gr. þingskapa segir að skrifstofustjóri skuli ásamt forseta sjá um að samþykktir þingsins séu skrásettar og rita forsetinn og skrifstofustjórinn undir þær.

Lesa meira

28.6.2019 : Þingskjölum útbýtt utan þingfundar 28. júní

39 þingskjölum var útbýtt utan þingfundar á vef Alþingis föstudaginn 28. júní kl. 15:50.

Lesa meira

26.6.2019 : Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns, um meint brot þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn þegar þau tjáðu sig á opinberum vettvangi um endurgreiðslu aksturskostnaðar til hans. Forsætisnefnd hefur lokið meðferð sinni á málinu. Bréf nefndarinnar til Björns Levís, Þórhildar Sunnu og Ásmundar, með bókun hennar um niðurstöðu málsins, álit forsætisnefndar og álit ráðgefandi siðanefndar um hin meintu brot eru, auk annarra gagna málsins, birt á vef Alþingis.

Lesa meira

21.6.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

AlþingiÞingfundum 149. löggjafarþings var frestað 20. júní 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní 2019. Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 138 klst. Þingfundadagar voru alls 113.

Lesa meira

21.6.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 21. júní taka Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Víglundsson sæti á ný á Alþingi. Þá víkja varamenn þeirra, Óli Halldórsson, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Lilja Rannveig Sigurðardóttir, Hildur Sverrisdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir af þingi.

Lesa meira

20.6.2019 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Háttvirtir alþingismenn. Alþingi hefur nú lokið afgreiðslu þeirra mála sem afgreiðslu fá á þessum reglulega þingvetri fyrir sumarhlé þingsins. Eins og þingmönnum er kunnugt um er samkomulag um að þetta löggjafarþing, 149. þing, komi saman á ný miðvikudaginn 28. ágúst til að ræða og afgreiða þingmál sem tengjast hinum svonefnda orkupakka. Þingstörfin hafa gengið greiðlega nú síðustu daga eftir að samstaða varð um hvernig þinglokum yrði hagað.

Lesa meira

20.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók sæti á Alþingi miðvikudaginn 19. júní sem varamaður fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur.

Lesa meira

19.6.2019 : Varamenn taka sæti

Miðvikudaginn 19. júní taka Hildur Sverrisdóttir og Óli Halldórsson sæti á Alþingi sem varamenn fyrir Sigríði Á. Andersen og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Lesa meira

18.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 18. júní tekur Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Gunnar Braga Sveinsson.

Lesa meira

17.6.2019 : Yfir 3.000 gestir á opnu húsi 17. júní

17.-juni-2019.09Alls komu 3.160 gestir í Alþingishúsið þegar þar var opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní. Stöðugur straumur var í gegnum húsið allt frá því það var opnað kl. 14 og þar til lokað var kl. 18. Þingmenn jafnt sem starfsfólk skrifstofu stóðu vaktina og kynntu fyrir áhugasömum gestum sögu Alþingishússins og starfsemi þingsins.

Lesa meira

17.6.2019 : Ályktanir þingfundar ungmenna 17. júní 2019

IMG_2044Þingfundur ungmenna var haldinn í Alþingishúsinu í dag. Þrír málaflokkar voru teknir til umfjöllunar; umhverfis- og loftslagsmál, jafnréttismál og heilbrigðismál. Í lok þingfundar tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við ályktunum ungmennaþingsins og sagði að þær yrðu teknar til umfjöllunar á Alþingi í haust og myndu fá skoðun í viðkomandi þingnefndum. Katrín sagði að ungmennaþingið væri mikilvægt vegna þess að með því fengju börn og ungmenni sterkari rödd.

Lesa meira

16.6.2019 : Allt að verða klárt fyrir þingfund ungmenna

IMG_1993_editedFerskir vindar hafa blásið um Alþingishúsið í dag, þar sem fram hefur farið undirbúningur fyrir þingfund ungmenna. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 12–13 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Lesa meira

14.6.2019 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma vegna tólf verkefna.

Lesa meira

14.6.2019 : Ragna Árnadóttir ráðin skrifstofustjóri Alþingis

RagnaRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.

Lesa meira

14.6.2019 : Þingfundur ungmenna í beinni útsendingu 17. júní

Thingfundur_ungmennaÍ tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 12-13.

Lesa meira

14.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 14. júní tekur Jarþrúður Ásmundsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorstein Víglundsson.

Lesa meira

12.6.2019 : Forseti Þýskalands heimsækir Alþingi

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.4Forseti Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ræddu þeir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna, sem hafa verið með miklum ágætum um langt árabil, endurreisn íslensks efnahags eftir hrun og áskoranir í alþjóðamálum.

Lesa meira

11.6.2019 : Heimsókn aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi

  • Gestabok_edited

IMG_8540Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. júní. Stoltenberg átti í kjölfarið fund með fulltrúum utanríkismálanefndar og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Lesa meira

11.6.2019 : Opið hús á Alþingi 17. júní

5anddyri_1542800984990Alþingishúsið verður opið almenningi þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14–18 í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi 1944. Þingmenn og starfsmenn skrifstofu Alþingis veita leiðsögn um húsið og ræða við gesti. 

Lesa meira

7.6.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 11. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 11. júní kl. 10:30. Þá verða til svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigisráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og  umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

5.6.2019 : _Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 6. júní kl. 10:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

3.6.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 3. júní tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar Álfheiður Ingadóttir af þingi.

Lesa meira

31.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. júní kl. 9:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

29.5.2019 : Heimsókn bandarískra öldungadeildarþingmanna

Bandariskir-oldungadeildarthingmenn_2Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna til fundar í Alþingishúsinu. Þar var meðal annars rætt um samskipti Íslands og Bandaríkjanna og málefni norðurslóða, ásamt áskorunum í umhverfis- og loftslagsmálum, en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu.

Lesa meira

29.5.2019 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 29. maí

Eldhusdagsumraedur_2019Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram miðvikudaginn 29. maí 2019 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri og 5 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Lesa meira

28.5.2019 : Alþingi hjólar í vinnuna

Hjolad_1Vaskur hópur hjólreiðafólks úr hópi þingmanna og starfsmanna skrifstofu Alþingis gaf sér tíma frá önnum sínum og stillti sér upp til myndatöku á lokadegi átaksins Hjólað í vinnuna 2019. Af 63 liðum í flokknum 130–399 starfsmenn er Alþingi í 14. sæti.

Lesa meira

28.5.2019 : Aðalmenn taka sæti

Þriðjudaginn 28. maí taka Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Páll Jónsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Albert Guðmundsson og Jón Þór Þorvaldsson, af þingi. 

Lesa meira

27.5.2019 : Fyrsta úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands á degi barnsins

Barnamenningarsjodur_uthlutun_2019Alls voru veittir 36 styrkir að heildarupphæð 97,5 milljónir kr. í fyrstu úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2019 við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu á degi barnsins, 26. maí.  Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni af aldarafmæli fullveldisins í samræmi við ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018 og er átaksverkefni til fimm ára.

Lesa meira

27.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 27. maí tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttir og víkur þá varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Lesa meira

27.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 27. maí tekur Álfheiður Ingadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og þá mun Halla Gunnarsdóttir víkja af þingi sem varamaður.

Lesa meira

24.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 27. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 27. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

22.5.2019 : Breyting á starfsáætlun Alþingis

Forsætisnefnd ákvað í dag að gera þá breytingu á starfsáætlun Alþingis að þingfundir verði að afloknum nefndafundum fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí, en báðir þessir dagar voru ætlaðir til nefndafunda samkvæmt starfsáætlun. Miðað er við að þingfundur geti hafist síðdegis báða dagana.

Lesa meira

22.5.2019 : Yfirlýsing frá skrifstofu Alþingis um akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar

Í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem því var haldið fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson alþingismaður hafi dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því, vill skrifstofa Alþingis koma yfirlýsingu á framfæri.

Lesa meira

22.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 22. maí tekur Olga Margrét Cilia sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

21.5.2019 : Nefndadagar 23. og 24. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí.

Lesa meira

21.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 21. maí tekur Albert Guðmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

18.5.2019 : Alþingisdagurinn 17. maí

NybyggingForseti Alþingis bauð þingmönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis til fundar í Skála 17. maí til að fara yfir nokkur sameiginleg verkefni sem ofarlega eru á baugi.

Lesa meira

17.5.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 17. maí tók Lilja Alfreðsdóttir sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

17.5.2019 : Sérstök umræða um tækifæri garðyrkjunnar

Asmundur-Fridriks-og-Thordis-KolbrunMánudaginn 20. maí um kl. 16:30 (að lokinni sérstakri umræðu um stöðu Landsréttar) verður sérstök umræða um tækifæri garðyrkjunnar. Málshefjandi er Ásmundur Friðriksson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

17.5.2019 : Sérstök umræða um stöðu Landsréttar

Thorhildur-Sunna-og-Thordis-KolbrunMánudaginn 20. maí um kl. 15:45 verður sérstök umræða um stöðu Landsréttar. Málshefjandi er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

17.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 20. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 20. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

17.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 22. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 22. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

14.5.2019 : Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Svíþjóð

Sendinefnd-i-RiksdagenSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Svíþjóð 14.-16. maí 2019 í boði Andreasar Norlén, forseta sænska þingsins. Með forseta í för eru varaforsetarnir Þorsteinn Sæmundsson og Bryndís Haraldsdóttir, ásamt Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, og Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Lesa meira

13.5.2019 : Nefndadagar 16. og 17. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar fimmtudaginn 16. maí og föstudaginn 17. maí.

Lesa meira

13.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Við upphaf 103. þingfundar, mánudaginn 13. maí, tekur Halla Gunnarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Lesa meira

13.5.2019 : Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd hefur lokið afgreiðslu á erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Bókun forsætisnefndar um málið, bréf nefndarinnar til Ágústs Ólafs Ágústssonar og álit ráðgefandi siðanefndar um hið meinta brot eru nú birt á vef Alþingis.

Lesa meira

13.5.2019 : Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Thingfundur_ungmennaÍ tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Lesa meira

10.5.2019 : Fundir varnar- og öryggismálanefndar NATO-þingsins á Íslandi 8.-10. maí

NATO-hopur-09052019_2Varnar- og öryggismálanefnd NATO-þingsins fundar á Íslandi dagana 8.-10. maí 2019. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, leitar- og björgunarmál, norðurslóðastefna Íslendinga og formennska í Norðurskautsráðinu.

Lesa meira

10.5.2019 : Sérstök umræða um kjaramál

Logi-og-KatrinMánudaginn 13. maí um kl. 15:45 verður sérstök umræða um kjaramál. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

10.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 13. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 13. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

10.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 15. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 15. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

9.5.2019 : Laust starf hagfræðings á nefndasviði

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir hagfræðingi með sérþekkingu á sviði efnahagsmála og þjóðhagfræði til að sinna sérfræðiaðstoð og -þjónustu við þingnefndir og þingmenn. Hagfræðingurinn mun starfa á nefndasviði Alþingis og sinna þar m.a. greiningu tölfræðilegra gagna, skoða tengsl áhrifaþátta í hagkerfinu og vinna spár fyrir þingmenn og þingnefndir.

Lesa meira

9.5.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 9. maí tekur Alex B. Stefánsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Lilju Alfreðsdóttur.

Lesa meira

9.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar föstudaginn 10. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis föstudaginn 10. maí kl. 11–12 verður opinn fjölmiðlum. Gestur fundarins verður Hilmar Gunnlaugsson. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

8.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar fimmtudaginn 9. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis fimmtudaginn 9. maí kl. 13–18 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

8.5.2019 : Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra Alþingis

Forsætisnefnd Alþingis auglýsti hinn 20. apríl sl. embætti skrifstofustjóra Alþingis laust til umsóknar, en nefndin ræður skrifstofustjóra Alþingis til sex ára í senn. Umsóknarfrestur rann út 6. maí sl. Tólf umsóknir bárust.

Lesa meira

7.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar miðvikudaginn 8. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis miðvikudaginn 8. maí kl. 9:10–12:00 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

6.5.2019 : Sérstök umræða um stöðu innflytjenda í menntakerfinu

Bjarkey_og_LiljaÞriðjudaginn 7. maí um kl. 14:00 verður sérstök umræða um stöðu innflytjenda í menntakerfinu.

Lesa meira

6.5.2019 : Breyting á starfsáætlun miðvikudaginn 8. maí

Sú breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis að miðvikudagurinn 8. maí verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Samkvæmt starfsáætlun er fimmtudagurinn 9. maí einnig nefndadagur. 

Lesa meira

6.5.2019 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (149b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 3. maí 2019.

Lesa meira

3.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar mánudaginn 6. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis mánudaginn 6. maí verður opinn fjölmiðlum frá kl. 10 til 11. Gestir fundarins verða Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

3.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 6. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 6. maí kl. 15:00. Þá verða til svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

2.5.2019 : Sérstök umræða um stöðu innflytjenda í menntakerfinu

Föstudaginn 3. maí um kl. 11:00 verður sérstök umræða um stöðu innflytjenda í menntakerfinu.

Lesa meira

30.4.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Miðvikudaginn 1. maí tekur Ágúst Ólafur Ágústsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Einar Kárason, af þingi.

Lesa meira

30.4.2019 : Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí opinn fjölmiðlum

Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Gestir fundarins verða Birgir Tjörvi Pétursson og Ólafur Jóhannes Einarsson.

Lesa meira

26.4.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 26. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 26. apríl:

Lesa meira

26.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 29. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 29. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

26.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 2. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 2. maí kl. 10:30. Þá verða til svara mennta- og menningarmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

25.4.2019 : Vibeke Nørgaard Nielsen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

Verdlaun_Jons_Sig_2019Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Verðlaunin í ár hlaut Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fyrrverandi kennari, sem hefur um langt árabil lagt sitt af mörkum við kynningu á Íslandi og íslenskri menningu í Danmörku með sýningum, kynningum og fyrirlestrum um Ísland.

Lesa meira

23.4.2019 : Hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Lesa meira

16.4.2019 : Embætti skrifstofustjóra Alþingis

Auglýst er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Alþingis. Störf skrifstofustjóra Alþingis eru bæði fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi. Þar starfa um 130 manns sem sinna margvíslegum verkefnum. Að þingmönnum meðtöldum er Alþingi vinnustaður um 200 manna.

Lesa meira

12.4.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 12. apríl taka Guðlaugur Þór Þórðarson, Andrés Ingi Jónsson, Bergþór Ólason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

9.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 9. apríl tekur Álfheiður Ingadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

8.4.2019 : Minningarorð um Jón Helgason, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis

Jón Helgason, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, lést að kvöldi þriðjudagsins 2. apríl sl. á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri, 87 ára að aldri. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

8.4.2019 : Varamenn taka sæti

Föstudaginn 5. apríl tók Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Una María Óskarsdóttir tók sæti fyrir Gunnar Braga Sveinsson. Mánudaginn 8. apríl tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Una Hildardóttir tekur sæti fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jón Þór Þorvaldsson tekur sæti sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

8.4.2019 : Forsetar þjóðþinga EFTA-ríkja sérstakir gestir á fundi þingforseta Evrópusambandsríkja

Fundur-forseta-thjodthinga-Evropusambandsrikja-i-VinarborgSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópusambandsríkja í Vínarborg 8.-9. apríl. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga Evrópusambandsríkja, fulltrúum Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB. Sérstakir gestir eru forseti norska Stórþingsins, forseti þjóðþings Sviss og forseti Alþingis.

Lesa meira

5.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 8. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.4.2019 : Umsagnafrestur styttur um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í dag á fundi sínum að stytta umsagnarfrest í máli nr. 739 um póstþjónustu (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar).

Frestur til að skila umsögnum er til 9. apríl nk.

Lesa meira

5.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 11. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 11. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

4.4.2019 : Forseti Alþingis sækir Svartfjallaland heim 3.–6. apríl

BladamannafundurSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Svartfjallalandi dagana 3. –6. apríl 2019 í boði Ivan Brajović, forseta þjóðþings Svartfjallalands. Á dagskrá heimsóknarinnar eru m.a. fundir með forseta þjóðþings Svartfjallalands, Ivan Brajović, og Milo Đukanović, forseta lýðveldisins. Einnig eru ráðgerðir fundir með formönnum fastanefnda þingsins og fulltrúum þingflokka. 

Lesa meira

4.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 4. apríl tekur Páll Valur Björnsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Helgu Völu Helgadóttur.

Lesa meira

3.4.2019 : Opinn fundur í atvinnuveganefnd fimmtudaginn 4. apríl

AtvinnuveganefndOpinn fundur verður haldinn í atvinnuveganefnd fimmtudaginn 4. apríl kl. 9:00. Umfjöllunarefni fundarins er staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air.

Lesa meira

2.4.2019 : Forsætisnefnd afgreiðir siðareglumál um ummæli í fréttaviðtali

Forsætisnefnd, skipuð 7. og 8. varaforseta, afgreiddi á fundi sínum 25. mars 2019 erindi sem henni barst um meint brot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, alþingismanns, á siðareglum fyrir alþingismenn í tilefni af ummælum hans í fréttaviðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3. desember 2018 og síðari samskipti af því tilefni. Var niðurstaðan sú að erindið gæfi ekki nægilegt tilefni til frekari athugunar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.

Lesa meira

2.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 2. apríl tekur Albert Guðmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

1.4.2019 : Sérstök umræða um skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna eldri borgara og öryrkja

Gudmundur-Ingi-og-Asmundur-EinarÞriðjudaginn 2. apríl um kl. 14:00 verður sérstök umræða um skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna eldri borgara og öryrkja.

Lesa meira

1.4.2019 : Nefndadagar 3. og 4. apríl

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. apríl.

Lesa meira

1.4.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 1. apríl tekur Silja Dögg Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Ásgerður K. Gylfadóttir, af þingi.

Lesa meira

30.3.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. mars:

Lesa meira

29.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 1. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 1. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

29.3.2019 : Heimsókn pólskra þingmanna

Heimsokn-polskrar-sendinefndar-2_29032019Þingmenn sem eiga sæti í nefnd pólska þingsins um málefni Pólverja búsettra erlendis er í heimsókn á Íslandi á vegum sendiráðs Póllands í Reykjavík. Hafa þingmennirnir átt fundi með fulltrúum pólska samfélagsins á Íslandi og heimsóttu í dag Alþingishúsið þar sem þeir fengu fræðslu um Alþingi og funduðu með alþingismönnum. 

Lesa meira

27.3.2019 : Álit ráðgefandi siðanefndar um gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd, skipuð 7. og 8. varaforseta, hefur til meðferðar erindi átta þingmanna, dags. 3. desember 2018, sem lýtur að ummælum sex þingmanna á veitingastofunni Klaustur bar 20. nóvember 2018 og mögulegu broti þeirra á siðareglum fyrir alþingismenn. Í samræmi við siðareglur fyrir alþingismenn leitaði nefndin ráðgefandi álits siðanefndar á gildissviði siðareglnanna. Forsætisnefnd hefur nú borist álit siðanefndar.

Lesa meira

26.3.2019 : Dagskrá nefndafunda fimmtudaginn 28. mars

Í samræmi við ákvörðun um að þingfundur verði kl. 10:30 fimmtudaginn 28. mars styttist nefndadagur og verður einungis eftir hádegi.

Lesa meira

26.3.2019 : Breytingar á starfsáætlun fimmtudaginn 28. mars

Ákveðið hefur verið að hafa þingfund fimmtudaginn 28. mars, sem átti samkvæmt starfsáætlun Alþingis að vera nefndadagur. Fundinum er bætt við til að ljúka fyrri umræðu um fjármálaáætlun og hefst hann klukkan 10:30.

Lesa meira

25.3.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 27. mars

  • Atvinnuveganefnd_1

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Opinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 27. mars kl. 9-11. Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Lesa meira

23.3.2019 : Norræn samvinna, hornsteinn í alþjóðlegu samstarfi

Dagur Norðurlandanna er laugardaginn 23. mars. Af því tilefni ritaði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, eftirfarandi grein um norrænt samstarf. Af sama tilefni blakta fánar allra Norðurlandanna við Alþingishúsið á þessum degi.

Lesa meira

23.3.2019 : Flaggað við Skála Alþingis á degi Norðurlanda

Nordurlandafanar_23032019Þjóðfánar Norðurlandanna voru dregnir að hún við Skála Alþingis í morgun, á degi Norðurlanda, 23. mars. Á fundi forsætisnefndar 26. febrúar sl., var lögð fram samþykkt forsætisnefndar Norðurlandaráðs frá 6. nóv. 2018 um að landsdeildir ráðsins hvetji norrænu þingin til að draga þjóðfána landanna á stöng ár hvert á degi Norðurlanda 23. mars. Forsætisnefnd samþykkti að fánarnir yrðu dregnir að hún við Skála Alþingis líkt og gert var síðasta ár.

Lesa meira

22.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. mars tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sigríður María Egilsdóttir, af þingi.

Lesa meira

22.3.2019 : Sérstök umræða um starfsmannaleigur mánudaginn 25. mars

ThorsteinnViglundsson_AsmundurEinarMánudaginn 25. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Bein útsending frá þingfundum á RÚV 2

Samkomulag hefur verið gert við RÚV um að útsendingum frá þingfundum og opnum nefndarfundum verði sjónvarpað beint á RÚV 2 til viðbótar við útsendingu á RÚV. Breytingin gengur í gildi mánudaginn 25. mars.

Lesa meira

21.3.2019 : Fundur velferðarnefndar mánudaginn 25. mars opinn fjölmiðlum

Opinn fundur hjá velferðarnefnd um barnaverndarmálFundur velferðarnefndar Alþingis mánudaginn 25. mars kl. 9:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar og útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra mun koma á fund nefndarinnar.

Lesa meira

20.3.2019 : Fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 21. mars opinn fjölmiðlum

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefndFundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga.

Lesa meira

20.3.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál fimmtudaginn 21. mars

SmariMcCarthy_GudmundurIngi_editedFimmtudaginn 21. mars um kl. 15 verður sérstök umræða um loftslagsmál. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

20.3.2019 : Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 21. mars

Fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga.

Lesa meira

18.3.2019 : Sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum

Willum-Thor-og-Thordis-KolbrunÞriðjudaginn 19. mars um kl. 14:15 verður sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum. Málshefjandi er Willum Þór Þórsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

18.3.2019 : Heimsókn framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins í Alþingi

Fundur-Islandsdeildar-IPU-m-Martin-Chungong-frkvstj-IPU18032019Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU, heimsótti Alþingi í dag, mánudaginn 18. mars, þar sem hann átti fund með formönnum, eða fulltrúum, þingflokka. Á fundinum ræddi hann jafnréttismál í þjóðþingum og mikilvægi þess að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun. Í framhaldi átti hann hádegisverðarfund með þingmönnum í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins og síðan mun hann eiga kvöldverðarfund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Lesa meira

18.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 18. mars tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur.

Lesa meira

18.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 18. mars tekur Sigríður María Egilsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Lesa meira

18.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 18. mars tekur Andrés Ingi Jónsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans Gísli Garðarsson af þingi.

Lesa meira

15.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 19. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 19. mars kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

15.3.2019 : Samúðarkveðjur til nýsjálensku þjóðarinnar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sendi Trevor Mallard, forseta nýsjálenska þingsins, samúðarkveðjur vegna hinna mannskæðu hryðjuverka sem framin voru í Christchurch í dag.

Lesa meira

15.3.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 15. mars taka Smári McCarthy og Þorsteinn Sæmundsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Álfheiður Eymarsdóttir og Valgerður Sveinsdóttir af þingi.

Lesa meira

11.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 11. mars tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Fjölnir Sæmundsson, af þingi.

Lesa meira

11.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 11. mars tekur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Katla Hólm Þórhildardóttir, af þingi.

Lesa meira

8.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 11. mars tekur Gísli Garðarsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

7.3.2019 : Nefndadagar 11.–14. mars

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar 11.–14. mars.

Lesa meira

7.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 7. mars tekur Valgerður Sveinsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorstein Sæmundsson.

Lesa meira

6.3.2019 : Sérstök umræða um efnahagslega stöðu íslenskra barna

Inga Sæland og Ásmundur Einar DaðasonFimmtudaginn 7. mars um kl. 11:00 verður sérstök umræða um efnahagslega stöðu íslenskra barna. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

6.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 6. mars tekur Álfheiður Eymarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Smára McCarthy.

Lesa meira

5.3.2019 : Heimsókn atvinnuveganefndar til Noregs

Atvinnuveganefnd Alþingis heimsækir Bergen dagana 4.–8. mars 2019 til að kynna sér fiskeldi í Noregi. Nefndin sækir NASF sjávarútvegsráðstefnuna og ýmsa fyrirlestra um fiskeldi og sjávarútveg, auk þess sem farið verður í heimsóknir til rannsóknarstofnana, fyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka.   

Lesa meira

4.3.2019 : Sérstök umræða um málefni lögreglunnar

ThorsteinnSaemundssonogSigridurAA_1551712617786Þriðjudaginn 5. mars um kl. 14:00 verður sérstök umræða um málefni lögreglunnar. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen.

Lesa meira

1.3.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 6. mars

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndOpinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 6. mars kl. 9:15. Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Lesa meira

1.3.2019 : Varamenn taka sæti

Katla Hólm Þórhildardóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 4. mars sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Fjölnir Sæmundsson tekur sæti fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Lesa meira

1.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 4. mars tekur Ásmundur Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Unnur Brá Konráðsdóttir, af þingi.

Lesa meira

1.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. mars kl. 15:00. Þá verða til svara  forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 7. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

28.2.2019 : Staða lögfræðings í starf nefndarritara á nefndasviði Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir lögfræðingi í starf nefndarritara á nefndasvið skrifstofunnar. Umsóknarfrestur er til og með 18.3. 2019.

Lesa meira

28.2.2019 : Staða upplýsingafræðings við rannsóknarþjónustu Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir upplýsingafræðingi við rannsóknarþjónustu Alþingis. Umsóknarfrestur er til og með 18.3. 2019.

Lesa meira

27.2.2019 : Þingfundur hefst kl. 15

Áður tilkynnt breyting á starfsáætlun Alþingis, þess efnis að miðvikudagurinn 27. febrúar verði nefndadagur, hefur verið felld niður, þannig að þingfundur hefst kl. 15 í dag eins og starfsáætlun gerði upphaflega ráð fyrir. Þetta var ákveðið á fundi forsætisnefndar í hádeginu.

Lesa meira

26.2.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. febrúar tók Smári McCarthy sæti á ný á Alþingi og vék þá varamaður hans, Álfheiður Eymarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

22.2.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 26. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13:30. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.2.2019 : Sérstök umræða um stöðu ferðaþjónustunnar

Albertina-Fridbjorg-og-Thordis-KolbrunÞriðjudaginn 26. febrúar um kl. 14:15 verður sérstök umræða um stöðu ferðaþjónustunnar. Málshefjandi er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

22.2.2019 : Breyting á starfsáætlun

Sú breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis að miðvikudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Lesa meira

22.2.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 1. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 1. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira
Síða 1 af 12