Tilkynningar

19.8.2019 : Sumarfundur forsætisnefndar á Hólum

Forsaetisnefnd_Holum_agust2019Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

Lesa meira

16.8.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst:

Lesa meira

15.8.2019 : Laust starf næturvarðar hjá skrifstofu Alþingis

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða næturvörð í fullt starf.

Lesa meira

15.8.2019 : Fundur forsætisnefndar á Hólum í Hjaltadal

Forsætisnefnd Alþingis heldur tveggja daga fund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst. 

Lesa meira

1.8.2019 : Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð 7. og 8. varaforseta, þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, lauk í dag meðferð sinni á svonefndu Klaustursmáli með áliti sem sent hefur verið málsaðilum og er nú birt á vef Alþingis. Þau voru kjörin á þingfundi 22. janúar 2019 tímabundið til að fjalla um málið þar sem forseti og allir varaforsetar höfðu sagt sig frá meðferð þess vegna vanhæfis.

Lesa meira

5.7.2019 : Forseti Alþingis viðstaddur setningu Manarþings

Setning-Manarthings-05072019Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, var gestur við þingsetningu á eyjunni Mön í dag, ásamt eiginkonu sinni, Bergnýju Marvinsdóttur. Þinghaldið á Mön fer fram undir berum himni og er kennt við Tynwald eða Þingvelli á eynni.

Lesa meira

3.7.2019 : Heimsókn varaforseta Alþýðuþings Kína í Alþingi

VelkominnSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti Zhang Chunxian, varaforseta Alþýðuþings Kína, ásamt sendinefnd til fundar í Alþingi. Varaforseti Alþýðuþingsins og kínverska sendinefndin eru í heimsókn á Íslandi 2.-4. júlí.

Lesa meira

28.6.2019 : Skrifstofustjóri Alþingis meðundirritar sín síðustu lög

Undirritun2_28062019Fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, meðundirritaði í dag í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi. Í 12. gr. þingskapa segir að skrifstofustjóri skuli ásamt forseta sjá um að samþykktir þingsins séu skrásettar og rita forsetinn og skrifstofustjórinn undir þær.

Lesa meira