Tilkynningar

22.9.2020 : Einn þingmaður í einangrun, þrír þingmenn og tveir starfsmenn í sóttkví

20200501_113528Eins og áður hefur komið fram er einn þingmaður smitaður af kórónuveirunni og er enn í einangrun af þeim sökum. Þrír þingmenn eru í sóttkví og tveir starfsmenn.

Lesa meira

22.9.2020 : Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna funda um Hvíta-Rússland

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna áttu í dag fjarfund um ástandið í Hvíta-Rússlandi. Gestur fundarins var Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fór yfir stöðuna í Hvíta-Rússlandi eftir forsetakosningarnar 9. ágúst sl. og þá bylgju friðsamlegra mótmæla sem reis í kjölfarið. 

Lesa meira

18.9.2020 : Samningur um Jafnréttisvísi til að fylgja eftir könnun um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi

Jafnrettisvisir_undirritunSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri, hafa undirritað samstarfssamning við forsvarsfólk Jafnréttisvísis um eftirfylgni könnunar um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi.

Lesa meira

17.9.2020 : Einn þingmaður smitaður og í einangrun

IMG_5480Viðbragðsteymi Alþingis hefur greint frá því að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að einn þingmaður er smitaður af kórónuveirunni. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þingmanninn undanfarna daga hefur verið greint frá stöðunni eftir því sem unnt er. Unnið er að smitrakningu og verður gripið til frekari sóttvarnarráðstafana í húsnæði þingsins samkvæmt viðbragðsáætlun Alþingis.

Lesa meira

16.9.2020 : Tillaga starfshóps að frumvarpi til kosningalaga

Á síðsumarsfundi forsætisnefndar Alþingis 14. september sl. var til umfjöllunar frumvarp starfshóps um endurskoðun kosningalaga en starfshópurinn skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi í síðustu viku. Tillögurnar eru margþættar en meginefni þeirra lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga, einföldun regluverks og því að sett verði ein heildarlög um kosningar. 

Lesa meira

15.9.2020 : Síðsumarsfundur forsætisnefndar

Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund 14. september sl., en fundurinn var nokkuð seinna en venja er þar sem þingstörfum lauk ekki fyrr en 4. september. Á fundinum var rætt um undirbúning fyrir komandi þinghald, en nýtt þing, 151. löggjafarþing, verður sett 1. október nk. 

Lesa meira

10.9.2020 : Starfshópur skilar tillögum um endurskoðun kosningalaga

BryndisHlodversdottir_SteingrimurJSigfusson_endursk_kosningalagaStarfshópur um endurskoðun kosningalaga sem forseti Alþingis skipaði í október 2018 hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum í formi frumvarps til kosningalaga. Þar er lagt til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

Lesa meira

7.9.2020 : Fundum 150. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 150. löggjafarþings var frestað 4. september 2020. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019, frá 20. janúar til 29. júní 2019 og frá 27. ágúst til 4. september 2020.

Lesa meira

4.9.2020 : Þingmenn Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu álykta um mannréttindi og lýðræði í Hvíta-Rússlandi

Landsdeildir Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu um málefni Hvíta-Rússlands. Í yfirlýsingunni kemur fram að forsetakosningar þar í landi 9. ágúst hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Fram kemur að það séu grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að mótmæla á friðsamlegan hátt.

Lesa meira

3.9.2020 : Tilboð opnuð í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit

NybyggingTilboð í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum, tvö þeirra voru undir kostnaðaráætlun og tvö yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. 

Lesa meira

3.9.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 4. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 4. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.9.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. september:

Lesa meira

28.8.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 3. september kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

28.8.2020 : Nefndadagur mánudaginn 31. ágúst

Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 31. ágúst verði nefndadagur. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

Lesa meira

28.8.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 1. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 1. september kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

27.8.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 28. ágúst

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 28. ágúst kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

26.8.2020 : Þingskjali útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 26. ágúst

Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 26. ágúst:

Lesa meira

26.8.2020 : Síðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst

Síðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst. Við upphaf þingfundar, kl. 10:30, flytur forsætisráðherra Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Eftir skýrsluumræðuna mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.

Lesa meira

26.8.2020 : Tilhögun þingstarfa á framhaldsfundum Alþingis í ágúst/september

Ákveðið hefur verið að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð Alþingishússins sem ætlað er til þingfunda. Þá verða fundir nefnda alla jafna fjarfundir.

Lesa meira

26.8.2020 : Streymt frá fjarfundi í efnahags- og viðskiptanefnd

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur fjarfund fimmtudaginn 27. ágúst kl. 9:00 með seðlabankastjóra um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda verður um fjarfund að ræða og því ekki unnt að hafa hann opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Fundinum verður streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Lesa meira

25.8.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst:

Lesa meira

19.8.2020 : Heimsráðstefna þingforseta í fjarfundi

Steingrimur-J-avarp-stillHeimsráðstefna forseta þjóðþinga, sem fyrirhugað var að halda í Vínarborg á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins, er haldin í fjarfundaformi að þessu sinni vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Alþjóðaþingmannasambandið, Inter-Parliamentary Union, hefur skipulagt heimsráðstefnur þingforseta á 5 ára fresti frá árinu 2000. 

Lesa meira

17.8.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 17. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 17. ágúst:

Lesa meira

1.7.2020 : Tölfræðilegar upplýsingar um 150. löggjafarþing

Alþingishúsið og garðurinnÞingfundum 150. löggjafarþings var frestað 30. júní 2020. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019 og frá 20. janúar til 30. júní 2020. Þingfundir voru samtals 131 og stóðu í rúmar 672 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 8 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 16 klst. og 7 mín. Lengsta umræðan var um samgönguáætlun en hún stóð samtals í um 45 klst. Þingfundadagar voru alls 104.

Lesa meira

30.6.2020 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun 30. júní 2020

Fundum Alþingis var frestað 30. júní til 27. ágúst 2020. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin. 

Lesa meira

30.6.2020 : Aðalmenn taka sæti

Þriðjudaginn 30. júní taka Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigríður Á. Andersen og Svandís Svavarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Albert Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir og Orri Páll Jóhannsson af þingi.

Lesa meira

29.6.2020 : Útboð nýbyggingar á Alþingisreit

NybyggingÚtboð þriðja áfanga nýbyggingar á Alþingisreit hefur verið auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Um er að ræða byggingu sjálfs hússins en áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir hefjist í september. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023. 

Lesa meira

29.6.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 29. júní tekur Albert Guðmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

26.6.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 29. júní tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen.

Lesa meira

23.6.2020 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 23. júní

Eldhusdagur2020_samsettAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi þriðjudaginn 23. júní 2020 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Lesa meira

22.6.2020 : Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi

Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að fella starfsáætlun Alþingis úr gildi frá og með deginum í dag. Eldhúsdagsumræður verða þó samkvæmt fyrri áætlun annað kvöld, 23. júní, með hefðbundnu sniði og hefjast kl. 19:30.

Lesa meira

22.6.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 22. júní tekur Jón Gunnarsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Vilhjálmur Bjarnason, af þingi.

Lesa meira

20.6.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 22. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. júní kl. 11:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

19.6.2020 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 19. júní tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur.

Lesa meira

18.6.2020 : Nefndadagur 19. júní

Samkvæmt starfsáætlun er nefndadagur 19. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

Lesa meira

18.6.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 18. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 18. júní kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

15.6.2020 : Ný úttekt rannsókna- og upplýsingaskrifstofu

Fjallað er um tildrög þess að Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku fyrir einni öld.

Lesa meira

15.6.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 15. júní tekur Vilhjálmur Bjarnason sæti á Alþingi sem varamaður Jóns Gunnarssonar.

Lesa meira

12.6.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um verklag ráðherra við tilnefningu í stöður

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 15. júní 2020 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:00.

Lesa meira

12.6.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 15. júní og fimmtudaginn 18. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar 15. og 18. júní

Lesa meira

12.6.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 12. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 12. maí kl. 12:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

11.6.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 11. júní

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 11. júní:

Lesa meira

10.6.2020 : Þingskjali útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 10. júní

Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 10. júní:

Lesa meira

10.6.2020 : Breyting á starfsáætlun Alþingis

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að gera breytingar á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 12. júní nefndadagur. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 12:30.

Lesa meira

10.6.2020 : Starfsmaður óskast í mötuneyti Alþingis

Merki AlþingisVið leitum að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni í fullt starf í mötuneyti Alþingis. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020. 

Lesa meira

9.6.2020 : Nefndadagar 10.–12. júní

Samkvæmt starfsáætlun eru nefndadagar 10.–12. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

5.6.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 5. júní

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 5. júní:

Lesa meira

5.6.2020 : Laust starf launafulltrúa á skrifstofu Alþingis

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir eftir launafulltrúa til starfa á starfsmannaskrifstofu Alþingis. Starf launafulltrúa felst í umsjón og eftirliti með margþættum verkefnum á sviði kjara- og mannauðsmála fyrir starfsfólk Alþingis. 

Lesa meira

5.6.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 8. júní kl. 15:00.

Lesa meira

2.6.2020 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að á fimmtudaginn verði nefndadagur í stað þingfundar. 

Lesa meira

2.6.2020 : Nefndadagar 4. og 5. júní

Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi 2. júní 2020 verða fundir í fastanefndum 4. og 5. júní.

Lesa meira

2.6.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 2. júní tekur Albertína Friðbjörg Elíasdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, María Hjálmarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

29.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 2. júní kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

29.5.2020 : Lífið í Alþingishúsinu færist smám saman í hefðbundið horf

IMG_5942Nú þegar slakað hefur verið á tveggja metra reglunni og 200 manns mega koma saman færist lífið í Alþingishúsinu smám saman í hefðbundið horf. Allir þingmenn geta nú setið í sætum sínum í þingsal og greitt atkvæði með venjubundnum hætti. 

Lesa meira

29.5.2020 : Hjólaþing hjólar í vinnuna

IMG_4323_editedLið Alþingis, Hjólaþing, tók þátt í keppninni Hjólað í vinnuna dagana 6.–26. maí. Að þessu sinni hafnaði liðið í 9. sæti í flokknum 130–399 starfsmenn. 

Lesa meira

27.5.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 27. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 27. maí:

Lesa meira

26.5.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 26. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 26. maí:

Lesa meira

26.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. maí kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

26.5.2020 : Nefndadagar 26. og 27. maí

Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag verða fundir í fastanefndum 26. og 27. maí. 

Lesa meira

25.5.2020 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að víxla nefnda- og þingfundadögum í vikunni. Í stað þingfundar á morgun og á miðvikudag verða nefndafundir en þingfundir í stað nefndafunda á fimmtudag og föstudag.

Lesa meira

25.5.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. maí tekur Smári McCarthy sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Álfheiður Eymarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

22.5.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 22. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 22. maí:

Lesa meira

22.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

22.5.2020 : Sérstök umræða um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum

BirgirThorarinsson_GudlaugurThorSérstök umræða um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum verður mánudaginn 25. maí um kl. 15:45. Málshefjandi er Birgir Þórarinsson og til andsvara verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Lesa meira

19.5.2020 : Könnun á starfsumhverfi á Alþingi með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni

Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni voru kynntar þingmönnum og starfsfólki skrifstofu Alþingis í dag. 

Lesa meira

19.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 20. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 20. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

18.5.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 18. maí tekur María Hjálmarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Lesa meira

15.5.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 15. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 15. maí:

Lesa meira

15.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

13.5.2020 : Nefndadagar 14.–16. maí

Fundir eru í fastanefndum 14.–16. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

12.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 13. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 13. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

8.5.2020 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. 

Lesa meira

8.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 11. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 11. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

8.5.2020 : Samstarfssamningur um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins

20200507_151526Samstarfssamningur um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi var undirritaður 7. maí af fulltrúum Alþingis, Þjóðskjalasafns og Sögufélags. Alþingi samþykkti í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar í febrúar 2020 að styðja útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins um 10 millj. kr. árlega næstu 10 ár. Yfirrétturinn starfaði á Alþingi frá 1563 til 1800. 

Lesa meira

7.5.2020 : Alþingi veitt viðurkenning fyrir þriðja og fjórða Græna skrefið

IMG_4132_editedForseti Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis tóku í dag á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun í tilefni þess að Alþingi hefur tekið 3. og 4. Græna skrefið. Öflugt umhverfisstarf hefur verið á Alþingi undanfarin ár og er það hluti af menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna.

Lesa meira

7.5.2020 : Nefndadagar 8. og 9. maí

Fundir eru í fastanefndum 8. og 9. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

Lesa meira

7.5.2020 : Ákvarðanir forsætisnefndar birtar á vef Alþingis

Ákvarðanir og dagskrár forsætisnefndar eru nú birtar á undirsíðu nefndarinnar á vef Alþingis. Þetta er gert í samræmi við breytingar á upplýsingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi og fólu m.a. í sér að gildissvið laganna var látið ná til stjórnsýslu Alþingis.

Lesa meira

7.5.2020 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 7. maí tekur Álfheiður Eymarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Smára McCarthy.

Lesa meira

5.5.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 7. maí kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

5.5.2020 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (150b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. maí 2020.

Lesa meira

4.5.2020 : Þingfundarsvæði stækkað og setið í öðru hverju sæti

IMG_5943Gerðar hafa verið ráðstafanir til að flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum hluti þingfundarsvæðisins. Setið er í öðru hverju sæti í þingsalnum, sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum.

Lesa meira

4.5.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 1. maí tók Þórunn Egilsdóttir sæti á ný á Alþingi og vék þá varamaður hennar, Þórarinn Ingi Pétursson, af þingi.

Lesa meira

30.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

30.4.2020 : Laust starf fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir eftir fræðslustjóra til starfa á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu. Starf fræðslustjóra felst einkum í að móta fjölbreytta kynningu og fræðslu um starfsemi Alþingis fyrir alla aldurshópa með áherslu á leik-, grunn- og framhaldsskólanema. Um er að ræða nýtt og spennandi starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Lesa meira

30.4.2020 : Þríeykið heimsækir Alþingi

IMG_5867Breytingar á þingfundasvæðinu á 2. hæð Alþingishússins hafa verið í undirbúningi með hliðsjón af því að frá og 4. maí nk. verða rýmkaðar reglur sóttvarnayfirvalda um fjölda einstaklinga sem geta verið í sama rými. Þríeykið Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, komu í Alþingishúsið í gær og áttu fund með forseta, forsætisnefnd og viðbragðsteymi Alþingis.

Lesa meira

30.4.2020 : Ný starfsáætlun fyrir tvo síðustu mánuði vorþings

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum 29. apríl nýja starfsáætlun fyrir tvo síðustu mánuði vorþings en starfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing var tekin úr sambandi 19. mars sl. vegna COVID-19 faraldursins. Gert er ráð fyrir að tvær vikur bætist aftan við upphaflega áætlun.

Lesa meira

29.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 30. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 30. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

27.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 28. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 28. apríl kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

27.4.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 27. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 27. apríl:

Lesa meira

21.4.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 21. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 21. apríl:

Lesa meira

21.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 22. apríl

Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 22. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og utanríkis- og þróunarmálaráðherra.

Lesa meira

18.4.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 18. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 18. apríl:

Lesa meira

17.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 20. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 20. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.4.2020 : Fjarfundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Fjarfundur-thingforseta-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-16.04.2020Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa um langt árabil átt árlegan fund sem haldinn er til skiptis í löndunum átta. Vegna kringumstæðna var að þessu sinni haldinn sérstakur fjarfundur þingforsetanna, að frumkvæði forseta finnska þingsins, en halda átti fundinn í Helsinki. Aðalumræðuefni fundarins var áhrif kórónuveirufaraldursins á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, einkum áhrif á þjóðþingin. 

Lesa meira

15.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 16. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 16. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

15.4.2020 : Til hamingju Vigdís!

21281-0458

Fyrir hönd Alþingis færir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, innilegar hamingjuóskir í tilefni af níræðisafmæli hennar í dag. Þessar heillaóskir eru fluttar fyrir hönd allra þingmanna, núverandi og fyrrverandi, sem og starfsfólks Alþingis. 

Lesa meira

14.4.2020 : Tilhögun þingstarfa til 4. maí nk.

Forsætisnefnd Alþingis gerði á fundi sínum í dag, 14. apríl, samþykkt um tilhögun þingstarfa fram til 4. maí nk., þess efnis að brottfall starfsáætlunar sem kynnt var 19. mars sl. verði framlengt til þess tíma. Fyrirhugað er að endurskoðuð starfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing taki við frá þeim tíma þegar nýjar reglur sóttvarnaryfirvalda hafa litið dagsins ljós.

Lesa meira

14.4.2020 : Afsal þingmennsku – nýr þingmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 14. apríl tekur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti á Alþingi í stað Þorsteins Víglundssonar sem hefur afsalað sér þingmennsku.

Lesa meira

11.4.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 11. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 11. apríl:

Lesa meira

6.4.2020 : Sjöundi starfsmaðurinn smitaður

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að einn starfsmaður til viðbótar hefði um helgina bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með Covid-19 veiruna. Viðkomandi hefur starfsstöð í Blöndahlshúsi, en hefur verið í sóttkví sl. tvær vikur. Fjögur þeirra sem áður veiktust af veirunni hafa náð bata og vonir standa til að hin losni úr einangrun á næstu dögum.

Lesa meira

1.4.2020 : Atkvæðagreiðsla í einfaldri röð um bandorm

IMG_5521Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Í þessari myndasyrpu frá atkvæðagreiðslu á Alþingi mánudaginn 30. mars sést hvernig þingmenn ganga inn í þingsalinn í einfaldri röð, með góðu millibili, og greiða atkvæði, einn í senn, um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Lesa meira

1.4.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 2. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 2. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

31.3.2020 : Þingfundur á fimmtudag

Forseti Alþingis hefur fallist á ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til þingfundar fimmtudaginn 2. apríl nk. Á dagskrá fundarins er eingöngu óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem þingmönnum gefst kostur á að beina spurningum til ráðherra skv. 58. gr. þingskapa. Fundurinn hefst kl. 10:30 árdegis. 

Lesa meira

29.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis sunnudaginn 29. mars

Eftirfarandi þingskjölum  var útbýtt á vef Alþingis sunnudaginn 29. mars:

Lesa meira

29.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 30. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 30. mars kl. 10:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

26.3.2020 : Nefndafundir með breyttu sniði

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsTil að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.

Lesa meira

23.3.2020 : Niðurrekstri stálþilja lokið

Stalthil_23.03.2020Niðurrekstri á stálþiljum meðfram Tjarnargötu lauk fimmtudaginn 19. mars. Næstu dagar fara í að taka umferðareyjuna í Vonarstræti, breyta gangbraut og girðingu. Síðan verða teknar upp hellur og kantsteinar í götunni, grafið ofan af strengjum og þeir færðir til. Að því búnu er svo komið að „uppúrtekt“ jarðvegs á lóðinni.

Lesa meira

23.3.2020 : Auknar varúðarráðstafanir

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í gærkvöld að sex starfsmenn skrifstofunnar (sem allir vinna í sama húsi) og einn þingmaður hafa smitast af kórónaveirunni. Til að tryggja að Alþingi geti sinnt brýnustu löggjafarverkefnum er nauðsynlegt að auka enn frekar smitvarnir á starfssvæði þingsins. Takmarka verður fjölda þingmanna og starfsfólks í þingsal hverju sinni. Mælt er með því að aðeins þeir þingmenn sem þurfa að taka þátt í umræðum á þingfundum í vikunni séu í Alþingishúsinu.

Lesa meira

21.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. mars

Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 23. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

19.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars:

Lesa meira

19.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 20. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 20. mars kl. 10:30. Þá verða til svara dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

19.3.2020 : Þrír starfsmenn smitaðir og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar hafa bæst í hóp þeirra sem eru smitaðir af kóróna-veirunni, en einn var smitaður fyrir eins og greint var frá 17. mars sl. Báðir þessir starfsmenn voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti. Smitun er eftir því sem best er vitað eingöngu bundin við það hús. Annað starfsfólk hefur ekki verið sett í sóttkví af smitrakningarteymi Almannavarna í framhaldi af þessu smiti. Þeim sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hefur verið greint frá stöðunni.

Lesa meira

19.3.2020 : Forsætisnefnd tekur starfsáætlun Alþingis úr sambandi til og með 20. apríl

Forsætisnefnd samþykkir að taka úr sambandi starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing frá og með deginum í dag að telja og til og með 20. apríl fyrst um sinn. Á þeim tíma verða eingöngu boðaðir þingfundir til að takast á við brýn mál sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum. Brottfall starfsáætlunar þýðir einnig að komið getur til þingfunda á þeim tíma sem áður var reiknað með fundahléi um páska, en þá eingöngu af sömu ástæðum, þ.e. ef brýnt verður að grípa til ráðstafana vegna ástandsins og atbeina Alþingis þarf til.

Lesa meira

18.3.2020 : Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli

Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga. Óskað er eftir umsögnum og athugasemdum eigi síðar en 8. apríl 2020. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir athugasemdir sem berast og í kjölfarið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi.

Lesa meira

17.3.2020 : Einn starfsmaður smitaður og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að einn starfsmaður skrifstofunnar er smitaður af kóróna-veirunni. Sá starfsmaður hefur verið veikur og í fyrirskipaðri sóttkví síðustu daga en er nú kominn í einangrun og er á batavegi. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þennan einstakling hefur verið greint frá stöðunni.

Lesa meira

16.3.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 16. mars tekur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans Þorgrímur Sigmundsson af þingi.

Lesa meira

13.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars:

Lesa meira

13.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 17. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

12.3.2020 : Munnleg skýrsla um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flytur þinginu munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs í dag, fimmtudaginn 12. mars, kl. 14:15. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna.

Lesa meira

11.3.2020 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020–2021

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.

Lesa meira

10.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars:

Lesa meira

9.3.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 9. mars tekur Gunnar Bragi Sveinsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Una María Óskarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

6.3.2020 : Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.3.2020 : Nefndadagar 9. –11. mars

Fundir eru í fastanefndum 9. –11. mars skv. starfsáætlun Alþingis, sbr. breytingu á áætluninni sem forseti tilkynnti um í dag. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

5.3.2020 : Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti um breytingu á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti fimmtudagurinn 12. mars að vera nefndadagur. Nú hefur verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 10:30. Nefndir geta fundað fyrir hádegi eða þar til þingfundur hefst.

Lesa meira

5.3.2020 : Stálþil rekin niður meðfram Tjarnargötu

Stalthil-rekin-nidur-1Í dag og næstu daga má búast við nokkrum hávaða og titringi frá Alþingisreit, á meðan verktaki við jarðvegsframkvæmdir nýbyggingar rekur niður stálþil meðfram Tjarnargötu. Vonir standa til að verkið gangi fljótt og vel fyrir sig, þannig að ónæði fyrir þingmenn, starfsmenn, nágranna og vegfarendur verði í lágmarki.

Lesa meira

5.3.2020 : Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri virkjuð

Viðbragðsáætlun Alþingis við COVID-19 faraldrinum hefur verið virkjuð. Við gerð áætlunarinnar var stuðst við landsáætlun Almannavarna um heimsfaraldur. Áætlunin miðar að því að lágmarka áhrif heimsfaraldurs á starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins og tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð ef til slíks faraldurs kemur.

Lesa meira

4.3.2020 : Sérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu

Una-Maria-og-SvandisSérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu verður fimmtudaginn 5. mars um kl. 11:00. Málshefjandi er Una María Óskarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

3.3.2020 : Sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi

HelgiHrafn-og-KatrinJakMiðvikudaginn 4. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi. Málshefjandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

3.3.2020 : Sérstök umræða um almannavarnir

AriTrausti-og-KatrinJakMiðvikudaginn 4. mars um kl. 16:15 verður sérstök umræða um almannavarnir. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

2.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars:

Lesa meira

2.3.2020 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 2. mars tekur Una María Óskarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Gunnar Braga Sveinsson. Sama dag tekur einnig Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

28.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 3. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 3. mars kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

28.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 5. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 5. mars kl. 10:30. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

24.2.2020 : Nefndadagur fimmtudaginn 27. febrúar

Við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar tilkynnti forseti um tvær breytingar á starfsáætlun. Fimmtudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Jafnframt kynnti forseti beiðni sem honum hafði borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að fyrri umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 fari fram nokkrum dögum síðar en starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir eða 30. og 31. mars í stað 24. og 25. mars.

Lesa meira

21.2.2020 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 24. febrúar taka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Njáll Trausti Friðbertsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra Þorgrímur Sigmundsson og Valgerður Gunnarsdóttir af þingi.

Lesa meira

21.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 24. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

21.2.2020 : Sérstök umræða um stöðu efnahagsmála mánudaginn 24. febrúar

ThorsteinnV-Bjarni21.02.2020Mánudaginn 24. febrúar, um kl. 15:45, verður sérstök umræða um stöðu efnahagsmála og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kólnun hagkerfisins. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

21.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

19.2.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

19.2.2020 : Sérstök umræða um stuðning við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins

Albertina-Fridbjorg-og-Thordis-KolbrunFimmtudaginn 20. febrúar um kl. 11 verður sérstök umræða um stuðning við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins. Málshefjandi er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

17.2.2020 : Ávarp forseta Alþingis á aldarafmæli Hæstaréttar Íslands

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp á hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis Hæstaréttar Íslands, sem fram fór í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 16. febrúar 2020.

Lesa meira

17.2.2020 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 17. febrúar tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Valgerður Gunnarsdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson.

Lesa meira

14.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 17. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

14.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

13.2.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

13.2.2020 : Samvinna á sviði jarðvarma rædd í ferð forseta Alþingis til Nýja Sjálands

Heimsokn_forseta_NyjaSjaland_TrevorMallard_feb2020Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.

Lesa meira

10.2.2020 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 10. febrúar tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Halla Gunnarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

9.2.2020 : Forseti Alþingis heimsækir Nýja Sjáland

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Nýja Sjálandi 9.–13. febrúar í boði forseta nýsjálenska þingsins, Trevors Mallard. Með forseta í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Lesa meira

7.2.2020 : Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru 10.–13. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Næsti þingfundur verður haldinn mánudaginn 17. febrúar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

4.2.2020 : Ávarp forseta Alþingis við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreit

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp þegar tekin var skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit 4. febrúar 2020.

Lesa meira

4.2.2020 : Framkvæmdir hafnar á Alþingisreit

Skoflustunga-tekin-ad-vidbyggingu-vid-Althingishusid-thann-4.-februar-2020_20200204_00017_Photographer.is-Geirix-800x600Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, 4. febrúar, og markar hún formlegt upphaf framkvæmda við nýbygginguna á Alþingisreit. Byggingin er þjónustukjarni sem í fyllingu tímans mun sameina á einum stað alla starfsemi nefndasviðs, skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstöðu þingflokka o.s.frv.

Lesa meira

3.2.2020 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 3. febrúar tekur Halla Gunnarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Lesa meira

3.2.2020 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (150a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 10. janúar 2020.

Lesa meira

31.1.2020 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2019. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Lesa meira

31.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

31.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

29.1.2020 : Sérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun

Fimmtudaginn 30. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun. Málshefjandi er Guðmundur Andri Thorsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

29.1.2020 : Nefndadagur 5. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 5. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

28.1.2020 : Sérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu

VilhjalmurArnason_LiljaAlfredsdottirMiðvikudaginn 29. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu. Málshefjandi er Vilhjálmur Árnason og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

27.1.2020 : Sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar

HalldoraMogensen_BjarniBenediktssonÞriðjudaginn 28. janúar um kl. 14:15 verður sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar. Málshefjandi er Halldóra Mogensen og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

25.1.2020 : Laust starf sérfræðings í vinnslu og útgáfu skjala og ræðna á þingfundasviði

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir eftir íslenskusérfræðingi til starfa í nýrri deild á þingfundasviði. Starf sérfræðings felst í yfirlestri á ræðum úr þingsal og þingskjölum, auk uppsetningar, umbrots og frágangs þingskjala og þingræðna fyrir útgáfu á vef og í prentuðu formi.

Lesa meira

24.1.2020 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 27. janúar taka ellefu varamenn sæti á Alþingi: Arna Lára Jónsdóttir fyrir Guðjón S. Brjánsson, Elvar Eyvindsson fyrir Birgi Þórarinsson, Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Guðmund Inga Kristinsson, Ásgerður K. Gylfadóttir fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur, Njörður Sigurðsson fyrir Oddnýju G. Harðardóttur, Olga Margrét Cilia fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Stefán Vagn Stefánsson fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Una Hildardóttir fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Eydís Blöndal fyrir Kolbein Óttarsson Proppé, Bjarni Jónsson fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Bryndísi Haraldsdóttur.

Lesa meira

24.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 28. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 28. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

24.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 30. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 30. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

22.1.2020 : Sérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið

ThorsteinnVigl_KristjanThorFimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson. 

Lesa meira

22.1.2020 : Sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu

LiljaRafney_KristjanThorFimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:45 verður sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu. Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Lesa meira

21.1.2020 : Sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala

Anna Kolbrún Árnadóttir og Svandís SvavarsdóttirMiðvikudaginn 22. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Málshefjandi er Anna Kolbrún Árnadóttir og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

20.1.2020 : Minningarorð um Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismann

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á líknardeild Landspítalans á gamlársdag, 31. desember 2019. Hennar var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

20.1.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00. Efni fundarins er frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

Lesa meira

20.1.2020 : Tilhögun þingfundar mánudaginn 20. janúar 2020

Alþingi kemur saman á ný til funda eftir jólahlé mánudaginn 20. janúar kl. 3 síðdegis. Í upphafi fundar mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti Alþingis fresta þingfundi til kl. 4. Þegar þingfundur hefst að nýju kl. 4 verður í upphafi minnst látins alþingismanns. Að venju verður gert nokkurra mínútna hlé að loknum lestri minningarorða. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og verkefnin framundan.

Lesa meira

17.1.2020 : Laust starf deildarstjóra á þingfundasviði skrifstofu Alþingis

Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða og byggja upp nýja deild á þingfundasviði skrifstofunnar. Í deildinni starfa 15 sérfræðingar. Um er að ræða nýtt starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Lesa meira

17.1.2020 : Könnun um starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi

Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókninni. 

Lesa meira

17.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 23. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 23. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara félags- og barnamálaráðherra. umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

17.1.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 21. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 21. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

14.1.2020 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2020. Alls bárust 48 gildar umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til 13 fræðimanna.

Lesa meira

20.12.2019 : Gleðileg jól!

Jolakort2019_med_textaAlþingi óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Lesa meira

19.12.2019 : Nefndadagar 14.–16. janúar 2020

Dagarnir 14.–16. janúar 2020 eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

18.12.2019 : Aðalmenn taka sæti

Miðvikudaginn 18. desember taka Sigríður Á. Andersen, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Hildur Sverrisdóttir, María Hjálmarsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson af þingi.

Lesa meira

17.12.2019 : Ávarp þingforseta við jólahlé á þingfundum 2019

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði þingheim við lok síðasta þingfundar ársins 2019 og óskaði þingmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Lesa meira

17.12.2019 : Hlé á þingfundum

Fundum Alþingis hefur verið frestað til 20. janúar 2020.

Lesa meira

17.12.2019 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskar eftir upplýsingum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 

Lesa meira

17.12.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 17. desember tekur Silja Dögg Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Jóhann Friðrik Friðriksson, af þingi.

Lesa meira

17.12.2019 : Munnleg skýrsla forsætisráðherra

Eftir hádegi þriðjudaginn 17. desember flytur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. 

Lesa meira

16.12.2019 : Minningarorð um Helga Seljan, fyrrverandi alþingismann

Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 10. desember sl. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

16.12.2019 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 16. desember taka Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Orri Páll Jóhannsson og Olga Margrét Cilia, af þingi.

Lesa meira

13.12.2019 : Kolefnisjöfnun flugferða

Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli farin að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kolefnisjafna flugferðir. Þeir aðilar sem bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi eru Kolviður, Votlendissjóður og Icelandair. Forseti Alþingis hefur nú kolefnisjafnað allt millilandaflug sem hann hefur farið í á árinu 2019. Fjármálaskrifstofa getur aðstoðað þá sem vilja kolefnisjafna flugferðir sínar og eru þingmenn hvattir til að nýta sér það.

Lesa meira

10.12.2019 : Varamenn taka sæti

Þriðjudaginn 10. desember tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen. Þá tekur Jóhann Friðrik Friðriksson sæti sem varamaður fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Lesa meira

9.12.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 9. desember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Einnig tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

6.12.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. desember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. desember:

Lesa meira

6.12.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 9. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 9. desember kl. 15:00. Þá verða til svara mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

6.12.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. desember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

6.12.2019 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 9. desember tekur Bergþór Ólason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Jón Þór Þorvaldsson, af þingi. Þá tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

4.12.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Miðvikudaginn 4. desember tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Una Hildardóttir, af þingi.

Lesa meira

2.12.2019 : Nefndadagar 5. og 6. desember

Dagarnir 5. og 6. desember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis

Lesa meira

2.12.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 2. desember tekur Jón Þór Þorvaldsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

30.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. nóvember:

Lesa meira

29.11.2019 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 2. desember taka Guðlaugur Þór Þórðarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Orri Páll Jóhannsson, af þingi.

Lesa meira

29.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 2. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 2. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

29.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 4. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 4. desember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og
heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

27.11.2019 : Sérstök umræða um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð

Bjarkey_SigIngiJohFimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:30 verður sérstök umræða um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

27.11.2019 : Afgreiðslu fjárlaga aldrei áður lokið svo snemma

Frumvarp til fjárlaga varð að lögum á Alþingi í dag, 27. nóvember, en 3. umræðu lauk í gær eins og áætlað var í starfsáætlun þingsins. Umræðu og afgreiðslu fjárlaga næsta árs hefur aldrei lokið svo snemma, eða fyrir lok nóvembermánaðar. Á síðustu árum hefur 3. umræðu og lokaatkvæðagreiðslu frumvarpsins oftar lokið eftir miðjan desember.

Lesa meira

27.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 27. nóvember tekur Una Hildardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Lesa meira

26.11.2019 : Þingforsetar smáríkja funda á Kýpur

2019-11-27-Fundur-thingforseta-smarikja-a-KypurForsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Kýpur dagana 26.–27. nóvember 2019. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.

Lesa meira

25.11.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 25. nóvember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Einnig tekur María Hjálmarsdóttir sæti sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

25.11.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. nóvember tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Ómar Ásbjörn Óskarsson, af þingi.

Lesa meira

22.11.2019 : Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku

Halla-Signy-og-Thordis-KolbrunMánudaginn 25. nóvember um kl. 15:45 verður sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku. Málshefjandi er Halla Signý Kristjánsdóttir og til andsvara verður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

22.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

22.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

21.11.2019 : Barnaþing sett í Hörpu

Krakkar-i-HorpuBarnaþing var sett í Hörpu í dag. Það er nú haldið í fyrsta skipti og verður framvegis haldið annað hvert ár.

Lesa meira

21.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 21. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 21. nóvember:

Lesa meira

21.11.2019 : Heimsókn þingforseta Malaví

Catherine-Gotani-Hara-forseti-thjodthings-MalaviCatherine Gotani Hara, forseti þjóðþings Malaví, heimsótti Alþingi í dag, ásamt föruneyti, skoðaði Alþingishúsið og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og hitti síðan utanríkismálanefnd að máli.

Lesa meira

20.11.2019 : Vel heppnuðu heimsþingi kvenleiðtoga lokið

Lilja Rafney Magnúsdóttir flytur ræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu 19. nóvember.Vel heppnuðu heimsþingi kvenleiðtoga lauk í dag eftir tveggja daga fundahöld og fjölda hliðarviðburða.

Lesa meira

19.11.2019 : Heimsþing kvenleiðtoga hafið í Reykjavík

  • Lilja Rafney Magnúsdóttir flytur ræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu 19. nóvember.

Katrin-heimsthing-2019Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, í Hörpu í morgun. Skráðir þátttakendur eru yfir 450 talsins, þar á meðal allar þingkonur á Alþingi.

Lesa meira

19.11.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 19. nóvember tekur Ásmundur Einar Daðason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Stefán Vagn Stefánsson af þingi.

Lesa meira

18.11.2019 : Tekið við undirskriftum vegna sjókvíaeldis

Undirskriftir_afhentar_GolliVið upphaf þingfundar í dag sagði forseti Alþingis frá því að hann hefði í morgun tekið við undirskriftum yfir 180 þúsund manns með áskorun um að fiskeldi í opnum sjókvíaeldisstöðvum verði hætt.

Lesa meira

18.11.2019 : Hópur af heimsþingi kvenleiðtoga í heimsókn á Alþingi

WPL_3Alþingi fékk góða gesti nú í morgun þegar hópur kvenna af heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, kom í skoðunarferð um Alþingishúsið. Heimsþingið er haldið í Hörpu dagana 18.–20. nóvember og í því taka þátt um 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum.

Lesa meira

18.11.2019 : Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.–20. nóvember

Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, er haldið í Hörpu dagana 18.–20. nóvember. Í þinginu taka þátt um 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum úr stjórnmálum, viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og fleiri sviðum þjóðlífsins. Þingið er haldið í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis.

Lesa meira

16.11.2019 : Gervigreindur talgreinir skráir ræður alþingismanna

Afhending-talgreinis-16112019Ræður alþingismanna eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini, sem þróaður var af vísindamönnum við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík samkvæmt samningi við Alþingi frá því í október 2016. Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild HR, afhenti Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, talgreininn formlega á viðburði Almannaróms um máltækni á Degi íslenskrar tungu í Iðnó.

Lesa meira

15.11.2019 : Skrifstofa Alþingis hlýtur jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun-4Vottunarúttekt skrifstofu Alþingis samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 er lokið. Því til staðfestingar komu þeir Guðmundur Sigbergsson, gæða- og framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert, og Jón Karlsson, vottunarstjóri iCert, á fund starfsmanna skrifstofunnar í dag og afhenti Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra vottunarskírteini og jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.

Lesa meira

15.11.2019 : Alþingi fær platínum-vottun Hjólafærni

Hjolavottun-3Alþingi hefur hlotið platínum-vottun Hjólafærni – en slík vottun er veitt þeim vinnustöðum sem veita besta aðgengi fyrir hjólandi og gangandi starfsmenn og gesti. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, afhenti Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra og Heiðrúnu Pálsdóttur, formanni umhverfisnefndar skrifstofu Alþingis, vottunina í dag að viðstöddum starfsmönnum skrifstofunnar.

Lesa meira

15.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

15.11.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 18. nóvember tekur Ómar Ásbjörn Óskarsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson taka sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur en Hjálmar Bogi Hafliðason víkur þá af þingi.

Lesa meira

13.11.2019 : Sérstök umræða um spillingu

Smari_og_KatrinFimmtudaginn 14. nóvember um kl. 11:00 verður sérstök umræða um spillingu. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Lesa meira

13.11.2019 : Nefndadagar 19.–22. nóvember

Dagarnir 19.–22. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Föstudaginn 22. nóvember er þó einungis gert ráð fyrir fundum fyrir hádegi til að gefa þingmönnum kost á að sækja barnaþing en bundið er í lög að umboðsmaður barna skuli boða til slíks þings annað hvert ár og að bjóða skuli þingmönnum til þátttöku á þinginu.

Lesa meira

12.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 12. nóvember tekur Stefán Vagn Stefánsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ásmund Einar Daðason.

Lesa meira

9.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 9. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 9. nóvember:

Lesa meira

8.11.2019 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 11. nóvember tekur Líneik Anna Sævarsdóttir sæti á ný á Alþingi. Varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, mun ekki víkja af þingi heldur taka sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur í eina viku en Þórarinn Ingi Pétursson mun víkja af þingi á meðan.

Lesa meira

8.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 11. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 11. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

8.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 14. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, utanríkisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

5.11.2019 : Sérstök umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins

Bryndís Haraldsdóttir og Sigurður Ingi JóhannssonMiðvikudaginn 6. nóvember um kl. 15:30 verður sérstök umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Málshefjandi er Bryndís Haraldsdóttir og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.11.2019 : Nefndadagar 7. og 8. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember.

Lesa meira

5.11.2019 : Sérstök umræða um málefni innflytjenda

JonSteindor_AslaugArnaMiðvikudaginn 6. nóvember um kl. 16:15 verður sérstök umræða um málefni innflytjenda. Málshefjandi er Jón Steindór Valdimarsson og til andsvara verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Lesa meira

4.11.2019 : Minningarorð um Birgi Ísleif Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra

Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést aðfaranótt mánudagsins 28. október sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eftir langvarandi veikindi. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

1.11.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. nóvember:

Lesa meira

1.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 6. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Sérstök umræða um geðheilbrigðisvanda ungs fólks

Þorsteinn Sæmundsson og Svandís SvavarsdóttirMánudaginn 4. nóvember um kl. 15:45 verður sérstök umræða um geðheilbrigðisvanda ungs fólks. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

1.11.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 4. nóvember tekur Hjálmar Bogi Hafliðason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 1. nóvember taka Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Ásgerður K. Gylfadóttir og Álfheiður Eymarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

31.10.2019 : Nefndadagar 31. október og 1. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 28. október taka Ásmundur Friðriksson, Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra Kristín Traustadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson af þingi. Þá tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttir og víkur þá varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Lesa meira

31.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Laugardaginn 26. október taka Birgir Þórarinsson og Páll Magnússon sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Elvar Eyvindsson og Unnur Brá Konráðsdóttir, af þingi.

Lesa meira

29.10.2019 : Norrænir þingforsetar funda í Stokkhólmi

  • Hópmynd af forsetum norrænu þinganna á Norðurlandaráðsþingi 2019 í Stokkhólmi

Forsetar norrænu þjóðþinganna funduðu í dag í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi og gerðu grein fyrir því sem efst er á baugi í þjóðþingunum.  

 

Lesa meira

25.10.2019 : Forseti Alþingis leggur áherslu á mannréttindi, loftslagsmál og réttindi kvenna í Strassborg

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lagði áherslu á mannréttindi, loftslagsmál og réttindi kvenna í ávörpum sínum á ráðstefnu þingforseta í Strassborg 24.–25. október 2019. 

Lesa meira

23.10.2019 : Forseti Alþingis sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins í Strassborg 24.–25. október 2019. Á dagskrá ráðstefnunnar eru þrjú meginmálefni: Horft til framtíðar á 70 ára afmæli Evrópuráðsins; hlutverk þjóðþinga við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum og opinberri umræðu.

Lesa meira

22.10.2019 : Forseti Alþingis lýsir áhyggjum af stöðu fyrrum forseta Katalóníuþings

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sendi forseta Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og forseta Evrópuráðsþingsins bréf, dagsett 21. október 2019, þar sem hann lýsir áhyggjum af þungum fangelsisdómi (11 og hálft ár) sem fyrrum forseti Katalóníuþings fékk, sem og löngu gæsluvarðhaldi á meðan á málaferlum stóð, ekki síst með hliðsjón af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu.

Lesa meira

22.10.2019 : Tilboð opnuð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar á Alþingisreit

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu 12. september sl. og bárust fjögur tilboð frá innlendum aðilum.

 

Lesa meira

21.10.2019 : Sérstök umræða um fríverslunarsamninga í Norður-Atlantshafi

OliBjorn_GudlaugurThorÞriðjudaginn 22. október um kl. 14:00 verður sérstök umræða um fríverslunarsamninga í Norður-Atlantshafi. Málshefjandi er Óli Björn Kárason og til andsvara verður utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

21.10.2019 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um FATF og stöðu Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. október kl. 9–10. Efni fundarins er FATF og staða Íslands. Gestir fundarins verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Rafhjól til reynslu

SJS-og-RA-profa-rafhjol-2Alþingi hefur fengið lánuð tvö rafmagnsreiðhjól til reynslu í tvær vikur. Þingmenn og starfsmenn skrifstofunnar geta fengið hjólin lánuð í lengri og skemmri ferðir. Tilgangurinn er að hvetja til notkunar á reiðhjólum og kanna grundvöll fyrir því að þingið kaupi rafhjól til útlána.

Lesa meira

18.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 21. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 18. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 18. október:

Lesa meira

18.10.2019 : Sérstök umræða um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum

Oddny_og_BjarniMánudaginn 21. október um kl. 15:45 verður sérstök umræða um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

18.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. október tekur Kristín Traustadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ásmund Friðriksson, Stefán Vagn Stefánsson tekur sæti fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Arna Lára Jónsdóttir tekur sæti fyrir Guðjón Brjánsson og Bjarni Jónsson tekur sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Lesa meira

17.10.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 18. október taka Ágúst Ólafur Ágústsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Einar Kárason og Þorgrímur Sigmundsson, af þingi.

Lesa meira

14.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. október tekur Unnur Brá Konráðsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Pál Magnússon. Ennfremur tekur Hjálmar Bogi Hafliðason sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og víkur þá Þórarinn Ingi Pétursson af þingi.

Lesa meira

11.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 17. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 17. október kl. 10:30. Þá verða til svara ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 14. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Sérstök umræða um fíkniefnafaraldur á Íslandi

IngaSaeland_SvandisMánudaginn 14. október um kl. 15:45 verður sérstök umræða um fíkniefnafaraldur á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

11.10.2019 : Franskir öldungadeildarþingmenn heimsækja Alþingi

Formadur-utanrikismalanefndar-oldungadeildar-franska-thingsinsFrönsku öldungadeildarþingmennirnir Jean Bizet og André Gattolin áttu í morgun fund í Alþingishúsinu með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða (Arctic Circle).

Lesa meira

11.10.2019 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. október tekur Ásgerður K. Gylfadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur og Elvar Eyvindsson tekur sæti sem varamaður fyrir Birgi Þórarinsson.

Lesa meira

10.10.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 11. október tekur Guðmundur Andri Thorsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Margrét Tryggvadóttir, af þingi.

Lesa meira

10.10.2019 : Varamenn taka sæti

Föstudaginn 11. október tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Einar Kárason tekur sæti sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson.

Lesa meira

8.10.2019 : Sérstök umræða um vindorku og vindorkuver

Ari Trausti Guðmundsson og Þórdís Kolbrún R. GylfadóttirSérstök umræða um vindorku og vindorkuver verður miðvikudaginn 9. október um kl. 15:30. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Lesa meira

7.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 7. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 7. október:

Lesa meira

7.10.2019 : Fundur atvinnuveganefndar um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB

AtvinnuveganefndFundur atvinnuveganefndar þriðjudaginn 8. október kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Efni fundarins er: Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. 

Lesa meira

7.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 8. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 8. október kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 10. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

4.10.2019 : Sérstök umræða um jarðamál og eignarhald þeirra

Sérstök umræða á Alþingi um jarðamál og eignarhald þeirra

Lesa meira

4.10.2019 : Sérstök umræða um velsældarhagkerfið

Sérstök umræða á Alþingi um velsældarhagkerfið

Lesa meira

3.10.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 3. október tók Margrét Tryggvadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðmund Andra Thorsson.

Lesa meira

1.10.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. október:

Lesa meira

30.9.2019 : Þingskjali útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. september

Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. september:

Lesa meira

27.9.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 30. september tekur Oddný G. Harðardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Njörður Sigurðsson, af þingi.

Lesa meira

26.9.2019 : Sérstök umræða um atvinnuþátttöku 50 ára og eldri

KarlGauti_AsmundurEinarSérstök umræða um atvinnuþátttöku 50 ára og eldri verður fimmtudaginn 26. september um kl. 13:30. Málshefjandi er Karl Gauti Hjaltason og til andsvara verður félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

25.9.2019 : Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags haldinn í Alþingishúsinu

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, þriðjudaginn 24. september 2019. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis og helgast það af sögu þess og tilgangi. Félagið var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár.

Lesa meira

24.9.2019 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (149c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 20. september 2019.

Lesa meira

20.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 23. september kl. 15:00. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

20.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 26. september kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

20.9.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 23. september tekur Njörður Sigurðsson sæti sem varamaður fyrir Oddnýju G. Harðardóttur.

Lesa meira

18.9.2019 : Nefndadagur 18. september

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður nefndadagur miðvikudaginn 18. september.

Lesa meira

18.9.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi

Logi_KatrinFimmtudaginn 19. september um kl. 12:30 verður sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

16.9.2019 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 19. september kl. 9:00–10:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2019. Gestir verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega prófessor.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 16. september kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 19. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

11.9.2019 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 11. september 2019 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda_rod_11092019Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, hver þingflokkur hefur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 16 mínútur til framsögu.

Lesa meira

10.9.2019 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 150. löggjafarþings

Forseti Alþingis flutti ávarp við setningu 150. löggjafarþings þriðjudaginn 10. september 2019.

Lesa meira

9.9.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað 2. september 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018, frá 21. janúar til 20. júní 2019 og frá 28. ágúst til 2. september 2019. Þingfundir voru samtals 133 og stóðu í rúmar 886 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 39 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 147 klst. Þingfundadagar voru alls 116.

Lesa meira

9.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing.

Lesa meira

6.9.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september:

Lesa meira

5.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing. 

Lesa meira

4.9.2019 : Alþingi tekur þátt í LÝSU á Akureyri 6.–7. september

Lysa-LogoAlþingi tekur þátt í LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 6.–7. september. Erindi flytja Ragna Árnadóttir, nýskipaður skrifstofustjóri Alþingis, og Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis. Að auki standa starfsmenn skrifstofunnar vaktina á Umræðutorgi og kynna starfshætti Alþingis. Þetta er í annað sinn sem Alþingi tekur þátt í LÝSU.

Lesa meira

3.9.2019 : Forseti Alþingis sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Forsetar-thjodthinga-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-03092019Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni var haldinn í Eistlandi 2.–3. september, í boði forseta þingsins.

Lesa meira

3.9.2019 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing

Þingmenn við upphaf þingsetningar 148. löggjafarþingsStarfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður þriðjudaginn 10. september 2019 og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 11. september.

Lesa meira

30.8.2019 : Skrifstofustjóri kvaddur og nýjum heilsað

Lykill-1Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, afhenti Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra 1. september, lyklana að húsakynnum þingsins um leið og hann kvaddi samstarfsfólk í móttöku sem haldin var í Skála Alþingis í dag.

Lesa meira
Síða 1 af 12