Tilkynningar

16.4.2019 : Embætti skrifstofustjóra Alþingis

Auglýst er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Alþingis. Störf skrifstofustjóra Alþingis eru bæði fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi. Þar starfa um 130 manns sem sinna margvíslegum verkefnum. Að þingmönnum meðtöldum er Alþingi vinnustaður um 200 manna.

Lesa meira

12.4.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 12. apríl taka Guðlaugur Þór Þórðarson, Andrés Ingi Jónsson, Bergþór Ólason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

9.4.2019 : 287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Fullveldisafmaeli287 þúsund gestir sóttu viðburði á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 og tæplega 15 þúsund einstaklingar voru virkir þátttakendur í viðburðunum. Alls voru 459 viðburðir skráðir á dagskrárvef afmælisársins. Þar af voru 268 styrktir af afmælisnefnd og 191 þátttökuviðburður. Áætlanir afmælisnefndar, bæði verkefna- og fjárhagsáætlun, stóðust og skilar nefndin af sér innan fjárheimilda. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu afmælisnefndar.

Lesa meira

9.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 9. apríl tekur Álfheiður Ingadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

9.4.2019 : Minningarorð um séra Ingiberg J. Hannesson, fyrrverandi alþingismann

Séra Ingiberg J. Hannesson, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sl. sunnudag, 7. apríl, 84 ára að aldri. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

8.4.2019 : Minningarorð um Jón Helgason, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis

Jón Helgason, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, lést að kvöldi þriðjudagsins 2. apríl sl. á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri, 87 ára að aldri. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

8.4.2019 : Varamenn taka sæti

Föstudaginn 5. apríl tók Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Una María Óskarsdóttir tók sæti fyrir Gunnar Braga Sveinsson. Mánudaginn 8. apríl tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Una Hildardóttir tekur sæti fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jón Þór Þorvaldsson tekur sæti sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

8.4.2019 : Forsetar þjóðþinga EFTA-ríkja sérstakir gestir á fundi þingforseta Evrópusambandsríkja

Fundur-forseta-thjodthinga-Evropusambandsrikja-i-VinarborgSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópusambandsríkja í Vínarborg 8.-9. apríl. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga Evrópusambandsríkja, fulltrúum Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB. Sérstakir gestir eru forseti norska Stórþingsins, forseti þjóðþings Sviss og forseti Alþingis.

Lesa meira

5.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 8. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.4.2019 : Umsagnafrestur styttur um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í dag á fundi sínum að stytta umsagnarfrest í máli nr. 739 um póstþjónustu (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar).

Frestur til að skila umsögnum er til 9. apríl nk.

Lesa meira