Tilkynningar

19.4.2018 : Bein útsending frá fundi fjárlaganefndar um fjármálaáætlun

Merki AlþingisFöstudaginn 20. apríl er gert ráð fyrir opnum fundi hjá fjárlaganefnd Alþingis. Til umræðu verður 494. mál, fjármálaáætlun 2019-2023. Gestir verða frá fjármálaráði. 

Lesa meira

18.4.2018 : Þingfundur á Þingvöllum 18. júlí 2018

Merki 100 ára fullveldisafmælisÍsland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Þann 18. júlí verður haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Bein sjónvarpsútsending verður frá þingfundinum.

Lesa meira

17.4.2018 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 16. apríl tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti að nýju á Alþingi og Ingibjörg Þórðardóttir tók sæti sem varamaður fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. 

Lesa meira

17.4.2018 : Hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

Málverk af Jóni Sigurðssyni eftir August SchiöttHátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2017, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. 

Lesa meira

16.4.2018 : Kosning ríkisendurskoðanda

Alþingi kaus einróma í dag Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra sem ríkisendurskoðanda frá 1. maí 2018, sbr. 2. gr. laga nr. 46/2016. 

Lesa meira

13.4.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 16. apríl

Þingmenn í þingsal við upphaf 148. þingsBreytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 16. apríl klukkan 15:00: Dómsmálaráðherra,  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra.

 

Lesa meira

13.4.2018 : Nefndadagar 17., 18. og 20. apríl

Opinn fundur um skýrslu umboðsmanns AlþingisFundir verða í nefndum Alþingis 17., 18. og 20. apríl. Á síðum fastanefnda má sjá skipan nefndanna, fundargerðir, mál sem eru til umfjöllunar og fá yfirlit um öll mál sem eru til umsagnar.

Lesa meira

13.4.2018 : Nefndadagar 27. og 30. apríl

Allsherjar- og menntamálanefnd í desember 2017Fundir verða í nefndum Alþingis 27. og 30. apríl. Sjá yfirlit um stöðu mála á yfirstandandi þingi.

Lesa meira

12.4.2018 : Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2019–2023, röð ráðherra

Röð ráðherranna í fyrri umræðu um fjármálaáætlun 2019–2023, 12. apríl, verður eftirfarandi: Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

11.4.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma miðvikud. 11. apríl

Ráðherrar við upphaf 148. löggjafarþingsBreytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 11. apríl klukkan 15:00: Fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunar­ráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira