Útsending

Upptökur af þingfundum

Á vef Alþingis er aðgangur að hljóð- og myndupptökum af þingfundum frá og með október 2007.

Athugið að myndupptökur af fundum eru aðgengilegar á vef í lok fundar eða í fundarhléum, í síðasta lagi í lok fundardags en hljóðupptökur strax að lokinni ræðu.

Upptökur af opnum nefndarfundum

Á vef Alþingis er aðgangur að upptökum af opnum nefndarfundum frá og með október 2008. Hægt er að nálgast upptökur af lista yfir opna nefndarfundi eða á vefsíðu hverrar nefndar. Athugið að upptökur af fundum eru aðgengilegar á vef í lok fundar.

Hugbúnaður fyrir upptökur

Nýlegar upptökur eru á MP4 formi, hægt er að horfa á þær í Windows, MacOS, iPad og Android. Eldri upptökur er á WMV formi. Hægt er að fá WMV viðbót fyrir QuickTime á Mac OS X og fyrir Firefox á Windows ókeypis á vefsíðu Microsoft.

Beinar útsendingar í sjónvarpi

RÚV sendir út í sjónvarpi frá fundum Alþingis þar til dagskrá þess hefst. Síminn og Vodafone dreifa sjónvarpsmerki frá Alþingi á dreifikerfum sínum.

Endursýningar hjá RÚV

Hefjist dagskrá RÚV áður en fundi lýkur er sá hluti sem ekki náðist að senda út endursýndur morguninn eftir, sé ekki útsending á dagskrá RÚV eða Alþingis, og hefst endursýning kl. 9.30.

Dreifikerfi Símans og Vodafone

Öllum er heimilt að dreifa Alþingisrásinni á eigin dreifikerfum. Alþingisrásin er þannig aðgengileg á dreifikerfum Símans og Vodafone: 

Dreifikerfi Símans 

  • Ljósnet
  • ADSL

Dreifikerfi Vodafone

  • Digital Ísland (eingöngu örbylgjuhluta) örbylgjukerfi Vodafone var lagt niður sumarið 2017
  • ADSL
  • Ljósleiðari

Aðgengi að dreifikerfum Símans og Vodafone er misjafnt eftir landshlutum.