Útsending

Beinar útsendingar

Öllum er heimilt að dreifa Alþingisrásinni á eigin dreifikerfum. Alþingisrásin er þannig aðgengileg á dreifikerfum Símans, Vodafone og Kapalvæðingar hf. 

Vefur Alþingis

Á forsíðu vefs Alþingis er sent beint út frá þingfundum og opnum nefndarfundum. Spilarinn býður jafnframt upp á afspilun 6 klukkustundir aftur í tímann. Einnig er hægt að nálgast spilara með 48 klukkustunda afspilun.

Youtube

Á Youtuberás Alþingis er sent beint út frá þingfundum við sérstök tilefni og opnum nefndarfundum. Spilarinn býður upp á afspilun 4 klukkustundir aftur í tímann. Að lokinni útsendingu er upptaka gerð aðgengileg.

Facebook

Á Alþingis á Facebook er stöku sinnum boðið upp á beinar útsendingar. Ávallt er sýnt frá opnum nefndafundum. Upptaka er aðgengileg að lokinni útsendingu.

RÚV

RÚV sendir út í sjónvarpi frá fundum Alþingis þar til dagskrá þess hefst. RÚV sendir alltaf út frá þingsetningu, stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana og eldhúsdegi. Að auki sendir RÚV út frá umræðum um vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra.

Dreifikerfi Símans 

Síminn dreifir sjónvarpsmerki frá Alþingi á dreifikerfum sínum. Aðgengi að Alþingisrásinni getur verið mismunandi eftir landsvæðum.

  • Ljósleiðari
  • ADSL

Dreifikerfi Vodafone

Vodafone dreifir sjónvarpsmerki frá Alþingi á dreifikerfum sínum. Aðgengi að Alþingisrásinni getur verið mismunandi eftir landsvæðum.

  • Ljósleiðari
  • ADSL
  • Digital Ísland (eingöngu örbylgjuhluti) Örbylgjukerfi Vodafone var lagt niður sumarið 2017.

Kapalvæðing í Reykjanesbæ

Kapalvæðing í Reykjanesbæ dreifir Alþingisrásinni á dreifikerfi sínu.

Upptökur af þingfundum og opnum nefndarfundum

Á vef Alþingis eru aðgengilegar upptökur af þingfundum og opnum nefndarfundum

Upptökur eru einnig aðgengilegar á Youtube og Periscope.

Upptökur af þingfundum

Á vef Alþingis er aðgangur að hljóð- og myndupptökum af þingfundum frá og með október 2007.

Athugið að myndupptökur af þingfundum eru aðgengilegar á vef í lok fundar eða í fundarhléum, í síðasta lagi í lok fundardags en hljóðupptökur strax að lokinni ræðu.

Upptökur af opnum nefndarfundum

Á vef Alþingis er aðgangur að upptökum af opnum nefndarfundum frá og með október 2008. Hægt er að nálgast upptökur af lista yfir opna nefndarfundi eða á vefsíðu hverrar nefndar. Athugið að upptökur af fundum eru aðgengilegar á vef í lok fundar.

Hugbúnaður fyrir upptökur á vef Alþingis

Nýlegar upptökur eru á MP4 formi, hægt er að horfa á þær í Windows, MacOS, iPad og Android. Eldri upptökur er á WMV formi. Hægt er að fá WMV viðbót fyrir QuickTime á Mac OS X og fyrir Firefox á Windows ókeypis á vefsíðu Microsoft.