Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 486, 112. löggjafarþing 210. mál: tekjuskattur og eignarskattur (skattstigi o.fl.).
Lög nr. 117 28. desember 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr.:
  1. Í stað „90.000“ og „180.000“ í 1. málsl. 2. tölul. B-liðar 1. mgr. komi: 115.000 og 230.000.
  2. Í stað „72.000“ og „144.000“ í 2. málsl. 4. tölul. B-liðar 1. mgr. komi: 100.000 og 200.000.
  3. Í stað „15.400.000“ og „30.800.000“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: 18.200.000 og 36.400.000.


2. gr.

     Í stað „82.600“ í 41. gr. komi: 100.000.

3. gr.

     Við 65. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Skattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að allar tekjur barns, sem misst hefur báða foreldra sína og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði 2. mgr. 67. gr. Sama á við ef barn hefur misst annað foreldri sitt.

4. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 67. gr. orðist svo:
     Af tekjuskattsstofni reiknast 32,8%.

5. gr.

     Í stað „214.104“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. komi: 250.200.

6. gr.

     Í stað „492“ í 1. mgr. B-liðar 68. gr. komi: 575.

7. gr.

     Í stað „21.568“, „32.353“ og „64.705“ í A-lið 69. gr. komi: 25.204, 37.807 og 75.614.

8. gr.

     Eftirtaldar breytingar verði á B-lið 69. gr.:
  1. Í stað „51.224“ í 2. mgr. komi: 59.860.
  2. Í stað „825.000“ og „550.000“ í 3. mgr. komi: 920.000 og 613.000.
  3. Í stað „2.850.000“ og „4.275.000“ í 4. mgr. komi: 3.280.000 og 4.920.000.


9. gr.

     Í stað 2. og 3. mgr. C-liðar 69. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 79/1989, komi þrjár nýjar málsgreinar svohljóðandi:
     Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð er svarar til 6% af tekjuskattsstofni eins og hann er skilgreindur í 62. gr. Sé um hjón eða sambýlisfólk, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr., að ræða skal framangreint hlutfall reiknast af samanlögðum tekjuskattsstofni þeirra beggja. Þannig ákvarðaðar vaxtabætur einstaklings skerðast hlutfallslega fari eignir hans skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 76. gr., fram úr 2.500.000 kr. uns þær falla niður við tvöfalt hærri mörk. Vaxtabætur hjóna eða sambýlisfólks skerðast með sama hætti fari samanlagðar eignir þeirra skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 76. gr., fram úr 4.150.000 kr. uns þær falla niður við tvöfalt hærri mörk. Jákvæður mismunur telst vera vaxtabætur. Vaxtabætur geta þó aldrei orðið hærri en 107.000 kr. fyrir hvern mann, 140.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 174.000 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr. Vaxtabætur greiðast út eigi síðar en 1. sept. ár hvert að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkomandi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Vaxtabætur, sem eru lægri en 500 kr. á mann, falla niður.
     Vaxtabætur skv. 2. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda hjá hverjum framteljanda. Vaxtagjöld samkvæmt þessari málsgrein geta aldrei verið hærri en 400.000 kr. hjá einstaklingi, 525.000 kr. hjá einstæðu foreldri, en 650.000 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Til vaxtagjalda í þessu sambandi teljast:
  1. Vaxtagjöld, afföll og gengistöp skv. 1., 2. og 4. tölul. 51. gr. að því marki sem þau eru umfram vaxtatekjur skv. 3.-5. tölul. 1. mgr. 8. gr., enda séu gjöld þessi vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldarábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega notuð til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Til vaxtagjalda sem verðbætur og gengistöp teljast í þessu sambandi aðeins gjaldfallnar verðbætur og gengistöp á afborganir og vexti. Með eigin notum er átt við að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum.
  2. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur skv. 3.–5. tölul. 1. mgr. 8. gr. vegna annarra lána en um ræðir í 1. tölul., enda er einungis heimilt að telja þau með á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota, sbr. 1. tölul. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síðar.

     Hvorki teljast til vaxtagjalda hjá seljanda áfallnar uppsafnaðar verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs.
     Ef annað hjóna, sem rétt eiga á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón væri að ræða næstu fimm ár eftir lát maka.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verði á 78. gr.:
  1. Í stað „900.000“ og „1.800.000“ komi: 1.080.000 og 2.160.000.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
  3.      Auk heimildar í 1. mgr. er mönnum heimilt að draga frá eignum sínum, sbr. 73. gr., markaðsverðbréf sem gefin eru út af ríkissjóði, ríkisvíxla, happdrættisskuldabréf ríkissjóðs, húsbréf gefin út af Byggingarsjóði ríkisins svo og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða, sbr. lög nr. 20/1989, þar sem verðbréfasjóðurinn er eingöngu myndaður af framangreindum skuldaviðurkenningum, enda séu eignir þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.


11. gr.

     Við 82. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Skattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur báða foreldra sína og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði 83. gr. Sama á við ef barn hefur misst annað foreldri sitt.

12. gr.

     83. gr. laganna orðist svo:
     Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.875.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.875.000 kr. greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 8.050.000 kr. greiðist að auki 0,75%, þó þannig að hjá þeim sem hafa tekjuskattsstofn undir 1.680.000 kr. skal lækka reiknaðan eignarskatt samkvæmt þessum málslið, hlutfallslega þannig að hann falli að fullu niður ef tekjuskattsstofn er undir 840.000 kr.

13. gr.

     1. og 2. mgr. 121. gr. laganna orðist svo:
     Fjárhæðir, sem um ræðir í 68. gr., A-lið 69. gr., 2. mgr. B-liðar 69. gr. og hámarksfjárhæð vaxtabóta skv. 6. málsl. 2. mgr. C-liðar 69. gr., skulu 1. júlí á staðgreiðsluári taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er 1. des. næstan á undan staðgreiðsluári og lánskjaravísitölu sem er í gildi 1. júní á staðgreiðsluári.
     Fjárhæðir þær, sem um ræðir í 1. mgr., skulu breytast í fyrsta sinn 1. júlí 1990 í samræmi við mismun sem verður á lánskjaravísitölu sem í gildi er 1. des. 1989, þ.e. 2.722 stig, og þeirrar sem í gildi verður 1. júní 1990.

14. gr.

     Í stað „1990“ í 122. gr. komi: 1991.

15. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. jan. 1990 og gilda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1990 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1991. Jafnframt falla úr gildi frá og með sama tíma lög nr. 7/1974, um skattalega meðferð verðbréfa o.fl. sem ríkissjóður selur innan lands, og 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 79/1983, um innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs.
     Þó skulu ákvæði 1. gr., 2. gr., 3. gr., 8. gr., 9. gr., 10. gr., 11. gr., 12. gr. og 13. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts og ákvörðun bóta á árinu 1990 vegna tekna á árinu 1989 og eigna í lok þess árs.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Húsnæðisbætur, sbr. ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 79/1989, skulu vera 53.400 kr. miðað við lánskjaravísitölu sem í gildi er 1. des. 1989, þ.e. 2.722 stig.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1989.