Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 138, 119. löggjafarþing 45. mál: tekjuskattur og eignarskattur (leiðréttingar).
Lög nr. 101 28. júní 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 147/1994, um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     1. tölul. 52. gr. laganna orðast svo: Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Í stað „a-, b-, c-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: a-, b-, c-, e-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr.
  2. Í stað „d- og e-liðar 7. gr.“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: d-liðar 7. gr.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 1995.