Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 556, 118. löggjafarþing 290. mál: tekjuskattur og eignarskattur (eignarskattur, sérstakur tekjuskattur, lífeyrisgreiðslur o.fl.).
Lög nr. 147 30. desember 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „slíkar gjafir“ í lok 3. málsl. 4. tölul. A-liðar 7. gr. laganna kemur: svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. Við A-lið 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Frá tekjum manna sem eru 70 ára eða eldri má draga 15% af greiddum lífeyri úr lífeyrissjóðum skv. 2. gr. laga nr. 55/1980.
 2. Við B-lið 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Fé það sem varið er til aukningar á fjárfestingu á árinu í innlendum atvinnurekstri samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en sem nemur 80% fjárhæðarinnar, þó að hámarki 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum.
 3.      Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sbr. 1. mgr. þessa töluliðar, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur breytingu í samræmi við breytingar á verðbreytingarstuðli skv. 26. gr.
       Frádráttur vegna hlutabréfakaupa miðast við kaup á hlutabréfum í innlendum hlutafélögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og er háður því skilyrði að maður eigi viðkomandi hlutabréf í a.m.k. þrjú ár. Selji hann bréfin innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Skal hann framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. frá því ári þegar hann var dreginn frá tekjum til söluárs. Ekki skal þó beita ákvæðum 2. og 3. málsl. um tekjufærslu frádráttar ef maður kaupir önnur hlutabréf í innlendu félagi staðfestu af ríkisskattstjóra í stað hinna seldu innan 30 daga frá söludegi þeirra og kaupverð keyptra hlutabréfa nemur a.m.k. sömu fjárhæð og hinna seldu. Sé kaupverðið lægra skulu ákvæði 2. og 3. málsl. eiga við um mismuninn.
       Ákvæði þessa töluliðar skulu einnig eiga við um samvinnuhlutabréf.
       Enn fremur má draga frá tekjum samkvæmt þessum tölulið kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðum, sbr. lög nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði. Skilyrði fyrir frádrætti samkvæmt þessari málsgrein er að útboð slíkra stofnfjárbréfa sé opið fyrir alla einstaklinga sem eiga lögheimili á starfssvæði viðkomandi sparisjóðs og að eigi sé heimilt að innleysa stofnfjárhlut í 10 ár frá útgáfu.
       Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd frádráttar samkvæmt þessum tölulið, þar með talið um millifærslu fjárhæðar umfram frádráttarmörk milli ára og meðferð hans þegar breyting verður á hjúskaparstöðu.
 4. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
 5.      Hafi maður leigutekjur af íbúðarhúsnæði án þess að það teljist vera atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi er honum heimilt í stað frádráttar skv. 2. eða 3. mgr. að draga allt að 80% frá þeim tekjum, þó eigi hærri fjárhæð en 25.000 kr. fyrir hvern mánuð sem húsnæði er í leigu.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. Við 1. tölul. bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
 2.      Ef eigi hefur verið fullnægt skyldu til að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakasamninga vegna vinnu, sbr. 92. gr., að aðgættum ákvæðum 96. gr., er skattstjóra heimilt að synja um frádrátt vegna þeirra greiðslna eða hlunninda.
 3. Við 7. tölul. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þó er ekki heimilt að nýta rekstrartap til frádráttar tekjum ef veruleg breyting hefur orðið á þeim rekstri eða starfsemi sem í hlut á, svo sem með breytingu á eignaraðild að lögaðila eða á tilgangi rekstrar, nema sýnt þyki að umræddar breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi.


4. gr.

     Á eftir orðinu „myndast“ í 1. málsl. 2. mgr. 31. gr. A laganna kemur: eða með jöfnum fjárhæðum á fimm árum.

5. gr.

     1. tölul. 52. gr. laganna orðast svo: Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu, til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt.

6. gr.

     Orðin „sem myndað hefur fjárfestingarsjóð skv. 11. tölul. 31. gr., sbr. 54. gr.“ í 1. mgr. 57. gr. laganna falla brott.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
 1. 11. mgr. A-liðar orðast svo:
 2.      Nánari reglur, m.a. um útborgun barnabóta, innheimtu ofgreiddra barnabóta og skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.
 3. Í stað orðanna „tölul. A-liðar“ í 2. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: og 3. tölul. A-liðar og 2., 3. og 4. tölul. B-liðar.
 4. Í stað 9. og 10. mgr. B-liðar kemur ný málsgrein er orðast svo:
 5.      Barnabótaauki skal ákveðinn við álagningu, sbr. X. kafla. Nánari reglur, m.a. um útborgun barnabótaauka, innheimtu ofgreidds barnabótaauka og skuldajöfnun barnabótaauka á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.
 6. Orðin „þar með talin kaup á eignarhlut í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993“ í 1. mgr. C-liðar falla brott.
 7. Lokamálsliður 2. mgr. C-liðar fellur brott.
 8. Í stað 1. og 2. málsl. 3. mgr. C-liðar koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur 7% af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Þannig ákveðin vaxtagjöld skulu skerðast um vaxtatekjur skv. 8. gr.
 9. Í stað orðsins „grein“ í 3. málsl. 3. mgr. C-liðar, sem verður 4. málsl., kemur: málsgrein.
 10. Í stað „3. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. C-liðar kemur: 4. tölul.
 11. Lagatilvísunin „1. mgr. 78. gr.“ í 3. málsl. 4. mgr. C-liðar verður: 1. mgr. 76. gr.
 12. 10. mgr. C-liðar orðast svo:
 13.      Reglur um skuldajöfnun vaxtabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.


8. gr.

     Lokamálsliður 83. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Við 84. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Þó skal eignarskattur dánarbúa, sbr. 5. tölul. 2. gr., reiknast af eignarskattsstofni í lok andlátsárs þannig: Af fyrstu 3.514.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 3.514.000 kr. greiðist 1,2%.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr. laganna:
 1. Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Skýrslu lögaðila og einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal fylgja undirritaður ársreikningur í samræmi við ákvæði laga um bókhald eða eftir atvikum laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
 2. 5. og 6. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skattframtölin skulu undirrituð af þeim sem framtalsskyldan hvílir á. Skattframtal bókhaldsskylds aðila skal undirritað af þeim sem bera ábyrgð á að ákvæðum laga um bókhald sé fullnægt.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Framtalsskyldan hvílir á lögaðila. Sé um bókhaldsskylda aðila að ræða skal framtalinu fylgja ársreikningur, sbr. 1. mgr. Í skráðum félögum er nægilegt að þeir sem heimild hafa til að binda félagið undirriti framtalið.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er verður 2. málsl. er orðast svo: Sama gildir um greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu.
 2. Orðin „greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu“ í 5. mgr. falla brott.


12. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo: Nú telur skattaðili skatt sinn eða skattstofn, þar með talin rekstrartöp, eigi rétt ákveðinn og getur hann þá sent skriflega rökstudda kæru, studda nauðsynlegum gögnum, til skattstjóra eða umboðsmanns hans innan 30 daga frá dagsetningu auglýsingar skattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið eða innan 30 daga frá póstlagningardegi tilkynningar um endurákvörðun.

13. gr.

     Í stað orðanna „og 100. gr. laganna“ í 4. mgr. 106. gr. laganna kemur: gr. laganna og ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

14. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 108. gr. laganna orðast svo: Um meðferð mála hjá nefndinni fer eftir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

15. gr.

     120. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra er heimilt að ákveða fyrir eitt ár í senn að vinninga í tilteknum happdrættum megi draga frá skattskyldum tekjum, sbr. 4. tölul. A-liðar 30. gr., enda sé öllum ágóða af happdrættunum varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi.

16. gr.

     122. gr. laganna orðast svo:
     Skylt er að hækka eða lækka fjárhæðir sem um ræðir í 3. mgr. 17. gr., 2. og 4. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., 2. og 4. mgr. 30. gr., 41. gr., 68. gr., 69. gr., 78. gr., 83. gr. og 84. gr. í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir árið 1993.

17. gr.

     Ákvæði laga þessara öðlast gildi frá og með 1. janúar 1995. Ákvæði 6., 10., 11., 13., 14., 15. og 16. gr. koma til framkvæmda frá og með þeim tíma. Ákvæði 1. gr., c-liðar 2. gr., a-liðar 3. gr., 4. og 5. gr., a-, b-, c-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr. og 8., 9. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 vegna tekna og gjalda á árinu 1994 og eigna og skulda í lok þess árs og ákvörðun bóta á árinu 1995. Ákvæði a- og b-liðar 2. gr., b-liðar 3. gr. og d- og e-liðar 7. gr. koma til framkvæmda við álagningu 1996 vegna tekna á árinu 1995 og staðgreiðslu á því ári.
     Frá og með 1. janúar 1995 falla úr gildi ákvæði til bráðabirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992 og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 9/1984, með síðari breytingum.
     Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

18. gr.

     Við lögin bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Flýtifyrningar.
 1. Rekstraraðilum, sem fjárfesta í fyrnanlegum eignum á árunum 1994 og 1995, er heimilt að fyrna þær sérstakri flýtifyrningu eftir því sem nánar greinir í ákvæði þessu.
 2.      Fyrningin tekur einungis til þeirra eigna sem fjárfest hefur verið í á árunum 1994 og 1995 og færist á framtöl gjaldáranna 1995, 1996, 1997 og ef við á ársins 1998 vegna rekstrar á árunum 1994, 1995, 1996 og 1997.
       Stofn til sérstakrar flýtifyrningar skal vera fyrnanlegt lausafé, mannvirki og eyðanleg náttúruauðæfi og aðrar þær eignir sem greinir í 1., 2. og 3. tölul. 32. gr. Ekki er þó heimilt að fyrna fólksbifreiðar samkvæmt ákvæði þessu.
       Einungis er heimilt að fyrna þann hluta fjárfestingar í umræddum eignum sem eignfærður hefur verið á árunum 1994 og 1995, en ekki á öðrum árum þó að fjárfest hafi verið í eignunum fyrir það tímamark.
       Hundraðshluti fyrningar hverrar eignar samkvæmt ákvæði þessu skal árlega vera að hámarki sá sami og greinir í 38. gr. Heimilt er að fyrna samkvæmt ákvæði þessu í þrjú ár. Færist þannig reiknuð fyrning til viðbótar öðrum fyrningum umræddra eigna og til lækkunar stofnverði þeirra, sbr. þó 45. gr. um niðurlagsverð.
 3. Fyrna má sérstakri fyrirframfyrningu þær eignir sem greinir í 3. mgr. a-liðar en ekki hafa verið teknar í notkun í lok reikningsáranna 1994 og 1995. Sömu fyrningarhlutföll og sami fyrningartími og þar greinir á við um þessar eignir.
 4. Ekki má mynda rekstrartap vegna fyrninga samkvæmt ákvæði þessu og ekki má nota þær til þess að fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum.
II.
Um varasjóð sem myndaður hefur verið samkvæmt skattalögum.
     Tekjufæra skal að vali skattaðila á árunum 1994 til og með 1998 varasjóð sem myndaður hefur verið samkvæmt skattalögum og enn kann að vera fyrir hendi hjá lögaðilum. Á móti tekjufærslu varasjóðs á hverju ári samkvæmt þessu ákvæði er heimilt að fyrna eignir, sbr. 32. gr., um fjárhæð jafna tekjufærðum varasjóði á árinu. Einnig er heimilt að fyrna um fjárhæð jafna tekjufærðum varasjóði á árinu sérstakri fyrirframfyrningu þá varanlegu rekstrarfjármuni sem ætlaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri, sbr. 32. gr., en hafa ekki verið teknir í notkun í lok viðkomandi reikningsárs.
III.
Sérstakur tekjuskattur manna.
     Á tekjuskattsstofn manna, eins og hann er ákvarðaður samkvæmt lögum þessum, skal á árinu 1996 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
     Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 2.700.000 kr., eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 5.400.000 kr., skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
     Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 2.700.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé annað hjóna hins vegar undir 2.700.000 kr. í tekjuskattsstofni reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
     Fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á álagningarárinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
     Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
IV.
Fyrirframgreiðsla manna á sérstökum tekjuskatti.
     Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1996 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1995. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1995 vegna tekna á árinu 1994 umfram 2.700.000 kr. hjá einstaklingi og 5.400.000 kr. hjá hjónum.
     Fjárhæðir skv. 1. mgr. skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á árinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
     Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar skal kveða nánar á í reglugerð.
     Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. eða 2. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úrskurðar lækkun greiðsluskyldunnar.
     Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
     Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið of há og skal mismunurinn taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er við upphaf fyrirframgreiðsluskyldu og 1. júlí á álagningarári.

Samþykkt á Alþingi 30. desember 1994.