Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 205, 120. löggjafarþing 126. mál: sveitarstjórnarlög (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga).
Lög nr. 123 22. nóvember 1995.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 109. gr. laganna, sbr. lög nr. 20/1994, skal um atkvæðagreiðslu um sameiningu sex sveitarfélaga á Vestfjörðum 2. desember 1995 gilda eftirfarandi:
     Hljóti tillaga samstarfsnefndar skv. 108. gr. ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en þó meiri hluta greiddra atkvæða í a.m.k. 2/ 3 þeirra og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/ 3 íbúa á svæðinu, er viðkomandi sveitarstjórnum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameininguna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. nóvember 1995.