Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1142, 121. löggjafarþing 381. mál: félagsþjónusta sveitarfélaga (félagsmálanefndir, ráðgjöf, fjárhagsaðstoð o.fl.).
Lög nr. 34 16. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. lög nr. 31/1994 og 130/1995.


1. gr.

     Á eftir orðunum „þremur fulltrúum hið fæsta“ í 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: en þó a.m.k. fimm fulltrúum ef félagsmálanefnd eru falin verkefni barnaverndarnefndar.

2. gr.

     Orðin „og skal a.m.k. einn þeirra eiga sæti í félagsmálanefnd“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Orðin „á vettvangi byggðasamlaga“ í 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     15. gr. laganna orðast svo:
     Erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili í landinu skal í sérstökum tilvikum veitt fjárhagsaðstoð hér á landi. Aðstoð skal veitt af dvalarsveitarfélagi að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið, enda hafi áður verið leitað eftir aðstoð frá heimalandi. Félagsmálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur um aðstoð samkvæmt ákvæði þessu.
     Ríkissjóður skal endurgreiða sveitarfélagi veitta aðstoð vegna erlendra ríkisborgara í eftirfarandi tilvikum:
  1. Aðstoð við erlenda ríkisborgara sem ekki eiga lögheimili í landinu, sbr. 1. mgr.
  2. Aðstoð við erlenda ríkisborgara skv. 12.–13. gr. laganna sem átt hafa lögheimili í landinu skemur en tvö ár.


5. gr.

     Orðin „leitast við að“ í 16. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef sveitarfélag ræður starfsmann skal hann hafa viðhlítandi menntun.

7. gr.

     21. gr. laganna orðast svo:
     Sveitarstjórn skal setja reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar, sbr. 2. mgr., að fengnum tillögum félagsmálanefndar.
     Félagsmálanefnd metur þörf og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr.
     Fjárhagsaðstoð er aldrei skylt að veita lengra aftur í tímann en fjóra mánuði frá því að umsókn er lögð fram.

8. gr.

     2. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
     Félagsmálanefnd er óheimilt að breyta styrk í lán nema viðkomandi óski þess.

9. gr.

     25. gr. laganna fellur brott og breytist töluröð annarra greina til samræmis við það.

10. gr.

     Við 30. gr. laganna (verður 29. gr.) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Heimilt er sveitarstjórn að taka gjald fyrir heimaþjónustu samkvæmt gjaldskrá.

11. gr.

     2. mgr. 34. gr. laganna (verður 33. gr.) fellur brott.

12. gr.

     Í stað orðanna „svæðisstjórna fatlaðra“ í 3. mgr. 45. gr. laganna (verður 44. gr.) kemur: svæðisskrifstofa málefna fatlaðra.

13. gr.

     49. gr. laganna fellur brott og breytist töluröð annarra greina til samræmis við það.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna (verður 54. gr.):
  1. Í stað orðanna „svæðisstjórn um málefni fatlaðra“ kemur: svæðisskrifstofu málefna fatlaðra.
  2. Í stað orðanna „lög um málefni fatlaðra, nr. 41/1983“ kemur: lög um málefni fatlaðra, nr. 59/1992.


15. gr.

     Í stað orðanna „66. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 65. gr. laganna (verður 63. gr.) kemur: 64. gr.

16. gr.

     Við 66. gr. laganna (verður 64. gr.) bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Greiðslu fjárhagsaðstoðar aftur í tímann, sbr. 3. mgr. 21. gr.

17. gr.

     Á eftir 67. gr. laganna (verður 65. gr.) kemur nýr kafli, XVIII. kafli, Ýmis ákvæði, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
     Veitt aðstoð til íslenskra ríkisborgara hjá umboðsmönnum ríkisins erlendis og kostnaður við heimferð greiðist úr ríkissjóði. Félagsmálaráðherra er heimilt að setja reglur um aðstoð samkvæmt ákvæði þessu.

18. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1997.