Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1148, 125. löggjafarþing 501. mál: Íslensk málnefnd (tengsl við Háskóla Íslands, forstöðumaður).
Lög nr. 44 16. maí 2000.

Lög um breyting á lögum nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Íslensk málnefnd er málræktar- og málverndarstofnun og rekur Íslenska málstöð.

2. gr.

     4. gr. laganna, sbr. 121. gr. laga nr. 83/1997, orðast svo:
     Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Íslenskrar málstöðvar til fimm ára í senn. Forstöðumaður skal hafa lokið meistaraprófi eða jafngildu prófi í íslenskri málfræði. Leita skal álits Íslenskrar málnefndar um umsækjendur um stöðu forstöðumanns.
     Forstöðumaður ræður annað starfsfólk. Hann stjórnar daglegum rekstri málstöðvarinnar og gefur ráðherra árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 2000.