Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1357, 121. löggjafarþing 189. mál: sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Lög nr. 83 27. maí 1997.

Lög um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


I. KAFLI
FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands.

1. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Forsætisráðherra felur starfsmanni forsætisráðuneytis að gegna störfum ritara ráðherrafunda.

2. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra kveður á um skiptingu ráðuneytis í skrifstofur og starfsdeildir eftir verkefnum.

3. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Skrifstofu ráðuneytis stýrir skrifstofustjóri og starfsdeild deildarstjóri undir umsjón ráðuneytisstjóra.
 3. 2. mgr. fellur brott.
 4. 3. mgr. orðast svo:
 5.      Nú er starfsmaður ráðuneytis ráðinn deildarstjóri og þarf þá eigi að auglýsa stöðuna sem hann er fluttur í.


4. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Heimilt er þó ráðherra að ráða starfsmenn í ráðuneyti undir öðrum starfsheitum.

5. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra til fimm ára í senn.
     Aðrir starfsmenn ráðuneytis eru ráðnir.

6. gr.

     Í stað orðsins „deildarstjóri“ í 14. gr. laganna kemur: skrifstofustjóri.

Breyting á lögum nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun.

7. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Stofnunin nefnist Þjóðhagsstofnun og heyrir undir forsætisráðherra. Ráðherra skipar forstjóra hennar til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 64/1985, um Byggðastofnun.

8. gr.

     1. tölul. 5. gr. laganna fellur brott og breytist röð annarra liða í samræmi við það.

9. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Forsætisráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn til að annast daglega stjórn stofnunarinnar.

10. gr.

     2. málsl. 6. tölul. 7. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna.

11. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar umboðsmann barna til fimm ára í senn.

II. KAFLI
DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 94/1962, um almannavarnir, með síðari breytingu.

12. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. mgr. 6. gr. laganna eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 85/1985:
 1. 1. málsl. orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra almannavarnaráðs til fimm ára í senn að fengnum tillögum ráðsins.
 2. 2. málsl. orðast svo: Framkvæmdastjóri ræður annað starfslið.
 3. Í stað orðsins „skipaður“ í 4. málsl. kemur: ráðinn.


13. gr.

     Í stað orðsins „skipar“ í 1. málsl. 4. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 85/1985, kemur: ræður.

Breyting á lögum nr. 25/1967, um Landhelgisgæslu Íslands.

14. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn til þess að stjórna Landhelgisgæslunni, svo og til að vera ráðherra til aðstoðar um allt er lýtur að málefnum hennar.

15. gr.

     Í stað orðanna „ lög nr. 56/1963 og lög nr. 82/1961, V. kafli“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: lög um lögreglumenn og lög um meðferð opinberra mála.

Breyting á lögum nr. 56/1972, um lögreglumenn.

16. gr.

     Við 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna bætist: til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 75/1973, um Hæstarétt Íslands, með síðari breytingu.

17. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 39/1994, orðast svo: Forseti Íslands skipar hæstaréttardómara ótímabundið.

18. gr.

     1. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 67/1982, orðast svo:
     Forseti Hæstaréttar skipar dóminum ritara til fimm ára í senn og ræður sérfróða aðstoðarmenn og annað starfslið.

Breyting á lögum nr. 18/1975, um trúfélög.

19. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Hann skal hafa almenn hæfisskilyrði til opinberra starfa, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Breyting á lögum nr. 108/1976, um rannsóknarlögreglu ríkisins, með síðari breytingu.

20. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 5/1978:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Ráðherra skipar yfirmann rannsóknarlögreglu ríkisins til fimm ára í senn og nefnist hann rannsóknarlögreglustjóri ríkisins.
 3. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar jafnframt vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins til fimm ára í senn.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      Ráðherra skipar lögreglumenn rannsóknarlögreglunnar til fimm ára í senn. Rannsóknarlögreglustjóri ræður annað starfslið, þar á meðal löglærða deildarstjóra og/eða fulltrúa.


Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingu.

21. gr.

     3. mgr. 114. gr. laganna, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 12/1992, orðast svo:
     Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Umferðarráðs til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar þess.

Breyting á lögum nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist.

22. gr.

     1. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra fangelsismálastofnunar til fimm ára í senn.

23. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstöðumann fangelsis til fimm ára í senn.

24. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fangaverði til fimm ára í senn, en forstöðumaður stofnunar ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, með síðari breytingu.

25. gr.

     1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar héraðsdómara ótímabundið.

26. gr.

     Á eftir orðinu „héraðsdómstól“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 80/1995, kemur: til fimm ára í senn.

27. gr.

     1. málsl. 14. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar sýslumenn til fimm ára í senn.

28. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „skipa“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ráða.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sýslumaður.


Breyting á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála.

29. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hann skal skipaður af ráðherra ótímabundið og fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt.
 2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Honum til aðstoðar eru vararíkissaksóknari og saksóknarar sem ráðherra skipar til fimm ára í senn.
 3. Í stað orðanna „dómsmálaráðherra eftir tillögu ríkissaksóknara“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: ríkissaksóknari.


Breyting á lögum nr. 84/1996, um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, með síðari breytingum.

30. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Hann skal skipaður af ráðherra ótímabundið og fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt.
 2. Við 2. málsl. 3. mgr. bætist: til fimm ára í senn.


Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996.

31. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Forseti Íslands skipar“ í 1. mgr. kemur: Ráðherra skipar til fimm ára í senn.
 2. Aftan við orðið „lögreglustarfa“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: til fimm ára í senn.


32. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 37. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar skólastjóra Lögregluskóla ríkisins til fimm ára í senn.
 2. Við 2. mgr. bætist: til fimm ára í senn.


III. KAFLI
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingu.

33. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 20. gr. laganna, sbr. a-lið 5. gr. laga nr. 75/1996:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Ráðherra ræður einnig vararíkissáttasemjara og skal hann fullnægja sömu skilyrðum og ríkissáttasemjari.
 3. Í stað orðsins „skipað“ í 4. mgr. kemur: tilnefnt.


Breyting á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

34. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 76. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Ráðherra skipar forstjóra Vinnueftirlits ríkisins til fimm ára í senn og setur honum erindisbréf, hvort tveggja að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
 3. Orðin „með samþykki stjórnar hennar“ í 3. mgr. falla brott.


Breyting á lögum nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

35. gr.

     Í stað 1. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Jafnréttisráð hefur skrifstofu og skipar ráðherra framkvæmdastjóra þess til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál.

36. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins.

37. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: fimm.

IV. KAFLI
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak.

38. gr.

     1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til fimm ára í senn. Forstjóri ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 103/1974, um lántökur ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja.

39. gr.

     Í stað orðanna „ III. kafla laga nr. 38/1954“ í 6. gr. laganna kemur: lögum.

Breyting á lögum nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingu.

40. gr.

     7. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 51/1994, orðast svo:
     Fasteignamat ríkisins starfar undir stjórn forstjóra sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Forstjóri ræður starfsfólk og kaupir sérfræðilega aðstoð eftir því sem nauðsyn ber til og heimildir fjárlaga hverju sinni segja til um.

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

41. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 86. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skattstjóra til fimm ára í senn.

42. gr.

     Í stað orðsins „skipa“ í 1. málsl. 1 mgr. 87. gr. laganna kemur: ráða.

43. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 88. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar ríkisskattstjóra til fimm ára í senn.
 2. 2. mgr., eins og henni var breytt með 13. gr. laga nr. 111/1992, orðast svo:
 3.      Þá ræður ráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum og ríkisskattstjóri.


44. gr.

     1. málsl. 89. gr. laganna, eins og henni var breytt með 14. gr. laga nr. 111/1992, orðast svo: Ráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 51/1985, um ríkislögmann.

45. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar ríkislögmann til fimm ára í senn.

46. gr.

     Orðin „allt að þrír“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

Breyting á lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup.

47. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjögurra“ í fyrri málslið kemur: fimm.
 2. Síðari málsliður orðast svo: Forstjóri ræður starfslið stofnunarinnar.


Breyting á tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingu.

48. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 31. gr. laganna, eins og henni var breytt með a-lið 17. gr. laga nr. 69/1996:
 1. Á eftir orðinu „ríkistollstjóra“ í 1. mgr. kemur: til fimm ára í senn.
 2. Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. kemur: Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Ríkistollstjóri ræður aðra starfsmenn embættisins og skiptir með þeim verkum.


49. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 36. gr. laganna, eins og henni var breytt með f-lið 17. gr. laga nr. 69/1996:
 1. Á eftir orðinu „Reykjavík“ í 2. mgr. kemur: til fimm ára í senn.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Tollstjórar ráða aðra tollstarfsmenn og skipta með þeim störfum og starfa þeir í umboði og á ábyrgð viðkomandi tollyfirvalds.


Breyting á lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

50. gr.

     1. málsl. 8. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra Lánasýslu ríkisins til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

51. gr.

     1.–3. tölul. 7. mgr. ákvæðis laganna til bráðabrigða falla brott.

V. KAFLI
HAGSTOFA ÍSLANDS
Breyting á lögum nr. 24/1913, um hagstofu Íslands, með síðari breytingu.

52. gr.

     5. gr. laganna, eins og henni var breytt með 8. gr. laga nr. 71/1919, orðast svo:
     Hagstofunni stýrir hagstofustjóri skipaður af ráðherra til fimm ára í senn.

VI. KAFLI
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI
Breyting á áfengislögum, nr. 82/1969.

53. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 26. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar áfengisvarnaráðunaut til fimm ára í senn.
 2. Í stað orðsins „ríkisstjórnin“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðanna „kjarasamninga opinberra starfsmanna“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


Breyting á lögum nr. 35/1980, um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

54. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára að fengnum tillögum stjórnar. Framkvæmdastjóri ræður yfirlækni, að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, og aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 18/1984, um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra.

55. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar yfirlækni til fimm ára í senn að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Yfirlæknir ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 117/1985, um geislavarnir.

56. gr.

     1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstöðumann stofnunarinnar til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar.

57. gr.

     3. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Forstöðumaður ræður starfsfólk stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu.

58. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Ráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn.
 2. 2. málsl. orðast svo: Hann skal vera embættislæknir eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.
 3. Í stað orðsins „skipar“ í 3. málsl. kemur: ræður.


59. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna, eins og henni var breytt með 7. gr. laga nr. 148/1994:
 1. Í stað orðsins „fjögurra“ í 1., 2. og 4. málsl. 2. mgr. kemur: fimm.
 2. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skulu héraðslæknar vera embættislæknar eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.
 3. Í stað orðsins „fjögurra“ í 3. mgr. kemur: fimm.


60. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. 5., 6. og 8. málsl. 3. mgr. falla brott.
 2. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
 3.      Ráðherra skipar þá framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva sem gegna fullu starfi til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna stöðvanna og hafa þeir sömu skyldur og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr., sbr. og 8. mgr. 30. gr. Fer um mat á hæfni þeirra skv. 30. gr.


61. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Þar sem ekki er skipaður framkvæmdastjóri í fullt starf ráða stjórnir heilsugæslustöðva starfslið stöðvanna og fer um laun þeirra samkvæmt kjarasamningum við opinbera starfsmenn.

62. gr.

     Í 6. mgr. 29. gr. laganna falla brott orðin „yfirlæknum, hjúkrunarforstjórum og“.

63. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. Í stað 4. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Við ríkisspítalana skal starfa einn forstjóri skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnarnefndar. Ráðherra ræður meðlimi framkvæmdastjórnar ríkisspítalanna samkvæmt stjórnskipulagi ríkisspítala.
 2. Í stað orðsins „ráða“ í 4. málsl. 6. mgr. kemur: skipa.
 3. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Framkvæmdastjórar sjúkrahúsa ríkisins eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna sjúkrahúsanna.
 4. Við 7. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra staðfestir stjórnskipulag ríkisspítala að fengnum tillögum stjórnarnefndar og forstjóra.
 5. 8. mgr. orðast svo:
 6.      Forstjóri ríkisspítala skv. 1. mgr. og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 3. mgr. ráða annað starfslið sjúkrahúsa ríkisins. Um ákvörðun launa fer samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


64. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skipaðir af ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á.
 2. Í stað orðanna „skipaðir af ráðherra“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á.
 3. Í stað orðsins „Skipa“ í 5. mgr. kemur: Ráða.


Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar.

65. gr.

     Í stað 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fimm ára í senn og ræður tryggingayfirlækni, hvorn um sig að fengnum tillögum tryggingaráðs. Forstjóri ræður aðra starfsmenn.

66. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

VII. KAFLI
IÐNAÐARRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, með síðari breytingu.

67. gr.

     50. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, orðast svo:
     Ráðherra skipar forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi. Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar.

68. gr.

     2. mgr. 55. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, orðast svo:
     Ráðherra ákveður deildaskiptingu í rannsóknastofnunum. Forstjóri ræður deildarstjóra viðkomandi stofnunar. Deildarstjórar og sérfræðingar skulu hafa lokið meistaraprófi eða öðrum hliðstæðum háskólaprófum í fræðigrein sinni. Þó skal forstjóra heimilt að víkja frá þessu ákvæði hafi umsækjandi á annan hátt sannað vísindalega hæfni sína.

Breyting á orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingu.

69. gr.

     1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Orkustofnunar til fimm ára í senn.

70. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Orkumálastjóri ræður fasta starfsmenn Orkustofnunar.
 2. Í 2. málsl. falla brott orðin „nr. 55/1962“.


71. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 60. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 53/1985:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra Rafmagnsveitna ríkisins til fimm ára í senn.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Rafmagnsveitustjóri ríkisins ræður fasta starfsmenn.
 3. Í 2. málsl. 2. mgr. falla brott orðin „nr. 55/1962“.


Breyting á lögum nr. 41/1978, um Iðntæknistofnun Íslands.

72. gr.

     Í stað orðsins „4ra“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: fimm.

73. gr.

     1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Forstjóri ræður framkvæmdastjóra aðaldeilda.

74. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Orðin „í umboði stjórnar og“ í 1. mgr. falla brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Starfslið stofnunarinnar skal ýmist ráðið ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti eða til ákveðins tíma, t.d. til ákveðinna verkefna.


VIII. KAFLI
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 91/1936, um garðyrkjuskóla ríkisins.

75. gr.

     1. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skólastjóra garðyrkjuskóla ríkisins til fimm ára í senn og ræður hann kennara og annað starfslið skólans.

Breyting á lögum nr. 3/1955, um skógrækt.

76. gr.

     2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skógræktarstjóra til fimm ára er annast framkvæmd þessara mála.

77. gr.

     1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Skógræktarstjóri ræður skógarverði.

Breyting á lögum nr. 17/1965, um landgræðslu, með síðari breytingum.

78. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 54/1975 og 8. gr. laga nr. 73/1996:
 1. Við 1. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
 2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Landgræðslustjóri ræður fulltrúa landgræðslustjóra og skulu þeir fullnægja hliðstæðum menntunarskilyrðum.


79. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Landgræðslustjóra er heimilt að ráða landgræðsluverði sér til aðstoðar.

Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, með síðari breytingu.

80. gr.

     1. og 2. málsl. 32. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi.

Breyting á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingu.

81. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 86. gr. laganna, eins og henni var breytt með 6. gr. laga nr. 63/1994, orðast svo: Ráðherra skipar veiðimálastjóra til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 55/1978, um búnaðarfræðslu.

82. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar skólastjóra til fimm ára í senn og hafa þeir á hendi stjórn skóla, skólabús, rannsókna og annarrar starfsemi skólans.

83. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Skólastjóri ræður fasta kennara og stundakennara.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Ráða má bústjóra við skólabúin með sömu kjörum og kennara, enda hafi þeir sambærilega menntun.


84. gr.

     1. og 2. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
     Skólastjóri ræður fasta kennara sem fullnægja skulu sömu kröfum og gerðar eru til háskólakennara og njóta sömu kjara.
     Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið.

Breyting á lögum nr. 77/1981, um dýralækna, með síðari breytingu.

85. gr.

     1. mgr. 5. gr. laganna, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 54/1989, orðast svo:
     Ráðherra skipar yfirdýralækni, héraðsdýralækna og dýralækni fisksjúkdóma til fimm ára í senn.

86. gr.

     Í stað orðsins „launalögum“ í 3. málsl. 16. gr. laganna, eins og henni var breytt með 41. gr. laga nr. 108/1988, kemur: ákvörðun kjaranefndar.

Breyting á lögum nr. 63/1989, um Hagþjónustu landbúnaðarins.

87. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, 3. mgr., er orðast svo:
     Ráðherra skipar forstöðumann til fimm ára í senn.

88. gr.

     1. tölul. 4. gr. laganna fellur brott og breytist röð annarra töluliða í samræmi við það.

Breyting á lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

89. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna koma tveir málsliðir sem orðast svo: Skal það nefnast aðfangaeftirlit og skipar ráðherra forstöðumann þess til fimm ára í senn. Forstöðumaður hefur á hendi umsjón með framkvæmd laga þessara og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.

IX. KAFLI
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI
Breyting á íþróttalögum, nr. 49/1956.

90. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 38/1965, um Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

91. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. 3. mgr. orðast svo:
 2.      Skólastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum skólastjórnar. Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.
 3. 4. mgr. fellur brott.


92. gr.

     1. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

93. gr.

     11. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 24/1970, um æskulýðsmál.

94. gr.

     4. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 65/1972, um Íþróttakennaraskóla Íslands.

95. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Skólastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans skulu ráðnir af skólastjóra.
 3. Í stað orðsins „skipaður“ í 2. mgr. kemur: ráðinn.


96. gr.

     2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

97. gr.

     1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Launakjör skjólastjóra skulu ákveðin samkvæmt lögum um kjaranefnd. Launakjör kennara og annarra fastra starfsmanna skulu ákveðin samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Breyting á lögum nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands.

98. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra fer með yfirstjórn skólans og skipar skólanefnd. Ráðherra skipar rektor til fimm ára í senn.

99. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Enn fremur ræður hann kennara og annað starfsfólk skólans.

100. gr.

     Í stað orðsins „skipa“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráða.

Breyting á lögum nr. 70/1972, um Stofnun Árna Magnússonar.

101. gr.

     2. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Þeir skulu ráðnir af forstöðumanni.

Breyting á lögum nr. 10/1973, um Fósturskóla Íslands.

102. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Ráðherra skipar skólastjóra til fimm ára í senn. Skólastjóri ræður kennara og aðra starfsmenn.
 3. 3. mgr. fellur brott.


Breyting á lögum nr. 37/1975, um Leiklistarskóla Íslands.

103. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Við skólann starfar skólastjóri sem skipaður skal af ráðherra til fimm ára í senn.
 2. 4. málsl. orðast svo: Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.


Breyting á lögum um almenningsbókasöfn, nr. 50/1976.

104. gr.

     2. og 3. málsl. 10. gr. laganna falla brott.

Breyting á lögum nr. 58/1978, um Þjóðleikhús.

105. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „ræður þjóðleikhússtjóra til fjögurra ára í senn“ í 1. mgr. kemur: skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Skipaður skal maður með staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Starfið skal auglýsa samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Endurnýja má skipun þjóðleikhússtjóra einu sinni til næstu fimm ára, ef meiri hluti þjóðleikhúsráðs mælir með því. Ella skal skipa annan þjóðleikhússtjóra, eftir að starfið hefur verið auglýst að nýju og að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs.


106. gr.

     Í stað orðanna „menntamálaráðuneytið skipar“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: þjóðleikhússtjóri ræður.

107. gr.

     Í stað orðsins „ráðinn“ í 2. málsl. 10. gr. laganna kemur: skipaður.

108. gr.

     Í stað orðsins „ráðinn“ í 1. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: skipaður.

Breyting á lögum nr. 35/1982, um Blindrabókasafn Íslands.

109 gr.

     3. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Forstöðumaður Blindrabókasafns ræður starfslið stofnunarinnar.

110. gr.

     Í stað orðsins „þriggja“ í 3. málsl. 6. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 94/1984, um kvikmyndamál.

111. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar framkvæmdastjóra sjóðsins til fimm ára í senn, að fengnum tillögum sjóðstjórnar. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk.

Breyting á lögum nr. 40/1985, um Þroskaþjálfaskóla Íslands.

112. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „fastráðna kennara“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólastjórnar.
 2. 3. mgr. orðast svo:
 3.      Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.


Breyting á lögum nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands.

113. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. 4. mgr. orðast svo:
 2.      Ráðherra skipar þjóðskjalavörð til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjórnarnefndar safnsins. Þjóðskjalavörður annast daglegan rekstur og stjórn safnsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við.
 3. 5. mgr. orðast svo:
 4.      Þjóðskjalavörður ræður skjalaverði og aðra fasta starfsmenn. Við safnið starfi skjalfræðingur eða sagnfræðingur með skjalfræðimenntun.


Breyting á útvarpslögum, nr. 68/1985.

114. gr.

     1. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar útvarpsstjóra til fimm ára í senn. Útvarpsstjóri annast rekstur Ríkisútvarpsins, sér um fjárreiður þess og semur ár hvert fjárhagsáætlun þess.

115. gr.

     Í stað orðsins „skipaðir“ í 2. málsl. 6. mgr. 21. gr. laganna kemur: ráðnir.

Breyting á lögum nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, með síðari breytingu.

116. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna, eins og henni var breytt með 71. gr. laga nr. 87/1989, fellur brott.

117. gr.

     Í stað orðanna „námsstjóri tónmennta í grunnskólum, skipaður án tilnefningar, námsstjóri tónlistarfræðslunnar, skipaður án tilnefningar, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: tveir fulltrúar án tilnefningar og er annar þeirra formaður nefndarinnar.

Breyting á lögum nr. 50/1986, um Rannsóknadeild fisksjúkdóma.

118. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði ræður deildarstjóra Rannsóknadeildar fisksjúkdóma, sbr. lög nr. 67/1990.

Breyting á lögum nr. 58/1988, um Listasafn Íslands.

119. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ræður“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skipar.
 2. Í stað orðsins „Ráðinn“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Skipaður.
 3. Í stað orðsins „ráðningu“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: skipun.
 4. Í stað orðsins „ráðningar“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: skipunar.


120. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Forstöðumaður ræður nauðsynlegt starfslið.

Breyting á lögum nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd.

121. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Forstöðumaður ræður annað starfsfólk. Hann stjórnar daglegum rekstri málstöðvarinnar, gefur árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar og leysir af hendi önnur þau verkefni sem málnefndin felur honum.
 3. 3. mgr. fellur brott.


Breyting á lögum nr. 58/1990, um launasjóð stórmeistara í skák.

122. gr.

     Orðin „nr. 38/1954“ í 5. gr. laganna falla brott.

Breyting á lögum nr. 67/1990, um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

123. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
 1. 3. málsl. fellur brott.
 2. 4. málsl. orðast svo: Um ráðningu hans fer eins og segir í háskólalögum um prófessora.


124. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Menntamálaráðherra skipar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Forstöðumaður ræður.
 2. Orðin „forstöðumanns og“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðsins „þriggja“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: tveggja.


Breyting á lögum nr. 129/1990, um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

125. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Forstöðumaður ræður annað starfsfólk.

Breyting á lögum nr. 131/1990, um Háskóla Íslands.

126. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skipaðir prófessorar í starfi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: prófessorar sem ráðnir eru ótímabundið í fullt starf.
 2. Í stað orðanna „fastráðnir eru eða settir til fulls starfs“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ráðnir eru í fullt starf.
 3. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú er háskólakennari í orlofi og annar maður er ráðinn til að gegna starfi hans tímabundið og fer hann þá með atkvæðisrétt þess sem í orlofi er.
 4. Í stað orðsins „kennaraembætti“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: kennarastarf.


127. gr.

     Í stað orðsins „kennaraembætti“ í 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: kennarastarfi.

128. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Þegar sérstaklega stendur á getur menntamálaráðherra, samkvæmt tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísindamanni að taka við prófessorsstarfi við háskólann án þess að það sé auglýst laust til umsóknar. Á sama hátt getur rektor boðið vísindamanni að taka við lektors- eða dósentsstarfi.

129. gr.

     Í stað orðanna „menntamálaráðherra veitir lausn“ í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: fær lausn.

130. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „undan stöðu sinni“ í fyrri málslið kemur: frá starfi sínu.
 2. Í stað orðsins „stöðuna“ í síðari málslið kemur: starfið.


131. gr.

     Í stað orðsins „stöðuna“ í 4. málsl. 19. gr. laganna kemur: starfið.

132. gr.

     37. gr. laganna orðast svo:
     Ný prófessorsstörf verða stofnuð með ákvörðun menntamálaráðherra, að fengnum tillögum háskólaráðs og háskóladeildar. Önnur ný kennarastörf verða stofnuð með ákvörðun rektors, að fengnum tillögum háskóladeildar.

133. gr.

     Í stað orðanna „slíkar stöður“ í 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: slík störf.

134. gr.

     Í stað orðanna „Kennaraembætti og kennarastöður“ í heiti VIII. kafla laganna kemur: Kennarastörf.

Breyting á lögum nr. 76/1993, um Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála.

135. gr.

     Í stað orðsins „ráðinn“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: skipaður.

Breyting á lögum nr. 61/1994, um Rannsóknarráð Íslands.

136. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 71/1994, um Landsbókasafn – Háskólabókasafn.

137. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar landsbókavörð til fimm ára í senn.

138. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
 1. Orðin „til sex ára í senn“ í 1. málsl. falla brott.
 2. 2. málsl. fellur brott.


X. KAFLI
SAMGÖNGURÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 119/1950, um stjórn flugmála, með síðari breytingu.

139. gr.

     2. gr. laganna, sbr. lög nr. 26/1954, orðast svo:
     Ráðherra skipar flugmálastjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri veitir Flugmálastjórn Íslands forstöðu og annast daglega stjórn hennar undir yfirstjórn samgönguráðherra. Í erindisbréfi flugmálastjóra, er ráðherra setur að fengnum tillögum flugráðs, skal nánar kveðið á um störf hans.
     Ráðherra ræður framkvæmdastjóra að fengnum tillögum flugmálastjóra og flugráðs. Flugmálastjóri ræður aðra starfsmenn Flugmálastjórnar.
     Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með framkvæmdarvald samkvæmt lögum um loftferðir og öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum á sviði flugmála.

Breyting á vegalögum, nr. 45/1994.

140. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Til að stjórna framkvæmdum í þessum málum skipar ráðherra vegamálastjóra til fimm ára í senn og veitir hann Vegagerðinni forstöðu. Ráðherra ræður aðstoðarvegamálastjóra að fengnum tillögum vegamálastjóra. Vegamálastjóri ræður aðra starfsmenn Vegagerðarinnar.

Breyting á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.

141. gr.

     1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Að fenginni umsögn Ferðamálaráðs skipar ráðherra ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Ferðamálastjóri annast daglega stjórn Ferðamálaráðs samkvæmt því sem ráðið ákveður.

XI. KAFLI
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, með síðari breytingu.

142. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 13. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 72/1984:
 1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
 2. Í stað orðsins „skipar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ræður.
 3. Í stað 3. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Forstjóri og aðstoðarforstjórar skulu hafa lokið háskólaprófi. Annar aðstoðarforstjórinn skal vera sérfróður á sviði stjórnunar og rekstrar.
 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar.


143. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn og ræður aðstoðarforstjóra, hvort tveggja að fengnum tillögum stjórnar. Ráðherra ræður forstöðumenn sviða að fengnum tillögum stjórnar og forstjóra. Forstjóri ræður annað starfsfólk. Hann skal hafa lokið háskólaprófi. Ráðherra ákveður stjórnskipulag Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

Breyting á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu.

144. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar forstöðumann Fiskistofu, fiskistofustjóra, til fimm ára í senn.

XII. KAFLI
UMHVERFISRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 30/1985, um Veðurstofu Íslands.

145. gr.

     2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Veðurstofustjóri ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingu.

146. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 14. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 70/1995:
 1. Í stað orðsins „fjögurra“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: fimm.
 2. 5. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þeir skulu ráðnir af framkvæmdastjóra.


Breyting á lögum nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.

147. gr.

     4. málsl. 7. gr. laganna orðast svo: Forstjóri ræður deildarstjóra og sérfræðinga.

Breyting á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

148. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar veiðistjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar um villt dýr.

Breyting á lögum nr. 93/1996, um náttúruvernd.

149. gr.

     Orðin „í samráði við stjórn stofnunarinnar“ í 4. málsl. 4. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

150. gr.

     Fyrri málsliður 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Í hverjum þjóðgarði starfar þjóðgarðsvörður sem forstjóri Náttúruverndar ríkisins ræður.

XIII. KAFLI
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 39/1971, um utanríkisþjónustu Íslands.

151. gr.

     Í stað orðanna „sem til þess eru skipaðir“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: sem það er falið.

152. gr.

     Í stað orðsins „embættismanna“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: starfsmanna.

153. gr.

     9. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar til fimm ára í senn þá starfsmenn sem taldir eru í 1. og 2. flokki 8. gr. Heimilt er þó að skipa kjörræðismenn ótímabundið. Aðrir starfsmenn eru ráðnir.

154. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru skyldir til að starfa sem fulltrúar utanríkisþjónustunnar erlendis eða í utanríkisráðuneytinu samkvæmt ákvörðun ráðherra. Eigi þarf nýja skipun þótt embættismaður sé fluttur milli staða eða starfa innan sama flokks skv. 8. gr. en skipunartími hans framlengist við flutninginn til fimm ára í senn.

155. gr.

     Í stað orðsins „embættismenn“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: starfsmenn.

156. gr.

     Við 2. mgr. 14. gr. laganna bætist: þó er heimilt að víkja frá ákvæði 7. gr. þeirra laga að því er varðar embættismenn í 1. flokki 8. gr. þessara laga.

XIV. KAFLI
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI
Breyting á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands.

157. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: fimm.

158. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á samkeppnislögum nr. 8/1993.

159. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.

160. gr.

     Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 3. mgr. 50. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.

161. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna orðast svo: Bankastjórn ríkisviðskiptabanka skal skipuð þremur bankastjórum sem skulu eigi skipaðir til lengri tíma en fimm ára í senn.

XV. KAFLI
GILDISTAKA

162. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.