Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 983, 131. löggjafarþing 409. mál: almenn hegningarlög (vararefsing fésektar).
Lög nr. 21 22. mars 2005.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (vararefsing fésektar).


1. gr.

     4. mgr. 54. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 57/1997 og 10. gr. laga nr. 82/1998, orðast svo:
     Sekt allt að 300.000 krónum, sem ekki er ákveðin af dómstólum og sakborningur hefur skriflega gengist undir hjá lögreglustjóra, afplánast með fangelsi samkvæmt eftirfarandi töflu:
Sekt Vararefsing
0–29.999 kr. 2 dagar
30.000–59.999 kr. 4 dagar
60.000–89.999 kr. 6 dagar
90.000–119.999 kr. 8 dagar
120.000–149.999 kr. 10 dagar
150.000–179.999 kr. 12 dagar
180.000–209.999 kr. 14 dagar
210.000–239.999 kr. 16 dagar
240.000–269.999 kr. 18 dagar
270.000–300.000 kr. 20 dagar

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2005.