Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1446, 132. löggjafarþing 566. mál: þjóðskrá og almannaskráning (flutningur Þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins).
Lög nr. 51 14. júní 2006.

Lög um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Þjóðskrá annast almannaskráningu samkvæmt lögum þessum, útgáfu vottorða og skilríkja og annað það er lög mæla fyrir um.
     Dómsmálaráðherra fer með stjórn Þjóðskrár og skal hún rekin sem skrifstofa í dómsmálaráðuneytinu. Fjárreiður Þjóðskrár skulu vera algerlega greindar frá fjárreiðum ráðuneytisins.

2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Auk Þjóðskrár starfa sveitarstjórnir að almannaskráningu.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Orðið „þjóðskráin“ skal ritað með hástaf og sama orð með sama hætti hvarvetna annars staðar í lögunum (í viðeigandi beygingarfalli og án greinis).
 2. Í stað orðsins „Hagstofunnar“ í 3. tölul. kemur: dómsmálaráðuneytis.
 3. 6. tölul. orðast svo: að láta í té efnivið í mannfjöldaskýrslur Hagstofu Íslands, sbr. 4. mgr. 19. gr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Tilkynningar ljósmæðra til Þjóðskrár um fæðingar. Skýrslur presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga til Þjóðskrár um nafngjafir við skírnir eða nafngjafir án skírna, hjónavígslur og mannslát.
 2. Í stað orðsins „Hagstofunnar“ í 3. og 4. tölul. 1. mgr. kemur: Þjóðskrár.
 3. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Gögn dómsmálaráðuneytis um ættleiðingarleyfi, breytingar á ríkisfangi o.fl. í því sambandi.
 4. 6. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sérstakar upplýsingar sveitarstjórna, presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga, Útlendingastofnunar og annarra opinberra aðila um menn.
 5. Í stað orðsins „Hagstofan“ í 2. mgr. kemur: Þjóðskrá.


5. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Þjóðskrá getur krafist þess af opinberum aðilum að þeir láti henni í té skýrslur og upplýsingar sem hún þarfnast til starfsemi sinnar, enda séu þær á reiðum höndum. Þjóðskrá er heimilt að ákveða skilafresti í þessu sambandi.

6. gr.

     Í stað orðsins „Hagstofan“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Nú kemur það í ljós að prestur þjóðkirkjunnar eða forstöðumaður eða prestur skráðs trúfélags hefur vanrækt að gera lögboðna skýrslu til Þjóðskrár um nafngjöf við skírn eða nafngjöf án skírnar, hjónavígslu eða mannslát eða skýrsla um slíkt er fyrst látin í té að liðnum skilafresti, og varðar það þá sekt.
 3. 2. mgr. fellur brott.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Í janúarmánuði ár hvert sendir Þjóðskrá sveitarstjórnum og skattyfirvöldum eintak af íbúaskrá viðkomandi umdæmis 1. desember næsta ár á undan.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Sveitarstjórnir skulu fara yfir íbúaskrána eins fljótt og auðið er eftir móttöku hennar. Sveitarstjórn gerir athugasemdir um oftalda eða vantalda einstaklinga á henni samkvæmt nánari fyrirmælum Þjóðskrár. Að þessu loknu tilkynnir sveitarstjórn Þjóðskrá athugasemdir sínar um oftalda og vantalda einstaklinga.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Þjóðskrá sendir hlutaðeigandi skattyfirvaldi afrit af tilkynningum þeim sem hún sendir sveitarstjórn skv. 11.–13. gr. og breyta þessir aðilar íbúaskránni til samræmis. Sama gildir um aðrar breytingar sem Þjóðskrá tilkynnir þessum aðilum.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Sveitarstjórn skal tilkynna hlutaðeigandi skattyfirvaldi allar breytingar á íbúaskrá sem hún gerir skv. 4. mgr. 10. gr. og rita þessir aðilar þær á íbúaskrá.


10. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Iðgjöld til almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum, og sóknargjöld samkvæmt lögum um sóknargjöld o. fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum, skulu lögð á menn á sömu stöðum og tekjuskattur er á lagður eftir íbúaskrá 1. desember hvert ár, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 89. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

12. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Þjóðskrá veitir upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum sem dómsmálaráðherra setur.
     Þjóðskrá annast útgáfu fæðingarvottorða og hliðstæðra vottorða til opinberra nota, svo sem um búsetu, hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu og staðfestingu á dánardegi.
     Dómsmálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal ákvæði um skráningu og rekstur þjóðskrár, aðgang að skránni og innheimtu gjalds, svo sem fyrir útgáfu vottorða og skilríkja, aðgang að skránni og afnot af upplýsingum hennar.
     Hagstofu Íslands er heimilt að hagnýta þjóðskrá og gögn hennar til hagskýrslugerðar. Þjóðskrá skal láta Hagstofunni í té afrit af skránni og upplýsingar úr henni eftir því sem hún óskar og án þess að gjald komi fyrir. Þjóðskrá skal jafnframt aðstoða Hagstofuna eftir föngum við að finna nöfn og heimilisföng þátttakenda í úrtaksathugunum hennar. Hagstofunni er skylt að fara með skrána og önnur gögn tengd henni sem hagskýrslugögn sem um gildir trúnaður.

13. gr.

     Í stað orðsins „vélspjöldum“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: gögnum.

14. gr.

     22. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2006.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.