Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1300, 133. löggjafarþing 637. mál: varnir gegn landbroti (valdmörk milli ráðherra).
Lög nr. 31 23. mars 2007.

Lög um breytingu á lögum nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti.


1. gr.

     Við II. kafla laganna bætist ný grein er verður 9. gr. laganna og breytast númer annarra greina í samræmi við það. Greinin orðast svo ásamt fyrirsögn:
Breyting á vatnsfarvegi.
     Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. vatnalaga, nr. 20/2006, er fasteignareiganda heimilt að breyta vatnsfarvegi, víkka hann eða rétta, gera nýjan farveg eða önnur þau mannvirki í vatni eða við það sem nauðsynleg eru í því skyni að verja land eða landsnytjar gegn spjöllum af landbroti eða árennsli vatns.
     Nú þarf sá sem ætlar að ráðast í framkvæmdir skv. 1. mgr. afnot af fasteignum annarra manna og getur þá ráðherra veitt heimild til eignarnáms. Um bætur fer samkvæmt eignarnámsmati ef ekki semst með aðilum.
     Ráðherra er rétt að ráðast í framkvæmdir skv. 1. mgr. enda sé það gert til að verja fasteignir eða önnur mannvirki sem varða almannaheill. Landgræðsla ríkisins í samráði við Vegagerðina, eftir því sem við á, annast þær framkvæmdir sem ráðherra ákveður að ráðist skuli í. Heimilt er ráðherra að taka fasteignir eignarnámi í þessu skyni. Um bætur fer samkvæmt eignarnámsmati.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2007.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á vatnalögum, nr. 20/2006:
  1. 1. mgr. 22. gr. orðast svo:
  2.      Heimilt er fasteignareiganda að breyta vatnsfarvegi, víkka hann eða rétta, gera nýjan farveg eða önnur þau mannvirki í vatni eða við það sem nauðsynleg eru til vatnsveitugerðar, áveitugerðar, orkunýtingar o.s.frv.
  3. Í stað 1. mgr. 34. gr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
  4.      Iðnaðarráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum, nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum þessum.
         Landbúnaðarráðherra fer með leyfisveitingar skv. 14. gr.
  5. 2. mgr. 35. gr. orðast svo:
  6.      Ekki er þó skylt að senda tilkynningu skv. 1. mgr. þegar Landbúnaðarstofnun er send skrifleg umsókn um framkvæmd í eða við veiðivatn skv. V. kafla laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði. Landbúnaðarstofnun skal þegar henni berst umsókn um leyfi fyrir framkvæmdum þegar í stað senda Orkustofnun afrit af öllum slíkum umsóknum. Þá er heldur ekki skylt að senda tilkynningu skv. 1. mgr. þegar Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með gerð fyrirhleðslna á grundvelli laga um varnir gegn landbroti, nr. 91/2002, með síðari breytingum.


Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.