Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 39. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 11/143.

Þingskjal 511  —  39. mál.


Þingsályktun

um samstarf við Færeyjar og Grænland um samantekt um orsakir fækkunar kvenna á Vestur-Norðurlöndum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að efna til samstarfs við stjórnvöld Færeyja og Grænlands um gerð samantektar yfir kannanir og rannsóknir sem lúta að orsökum þess að konum fækkar hlutfallslega meira en körlum meðal íbúa Vestur-Norðurlanda. Teknar verði saman niðurstöður slíkra rannsókna og kannana en einnig lagðar fram tillögur og stefnumörkun sem miðar að því að snúa þessari þróun við.

Samþykkt á Alþingi 15. janúar 2014.