Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 42. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 12/143.

Þingskjal 512  —  42. mál.


Þingsályktun

um að styrkja samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að styrkja samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða, ásamt því að vinna að sameiginlegri vestnorrænni stefnumörkun varðandi norðurslóðir á þeim sviðum þar sem hagsmunir landanna fara saman og þau eru á einu máli. Utanríkisráðherra Íslands hitti utanríkisráðherra landanna tveggja reglulega til að ræða málefni norðurslóða og önnur sameiginleg hagsmunamál vestnorrænu landanna, helst árlega eða annað hvert ár hið minnsta. Fundurinn verði haldinn samhliða ársfundi Vestnorræna ráðsins ef mögulegt er.

Samþykkt á Alþingi 15. janúar 2014.