Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 41. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 15/143.

Þingskjal 593  —  41. mál.


Þingsályktun

um samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði menntunar heilbrigðisstarfsmanna, starfsmannaskipti og veitingu heilbrigðisþjónustu á milli landanna.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að efna til samstarfs við stjórnvöld Færeyja og Grænlands um menntun heilbrigðisstarfsmanna í löndunum og að tryggja möguleika á starfsmannaskiptum milli landanna. Jafnframt verði kannaðir möguleikar á því að þróa frekara samstarf á sviði geðlæknisþjónustu, bæði hvað varðar menntun starfsmanna og meðferð fyrir sjúklinga.

Samþykkt á Alþingi 11. febrúar 2014.