Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 44. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 16/143.

Þingskjal 594  —  44. mál.


Þingsályktun

um aukið samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði heilbrigðisþjónustu.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera samninga við stjórnvöld Færeyja og Grænlands um aukið samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu, einkum hvað varðar skurðlækningar. Sérhæfing hvers lands á mismunandi sviðum skurðlækninga verði nýtt þar sem því verður við komið. Skorað er á heilbrigðisráðherra landanna að útvíkka slíkt samstarf til annarra sviða og ná samkomulagi um þátttöku allra landanna þannig að þau geti bæði verið veitendur og viðtakendur þjónustunnar.

Samþykkt á Alþingi 11. febrúar 2014.