Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 96. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 22/143.

Þingskjal 1087  —  96. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra.


    Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum að úrbótum fyrir 1. júlí 2014 sem ráðherra greini opinberlega frá.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2014.