Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 23/143.

Þingskjal 1088  —  88. mál.


Þingsályktun

um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.


    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að sjálfsákvörðunarréttur íbúa Vestur-Sahara verði virtur í samræmi við ályktanir öryggisráðs og allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og styðja viðleitni til að finna friðsamlega og varanlega pólitíska lausn.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2014.