Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 28. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 26/143.

Þingskjal 1091  —  28. mál.


Þingsályktun

um forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarnastarfi vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Markmið verkefnisins verði að miðla upplýsingum um sjúkdóminn, einkenni hans, áhættuþætti, mögulegt eftirlit með áhættuþáttum og bætt meðferðarúrræði.
    Við skipulag verkefnisins verði komið á víðtækri samvinnu allra aðila innan og utan heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum krabbameinssjúkra, svo sem í heilbrigðisþjónustu, við rannsóknir, í forvarnastarfi, fræðslu og stuðningsþjónustu.
    Verkefnið verði undirbúið á vegum ráðgjafahóps vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar sem starfandi er í velferðarráðuneytinu og hrint í framkvæmd samhliða krabbameinsáætlun.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2014.