Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 519. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 30/143.

Þingskjal 1217  —  519. mál.


Þingsályktun

um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.


    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að beita sér fyrir gerð sáttmála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum sem feli í sér hvenær og á hvaða forsendum megi safna eða vinna úr stafrænum upplýsingum um einstaklinga. Sáttmálinn kveði á um upplýst samþykki fyrir söfnun stafrænna upplýsinga, afturköllun samþykkis, hvaða gögnum megi safna, hver geymi þau og hvar og hvaða upplýsingar séu unnar úr þeim auk eyðingar þeirra.
    Við undirbúning slíks sáttmála verði leitað til þeirra ríkja sem byggja á mannréttinda- og lýðræðishefð.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.