Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 62. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 33/143.

Þingskjal 1225  —  62. mál.


Þingsályktun

um skrásetningu kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að hlutast til um að Hagstofa Íslands kalli eftir upplýsingum frá kjörstjórnum um kjörsókn eftir fæðingarári við almennar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá og með árinu 2014, auk hefðbundinnar tölfræði, sbr. XIX. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, og 88. gr. í XI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.