Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 211. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 39/143.

Þingskjal 1241  —  211. mál.


Þingsályktun

um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að efla skógrækt á Íslandi sem arðsaman atvinnuveg með því að:
     a.      stórefla hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf í skógrækt með áherslu á framleiðslu viðarafurða, framleiðni og arðsama skógrækt,
     b.      færa Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt í eina stjórnsýslueiningu,
     c.      semja frumvarp að nýjum samræmdum lögum um skógrækt og landgræðslu,
     d.      móta starfsumhverfi með rammaáætlun til þriggja ára til eflingar skógrækt með þátttöku bænda, annarra landeigenda og sérstakra skógræktarsjóða.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.