Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 266. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 40/143.

Þingskjal 1242  —  266. mál.


Þingsályktun

um ráðstafanir gegn málverkafölsunum.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að setja á laggirnar starfshóp skipaðan fulltrúum Listasafns Íslands, Myndstefs, Bandalags íslenskra listamanna, Sambands íslenskra myndlistarmanna, embættis sérstaks saksóknara, sem fer með efnahagsbrot, og mennta- og menningarmálaráðuneytis sem geri tillögur að ráðstöfunum gegn málverkafölsunum og skilgreiningu á ábyrgð hins opinbera í lögum gagnvart varðveislu þessa hluta menningararfsins. Þá fái hið opinbera frumkvæðisskyldu til að rannsaka og eftir atvikum kæra málverkafalsanir.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.