Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 10. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 45/143.

Þingskjal 1249  —  10. mál.


Þingsályktun

um endurnýjun og uppbyggingu Landspítala.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.