Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 499. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 47/143.

Þingskjal 1281  —  499. mál.


Þingsályktun

um fiskveg í Efra-Sog.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að tryggja gerð fiskvegar úr Þingvallavatni í Efra- Sog í samræmi við stefnumörkun þjóðgarðs á Þingvöllum 2004–2024. Samhliða verði ráðist í endurbætur á fornum hrygningarstöðvum ísaldarurriðans í efri hluta árinnar, og fyrir mynni hennar, til að stuðla að farsælli endurheimt stofnsins.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.