Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1805, 139. löggjafarþing 596. mál: þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.).
Lög nr. 84 23. júní 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.).


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Samkomudagur Alþingis er annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar.

2. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sbr. 13. gr., hefur verið kjörin, tekur hún við verkefnum kjörbréfanefndar skv. 1. mgr.

3. gr.

     Í stað orðanna „getur sett“ í 2. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna kemur: setur.

4. gr.

     2. mgr. 12. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Á Alþingi starfa þessar fastanefndir, að jafnaði skipaðar níu mönnum hver:
 1. Allsherjar- og menntamálanefnd.
 2.      Nefndin fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.
 3. Efnahags- og viðskiptanefnd.
 4.      Nefndin fjallar um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál og fjármálastarfsemi, svo og skatta- og tollamál.
 5. Atvinnuveganefnd.
 6.      Nefndin fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.
 7. Umhverfis- og samgöngunefnd.
 8.      Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.
 9. Fjárlaganefnd.
 10.      Nefndin fjallar um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrismál. Nefndin veitir efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um þingmál er varða tekjuhlið fjárlaga. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
 11. Utanríkismálanefnd.
 12.      Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.
 13. Velferðarnefnd.
 14.      Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðra, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu.
 15. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
 16.      Nefndin fjallar um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur Ríkisendurskoðunar og um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis.
       Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.
       Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins.

     Fastanefndir skal kjósa á þingsetningarfundi Alþingis að afloknum alþingiskosningum og gildir kosningin fyrir allt kjörtímabilið.

6. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Formenn þingflokka skulu á þingsetningarfundi leggja fram við kosningu fastanefnda, sbr. 13. gr., og við kosningu alþjóðanefnda, sbr. 35. gr., tillögu um skipun nefndanna, svo og varamanna í þeim. Tillagan skal byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna og miðast við heildarfjölda nefndarsæta, annars vegar í fastanefndum og hins vegar í alþjóðanefndum. Skipta skal nefndarsætum með hliðsjón af þeirri aðferð við hlutfallskosningu sem kennd er við d'Hondt, sbr. 75. gr. Þó má víkja frá þessu til að samstarf þingflokka á Alþingi endurspeglist í nefndum. Hver alþingismaður á rétt á sæti í a.m.k. einni nefnd skv. 13. gr., en enginn má þó eiga sæti í fleiri en tveimur fastanefndum. Taka skal sérstakt tillit til óska þingflokka sem eiga ekki rétt á sæti í öllum fastanefndum. Hafa skal hliðsjón af fundaskrá nefndanna við skiptingu nefndarsæta. Í tillögunni skal jafnframt tilgreina hvernig embættum formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns í fastanefndum er skipt milli þingflokka. Heimilt er í tillögunni að víkja frá fjölda fulltrúa í fastanefndum. Í alþjóðanefndum skal kjósa formann og einn varaformann. Sé tillaga formanna þingflokkanna samþykkt er kosningu nefndanna lokið, svo og kosningu embættismanna þeirra.
     Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í fastanefnd skv. 13. gr., er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.
     Nú næst ekki samkomulag milli þingflokka um nefndaskipunina eða formennsku í nefndum, eða tillaga frá þeim eða hluta þeirra nær ekki tveimur þriðju hlutum atkvæða á þingsetningarfundi, skal kjósa til nefndanna á þeim fundi, hverrar fyrir sig, eftir reglum 75. gr. (d'Hondt). Skulu þá nefndirnar kjósa sér formann og varaformenn á fyrsta fundi hverrar nefndar er boða skal til innan viku frá kosningu hennar. Sá kveður þá þingnefnd saman til fyrsta fundar er fyrstur var kosinn. Forseti skal tilkynna kjör þeirra á þingfundi.
     Nefnd getur hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn ef fyrir liggur beiðni meiri hluta nefndarmanna og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Síðari málsliður 1. mgr. orðast svo: Ef formaður og varaformenn eru forfallaðir, eða varaþingmenn sitja fyrir þá, felur formaður öðrum nefndarmanni að undirbúa fund nefndar og gegna formannsstörfum til bráðabirgða.
 2. Í stað orðanna „þriðjungi“ og „þriðjungur“ í 2. mgr. kemur: fjórðungi; og: fjórðungur.
 3. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fundur skal haldinn svo fljótt sem við verður komið eftir að ósk berst. Formaður skal gefa viðhlítandi skýringar ef dregst umfram þrjá virka daga að halda fund í nefndinni.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skal þá varamaður taka sæti aðalmanns um stundarsakir eða fylgja reglum 3. mgr. um staðgengil.
 2. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 3. Á eftir orðinu „nefndarmanns“ í 3. mgr. kemur: og varamanns.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Fundatími nefnda skal ákveðinn áður en kosið er til nefndanna, sbr. 14. gr. Forseti ákveður í samráði við formenn nefnda starfsdaga þeirra og starfshætti að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um þá í þingsköpum.
 3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Forseti getur sett nefnd, sem hefur mál til athugunar, frest til afgreiðslu þess og útgáfu nefndarálits eða framhaldsnefndarálits ef hann telur að athugun nefndarinnar hafi dregist óeðlilega. Skal forseti tilkynna um frestinn á þingfundi. Atkvæða skal leita ef einhver þingmaður óskar þess.


10. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Nefndarfundi mega auk nefndarmanna sitja starfsmenn nefndanna og þeir gestir sem nefnd kveður til funda eða fellst á að komi fyrir nefndina. Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi, sbr. þó 2. mgr.
     Þegar gestir koma fyrir þingnefnd, aðrir en þeir sem starfa í Stjórnarráðinu á ábyrgð ráðherra, er nefnd jafnan heimilt að opna slíka fundi, eða hluta fundar, fyrir fréttamönnum. Gildir þá ekki ákvæði 1. mgr. um tilvitnun til orða gesta á nefndarfundi. Ákvæði þessarar málsgreinar á ekki við ef nefnd hefur fallist á að taka við upplýsingum eða gögnum í trúnaði, sbr. 49. gr.
     Nefnd getur einnig haldið opinn fund í því skyni að afla upplýsinga um þingmál sem vísað hefur verið til hennar eða um mál sem nefndin tekur upp að eigin frumkvæði. Nefnd getur óskað eftir því að núverandi eða fyrrverandi ráðherra, forstöðumenn sjálfstæðra ríkisstofnana, formenn ráða og nefnda á vegum ríkisins, ríkisendurskoðandi, umboðsmaður Alþingis, fulltrúar hagsmunaaðila og sérfræðingar sem ekki starfa undir stjórn eða á ábyrgð ráðherra komi á opinn fund og veiti nefndinni upplýsingar. Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því og gera honum grein fyrir tilefni fundarins.
     Opnir fundir skulu haldnir í heyranda hljóði og sendir út í sjónvarpi og á vef samkvæmt nánari reglum forsætisnefndar.
     Óheimilt er að miðla upplýsingum á opnum fundi, eða vísa til þeirra, sem eiga að fara leynt samkvæmt reglum um þagnarskyldu eða upplýsingalögum. Formaður nefndar getur ákveðið að fundi skuli lokað svo að leggja megi fram slíkar trúnaðarupplýsingar.
     Forseti setur nánari reglur um framkvæmd opinna funda, m.a. um aðgang áheyrenda og útsendingu.

11. gr.

     Á eftir 2. málsl. 21. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Fundargerð skal samþykkt annaðhvort í lok fundar eða í upphafi næsta fundar nefndar og því næst birt á vef þingsins. Undan skal þó fella þau atriði fundargerðar sem hafa að geyma þagnarskyldar upplýsingar. Hver nefnd heldur gerðabók þar sem bóka skal trúnaðarmál.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. 2.–4. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Við 1. mgr. bætist eftirfarandi málsliður: Við framhald umræðunnar gilda á ný ákvæði 89. gr. um ræðutíma við þá umræðu.


13. gr.

     Við 24. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Skylt er ráðherra að veita utanríkismálanefnd upplýsingar og hafa samráð við hana um EES-mál í samræmi við reglur sem forsætisnefnd setur.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. 1.–6. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. 3. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Fjármálaráðherra skal leggja fyrir Alþingi, eigi síðar en 1. apríl ár hvert, tillögu til þingsályktunar um meginskiptingu útgjalda fjárlaga næsta fjárlagaárs (ramma), svo og greinargerð um breytingar á tekjuöflun ríkisins. Með tillögunni skal fylgja áætlun um ríkisfjármál næstu þriggja ára þar á eftir.


15. gr.

     26. gr. laganna orðast svo:
     Á starfstíma sínum er nefnd hvenær sem er heimilt að fjalla um mál sem heyrir undir málefnasvið hennar þó að þingið hafi ekki vísað því sérstaklega til hennar.
     Nefnd getur, ef hún telur ástæðu til, gefið þinginu skýrslu um athugun sína skv. 1. mgr. þar sem gerð er grein fyrir ábendingum og athugasemdum nefndarinnar um það málefni sem hún hefur tekið upp. Í skýrslunni er heimilt að gera tillögu til þingsályktunar og kemur tillagan til afgreiðslu við lok umræðunnar um skýrsluna, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 45. gr.
     Að loknum alþingiskosningum tekur nýkjörin nefnd afstöðu til þess hvort ólokinni athugun skv. 1. mgr. verði fram haldið.

16. gr.

     Fyrri málsliður 1. mgr. 27. gr. laganna orðast svo: Þegar máli hefur verið vísað til nefndar til athugunar tekur hún ákvörðun um málsmeðferð og felur þá jafnframt einum nefndarmanni að vera framsögumaður málsins.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Áður en nefnd lýkur athugun máls skal liggja fyrir tillaga að nefndaráliti til afgreiðslu. Fallist nefndarmaður ekki á álitið skal hann tilkynna um það áður en lokaafgreiðsla málsins fer fram. Nefndarálit skal prenta og útbýta meðal þingmanna á fundi.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sömu tímafrestir um hvenær hefja má umræðu eftir útbýtingu framhaldsnefndarálits gilda eins og annars um álit nefnda, sbr. 40. og 45. gr.


18. gr.

     Við 2. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur skal nefnd láta endurskoða kostnaðarmat stjórnarfrumvarps, sbr. 37. gr., ef hún gerir verulegar breytingartillögur við frumvarpið.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
 1. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.
 2. 7. tölul. 1. mgr. fellur brott og breytist röð síðari töluliða samkvæmt því.
 3. Í stað orðsins „EFTA“ í 2. mgr. kemur: EFTA og EES.
 4. 3. mgr. fellur brott.
 5. Í stað orðanna „getur sett“ í lokamálsgrein kemur: setur.


20. gr.

     Á eftir 35. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi, og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     Forsætisnefnd getur stofnað tímabundið alþjóðanefndir til viðbótar þeim sem getið er um í 1. mgr. 35. gr. Auk þess getur forsætisnefnd ákveðið að fela tiltekinni alþjóðanefnd afmörkuð alþjóðleg verkefni.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórnarfrumvörpum skal fylgja mat á kostnaði fyrir ríkissjóð við lögfestingu þeirra.
 2. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Forseti setur enn fremur reglur um frágang lagafrumvarpa sem innleiða reglur er byggjast á ESB-gerðum (EES-mál).
 3. Í stað síðari málsliðar 2. mgr. kemur ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
 4.      Ríkisstjórnin skal við upphaf vetrarþings afhenda forseta endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi, sbr. 3. mgr. 58. gr. Lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir 1. apríl, verða ekki tekin á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. 74. gr. Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu frumvarpsins en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.


22. gr.

     Í stað orðanna „sérnefndar skv. 32. gr.“ í 1. mgr. 42. gr. laganna kemur: stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
 1. 5. mgr. orðast svo:
 2.      Ef Alþingi berst erindi sem lýtur að málefni sem þingið verður samkvæmt stjórnarskrá eða lögum að taka afstöðu til en er ekki þingmál skv. III. kafla skýrir forseti frá því á þingfundi. Málið gengur síðan án umræðu til nefndar samkvæmt tillögu sem forseti gerir. Þegar nefnd hefur lokið athugun málsins lætur hún uppi álit sitt sem er útbýtt á þingfundi, ásamt tillögu að ályktun Alþingis sem skal rædd og afgreidd við eina umræðu eftir reglum um síðari umræðu um þingsályktunartillögur.
 3. Við lokamálsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu tillögunnar en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.
 4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 5.      Stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber að aflétta með þingsályktun og skal haga framsetningu hennar í samræmi við reglur sem forseti setur.
       Forsætisráðherra leggur í október á hverju ári fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd þeirra ályktana sem þingið samþykkti á næstliðnu ári og kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar, nema lög kveði á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Í skýrslunni skal enn fremur fjalla um meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstaks ráðherra. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar. Nefndin getur lagt fyrir þingið álit sitt á skýrslu ráðherra og, ef hún telur ástæðu til, gert tillögur til þingsins um einstök atriði í skýrslunni.


24. gr.

     Á eftir 44. gr. laganna kemur nýtt kaflaheiti, IV. EFTIRLITSSTÖRF ALÞINGIS OG ALMENNAR UMRÆÐUR, ásamt fjórum nýjum greinum, 48.–51. gr., svohljóðandi, og breytist töluröð annarra kafla og greina samkvæmt því:
     
     a. (48. gr.)
     Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins. Eftirlitshlutverk Alþingis snýr að ráðherrum sem bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum, sbr. 14. gr. stjórnarskrár.
     Eftirlitsstörf alþingismanna fara fram með fyrirspurnum, skýrslubeiðnum og sérstökum umræðum samkvæmt ákvæðum þessa kafla þingskapa, en þingnefndir geta tekið upp mál er snúa að stjórnarframkvæmd ráðherra samkvæmt ákvæðum II. kafla, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 13. gr., um fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, og 1. mgr. 26. gr., um athugun nefndar á málum að eigin frumkvæði.
     Eftirlitsstörf Alþingis gagnvart ráðherrum taka til opinberra málefna. Með opinberu málefni er átt við sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi ríkisins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins og annast stjórnsýslu eða veita almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings.
     
     b. (49. gr.)
     Við umfjöllun um þingmál, við sérstakar umræður, í svörum við fyrirspurnum þingmanna og í skýrslum, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingmanna, svo og við athugun mála að frumkvæði fastanefnda þingsins, skal ráðherra leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu.
     Heimilt er að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem annars er óheimilt að veita samkvæmt reglum um þagnarskyldu. Skal þá grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að upplýsingarnar berist ekki óviðkomandi.
     Þingnefnd getur ákveðið að trúnaður ríki um tilteknar upplýsingar sem hún fær á nefndarfundi. Sömuleiðis tekur þingnefnd afstöðu til þess fyrir fram hvort hún tekur við upplýsingum sem bundnar eru þagnarskyldu að lögum eða ósk þess sem vill veita nefndinni þær.
     Þingnefnd tekur afstöðu til þess fyrir fram hvort hún tekur við upplýsingum sem háðar eru þagnarskyldu að lögum eða ósk þess sem vill veita nefndinni þær. Þingnefnd getur jafnframt ákveðið að trúnaður skuli ríkja um tilteknar upplýsingar sem hún fær á nefndarfundi.
     
     c. (50. gr.)
     Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Því aðeins er heimilt að takmarka aðgang nefndar að gögnum að hagsmunir hennar af því að kynna sér efni þeirra eigi að víkja fyrir mun ríkari opinberum hagsmunum eða einkahagsmunum. Rökstyðja skal slíka synjun skriflega.
     Ef lögmætar ástæður eru fyrir beiðni um að trúnaðar sé gætt um efni gagna skulu nefndarmenn kynna sér gögnin á lokuðum fundi án þess að fara með þau út af fundinum. Sá sem lætur nefndinni í té slík gögn getur þó heimilað að nefndarmenn taki afrit með sér út af fundi og skulu nefndarmenn þá gæta þess vandlega að óviðkomandi geti ekki kynnt sér þau.
     Gögn sem afhent eru nefnd í trúnaði skulu varðveitt í skjalasafni Alþingis samkvæmt reglum sem forsætisnefnd setur.
     
     d. (51. gr.)
     Þingmaður hefur þagnarskyldu um upplýsingar sem hann hefur fengið í starfi sínu ef þær eiga að fara leynt samkvæmt lögum eða lögmætri ákvörðun þess sem veitir upplýsingarnar, sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga.

25. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Nefnd eða meiri hluti hennar getur sömuleiðis óskað eftir skýrslu ráðherra um opinbert málefni, sbr. 83. gr.

26. gr.

     47. gr. laganna orðast svo:
     Alþjóðanefnd skal leggja fyrir þingið ár hvert skýrslu um starfsemi sína. Skýrslum alþjóðanefnda skal vísa til utanríkismálanefndar til umfjöllunar. Utanríkismálanefnd getur lagt fram skýrslu um alþjóðastarf Alþingis, á grundvelli skýrslna alþjóðanefnda, og kemur hún á dagskrá eftir sömu reglum og almennt gilda um skýrslur.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „málefni“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sbr. 1. mgr. 53. gr.
 2. Í stað orðanna „eigi síðar en tíu virkum dögum“ í 6. mgr. kemur: eigi síðar en 15 virkum dögum.
 3. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Takist ráðherra ekki að svara fyrirspurninni innan þess frests sem ákveðinn er í þessari grein skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því, svo og hver ástæðan er og hvenær vænta megi svars til Alþingis.
 4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Ef ráðherra hverfur úr embætti falla niður fyrirspurnir til hans sem ósvarað er.


28. gr.

     Í stað 2. og 3. mgr. 50. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Forseti getur sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni hér um. Við slíka umræðu skal ráðherra vera til andsvara.
     Sé málefni, sem tekið er fyrir skv. 2. mgr., í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu, sbr. 89. gr., getur forseti heimilað lengri umræðutíma og rýmri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra en ákveðinn er í 89. gr. Skal forseti leita samkomulags þingflokka um ræðutímann, en sker úr ef ágreiningur verður.
     Forseti getur á fundartíma heimilað ráðherrum og formönnum stjórnmálaflokka að gefa sérstaka yfirlýsingu og fulltrúum annarra flokka að bregðast við henni ef ástæða er til. Forseti ákveður ræðutíma þegar gefin er yfirlýsing af þessu tagi og eins þegar umræða fer fram um hana.

29. gr.

     Við 53. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Á milli þingfunda má birta þingskjöl á heimasíðu Alþingis og telst sú birting jafngilda útbýtingu á þingfundi. Forseti setur nánari reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins. Sama gildir um tilkynningar um þingsetu varamanna. Allar tilkynningar, sem birtast fyrst á vef þingsins samkvæmt þessari málsgrein, skal forseti endurtaka við upphaf næsta þingfundar eftir vefbirtingu.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „umræður utan dagskrár“ í 1. mgr. kemur: sérstakar umræður.
 2. Lokamálsliður 4. mgr. orðast svo: Beiðnin skal vera skrifleg og borin fram áður en umræðan hefst.
 3. Á eftir orðunum „um atkvæðagreiðslu“ í 7. mgr. kemur: um kosningu.


31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 60. gr. laganna:
 1. Orðin „sbr. þó 2. mgr.“ í niðurlagi 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Breytingartillaga, sem er á dagskrá við 2. umræðu en hefur verið kölluð aftur að hluta eða í heild, kemur því aðeins á dagskrá við 3. umræðu að hún hafi verið flutt á ný.


32. gr.

     Við 68. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þegar kjósa á um einn mann eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru og eigi hafa hreyft andmælum við því við forseta. Kosningin getur farið fram með rafeindabúnaði, sbr. 2. mgr. 73. gr., þannig að jafna megi henni við skriflega kosningu.

33. gr.

     Við 72. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Forseti og forsætisnefnd skulu leita samráðs við formenn þingflokka um þær reglur sem þeim er falið að setja samkvæmt lögum þessum.

34. gr.

     Á eftir 72. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 80. og 81. gr., svohljóðandi, og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (80. gr.)
     Alþingismenn skulu, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur.
     Sama gildir um varaþingmann sem tekur fast sæti á Alþingi, svo og um varaþingmann sem setið hefur samfellt fjórar vikur á þinginu. Enn fremur skulu ráðherrar, sem ekki eru jafnframt alþingismenn, fylgja sömu reglu.
     Upplýsingar samkvæmt þessari grein skulu birtar á vef Alþingis þegar skráningu er lokið. Alþingismaður skal skrá nýjar upplýsingar innan mánaðar frá því að þær liggja fyrir.
     
     b. (81. gr.)
     Forsætisnefnd skal undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn.
     Forsætisnefnd fjallar um mál er varða siðareglur alþingismanna, framkvæmd þeirra og brot á þeim.

35. gr.

     Við 2. mgr. 76. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um meiri hluta nefndar.

36. gr.

     Við 77. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Birta má á heimasíðu Alþingis á netinu öll gögn sem annars skal prenta. Telst sú birting jafngild prentun, nema annað sé tekið fram. Við rafræna útgáfu skal tryggja öryggi og áreiðanleika birtra upplýsinga og að þær varðveitist á varanlegan hátt. Forseti getur sett reglur um hvernig birtingunni skuli háttað.

37. gr.

     Á eftir 77. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 85. og 86. gr., svohljóðandi, og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (85. gr.)
     Þingmálið er íslenska.
     Ef hluti þingskjals er á erlendu tungumáli skal íslensk þýðing fylgja. Frá því má þó víkja ef sérstakar ástæður mæla með því og sá hluti þingskjals varðar ekki með beinum hætti meginefni máls.
     Ef þingmaður vitnar í prentað mál, sbr. 65. gr., á erlendri tungu skal hann jafnframt þýða eða endursegja efni þess á íslensku.
     Ef gestur kemur á fund nefndar og getur ekki talað íslensku skal túlka mál hans. Frá því má þó víkja ef enginn hreyfir andmælum.
     
     b. (86. gr.)
     Á vegum skrifstofu Alþingis starfar upplýsinga- og rannsóknaþjónusta fyrir þingmenn og nefndir þingsins. Um starfsemina skal kveðið nánar á í reglum sem forsætisnefnd Alþingis setur.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
 1. Inngangsmálsgreinin orðast svo:
 2.      Réttur þingmanna og ráðherra til að taka þátt í umræðum skal vera allt að þeim tíma sem tilgreindur er í eftirfarandi yfirliti með reglum um ræðutíma, sbr. þó 57. gr., um sérstakar umræður, 58. og 59. gr., um stefnuræðu og almennar stjórnmálaumræður, 62. gr., um rýmkaðan rétt til umræðna, 63. gr., um styttingu andsvara, 64. gr., um takmörkun umræðna, 79. gr., um umsaminn ræðutíma, og 82. gr., um útvarp umræðu.
 3. Í stað orðanna „ UMRÆÐUR UTAN DAGSKRÁR (HÁLFTÍMI)“ í töflu kemur: SÉRSTÖK UMRÆÐA.
 4. Liðurinn „ UMRÆÐUR UTAN DAGSKRÁR (HINAR LENGRI)“ í töflu fellur brott.
 5. Á eftir orðinu „atkvæðagreiðslu“ aftast í töflu kemur: eða um kosningu.


39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á greinaröð laganna og kaflafyrirsögn:
 1. 51. og 52. gr. laganna færast framar og verða lokagreinar III. kafla (ÞINGMÁL), 46. og 47. gr.
 2. 73. og 74. gr. laganna færast framar og verða lokagreinar hins nýja IV. kafla (EFTIRLITSSTÖRF ALÞINGIS OG ALMENNAR UMRÆÐUR), 58. og 59. gr.
 3. Við fyrri málslið 3. mgr. 73. gr. laganna bætist: ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt.
 4. Fyrirsögn V. kafla laganna verður: ÞINGFLOKKAR OG ÞINGMENN.


40. gr.

Breytingar á millivísunum í lögunum.
 1. Í stað „68. gr.“ í 2. mgr. 1. gr. og 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: 75. gr.
 2. Í stað „49. gr.“ í 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: 56. gr.
 3. Í stað „67. gr.“ í 4. mgr. 10. gr., 2. mgr. 36. gr. og tvívegis í 6. mgr. 44. gr. laganna kemur: 74. gr.
 4. Í stað „53. gr.“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: 60. gr.
 5. Í stað „73. gr.“ í 3. mgr. 18. gr., 74. gr. og 4. mgr. 75. gr. laganna kemur: 58. gr.
 6. Í stað „80. gr.“ í 2. mgr. 40. gr., 1. mgr. 48. gr. og 1., 3. og 4. mgr. 55. gr. laganna kemur: 89. gr.
 7. Í stað „45.–47. gr.“ í 1. mgr. 48. gr. laganna kemur: 52.–54. gr.
 8. Í stað „55. gr.“ í 1. mgr. 48. gr. laganna kemur: 62. gr.
 9. Í stað „72. gr.“ í 2. mgr. 55. gr. og 3. mgr. 63. gr. laganna kemur: 79. gr.
 10. Í stað „skv. 36. og 44. gr.“ í 2. mgr. 76. gr. laganna kemur: skv. 37. og 45. gr.

41. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við upphaf næsta löggjafarþings. Skal þá kosið á ný til fastanefnda og alþjóðanefnda samkvæmt þessum lögum.
     Nýtt ákvæði 1. gr., um samkomutíma Alþingis, og c-liður 14. gr., um áætlun um skiptingu útgjalda ríkisins næsta fjárlagaár, öðlast gildi 1. september 2012.
     Ákvæði til bráðabirgða I í lögum um rannsóknarnefndir fellur brott þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur verið kosin skv. 5. gr. laga þessara.

42. gr.

Breyting annarra laga.
 1. Síðari málsliður 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sbr. 4. gr. laga nr. 5/2009, orðast svo: Skal ræða skýrsluna í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
 2. Eftirfarandi breytingar verða á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995:
  1. Í stað 3. málsl. 2. mgr. 3. gr., sbr. 23. gr. laga nr. 141/2003, koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fyrsti varaformaður fastanefndar fær 10% álag á þingfararkaup og annar varaformaður 5% álag. Enn fremur er heimilt að greiða formanni sérnefndar, svo og varaformönnum, sambærilegt álag eða hluta þess ef sérstök ástæða er til.
  2. Í stað orðanna „sbr. 2. mgr. 53. gr.“ í 1. mgr. 11. gr. kemur: sbr. 2. mgr. 60. gr.
 3. Við 1. mgr. 1. gr. laga um umboðsmann Alþingis, nr. 85/1997, bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Forsætisnefnd Alþingis skal tilnefna mann við kosninguna. Aðrar tilnefningar skulu berast forseta Alþingis svo tímanlega að unnt sé að kanna kjörgengisskilyrði áður en kosningin fer fram.
 4. Í stað orðsins „allsherjarnefndar“ í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 82/2008, um almannavarnir, sbr. 193. gr. laga nr. 162/2010, kemur: allsherjar- og menntamálanefndar.
 5. Í stað orðanna „efnahags- og skattanefnd“ í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 75/2009, um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, kemur: efnahags- og viðskiptanefnd.
 6. Í stað orðsins „Viðskiptanefnd“ í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, kemur: Efnahags- og viðskiptanefnd.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Starfshættir fastanefnda, svo og skipting málefna milli þeirra, sbr. 5. gr. laga þessara, komi til endurskoðunar innan árs frá gildistöku laganna.
     Við upphaf næsta löggjafarþings skal kjósa nefnd níu þingmanna sem vinnur að frekari endurskoðun þingskapa og hefur hliðsjón af áliti sérnefndar sem fjallaði um breytingar á þingsköpum á 139. löggjafarþingi.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2011.