Ferill 826. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
2. uppprentun.

Þingskjal 1702  —  826. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum (losun fjármagnshafta).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Við c-lið 6. tölul. a-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Með eignastöðu er átt við heildareignir, án frádráttar skulda.
                  b.      D-liður 6. tölul. a-liðar orðist svo: Fjármálafyrirtæki sem framkvæmir fjármagns­hreyfingu eða afgreiðir reiðufjárúttekt tilkynni hana til Seðlabanka Íslands, innan fimm virkra daga, þar sem tilefni hennar er tilgreint sérstaklega. Þó skulu tilkynn­ingar vegna fyrirframgreiðslu og uppgreiðslu lána berast Seðlabankanum áður en greiðslurnar eru framkvæmdar.
                  c.      Við bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                      d.      Í stað orðanna „1.–4. tölul.“ í 5. mgr. kemur: 1.– 6. tölul.
                      e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                                 Seðlabanki Íslands skal birta leiðbeiningar um hvernig sýna skal fram á að fjármagnshreyfingar milli landa séu vegna þeirra viðskipta sem talin eru upp í 1.–12. tölul. 2. mgr.
     2.      Við a-lið 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að kaupa erlendan gjald­eyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi til fyrirframgreiðslu og uppgreiðslu lána í erlendum gjaldeyri sem veitt hafa verið af innlendu fjármálafyrirtæki, innan heimildar 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b.
     3.      Efnismálsgrein f-liðar 10. gr. orðist svo:
                  Aðilar geta framselt heimildir sínar skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b og 2. mgr. 13. gr. c til sjóða, sem starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjár­festasjóði, með kaupum á hlutdeildarskírteinum í slíkum sjóðum, að því marki sem við­komandi sjóður nýtir heimildirnar til fjárfestinga í erlendum gjaldeyri. Á sama hátt geta einstaklingar framselt heimildirnar til vátryggingafélaga og fjármálafyrirtækja á grund­velli samninga um greiðslu iðgjalda til söfnunar lífeyrissparnaðar í séreign eða viðbótar­tryggingarverndar, og samkvæmt samningum um söfnunartryggingar, eingreiðslu­tryggingar og reglubundinn sparnað, í erlendum gjaldeyri. Framsal skv. 1.–2. málsl. skal vera skriflegt. Framsalshafar skv. 1. og 2. málsl. skulu tilkynna Seðlabanka Íslands um framsal samkvæmt ákvæðinu.
     4.      Inngangsmálsgrein 11. gr. orðist svo:
                  Við 13. gr. o laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
     5.      Við 12. gr.
                  a.      B-liður falli brott.
                  b.      C-liður orðist svo: Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lagaákvæði um þagnar­skyldu takmarka ekki skyldu annarra stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum á grundvelli þessa ákvæðis.
                  c.      2. málsl. efnismálsgreinar d-liðar orðist svo: Þá er innlendum aðilum skylt að til­kynna Seðlabankanum um fjárhagslegar skuldbindingar sín á milli í erlendum gjald­eyri, svo sem lánaviðskipti, ábyrgðarskuldbindingar, afleiðuviðskipti og útgáfu skuldabréfa og annarra skuldagerninga.
     6.      Í stað orðanna ,,Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 2. mgr. 13. gr. c er einstaklingi heimilt fram til 1. janúar 2017“ í 1. mgr. b-liðar (V.) 14. gr. komi: Fram til 1. janúar 2017 er einstaklingi heimilt.
     7.      1. tölul. 16. gr. orðist svo: Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breyt­ingum: Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
                  a.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Seðlabankinn getur í sama tilgangi einnig aflað upplýsinga frá lögaðilum um eignir og fjárhagslegar skuldbindingar í erlendum gjaldeyri, svo sem beinar fjárfestingar, verðbréfafjárfest­ingar, aðrar fjárfestingar í framseljanlegum fjármálagerningum, lánaviðskipti, ábyrgðarskuldbindingar, afleiðuviðskipti og útgáfu skuldabréfa og annarra skulda­gerninga. Upplýsingar skv. 1. og 2. málsl. skulu afhentar á því formi sem Seðla­bankinn ákveður.
                  b.      Á eftir orðinu „skyldu“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: annarra stjórnvalda, fjármálafyrir­tækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.